Alþýðublaðið - 19.03.1967, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 19.03.1967, Qupperneq 14
14 Dflerkilegir menn Framhald af 7. síðu. «m orðum fyrir vinstrivillu og áróður, lita'ðan fréttaflutning í þágu „kommúnista"; málflutning ur var jafnan svo svipaður að einn og sami maðurinn gæti staðið fyrir lionum. Lengi vel voru engin dæmi nefnd til stuðnings fullyrðingum blaðs- ins, en þegar að því'kom reynd- ist það af stórmannlegra tag- inu; sönnun blaðsins fyrir yfir- gangi „kommúnista” í útvarpinu \Tar að tveimur samkomum stúd- enta lsta desember hefði verið mismunað í fréttum. En þegar að var gáð reyndist þetta voða- lega tilfelli tómur uppspuni blaðsins; báðum samkomunum iiafði reyndar verið gerð sam- bærileg skil; og Morgunblaðið varð að leiðrétta í sér vaðalinn þó afsökunarbeiðni félli niður. En í framhaldi af þessu ein- kennilega máli hófst svo aðför- in að þættinum „Þjóðlíf.” jjistamenn eru líka einkennileg- *■ ir. Eitt einkenni þeirra, bæði einstaklinga og samtaká listamanna, hefur virzt varanleg og óbreytileg óánægja með út- Iilutun hinna opinberu lista- mannalauna, og þarf raunar ekki að lá neinum það. En nú ber svo við að þetta einkenni stéttarinn- ar virðist horfið; engu er líkara en nýtt frumvarp um skipan Iistamannalauna hafi hlotið al- mennt samþykki listamanna, þegjandi minnsta kosti^f' ekki opinbert. Þetta er skrýtiðr-Því að hið nýja frumvarp virðist eink- tim til þess fallið að festa í sessi til frambúðar nokkurn veginn sömu skipan og hefur verið á þessum málum undanfarin ár og mest hefur verið deilt á. Tvennt hefur einkum valdið óánægju manna með listamanna- Iaun. í fyrsta lagi sé upphæð þeirra of lág, bæði fjárveiting- in í heild sinni og einstakir Iaunaflokkar. í öðru lagi fari veiting þeirra fram með óeðli- legum hætti þar sem til hennar veljist erindrekar stjórnmála- flokkanna alveg án tillits til á- huga þeirra eða þekkingar á listum. Samkvæmt nýja frum- varpinu virðist gert ráð fyrir að viðhalda sama kerfi óbreyttu í meginatriðum þótt það sé gert einfaldara með þvi að hafa launaflokka aðeins tvo og setja úthlutunarnefndinni ákveðnar starfsreglur. Eftir sem áður má gera ráð fyrir að launauppliæðir verði tiltölulega mjög lágar, — fremur styrkur eða bitlingur en lífvaenleg laun; og eftir sem áð- ur verður úthlutun launanna í höndum póiitískrar nefndar. Það má vera að undanfarin ár hafi pólitískrar íhlutunar ekki gætt til muna við úthlutun lista- mannalauna. En bjóði duttlung- ar valdsmanna þeim afskipti af þessum málum stendur það opið fvrir þeim; sjálft kerfið býður slíkum afskiptum heim. Fé má festa i listum með ýmsum hætti. Sé það yfirleitt talið réttmætt að veita almanna- fé til listastarfs, sem sjálfagt er umdeilanlegt, má ætlast til að sú fjárfesting sé gerð með þeim hætti að hún sé líkleg til að gefa einhvers konar arð af sér. Opin- ber listamannalaun virðist eðli- legt að aðgreina í tvennt, ann- ars vegar sérstök heiðurslaun til manna, sem þegar hafa unnið sér almenna viðurkenning í sinni grein, hins vegar starfs- styrki til efnilegra og upprenn- andi listamanna og listamanna í miðju ævistarfi sínu. Hvort tveggja launaupphæðin virðist líklegust til að gefa eitthvað af sér, ef hún tryggir launþega óskert starfsnæði án annarrar reglulegrar tekjuöflunar. Hins vegar virðist það harla óarðvæn- leg fjárfesting að veita lágum upphæðum til mikils fjölda manna, jafnvel þótt heildarfjár- veitingin sé tiltölulega há; laun, sem ekki duga til viðurværis meira en mánaðartíma eða tvo skapa engum manni skilyrði til listsköpunar sem hann færi á mis við ella. Slíkar ölmusur eru^ sjálfsagt kærkomnar þeim sem þær hljóta, — en það er varla tilgangur listamannalauna að „hafa menn góða” hvern í sínu horni. Af undirtektum lista- manna við hinu nýja frumvarpi verður þó ekki annað ráðið en að þetta sé tilgangurinn, og að hann hafi tekizt. Úr því ríkisvaldið kýs að veita fé til lista má ætlast til að það hafi einhverja ákveðna stefnu í þessum málum, að það feli þessa fjárfesting einhverjum þeim aðila sem það treystir til að framfylgja henni og telur dómbæran um þessi efni. Slíkrar stefnu saknar maður úr frum- varpinu nýja. Það má að vísu ævinlega deila um smekk, opin- beran smekk ekki síður en ann- að. En enginn kaupir sig undan þeim vanda með því að viðhafa alls engan smekki slíkt heitir á réttu máli smekkleysa. Stúdentar héldu á mánudags- kvöld umræðufund um „fjár- málaspillingu, félagslega upp- lausn og réttvísi á íslandi", hvorki meira né minna. Minna varð nú úr því máli en skyldi; þessi einkennilega samkoma virt ist löngum einhverskonar sam- bland af kosningafundi og skop- leik. Þar var ekki nema laus- lega drepið á hina pólitísku sýki sem altekur allt þjóðlíf á ís- landi og væntanlega- verður enn ærslafyllri og öfgafengnari en endranær nú á næstu mánuð- um. Á fundi með stúdentum á fimmtudagskvöld fékk liinsveg- r vegar ráðherra heilbrigðismála harða útreið fyrir yfirgang sinn í útvarpsmálinu sem var bein- línis tilefni fundarins; aðsókn og undirtektir fundarmanna sýndu hvílíkur hiti hefur hlaup- ið í þetta mál. Háðherrann geld- ur þess í þessu máli að þar eru annarsvegar óvenjulega greind- ir, menntaðir og málfærir menn sem taka yfirgang hans óstinnt upp og virðast staðráðnir í að láta ekki bjóða sér hann mót- mælalaust. En útvarpsmálið er ekkert einangrað tilfelli, und- antekning; það er raunar valið dæmi um flokksræðið sem hér er ríkjandi á öllum sköpuðum sviðum, þann háska af ósæmilega pólitísku gerræði sem er fólg- inn í sjálfu kerfinu. Hvcrgi er flokksræðið verr viðeigandi en einmitt á sviði menningarmála hvort heldur er bókmennta, lista og vísinda eða almennrar fjölmiðlunar í samfélaginu; það er augljóslega óeðlilegt að stofn- unum eins og útvarpi, sjónvarpi, þjóðleikhúsi, menningarsjóði, svo einhver dæmi séu nefnd, sé stjórnað af mönnum sem fyrst og fremst líta á sig, sem erind- reka pólitískra flokka. Útvarps- málið sem hófst út af þjóðlifs- þættinum er meðal annars þarf- legt fyrir að vekja athygli, við- halda umræðu um þetta ósæmi- lega kerfi; og viðbrögð hinna yngri lækna sem stóðu að út- varpsþættinum og einkum höfðu sig í frammi á fundinum benda ótvírætt til að nú þyki mönnum loks nóg komið. Skoði menn hug sinn kann að koma á daginn að þeir séu sama sinnis um fleiri efni en heilbrigðismál. ðþróttir Framhald / 10. síðu. Úrvalið átti að þessu sinni slæm an leik, miðað við hvað það getur gert. Sókn þess var bitlaus og fálmkennd <jg tókst illa að setja upp leikaðferð þess, sem þjálfari varnarliðsmanna virðist hafa tek- ið til rækdegrar athugunar. Skipt ingar í vörn gengu ilia og var yf- irleitt sem allur kraftur væri úr liðinu dreginn, þótt einstakir leik- menn sýndu góð tilþrif á köflum. Kolbeinn skoraði 13 stig, Agnar, Birgir Jakobsson og Gunnar Gunn arsson skoruðu 6 stig hver. Næsti leikur átti að fara fram á mánudag, en vegna erfiðrar keppni allra leikmanna úrvalsins í íslandsmótinu á sunnudag og þriðjudag, verður reynt að fá honum frestað. mmó\ Framhald 10. síðu. og bjóða upp á bezta körfuknatt- leik, sem þekkist á íslandi í dag. Þórir Guðmundsson, fyrrum Iandsliðsnefndarmaður: Með velgengni körfuknattleiks- ins í huga, óska ég þess, að þessi leikur verði sem jafnastur og skemmtilegastur á að horfa. Um úrslit leiksins er aftur á móti erf- itt að spá. Ég hef því miður ekki horft eins mikið á leikina í vet- ur og ég ihef gert á undanförnum árum, en miðað við fyrri leiki þessara liða verður eflaust um mjög skemmtilega • keppni að ræða. Aðalspurningin er, hvort ÍR-ingum tekst að verjast ,pressu‘ KR, sem þeir hafa náð góðum tökum á. Bæði liðin hafa náð góðu valdi á hraðupphlaupum og leika þau yfirleitt mjög hratt. Heldur finnst mér KR vera sigurstranglegra í þessum leik, en þó, eins o’g ég gat um fyrr, er ómögulegt að spá um úrslitin. í íþróttum getur allt skeð og á það ekki sízt við um körfuknattleikinn. Sjónvarp Framhald af 2. síðu. þannig gera sig skiljanlega sín á milli, veröa aldrei reikari, en þegar þeir sjá e'ða heyra smávægilega skekkju í rneð- Jerð íslenzks máls í sjónvarpi! 19. marz 1967 - Sunnudagsblað AlþýSublaðsins Samningur Framhald af 1 síðu. veiðar á Norðaustur-Atlantshafi var Bandaríkjunum og Kanada boðið að senda fulltrúa til við- ræðnanna í London þannig að á- kvæði samningsins nái einnig til Norðvestur-Atlantsliafs. Fulltrúar eftirtaldra landa hafa unnið að samningi samningsupp- kastsins í London í þessum mán- uði: Belgía, Kanada, Danmerkur, Frakklands, Vestur-Þýzkalands, ísiands, írlands, Ítalíu, Luxem- borgar, Hollands, Noregs, Pól- lands, Portúgals, Spánar, Svíþjóð- ar, Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. DAGSTUND ★ Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunn ar. Ráðleggingarstöðin er að Lind- argötu 9, 2. hæð. Viðtalstími prests er á þriðjudögum og föstu- dögum frá 5—6. Viðtalstími lækn is er á miðvikudögum kl. 4—5 Svarað í síma 15062 á viðtalstíro- um. ★ Bókasafn Sálarrannsóknafélags ins Garðastrarti 8 er opið mifl úkudaga kl. 17.30 — 19 ★ Ásgrímssafn, Bergstaðastræi 74 er opið sunnudaga, þriðjudagi og fimmtudaga frá kl. 1.30—4 ★ Þjóðminjasafn Islands er opir daglega frá kl. 1.30—4. ★ Bókasafn Seitjarnarness er op kl. 14—22 alla virka daga nem« sími 12308. Útlánsdeild opin fr: ið mánudaga kl. 17.15—19 og 20- 22, miðvikudaga kl. 17.15—19. |Lpnrl«h»it^;nn Framhald af 3, síðu. hannes Árnason sá um pípulagB- ir og Ljósblik h.f. um raílagnlr« Umsjónarmaður me6 síðarl hluta verksins hefur verlð Jóa Bergsteinsson mUiarameioKiix, en Sigurbjörn Sigtryggsson hefur haft með höndum stjórn fram- kvæmda af hálfu bankans. Úti- bússtjóri í Austurbæjarútibúi Landsbankans er Jóhann Ágústs-. son, skrifstofustjóri Þorkell Magn ússon og yfirgjaldkeri Sigurður Eiríksson. Kaffi Framhald á 14. síðu. sem flytur kaffið til |mdsins, piallarnir settir á vörubíla við skipshlið, teknir af bíiunum við vörugeymslu, hlaðið upi) í geymsl- unni og að lokum fluttir að inn- taki framleiðslukerfisins allt með -vélarorku gaffallyftara. Hver hrá- kaffisekkur er 60 kg að þyngd, og sparast því mikill tími og erfiði með því að mannshöndin þarf eigi að snerta sekkina frá því að þeir eru settir á pall á skipi, og þar til hellt er úr einstökum sekkjum í inntak vélakerfisins. Úr hrákaffi- geymslunni fer kaffið um vél, sem hreinsar í burtu ryk, óhreinindi og aðskotahluti, sem í kaffinu kynnu að vera. Úr þeirri vél fer kaffið um leiðslur í sívalning, sem mynnir á heyturn, en er þó afar frábrugðinn heyturni. Sívaln- ingur þessi er þannig útbúinn, að hann gajur telkið v|ið mörgum kaffitegundum, ag haldið þeim aðskildum hverri frá annarri. Að- skilnaði þessum og hleðslu sívaln- ingsins er stjórnað af manni þeim, Framhald á 4. síðu. Móðir okkar MARGRÉT V. GUÐJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 68, verður jarðsett mánudaginn 20. marz kl. 1,30 frá Háteigs kirkju. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minn ast hennar er bent á Slysavarnarfélag íslands Sjöfn, Hafdís og Sigríður Sigurbjörnsdætur Guðjón Sigurbjörnsson. Iljartkær eiginmaður minn og faðir okkar JANUS GUÐMUNDSSON, verkstjóri, Itauðarárstíg 24, andaðist á Borgarsjúkrahúsinu 17. þessa mánaðar. Jóhanna Ásgeirsdóttir og dætur. Maðurinn minn SÆMUNDUR GÍSLASON, fyrrverandi lögregluþjónn, verður jarðaður miðvikudaginn 22. marz. Athöfnin hefst kl. 10.30 í Fossvogskirkju. Guðbjörg Kristinsdóttir, Hofteigi 8.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.