Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Síða 4
28 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1993 Tónlist Mezzoforte úr híðinu - spilar á djasshátíð og hyggur á plötuupptöku fórum í vikuferð til Noregs og gekk bara ágætlega. Ef af því verður að við gerum nýja plötu í haust fylgjum við henni væntanlega eftir með hljómleikaferð á næsta ári.“ Með Shakatak Síðustu ár hefur Friðrik Karlsson haft það að aukastarfi að leika á gítar á plötum bresku hljómsveitarinnar Shakatak jafnframt því að fara með henni í hljómleikaferðir um heim- inn. Friðrik spilaði einmitt inn á nýja plötu hljómsveitarinnar í síð- ustu viku. Hann reiknar hins vegar ekki með því að spila með henni á hljómleikum. „Shakatak á traust fylgi víða um heim en er samt langvinsælust í Jap- an,“ segir Friðrik. „Hún hefur verið að breyta tónlistarstefnunni þannig að einbeita sér aö djass-fónki en láta poppið eiga sig. Ég hef hins vegar hreinlega ekki gefið mér tíma til að spila með Shakatak á hljómleikum. Læt mér plötumar nægja.“ Friðrik hefur líka haft nóg að gera með hljómsveitinni Stjórninni upp á síðkastið, samið lög og spilað á dans- leikjum. Stjórnin sendir frá sér nýja plötu í lok vikunnar og ferðast síðan um landið í sumar. Meðan hún verð- ur í fríi í september snúa Friðrik og Jóhann sér að Mezzoforte og halda síðan áfram til áramóta. -ÁT- Hljómsveitin Mezzoforte vaknar til lífsins að nýju með haustinu. Þá kemur hún fram á tveimur djasshá- tíðum í Indónesíu og síðan eru fjór- menningamir að bræða það með sér að taka upp plötu og fylgja henni jafnvel eftir á næsta ári. „Indónesíudænúð er svo sem ekk- ert nýtt fyrir okkur,“ segir Friðrik Karlsson gítarleikari. „Okkúr berast nokkrar fyrirspurnir á hveiju ári um hvort við getum spilað á hátíðum hingað og þangað um heiminn. Oft- ast er það fjárhagslega ókleift að taka þátt í þeim en að þessu sinni var til- boðið svo gott að við gátum tekið því. Þessi Indónesíufór er á döfinni í september. Okkur langar síðan til að hljóðrita plötu í framhaldi af henni," bætir Friðrik við. „Það hefur safnast fyrir dálítið af lögum sem við þurfum að koma frá okkur. Ef af þessari plötu veröur höfum við hana hrárri en oftast áöur, tökum hana upp á tíu dögum til hálfum mánuði og reynum að hafa hlutina einfalda." Fjórmenningamir í Mezzoforte em önnum kafnir í ýmsum verkefnum mestan hluta ársins. Allt sem við- kemur hljómsveitinni þarf því að skipuleggjast langt fram í tímann. Friðrik og Jóhann Ásmundsson spila með Stjórninni, Gunnlaugur Briem trommar með GCD og Eyþór Gunn- arsson er á kafi í ýmiss konar verk- efnum svo sem að spila með Djass- hljómsveit Reykjavíkur. Hans næsta stóra verkefni verður að hafa yfir- umsjón með nýrri plötu Bubba Mort- hens. „Fólk er sífellt að spyija að því hvort við séum hættir, jafnt hér á landi sem erlendis," segir Friðrik. „Það er hins vegar ekkert svo langt síðan við spiluðum síðast saman. Við Mezzoforte lék siðast saman á hljómleikaferð í Noregi í ársbyrjun. Hljómplötuganrým Ýmsir flytjendur - Rock Stars: ★ ★ ★ Meðal- vegurinn Rock Stars er fyrsta geislaplatan af mörgum í útgáfuröð frá Time-Life sem nefnist The Rock Collection. mjómplötufyrirtækið Steinar býður upp á þessa röð í áskrift í tengslum viðplötuklúbbsinn. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna er á Rock Stars teflt fram stjömum rokksins. Satt best að segja kemur fátt á óvart í lagavali. Þeir sem velja tónlist á plötima þræða hinn gullna meðalveg. Velja vel þekkt lög og í sumum tilvikum þekktustu lög flytjendanna svo sem Bohemian Rhapsody með Queen, Kayleigh með MariIIion og With a Little Help From my Friends með Joe Cocker. Þetta er þó ekki algilt. Þannig hef- ur Tusk verið valið með hljómsveit- inni Fleetwood Mac. Afar ódæmi- gert með þeirri sveit. Promises er sýnishomið með Eric Clapton og gamla Blind Faith-lagið Well Alright er hér með hljómsveitinni Santana. Svona ævintýramennska eykur gildi útgáfunnar. Hins vegar er afar vafasamt að hljómsveitin Boom- town Rats eigi heima í rokkstjama- safni. Hljómsveitin náði aldrei stjömunafnbótinni og átti raunar aðeins eitt lag semfjöldinn lagði eyrun við. Það var I Don’t Like Mondays sem einmitt er á plötunni. Á markaðinum er mikill fjöldi af alls konar safngeislaplötum. Rock Stars er ósköp keimlík öðmm. En hún er aðeins fyrsta sýnishom af stórri útgáfuröð og þ ví kannski ekki sanngjarnt að dæma hana eina. Þá má benda á að hljómurinn er betri en á mörgum öðrum safnplötum. Útgefandinn er vel þekkt og virt fyr- irtæki og sendir ekkert frá sér nema frágangurinn sé fyrsta flokks. Ásgeir Tómasson The Money or the Gun - Stairway to Heaven: , ★ ★ ★ Otrúleg fjölbreytni Led Zeppelin lagið Stairway to Hea- ven er af mörgum talið eitt fallegasta popplag sem samið hefur verið. Og eins og með mörg falleg lög hefur flöldi listamanna spreytt sig á laginu um dagana en hver hefði trúað því að hægt væri að útsefla eitt og sama lagiö á 22 mismunandi vegu! Það er samt hægt eins og samsafn ástr- alskra listamanna sannar á þessari einstöku plötu sem inniheldur 22 út- ■WfMOtinOfllHEMN STilRWBföro hlA\fN : It gáfur af Stairway to Heaven. Og flölbreytnin er ótrúleg og bók- staflega bráðfyndin; lagið er hér út- sett fyrir allar mögulegar og ómögu- legar tónlistarstefnur- og stila, það er rokkað, jassað, bítlað, pönkað, rapp- að; útsett fyrir óperu og kórsöng, sin- fóníuhljómsveit, söngleikjaform, gleði- og sýrupopp, þjóðlaga- og sveitatónlist, soul, reggae, í Elvisút- gáfu og upplestur!. Við fyrstu sýn gæti þessi plata virst vera óskaplegt rugl og vitleysa en það er hún alls ekki því þótt stutt sé í grínið er vandað til verka í hvívetna og hver útsetningin annarri betri. Einna þekktust er kannski útsetning Rolf Harris sem náði um daginn alla leið inn á topp tíu á breska vinsælda- listanum. Stairway to Heaven er hreinlega ómissandi plata.fyrir alla Led Zeppelin-aðdáendur sem og aðra þá sem hafa gaman af flölbreytni og gríni. Sigurður Þór Salvarsson GCD - Svefnvana: ★ ★★ Þétt karma Hljómsveitin GCD er trú þeirri stefnu sem hún markaði sér á fyrri plötu sinni. Að rokka og róla í anda Stones, Faces, Creedence Clearwat- er Revival og fleiri góðra sveita. Svefnvana er þéttari og „hljómsveit- arlegri” en fyrri plata. Að auki hefur hljóðblöndun heppnast mun betur en síðast. Þar af leiðandi kemst söngur Rúnars Júlíussonar til skila að þessu sinni. Síðast hljómaði hann sem muldur. Einnig hefur gítar- hljómurinn verið lagaður og er nú orðinn eins og hjá öðrum almenni- legum rokkhljómsveitum. Bergþór er þó nokkuð spar á sólóin en það er bara kærkomin tilbreyting. Hvað efnið varðar býður GCD upp á rokk í sinni einfóldustu mynd. Eitthvað sem jafnvel skátastúlkur og fóstrunemar geta spilað með svo- lítilli æfingu. Fyrsta lag plötunnar hefst á trommuslögunum úr Rock And Roll lagi Led Zeppelin. Og víða bregður fyrir hljómum, steflum og slögum sem fá mann til að renna huganum til öflugustu rokkhljóm- sveita síðustu áratuga. Stundum hvarflar það meira að segja að manni hvort GCD sé ekki í raun og veru týndi hlekkurinn milli Creed- enceogStatusQuo! Textar GCD á Svefnvana eru með hæfilegri blöndu ádeilu, karlrembu og erótíkur. Sums staðar er ort und- ir rós, að því er virðist um dóp og djarfar meyjar. Höfundar hafa leyft textum að fylgja með á blaði að þessu sinni. Síðast var því ekki til aðdreifa. Svefnvama er talsverð framför frá fyrri plötu GCD. Hvort eitthvert lag- anna á eftir að ná viðlíka vinsældum og Mýrdalssandur og Kaupmaður- inn á horninu verður að koma í ljós. Líklegir kandídatar eru Hótel Borg, Sumir fá allt og Nútímamaður. Litli prinsinn er ágætur líka. í hann vantar hins vegar munnhörpuna. Ásgeir Tómasson Candy Dulfer- Sax-a-go-go: ★ Fáttum fína drætti Það eru ekki margar stúlkur sem leggja fyrir sig saxófónleik og ná góðum árangri. Hollenska stúlkan Candy Dulfer er nánast undantekn- ing. Þessi tuttugu og flögurra ára saxófónleikari hefur á undanförn- um flórum árum, allt frá því fyrsta platahennar, Saxuality, kom út, verið að vinna sér nafn og nú er svo komið að tónlistarmenn á borð við Prince, Van Morrison og Aretha Franklin sækjast eftir kröftum hennar. Sax-a-go-go er önnur plata hennar og ekki í sama gæðaflokki og Saxuality sem hafði þó sína galla. Saxuality var þó mjög áheyrileg en sama er ekki hægt aö segja um Sax- a-go-go sem er fónkuð blanda af djassi og poppi. Það sem kemur kannski mest á óvart er að platan er tekin upp í Hollandi með þarlend- um tónlistarmönnum, ástæðan er að tónlistin er mjög amerísk. Candy Dulfer er góður alt-saxó- fónleikari en enginn snillingur. Það er tvennt sem hefur gert hana vin- sæla. Hún er ung og fögur og það gerir hana eftirsótta og svo lék hún inn á plötu lag Dave Stewarts, Lily Was Here, sem komst inn á allflesta vinsældalista. Lögin á Sax-a-go-go eru ekki líkleg til vinsælda, fremur einhæfar útsetningar á taktföstum dansryþma og lítil skemmtun til hlustunar. Sérlegaleiðigjörneru þau lög sem Ulco Bed semur en hann er upptökustjóri Dulfer. Dul- fer tekst mun betur upp í eldri lög- um á borð við Compared to What og I Can’t Make You Love Me og svo nýju lagi eftir Prince, Sunday Aft- emoon. En þegar á heildina er litið er fátt um fína drætti á Sax-a-go-go. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.