Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Síða 1
,;Við setjum upp nýja sýningu í Asmundarsafni á hveiju vori á afmælisdegi Ásmundar. Nú ber svo við að það er aldarafmæli hans. í tilefni af því er sett upp sýning með temanu Náttúran í hst Ásmundar. Þetta er nokkurs konar yfirlitssýning því þetta tema spannar nær allan hans hst- feril. Það eru mjög sterk áhrif frá náttúrunni í formheimi Ásmund- ar,“ segir Gunnar B. Kvaran, safnvörður í Ásmundarsafni. í gær var opnuð sýningin Náttúran í list Ásmundar í Ásmundarsafni. Ásmundur Sveinsson er einn af okkar þekktustu myndhöggvur- um á þessari öld og var ahan sinn feril einn fremsti myndhstarmað- ur þjóðarinnar. „Ásmundur byriaði á fimmta áratugnum að vinna út frá þeim formum sem til eru í náttúrunni. Oft á tíðum eru myndimar tilvís- anir í íslendingasögurnar eða þjóðsögumar. Til þess að lýsa þessu íslenska myndefni fannst honum að hann þyrfti að búa til íslenskt myndmál. Það gerði hann með því að sækja tilvísanir og áhrif í þann formheim sem hann þekkti sérstaklega vel í æsku. Hann ólst upp í Dölunum, umkringdur fiöhum og beru landslagi. Þetta kemur mjög sterkt fram í hans myndum sem sumar era gagnhverfar. ‘ -em Gunnar B. Kvaran safnvörður með eitt af verkum Asmundar. DV-mynd ÞÖK Aldarminning Asmundar Sveinssonar: Ótæmandi brunnur náttúr- unnar - náttúraní listÁsmundar Vor '93 í Hafnarfirði: Tjömina - sjábls. 22 Pláhnetan á Norður- landi - sjábls.23 Antik- munirí Gallerí - sjábls. 24 Leður- blakan í Perluna - sjábls.25 innar - sjábls. 27 Hvemig verður helgar- veðrið? - sjá bls. 28 Arabísk litrík skemmtidag- skrá alla dagana Sýningin Vor ’93 í Hafnarfirði hófst á miðvikudaginn í íþróttahúsinu í Kaplakrika og stendur til og með 23. maí. Sýningin er samstillt átak bæj- aryfirvalda í Hafnarfirði, atvinnu- fyrirtækja og verkalýðshreyfingar til að vekja athugli á þeirri vinnu, í víð- asta skilningi þess orös, sem fram fer ' i bænum. Tæplega 100 fyrirtæki og einstaklingar taka þátt í Vori ’93. Flatarmál salarins í íþróttahúsinu í Kaplakrika er 1944 fermetrar. Búið er að skipuleggja skemmtilega upp- setningu sýningarsvæöisins þar sem leitast er við að móta stærð og lögun bása að þörfum hvers og eins þátt- takanda. Litríkri skemmtidagskrá er haldið úti í tengslum viö sýninguna. í dag heldur Gaflarinn ræðu um fimmleytið, Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar skemmtir og Módel- samtökin verða með tískusýningu. Á morgun hefst sýningin kl. 12 á því að Gaflarinn talar. Að því búnu verða tónleikar hafnfirskra bílskúrs- banda á grasvellinum. Forseti ís- lands afhendir verðlaun í myndhst- arsýningu barna svo eitthvað sé nefnt. Það sem eftir lifir dags verða ýmis skemmtiatriði, t.d. tískusýning- ar Módelsamtakanna. Á sunnudaginn heldur dagskráin áfram og þar verða svipuð skemmti- atriði og daginn áður. Sýningunni og skemmtiatriðunum lýkur kl. 22 á sunnudagskvöld. í dag veröur sýn- ingin opin frá 17-22 og á morgun og sunnudag veröur opið frá kl. 12-22. -em íslandi - sjábls. 23 Kóramót aldraðra - sjábls. 25 Malcolm X - sjábls. 26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.