Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Síða 2
22
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1993
Alltaf er notalegt að koma á Tjörnina til Rúnars Marvinssonar. Húsakynni eru i rólyndislegum fyrirstríðsstíl, nokk-
uð ofhlaðin sófum og hægindastólum í tveimur betristofum.
Ljúfasta
matstofan
Fremur fáir vita, að fyrir aðeins 800 krónur er hægt
að fá ljúfasta hádegisverð á einu allra bezta veitingahúsi
landsins. Þetta verð er aðeins steinsnar ofan við ýmis
tilboðsverö hversdagslegra veitingahúsa í gamla mið-
bænum. Miðað við gæði er þetta alveg einstætt tilboð.
Alltaf er notalegt að koma á Tjömina til Rúnars Mar-
vinssonar. Húsakynni eru í rólyndislegum fyrirstríðsstíl,
nokkuð ofhlaðin sófum og hægindastólum í tveimur
betristofum. Matstofumar Hvær eru léttari og fmlegri,
með ísaumaða og heklaöa dúka að einkennistákni.
Þegar komið er af götunni Templarasundsmegin við
Kirkjutorgið, blasir hinn notalegi heimur við í mynd
bratts timburstiga upp á aðra hæð. Síðan magnast tíma-
leysið við gluggana, þar sem útsýni er til Alþingishúss
og Dómkirkju og til magaveikislegra þingmanna, sem
skjótast í rokinu framhjá Mekka matargerðarlistar til
að komast í eiturbrasið, sem þeir liljóta að nærast á.
Matreiðslan hefur staðnað á síðustu áram. Með öðm
orðalagi þýðir það, að staðurinn hefur fyrir löngu fundið
sér farveg viö hæfi og hefur síðan haldið sínu striki.
Þetta er matreiðslan, sem sló í gegn á Búðum á sínum
tíma, allt frá kryddlegnum gellum yfir í svokallaða eilífð-
artertu súkkulaðis, sem enn prýða matseðla staðarins.
Maturinn er alltaf góður og traustur á Tjörninni, en
um leið dálítið fyrirsjáanlegur. Upprunalega kryddlagar-
matreiðslan á Búðum var dálítið í ætt við japanska mat-
reiðslu. Síðar gerði Rúnar ágætar tilraunir með mat-
reiðslu í japönskum sushi-stíl, en hefur færzt til baka til
sinnar gömlu matreiðslu, til síns persónulega stíls.
Matseðillinn breytist í sífellu eftir aflabrögðum og árs-
tíðum, þótt oftast megi sjá þar gamla vini, sem hafa sleg-
ið í gegn. Mig minnir til dæmis, að kryddlegnar gellur
og smjörsteikt tindabikkja séu alltaf á seðlinum, enda
era þéttajéttir, sem Rúnar kynnti fyrstur manna.
Nýlega prófaði ég í hádeginu súpu og rétt dagsins á 800
krónur. Súpan var ágæt grænmetissúpa og rétturinn var
pönnusteikt blálanga með kartöflum og krydduðum hrís-
gijónum, mjög góður matur. I sama skipti var meðal
annars á boðstólum mjög fjölbreytt fiskisúpa dagsins
með bláskel og skötusel, hörpufiski og eggi, tómötum og
blaðlauk. Ennfremur góður silungur úr Vífilsstaðavatni,
léttilega næturleginn og borinn fram með sojasósu.
Á Tjörninni er stundum hægt að fá gufusoðna bláskel
í skelinni, með hvílauk og tómat, ágætis forrétt, eða hvít-
vínssoöna með sítrónu og grænmetisþráðum, ekki síður
góða. Ég hef líka nýlega prófað fremur bragðmilda salt-
fiskstöppu undir bræddum osti og með góðu olífusalati.
Ég man eftir góðum þorskhrognum steiktum með sér-
staklega góðri hvítlauksrjómasósu. Ennfremur viðar-
grilluðu heilagfiski með vínberjum og fersku garðablóð-
bergi. Og góðri keilu pönnusteiktri með skelfiski og laxa-
hrognum. Meðlæti fiskrétta er stundum nokkuð staðlað.
Um daginn prófaði ég fyrirtaks grænmetisrétt dagsins.
Hann var gerður úr mjúkri og bragðgóðri hnsubauna-
kássu, borinn fram undir þaki af pönnusteiktu græn-
meti og með bakaðri kartöflustöppu til hliðar.
Eftirréttir eru undantekningarlaust góðir og margfræg
súkkulaðiterta staðarins er alveg einstök í sinni röð.
Jónas Kristjánsson
Réttur vikunnar:
Fiskur í rjómasósu
Kjartan Erlingsson á heiðurinn af uppskrift vikunnar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Veitingahús
Með víni
A. Hansen Vesturgötu 4, Hf„ sími
651693. Opið 11.30-22.30 alla daga.
American Style Skipholti 70, sími
686838. Opið 11-22 alla daga.
Apríl Hafnarstræti 5, sími 11212. Opið
18-1 v.d., 18-3 fd. og Id.
Argentína Barónsstig 11 a, simi 19555.
Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
Asla Laugavegi 10, sími 626210. Opið
11.30- 22.30 v.d„ 12-22.30 sd„ 11.30-
23.30 fd. og Id.
Askur Suðurlandsbraut 4, sími 38550.
Opið 11-22 sd.-fimmtud„ 11-23.30, fd.
og Id.
Askur Suðurlandsbraut 14, sími 681344.
Opið 11-22 alla daga.
Árberg Ármúla 21, simi 686022. Opið
7-18 sd.-fd„ 7-15 Id.
Banthai Laugavegur 130, simi 13622.
Opið 11.30- 23.30 alla daga.
Borgarvirkiö Þingholtsstræti 2-4, sími
13737. Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id.
Bravó Nýbýlavegi 22, sími 46085. Opið
11.30- 21.
Búmannsklukkan Amtmannsstíg 1, sími
613303. Opið 10-23.30 v.d, 10-1 Id. og
sd.
Café Amsterdam Hafnarstræti 5, sími
13800. Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id.
Café Kim Rauðarárstíg 37, sími 626259.
Opið 8-23.30.
Café Milanó Faxafeni 11, simi 678860.
Opið 9-19 v.d„ 9-01 fd. og ld.I13-18 sd.
Duus-hús v/Fischersund, sími 14446.
Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id.
Café París v/Austurvöll, simi 11020.
Opið 8-01 v.d„ Id. 10- 1, sd. 11- 1.
Eldsmiöjan Bragagötu 38 A, sími 14248
og 623838. Opið 11.30-23.30 alla daga.
Fjörukráin Strandgötu 55, sími 651213.
Opið 18-1 sd. til fim„ 18-3 fd. og Id. Einn-
ig opið 12-15 fim„ fd. og Id. Fjörugarður-
inn opinn Id. og sd.
Fjöröurinn Strandgötu 30, sími 50249.
Opið 11-3 fd. og Id.
Fógetinn Aðalstræti 10, sími 16323. Opið
18-24.30 v.d„ 18-2.30 fd. og Id.
Garðakráin Garðatorgi, sími 656740.
Opið v.d. 18.00-01.00 og 18.00-3.00 um
helgar.
Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22, sími
11556. Opið 11.30-14.30 og 18-1 v.d„
11.30- 14.30 og 18-3 fd. og Id. 18-3 sd.
Gullni haninn Laugavegi 178, simi
679967. Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d„
18-23 fd. og Id.
Hallargarðurinn Húsi verslunarinnar,
sími 678555. Op. 11.30-14.30, 18-22
v.d., 18-23.30 fd. og Id. Op. 18-22 sd.
Hard Rock Café Kringlunni, sími
689888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„
12-23.30 sd.
Hong KongÁrmúla 34, simi 31381. Opið
11.30- 22 alla daga.
Hornlð Hafnarstræti 15, sími 13340. Opið
11- 23.30 alla daga.
Hótel Borg Pósthússtræti 11, simi 11440.
Opið 8-23.30 alla daga.
Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími
25700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v.d„
12- 14.30 og 18-22 fd.ogld.
Hótel ísland v/Ármúla, sími 687111.
Opið 20-3 fd„ 19-3 Id.
Hótel Lind Rauðarárstíg 18, sími 623350.
Opið 6.30-10.30 og 11.30-22 alla daga.
Hótel Loftleióir Reykjavikurflugvelli, simi
22322. Opið í Lóninu 0-18, í Blómasal
18.30- 22.
Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg, sími 25224.
Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15 og
18- 23.30 fd. og Id.
Hótel Saga Grillið, simi 25033, Súlnasal-
ur, simi 20221. Skrúður, slmi 29900. Opið
í Grillinu 19-22.30 alla daga, I Súlnasal
19- 3 ld„ í Skrúð 12-14 og 18-22 alla
daga.
Hrói höttur Hringbraut 119, slmi 629291.
Opið 11-23 alia daga.
ítalia Laugavegi 11, sími 24630. Opið
11.30- 23.30 alla daga.
Jazz, Ármúla 7. Op. sd-fim. kl. 18-01 og
fd-ld. kl. 18-03.
Jónatan Livingston mávur Tryggvagötu
4-6, simi 15520. Opið 12-14 og 17.30-23
v.d„ 17.30-23.30 fd. og Id.
Kabarett, matkrá Austurstræti 4, simi
10292. Opið 11-22 alla daga.
Kinahofið Nýbýlavegi 20, simí 45022.
Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ Id. og
sd.
Kina-húsiö Lækjargötu 8, sími 11014.
Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„
17.30- 23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd.
Kringlukráin Kringlunni 4, sími 680878.
Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og Id.
L.A.-Café Laugavegi 45, sími 626120.
Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id.
Lauga-ás Suðurlandsbraut 2, simi
689509. Opið 11-22 alla daga.
Leikhúskjallarinn, Leikhúsveisla: leikhú-
smiði og þrlréttuð máltíð öll sýningarkv. á
St. sviðinu. Borðp. í miðas. Op. öll fd.-
og Idkv.
Lltla ítalfa Laugavegi 73, simi 622631.
Opið 11.30-23.30 alla daga.
Lækjarbrekka Bankastræti 2, simi
14430. Opið mán.-miðvd. 11.00-23.30,
fim.-sd. 11.00-0.30.
Madonna Rauöarárstig 27-29, simi
621988. Opið 11.30-23.30 alla daga.
Mamma Rósa Hamraborg 11, simi
42166. Opiö 11-14 og 17-22 md,-
fimmtud., 11-23.30 fd„ 12-23.30 ld„
12-22 sd.
Réttur vikunnar kemur að þessu
sinni frá matreiðslumeistara á
Svörtu pönnunni, Kjartani Erlings-
syni. Kjartan útskrifaðist sem mat-
reiðslumeistari árið 1977 og hefur
unnið á Svörtu pönnunni í tíu ár.
Kjartan ætlar að kenna lesendum
DV að matreiða fisk í ijómasósu.
25 g smjör
1 Zi tsk. karrí
1 stk. saxaður, meðalstór laukur
8 stk. nýir ferskir sveppir
2 tómatar
Va haus iceberg kál
2 stk. hvítlauksgeirar
1 'h peh ijómi
800 g ferskur fiskur, skorinn í fing-
ursstærð
Kjötkraftur eftir smekk
Aromat eftir smekk
Steikið laukinn, karríið og hvítlauk-
inn smástund. Setjið síðan sveppi og
tómata út í. Að því búnu er rjóman-
um bætt í og suðan látin koma upp.
Soðið í 2 mínútur. Rétturinn er
kryddaður með kjötkraftinum og
fiskinum bætt út í og soðinn í 2 mín.
Pannan með lokinu er látin standa í
fimm mínútur. Þá er fiskurinn tek-
inn upp úr og sósan jöfnuð með sósu-
jafnara og krydduð með aromati og
kjötkrafti eftir smekk. Boriö fram
með hrísgijónum, hvítri kartöflu og
snittubrauði.
Veitingahús
Marhaba Rauðarárstíg 37, sími 626766.
Opið alla daga nema md. 11.30-14.30 og
17.30- 23.30.
Marinós pizza Laugavegi 28, simi
625540. Opið 11-23.30 md.-fimmtud„
11- 01.30 fd. og ld„ 13-23.30 sd.
Mongolian Barbecue Grensásvegi 7.
sími 688311. Opið 11.30-14 og 18-22
v.d„ 18-24 fd. og Id.
Naustið Vesturgötu 6-8, simi 17759.
Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14 og
18-03 fd. og Id.
Ópera Lækjargötu 2, sími 29499. Opið
18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id.
Pasia Basta Klapparstig 38, sími 613131.
Opið alla daga frá 11.30-23.30.
12- 23.
Perlan Öskjuhlíð, sími 620200. Opið
18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id.
Pisa Austurstræti 22, sími 12400. Opið
11.30- 23.30 v.d„ 11.30-1 fd„ 18-1 ld„
18-23.30 sd.
Pizza Don Pepe Öldugötu 29, simi
623833. Opið v.d. 17-23, Id. og sd.
Pizza Hut Hótel Esju, sími 680809. Opið
11.30- 22 v.d„ 11.30-23 fd. og Id.
Pizzahúsið Grensásvegi 10, sími 39933.
Opið 11.30-23.30 alla daga. 11.30-3 fd.
og Id. f. mat til að taka með sér.
Pizza 67Nethyl 67, sími 671515. Opið
11.30- 01 vd og 11.30- 03 fd. og Id.
Pízzusmiöjan Smiðjuvegi 14 D, sími
72177. Opið 18-04 vd„ 12-05 fd. og Id.
Potturinn og pannan Brautarholti 22,
sími 11690. Opið 11.30-22 alla daga.
Rauða Ijónið Eiðistorgi, sími 611414.
Opið 18-1 vd„ 12-15 og 18-3 fd. og Id.
Rauði sófinn Laugavegi 126, sími 16566,
612095. Opið 18-01 v.d„ 18-03 fö. og Id.
Seljakráin Hólmaseli 4, simi 670650.
Opið 18-23.30 vd„ 18-1 fd. og Id.
Setrið Sigtúni 38, sími 689000. Opið
12-15 og 18-23.
Sex baujan Eiðistorgi, sími 611414. Opið
18-23.30 fd. og ld„ sd. 18.-22.
Siam Skólavörðustíg 22, sími 28208.
Opið 18-22 vd„ 18-22.30 fd. og Id. Lokað
á md.
Singapore Reykjavikurvegi 68, sími
54999. Opið 18-22 þd.-fimmtud. 18-23
fd.-sd.
Sjanghæ Laugavegi 28, sími 16513.
Opið 11.30-23.30 vd„ 12-22.30 sd.
11.30- 23.30 fd. og Id.
Skíðaskálinn Hveradölum, sími 672020.
Opið 18-11.30 aila d. vikunnar.
Skólabrú Skólabrú 1, simi 624455. Opið
frá kl. 18.00 alla daga. Opið í hádeginu.
Steikhúsið Potturinn og pannan
Laugavegi 34, simi 13088. Opið 11.30-23
alla daga.
Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími
16480. Opið 11-23.30 alla daga.
Taj Mahal, Tandori Hverfisgötu 56, simi
21630. Opið 18-22.30 þd.-fimmtud. og
sd„ 18-23.30 fd. og Id. Lokað á md.
Tongs-take awayTryggvagata 26, sími
619900. Opið 11:30-22 alla daga.
Tveir vinir og annar i fríi Laugavegi
45, sími 21255. Opið 12-15 og 18-1 v.d„
12-15 og 18-3 fd. og Id.
Veitingahúsið 22 Laugavegi 22, simi
13628. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og Id.
Við Tjörnina Templarasundi 3, sími
18666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„
18-23 Id. og sd.
Viðeyjarstofa Viðey, sími 681045 og
621934. Opið fimmtud.-sunnud. Kaffi-
stofa opin 14-17. Veitingasalur opinn
18-23.30.
Þrir Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14,
sími 23939. Opið 11-14.30 og 18-23.30
Id. og sd.
Ölkjaliarinn Pósthússtræti 17, sími
13344. Opið 12-15 og 18-1 v.d„ 12-15
og 18-3 fd. og Id.
Ölver v/Álfheima, sími 686220. Opið
11.30- 14.30 og 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id.
AKUREYRI:
Bautinn Hafnarstræti 92, simi 21818.
Opið 9-22.
Dropinn Hafnarstræti 98, simi 22525.
Fiðlarinn Skipagötu 14, sími 27100.
Opið 11.30-14 og 18-21.30 v.d„ 18-22
fd. og Id.
Greifinn Glerárgötu 20, sími 26690. Opið
11.30- 22.30 v.d„ 12-2 fd. og Id.
Hótel KEA Hafnarstræti 87-89, simi
22200. Opið 7.30-10.30 og 12-14 og
18- 23.30 v.d„ nema Id. til 3.
Hótel Stefanía. Hafnarstræti 83-85, sími
26366. Opið 18-22 alla daga.
Bing DaoGeislagötu 7, simi 11617.
Sjallinn Geislagótu 14, simi 22970. Opið
19- 3 fd. og ld„ kjallari 18-1 v.d„ 12-15
og 18-3 fd. og Id.
Smiðjan Kaupvangsstræti 3, sími 21818.
Opið 12-13 og 18.30-21.30 alla daga.
Café 29 Ráðhústorgi 9, sími 12533. Opið
11.30- 1 v.d„ 11.30-03 fd. og Id.
VESTMANNAEYJAR:
Bjössabar Bárustig 11, simi 12950. Opið
11.30- 14 og 18-21 md.-fd„ 11.30-21 Id.
og sd.
Muninn Vestmannabraut 28, simi 11422.
Opið 11-14 og 18-21 v.d„ 18-22.30 fd.
og Id.
Höfðinn/Við félagarnir Heiðarvegi 1,
sími 12577. Opið 10-14 og 18-23.30
md.-miðvd„ 10—14 og 18-1 fimmtud.,
10-3 fd. og ld„ 10-1 sd.
Skútinn Kirkjuvegi 21, sími 11420. Opið
10-22.