Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Blaðsíða 4
24 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1993 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, simi 673577 I sýningarsal og vinnustofum eru til sýn- is og sölu olfumálverk, pastelmyndir, graflk og ýmsir leirmunir. Opiö er alla daga frá kl. 12-18. Ásmundarsafn Sigtúni, simi 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskrift- ina Bókmenntirnar I list Asmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin I notkun ný viðbygging við Ásmundar- safn. Safnið er opið kl. 10—16 alla daga. Café Milanó Faxafeni 11 Tita Heyde sýnir verk sln. Opið alla daga kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 13-18. FfM-salurinn Garöastræti 6 Listakonan Theano Sundby sýnir 36 vatnslitamyndir og teikningar. Sýningin stendur til 30. mal og er opin alla daga kl. 14-18. Galleri Borg v/Austurvöll, s. 24211 Opiö virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Gangurinn Rekagranda 8 Hannes Lárusson sýnir verk sln. Sýning- in stendur fram I lok maí og er opið eftir samkomulagi. Slmi 18797. Gallerí Hlaðvarpinn Vesturgötu 3 Margrét Valgerðardóttir, Dóra Halldórs- dóttir og Ágústa P. Snaeland sýna hug- verk sín úr margvíslegum efniviði. Sýn- inguna nefna þær „Hugarflug og hvunndagsgleöi". Sýningin stendur til 23. mal og er opin alla daga kl. 14-18. Gallerí Hulduhólar Verk eftir Steinunni Marteinsdóttur til sýnis. Opið kl. 14-19 til 27. júní. Lokað á mánudögum. Gallerí G15 Skólavörðustig 15 Kristln Geirsdóttir sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir. Sýningin er opin mánu- daga til laugardaga kl. 12-18. Lokað sunnudaga. Sýningunni lýkur 26. maí. Gallerí List Skipholti, simi 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa lista- menn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Hjördís Frímann er með sýningu á mál- verkum I Gallerl Sævars Karls. Sýningin sendur til 9. júní og er opin á verslunar- tíma, á virkum dögum kl. 10-18 og á laugardögum kl. 10-14. Gallerí Úmbra Bernhöftstorfu Lísa K. Guöjónsdóttir sýnir grafíkverk. öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári. Sýningin er opin þriðjudaga til laug- ardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Sýningunni lýkur 9. júní. Hafnarborg Strandgötu 34 Þar stendur yfir sýning á málverkum eft- ir Björgu Þorsteinsdóttur. Verkin á sýn- ingunni eru unnin á striga og pappír á árunum 1990-1993. Sýningin stendur til 31. mal og er opin frá kl. 12-18 dag- lega, nema þriðjudaga. Kjarvalsstaðir A morgun veröur opnuð sýning á keramikverkum eftir Rögnu Ingimundar- dóttur I miðrými Kjarvalsstaða. Sýningin stendur til 13. júní. Þá verður einnig opnuð sýning á Ijósmyndum bamdaríska Ijósmyndarans Mary Ellen Mark og stendur hún til 11. júlí. / Norræna húsiö v/Hringbraut I sýningarsölum Norræna hússinsstend- ur yfir sýning á verkum norsku myndlist- arkonunnar Mai Bente Bonnevie. Sýn- inguna nefnir hún „Af jörðu". A sýning- unni eru málverk og samstilling (installa- sjon) sem ber titilnafn sýningarinnar. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og lýkur henni 31. mal. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Austurrlski myndlistarmaðurinn Arnold Postl hefur opnað sjöundu einkasýningu sina I Gerðubergi. Málverk Arnolds eru eftirgerðir fornra helgimynda. Frum- myndin er endurgerð I silkiþrykk og síðan er hið eiginlega málverk málað ofan I það þannig að útkoman verður alveg nýtt verk. Sýningin stendur til 29. maí og er opin mán.-fimt. kl. 10-22, föst. kl. 10-16 og laug. kl. 13-16. Lokaö á sunnudög- um. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Þar stendur yfir sýning á verkum eins þekktasta og umdeildasta Ijósmyndara Bandarlkjanna I dag, Sally Mann. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á Islandi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir er kr. 200. Antikmunirnir, sem nú eru sýndir i Gallerí Borg, eru mikil prýði eins og Samúel Grytvik sýndi Ijósmyndara DV. Fínni antikmunir í Gallerí Borg: Húsgögn og mynd- ir frá síðustu öld „Sýningin hefur vakið mjög mikla athygli en á henni gefur aö líta hús- gögn sem eru 110-120 ára gömul, for- láta silfurbúnað og myndir frá alda- mótunum eftir norska og danska málara,“ sagði Samúel Grytvik, starfsmaður í Gallerí Borg, í stuttu spjalli við DV. Þar stendur nú yfir sýning á finni antikmunum, gömlu silfri og mynd- um sem allar eiga þaö sameiginlegt að vera frá íslandi. Allar eru þær eftir erlenda höfunda og eru flestar málaöar um aldamótin. T.d. er mynd úr Reykjavík frá því 1889, Siglufirði 1915, myndir frá konungskomunni 1907 og frá Akureyri er mynd sem máluð er fyrir aldamótin. Þetta fá- gæta safn gamalla íslandsmynda kemur úr einkasafni hér á landi en myndirnar hafa aldrei áður verið sýndar opinberlega. Á sýningunni eru húsgögn sem öll eru eldri en 100 ára. Þar eru meðal annars franskir rókókó-glerskápar frá því um 1860-1890. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18. í kjallaranum er sölusýning á verkum gömlu meistar- anna. ÞarTru verk eftir Ásgrím Jónsson, Kjarval, Kristínu Jónsdótt- ur, Nínu Ttyggvadóttur og fleiri. Katrín og Kjuregej í MÍR-salnum Tvær Ustakonur frá íslandi, Kjure- gej Alexandra Argúnova og Katrín Þorvaldsdóttir, taka í næsta mánuði þátt í fjölþjóðlegri sýningu myndhst- armanna frá norðlægum löndum í borginni Jakútsk í Austur-Síberíu. Myndir þeirra á sýningunni, sem nefnd er „Arktika", verða til sýnis í MÍR-salnum áður en þær fara austur eða dagana 23. maí til 6. júní. Verk Kjuregej og Katrínar eru af tvennum toga. Sú fyrrnefnda sýnir myndsaum, „applikeraöar" myndir, en Katrín sýnir brúður. Vorsýning út- skriftamema MHÍ Vorsýning útskriftarnema Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands verður opin um helgina. Hátt í fimmtíu nem- endur útskrifast frá skólanum en sýningin er að þessu sinni á fjórum stöðum í bænum. Nemar úr málun, skúlptúr, fjöltækni, leirhst og textíl sýna í Listaháskólahúsinu við Laug- amesveg, grafisk hönnun er í Perl- unni, grafik og málun í Skipholti 25 og loks sýna nemar úr fjöltækni á Sóloni íslandusi. Glóðin í Keflavík Björg Jakobsdóttir sýnir um þessar mundir og fram eftir sumri málverk sín í veitingastaðnum Glóðinni í Keflavík. Björg hefur víða aflað sér fanga í myndhstamámi. Hún hefur m.a. verið í námi í Svíþjóð, Finnlandi og á Ítalíu. Keramikmálverk Steinunnar Marteinsdóttur eru til sýnis I báðum sölum. Hulduhólar í Mosfellsbæ: Keramikmálverk Á Hulduhólum, Mosfellsbæ, er sumarstarfsemin hafin. Nú eru til sýnis keramikmálverk eftir Stein- unni Marteinsdóttur í báðum sölum. Galieríið er opið frá kl. 14 til 17 dag- lega nema mánudaga. Sýningin stendur til 27. júní. Þriöja júlí hefst síðan hin árlega sumarsýning Hulduhóla. Grafík- verkí Úmbru Lísa K. Guðjónsdóttir opnaði í gær sýningu á grafíkverkum í Gallerí Úmbm. Listakonan hefur áður hald- ið einkasýningu á ísafirði og í Mos- fehsbæ 1984 og ári seinna í Tomio í Finniandi. Hún hefur ennfremur tekið þátt 1 fjölmörgum grafíksam- sýningum frá 1979, bæði heima og erlendis. Verkin sem Lísa sýnir í Úmbm era öh unnin á þessu ári. Sýningunni lýkur 9. júní. Fjórða einkasýning Lísu K. Guðjóns- dóttur var opnuð í gær. Sýningar Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Þar stendur yfir sýning á verkum Þóru Sigurðardóttur. Á sýningunni eru teikn- ingar og skúlptúr, unniö á sl. tveimur árum. Þrlvíðu verkin eru unnin úr stein- steypu, leir, pappir, gifsi og fl. Þá stendur einnig yfir safnsýning á verkum Ingvars Ellerts Óskarssonar, Sveins Einarssonar og Öskars M.B. Jónssonar. Á sýning- unni eru teikningar og litkritarmyndir, verk unnin úr plasthúðuðu blikki, út- skurðarverk og myndir úr sandsteini. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-18 og lýkur þeim sunnudaginn 30. maí. Katel Laugavegi 20b, simi 18610 (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda listamenn, málverk, grafík og leirmunir. Listasafn ASI Grensásvegi 16a Jóhanna Bogadóttir sýnir málverk frá síðustu þremur árum. Sýningin stendur til 23. maí og er opin alla daga kl. 14-19. Listhús í Laugardal Engjateigi 17, s. 680430 Sjofn Har. Vinnust.' er oftast opin virka daga kl. 15-18 og kl. 14-16 laugardaga - eða eftir samkomulagi. Verslanir húss- ins eru opnar frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30- 16. Höggmyndagarðurinn er op- inn daglega kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Sýning á verkum I eigu safnsins. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tima. Listinn gallerí - innrömmun Síðumúla 32, simi 679025 Uppsetningar eftir þekkta Islenska mál- ara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10—18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla Islands i Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum I eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18, Aðgangur að safninu er ókeypis. Listmunahúsið Hafnarhúsinu Valgerður Bergsdóttir sýnir I Listmuna- húsinu. Á sýningunni eru litaðar teikn- ingar sem lýsingar við fornar helgimynd- ir Sólarljóða. Sýningin er opin kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 23. mai. Listasafn fslands Þar stendur yfir 6. norræni listatvíæring- urinn „Borealis 6". Á sýningunni eru verk eftir 8 listamenn undir þemanu Orka og víddir. Leiðsögn er um sýninguna i fylgd sérfræðings á hverjum sunnudegi kl. 15. Sýningunni lýkur 20. júnl. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, simi 13644 Skólasýning. Stendur fram I maí. Safnið er opið almenningi um helgar kl. 13.30- 16 en skólum eftir samkomulagi. Snegla listhús Grettisgötu 7 v/Klapparstíg Sýning á myndverkum og listmunum eftir _15 listamenn. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18, laugardaga kl. 10- 14. Sjóminjasafn fslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Stöðlakot Bókhlöðustig 6 Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir grafíklistaverk. Heiti sýningarinnar er „Yndislegt er úti vor". Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og lýkur henni 23. maí. Sýningarsalurinn annarri hæð Laugavegi 37 Þar stendur yfir sýning á verkum skoska listamannsins Alans Johnston. Sýningin er opin miðvikudaga frá kl. 14-18 út júnímánuð. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, simi 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Rikeyjar Hverfisgötu 59, sími 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulinslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Þjóðminjasafn íslands Opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið daglega kl. 11-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.