Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1993, Blaðsíða 7
[ KR-ingum er spáð íslandsmeistaratitlinum í ár. Á sunnudag taka þeir á móti Þór á heimavelli sínum. Hér eru Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson í leik með KR gegn FH í fyrra. íslandsmótið í knattspymu hefst um helgina: ÍA hefur titilvöm sína í Krikanum -fimm spennandi leikir í 1. deild karla á sunnudag Kvikmyndir BIÓBORGIN Sími 11384 Sommersby 2 Richard Gere og Jodie Foster gera vandasöm- um hlutverkum góð skil í dramatískri kvikmynd þar sem tekist er á um mikil tilfinningamál. Helsttil of hægurgangurísögunni. -HK Leyniskyttan ★ Litt spennandi og grunnhyggnisleg sálfræði- stúdía á leyniskyttum á gönguferð um frum- skóga Panama. -GB Ljótur leikur ★★★★ Tvímælalaust ein besta mynd sem hingað hef- ur borist í langan tíma. óvæntar ástir og ævin- týri írsks hryðjuverkamanns á Norður-irlandi ogíLondon. -GB BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Banvænt bit ★★ Landis tvístígur vandræðalega milli hláturs og hryllings og finnur ekki jafnvægið. Sagan er ójöfn en slatti af húmornum skilar sér. -GE Skíðafri í Aspen ★ l/2 Tveir vinir læra um lífið og ástina í skíðabrekk- um Colorado. Húmor annars þeirra heldur uppi lapþunnum og langdregnum söguþræði. Sæmileg skíðaatriði bjarga ekki miklu. -G E Konuilmur ★★ Al Pacino gerir það sem hann getur til að bjarga þessari mynd um ævintýri blinds og geðstirðs ofursta í stórborginni með skólasveini i sálarkreppu. Óskarstilnefningarmynd sem veldurvonbrigðum. -GB HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Allt fyrir ástin ★ Vonlaus mynd um ástsjúkan fituhlunk sem býr við ofríki mömmu en hressist þegar hann kynn- ist ótalskri stúlku. Steríótýpurnar eru nóg til að æra óstööugan en sagan er enn verri. -G E Mýs og menn ★★★ Vönduð og áhrifamikil mynd um raunir farand- verkamannanna Georgs og Lenna, gerð eftir samnefndri skáldsögu Johns Steinbecks. -G B Lifandi ★★★★ Mögnuð kvikmynd um andlega og líkam'lega þrekraun sem er ótrúlegri en orð fá lýst. Kvik- myndagerð eins og hún gerist best gerir áhorf- andanum kleift að skynja að „sigur mannsand- ans" er ekki orðin tóm í þessu tilfelli. -GE Jennifer 8 irkVi Metnaðarfull mynd með einum of miklu af lögguklisjum en morðgátan er góð og endirinn er eins og best verður á kosið. Malkovich stel- ur senunni sem kvefaður saksóknari. -GE Vinir Péturs ★★★ Góð „vinamynd” um nokkra skólafélaga sem hittast eftir tíu ára aðskilnað á heimili eins þeirra. Góður leikur, vel skrifað handrit og styrk ' leikstjórn Kenneths Brannaghs skapar fina stemmninguallamyndina. -HK Hówards End ★★★ Dramatísk saga um tvær fjölskyldur í byrjun aldarinnar. Góð kvikmynd eftir klassísku bók- menntaverki. Breskir leikarar gera hlutverkum sínum mjög góð skil. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Feilspor ★★★’/2 Einstaklega vel gerð sakamálamynd þar sem tvær sögur fléttast í eina. Lítt þekktir leikarar ná góðum tökum á áhugaveröum persónum. -HK Hörkutól: ★‘/2 Slök formúlumynd um unga löggu sem svindl- ar sér inn í hóp mótorhjólatöffara, flettir ofan af glæpastarfseminni og finnur stóru ástina. -GB REGNBOGINN Sími 19000 Ólíkir heimar ★★*★ Besta ástarsaga síðustu ára. Einstök sagan er róttæk og hefðbundin í senn og ristir dýpra en virðist í fyrstu. Styrkur myndarinnar felst í nýjum sjónarmiöum á mannleg samskipti án þess aö fórna hraðri og spennandi frásögn glæpasögu. -GE Loftskeytamaðurinn ★★★ Bráðskemmtileg, öðruvísi saga um kvensaman uppfinningamann ( Norður-Noregi snemma á öldinni. Aðalleikarar eru frábærir. -GE Siðleysi irk Þunglamaleg og lítt áhugaverð mynd um ástar- ævintýri bresks þingmanns með tilvonandi tengdadóttur sinni. Leikstjórinn Louis Malle erhérlangtfrásínu besta. -GB Ferðin til Las Vegas irk'A Nicholas Cage í góðu formi er það besta I gamanmynd sem reiðir sig jafnmikið á söguna oghúmorinn. -GE SAGA-BÍÓ Simi 78900 Meistararnir ★★,/2 Ekta amerísk formúlumynd sem vegna smellins handrits og skemmtilegra leikara er yfir meðal- lagi. -GE Stuttur Frakki ★★,/2 Vel skrifað handrit með góðum húmor er aðal myndarinnar sem fjallar um óheppinn franskan umboösmann hljómsveita sem kemur til lands- ins. Myndin ristir ekki djúpt en stendur við öll fyrirheit. Einnigsýndí Bíóborginni. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Öll sund lokuð ★★ Van Damme er heppinn að vera staddur í bestu mynd sinni til þessa. Sagan er rislítil en leik- stjórnin smart og hasarinn harður. -GE Helvakinn III ★,/2 Það er sláturtíð hjá Prjónhaus og co. í mynd sem heldur lífsmarki í voninni um að einhvern tímann snúi hryllingsmyndir aftur til fornrar frægðar. Clive Barker framleiðir. -G E Hetja: irkk/2' Mynd sem tekst að vera bæði stórskemmtileg og umhugsunarverð. Frábært handrit einbeitir sér meira að sniðugri sögufléttu en persónun- um en stjörnurnar standa fyrir sínu. -G E Islandsmótíð í knattspyrnu, það 83. í röðinni, hefst um helgina. Leik- menn úr 3. og 4. deild ríða á vaðið og heil umferð er í 3. deild í kvöld og tvær í 4. deild. Á sunnudaginn verður fslandsmótíð svo formlega sett fyrir leik Reykjavíkurliðanna Vals og Víkings sem hefst klukkan 17 að Hhðarenda. Klukkan 20 eru síðan fjórir leikir. FH og ÍA leika í Kaplakrika, KR og Þór á KR-velh, ÍBV og Fram í Eyjum og nýhðamir í ÍBK og Fylki mætast í Keflavík. íþróttafréttamaður DV ætlar hér á eftir að spá um úrsht leikjanna og er það meira til gamans gert. íslandsmeistarar ÍA hefja titilvörn- í tíunda og síðasta áfanga Skóla- göngu Útivistar á sunnudaginn verð- ur gengið í gegnum sögu grunnskól- ans í Grindavík. Samtímis verður genginn hluti leiðar sem nýútskrif- aður cand. mag. í náttúrusögu og landafræði í Hafnarháskóla fór fyrir hundrað árum til fjölskyldu sinnar í Grindavík. í bamaskólagöngunni ina í Hafnarfirði en þá mætir hðið FH-ingum í Káplakrika. Fyrirfram eru Skagamenn taldir sigurstrang- legir enda þeim spáð velgengni eins og í fyrra. FH-ingar hafa spræka menn innanborös, sérstaklega í framlínunni. Spá: 1-1. Eins og kom fram í spá forráða- manna 1. deildar félaganna er Vík- ingum spáð falh enda hefur félagið misst marga leikmenn frá síðasta ári. Valsmenn hafa yfir stórum og öflugum hópi að ráða og eru til alls líklegir í sumar.Spá: 2-0. Eins og í fyrra er KR-ingum spáð íslandsmeistaratíthnum og á morg- un taka þeir á mótí spútnikhði síð- verður gengið að gömlum skólastæð- um og skólahúsum í Staðarhverfi, Jámgerðarstaðahverfi og Hrauni. I lok göngunnar tekur Gunnlaugur Dan Ólafsson og nemendur tíunda bekkjar á móti hópnum. í embættis- mannagöngunni verður gengin gamla Skógfellaleiðin, forn leið úr Vogunum til Grindavíkur. Frá Voga- asta árs, liði Þórs. KR-ingar em sterkir á heimavelh og Þórsarar hafa ekki riðið feitum hestí frá viðureign- um sínum við KR á útívelh.Spá 2-1. Ásgeir Sigurvinsson fer með Fram- ara á fornar æskuslóðir þegar lið hans heimsækir ÍBV í Eyjum. Eins og Víkingum er Eyjamönnum spáð falh en þeir eru þekktir fyrir að láta alla spádóma lönd og leið. Þetta verð- ur þvi án efa hörkuleikur.Spá: 1-2. Nýhðamir í deildinni, Fylkir og ÍBK, mætast í Keflavík. Margir em þeirrar skoðunar að Fylkir hafi aldr- ei teflt fram eins sterku hði og ein- mitt nú og Keflvíkingar eru þekktir baráttumenn. Spá: 1-1. -GH stapa verður farið upp á Vogaheiðina og með Skógfellunum um Sund- hnúkahraun og niður Hópsheiðina að Járngerðarstöðum. Síðan verður sameinast bamaskólagöngunni. Far- ið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og Filjanesti í Njarðvík kl. 11.15. Farið verður í gegnum sögu grunnskólans í Grindavík. Útivist: Grunnskólinn í Grinda- vík og Skógfellaleið 27 Heil umferð Í2. deildinni Keppni í 2. detd á íslands- mótinu í knsttspyrnu hefst á morgun með fjórum leikjum sem allir hefjast klukkan 14. Þeir eru: Grindavík-Þróttur R, Stjarnan-Leiftur, BÍ-Þrótt- ur N, Tindastóll-ÍR. Á sunnu- dag klukkan 17 leika síðan UBK og KA. I 3. deitd er heil umferð í kvöld og hefjast allir leikírnir klukkan 20. Þeir eru: Haukar-Selfoss, HK-Magni, Grótta-Reynír S, Dalvík- Skaliagrímur og Víðir-Völs- ungur. Konurnar byrja á Akureyri Keppni í 1. deíld kvenna hefst með leik ÍBA og Þróttar N klukkan 14 á morgun og fer hann fram á Akureyri. í 2. deild kvenna ieika Höttur- Einherji á morgun klukkan 16. I 4. deild karfa eru tveir ieikír I kvöld klukkan 20. Þeir eru Leiknir-Njarðvík, Austri—KBS. Á laugardag eru fjölmargir leikir. Klukkan 14 leika: Hamar-Fjölnir, Ern- ir-Hvatberar, Hafnir-Ægír, KS-Þrymur, Neisti-Hvöt, Höttur-Einherji og Sindri- Huginn. Klukkan 13.30 leika Léttir-Vikingur ÓL og klukk- an 17 Árvakur-HB. Stórmót í golfi í Leirunni Annað stigamót til landsliðs á vegum Golfsambands is- lands verður haldíó á Suður- nesjum um helgina, nánar til- tekið á Hólmsvelli I Leiru. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Þá verður opna endurvinnslumótíð haldið á Strandarvelli á laug- ardaginn. Leikinn verður 18 hola höggfeikur, með og án forgjafar. Ferðir Ferðafélagið: Göngu- dagur Ferðafé- lagsins Á sunnudag verður göngudag- ur Ferðafélagsins í fimmtánda skipti. Tilgangurinn með sérstök- um göngudegi er að hvetja fólk til þess að fara í gönguferðir utan alfaraleiða. Kl. 11 verður farin þriggja klukkustunda gönguferð frá Heiðmerkurreit Ferðafélags- ins um suðurhluta Heiðmerkur að Kolhól og Búrfellsgjá í Kald- ársel. Kl. 13 verður fjölskyldu- ganga frá Kaldárseli, umhverfis Valahnúka að Valabóli sem er fallegur gróðurreitur við rætur Valahnúka skammt frá Kaldárseli. Til baka verður gengið um Helgadal. Brottför er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.