Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1993, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993
23
dv Smáauglýsingar
• Sérræktaðar tunþökur af sandmoldar-
túnum, hífðar af í netum.
Vinnslan, túnþökusala Guðmundar
Þ. Jónsssonar.
S. 91-653311, 985-25172 og hs. 643550.
Túnþökur - túnþökur.
Til sölu úrvalstúnþökur á mjög góðu
verði. Fyrsta flokks þjónusta.
Uppl. í símum 91-615775 og 985-38424.
Holtaverk hf.
Túnþökur. Sérstakur afmælisafsl. Tún-
þökur heimkeyrðar á kr. 85 pr. m2 eða
sóttar á staðinn á kr. 65 pr. m2. Magn-
afsláttur, greiðslukjör. Túnþökusalan
Núpum, Ölfusi í 10 ár, s. 98-34388.
Afsláttur. Afsláttur. Gras-afsláttur.
Sláttur og önriur garðvinna.
Garðaþjónusta Steins Kára og
Guðmundar Inga, sími 91-624616.
Athugið. Tek að mér garðslátt fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög.
Vönduð vinna, gott verð. Uppl. gefur
Þorkell í síma 91-20809 og 985-37847.
Hellulagnir, snjóbræðsluleiðslur, mosa-
eyðing, lóðastandsetningar, grasslátt-
ur. Tilboð eða tímavinna. Ódýra
garðaþjónustan, s. 985-32430.
Mold - mold, mjög góð, heimkeyrð, til
sölu, annast einnig alla jarðvinnu,
útvega fyllingarefrii. Upplýsingar í
síma 91-668181 eða 985-34690, Jón.
Túnþökur. Vélskornar túnþökur ávallt
fyrirliggjandi.
Björn R. Einarsson, símar 91-666086
eða 91-20856.________________________
• Úði, garðaúðun. Úði.
Örugg þjónusta í 20 ár.
Brandur Gíslas., skrúðgarðameistari.
Sími 91-32999 eftir hádegi.
Úrvals gróðurmold og húsdýraáburður,
heimkeyrt. Höfum einnig gröfur og
vörubíla í jarðvegsskipti, jarðvegsbor
og vökvabrotfleyg. S. 44752/985-21663.
Túnþökur til sölu. Túnþökur af vel
ræktuðu túni á Rangárvöllum. Uppl.
í símum 985-20487 og 98-75987 á kvöld-
in.
Túnþökur.
Góðar túnþökur til sölu. Túnverk,
túnþökusala Gylfa, sími 91-656692.
■ Til bygginga
Athugið - 20% afsláttur
af vinnupöllum, stigum, tröppum o.fl.
til 9. júní. Hagstætt verð - mikið úr-
val. Pallaleigan Stoð. Síðumúla 24.
Óskum eftir að kaupa notaða dokafleka,
uppistöður og mótatimbur 1x6". Uppl.
í síma 97-71882 og 97-71191 eftir kl. 19.
■ Húsaviðgerðir
Gerum upp hús, utan sem innan. Járn-
klæðningar, þakviðg., sprunguviðg.,
gler, gluggar, steyptar þakrennur.
Vanir og vandvirkir. S. 24504/643049.
■ Sveit
Krakkar -foreldrar. Sumardvalarheim-
ilið, Kjarnholtum, Bisk., 31. maí til
28. ágúst. Reiðnámskeið, íþróttir, ferð-
ir, sund, kvöldvökur. 6-12 ára böm.
Bókanir á þeim dagafjölda sem hent-
ar. Stórlækkað verð, raðgr. S. 641929.
13 ára strákur óskar eftir að komast í
sveit í allt sumar. Vanur sveitastörf-
um og hefur dráttarvélanámskeið.
Upplýsingar í síma 91-21039 á kvöldin.
■ Nudd
Námskeið í baknuddi fyrir byrjendur.
Slökunarnudd, punktanudd, ilmolíur.
Afeláttur fyrir pör. Upplýsingar á
Heilsunuddstofu Þórgunnu, sími
91-21850 og 91-624745.
■ Dulspeki - heilun
Píramidar. Fallegir píramídar úr glæru
akelplasti til sölu. Stærð: 25x25 cm,
hæð 17,5 cm. Verð kr. 1750.
Pantanir vinsamlegast sendist í póst-
hólf4326,124 Rvík. Sendi í póstkröfu.
Miðilsfundur. Miðlamir Julia Griffiths
og Iris Hall verða með einkafundi
næstu daga. Uppl. í síma 91-688704.
Silfurkrossinn.
heimurj
íáskrift
■ Tilsölu
GÆDIÁ GÓDU VERDI
All-Terrain 30"-15", kr. 10.989 stgr.
All-Terrain 31"-15", kr. 12.261 stgr.
All-Terrain 32"-15", kr. 13.095 stgr.
All-Terrain 33"-15", kr. 13.482 stgr.
All-Terrain 35"-15", kr. 15.120 stgr.
Bílabúð Benna, sími 91-685825.
■ Vagnar - kerrur
Dráttarbeisli - Kerrur
Dráttabeisli, kerrur.
Framleiðum allar gerðir af kerrum og
vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. bíla.
Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur
og vagna. Ódýrar hestakermr og
sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt.
Verið velkomin í sýningarsal okkar.
Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19.
Ódýri tjaldvagninn. Fmmsýnum
ódýran og vandaðan, 4ra manna
fjölskylduvagn, með fortjaldi, sem
kemur mjög á óvart, verð aðeins kr.
269.800 stgr., takmarkað magn. Verið
velkomin í sýningarsal okkar.
Víkurvagnar, Síðumúla 19, s. 684911.
Dandy terðavagninn.
Þar sem þú finnur m.a læsanlega hurð,
glugga með glerrúðu, eldhúsinnrétt-
ingu og gaseldavél. Sýningarvagn á
staðnum. Órfáum vögnum óráðstafað.
Opið alla daga vikunnar kl. 13-18.
Kaupsýsla sf., Sundaborg 9, s. 677636.
■ Sendibílar
Fiat Dukato, árg. '85, ekinn 140 þús.,
hvítur, lítur vel út. Ymis skipti mögu-
leg, ásett verð 450.000. Einnig MMC
L-300, árg. ’86, ekinn 83 þús. Verð
330.000. Uppl. hjá Bílás, Akranesi,
sími 93-12622. Ath., vantar nýlega bíla
á skrá og á staðinn.
T
■ Ymislegt
Torfærukeppni, sem gefur stig til ís-
landsmeistara, verður haldin í Mýnes-
grús við Egilsstaði laugardaginn 19.
júní. Skráning í s. 97-11564, 97-12189,
fax 97-12267. Skráningu lýkur
fimmtud. 10. júní kl. 22. AÍK START.
Fréttir
Bæjarstjóm Akraness:
Sundfélagið fékk styrk
vegna Skagarokks
„Skagarokk var haldið sem til-
raun. Tilraunin mistókst og þeir
sem stóðu að henni fóru illa út úr
þessu. Þetta var lottó sem ekki gekk
upp og því var ákveðið að allir
skyldu bera sitt tap. Þess vegna
fannst okkur það sárt að sundfélag-
ið skyldi taka sig út úr, sækja um
styrk hjá bænum og fá hann,“ seg-
ir Sigurður Sverrisson, einn að-
standenda Skagarokks.
Bæjarstjóm Akraness hafnaði á
fundi sínum nýlega að veita sex af
sjö aðstandendum Skagarokks
styrk vegna átta milljóna króna
taps sem varð af rokktónleikunum
í haust. Bæjarstjóm hafði áður
ákveðið að veita sundfélaginu 250
þúsund króna styrk vegna tækja
til að taka tíma í sundi, sem voru
keypt fyrir nokkmm árum, og telur
sig hafa styrkt tónleikana myndar-
lega í haust þegar m.a. húsaleiga
var gefin eftir.
Sigurður segir að styrkur bæjar-
ins nemi þeirri upphæð sem sund-
félagið lagði fram sem áhættufé
vegna tónleikanna og því hafi ýms-
ir dregið þá ályktun að sundfélagið
hafi beint eða óbeint fengið styrk
vegna tapsins. „Við ákváðum að
fylgja á eftir en það reyndist ekld
vilji til að styrkja aðra enda held
ég að enginn hafi átt von á því,“
segir hann.
„Við verðum að greiða þetta upp
næstu árin. Tónlistarfélagið fór
langverst út úr þessu. Það tapaði
vel á aðra milljón króna en aðrir
töpuðu allt niður í 500 þúsund
krónur. Þetta er of mikið tap fyrir
venjulegar sálir og því halda þessir
aðilar ekki aftur rokkhátíð á Akra-
nesi á þessari öld,“ segir Sigurður.
-GHS
Menning
Veðurfréttamaðurinn Phil Connors (Bill Murray) segir veðurfréttir frá Punxsutawney.
Stjömubíó - Dagurinn langi: ★ ★ ★
Margendurtekinn dagur í
lífi veðurfréttamanns
I Deginum langa (Groundhog Day)
leikur BiU Murray Phil Connors,
úrillan og skapvondan veðurfrétta-
mann sem er í sérlega fúlu skapi
vegna þess að hann á að fylgjast
með nafna sínum, múrmeldýrinu
Phil, spá hvað veturinn verði lang-
ur í smábænum Punxsutawney.
Þetta er fjórða árið i röð sem Conn-
ors segir fréttir af spádómsgáfu
nafna síns og telur hann slíkan
fréttaflutning fyrir neðan virðingu
sína. Stórhríð gerir það að verkum
að hann verður að dvelja í Punxs-
utawney aukanótt og verður ekki
með orðum lýst viðbrögðum hans
þegar hann vaknar næsta morgun
og sami dagur og var í gær er runn-
inn upp aftur ög þetta gerist ekki
einu sinni heldur daglega eftir
þetta.
Connors nýtir alla þá möguleika
sem þetta einstæða tækifæri gefur
honum og færir sér í nyt að geta
lifað upp sama daginn aftur og aft-
ur. En hann gerist skiljanlega leið-
ur á lífinu. Þegar ekkert skemmti-
legt er eftir verður þessi daglega
upplifun til þess að hann fer að hta
öðrum augum á lífið og tilveruna,
á betri veg. Ekki svo lítinn þátt í
þeirri breytingu á vinnufélagi hans
Rita Hanson (Andie MacDowell).
Dagurinn langi er góð skemmtun
frá upphafi til enda. Hlutverk Phil
Connors er eins og gert fyrir Bill
Murray sem sýnir allar sínar bestu
hliðar, fer aldrei út í öfgafuUan leik
eins og honum er tamt, heldur sig
á jörðinni mestallan tímann og er
sjarmerandi og fyndinn.
Söguþráðurinn er frumlegur og
textinn smeliinn, en samt liggur við
aö hægt sé að kalla Daginn langa,
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
rómantíska kómedíu. Þar kemur
til þáttur Andie MacDowell. Rita
Hanson er jarðbundin stúlka sem
er manngæskan og sakleysið upp-
málað. Þessir eiginleikar hrífa
Connors. Er sérlega gaman að
fylgjast með hvernig Connors
breytir aðstæðum sér í hag þegar
hann er að reyna við hana.
Leikstjórinn Harold Ramis og
Bill Murray hafa lengi starfað sam-
an, má þar nefna hina bráöfyndn-
um kvikmynd Caddysack sem Ra-
mis leikstýrði og þar sem Murray
lék á als oddi, í hlutverki golfvallar-
varðar. Þá léku þeir félagar saman
í Ghostbuster 1 og 2. Eitt af því sem
er eftirtektarvert við Daginn langa
er að Ramis er ekkert að hafa fyrir
því að útskýra af hveiju Phil Con-
nors vaknar og endurlifir sama
daginn aftur og aftur og ekki held-
ur þegar næsti dagur í lífi hans
rennur loks upp. Að vísu er hann
þá loks búinn að ná ástum Ritu, en
varla er hægt að kalla það skýr-
ingu. Það sýnir hversu góð
skemmtun myndin er að þessi
vöntun á útskýringum skiptir engu
máli. Dagurinn langi er góð
skemmtun og heppnast sem slík og
engar flóknar skýringar þarf á
frumlegum söguþræði.
DAGURINN LANGI (GROUNDHOG DAY)
Leikstjóri: Harold Ramis.
Handrit: Danny Rubin og Harold Ramis.
Kvikmyndun: John Bailey.
Tónlist: George Fenton.
Aóalhlutverk: Bill Murray, Andie
MacDowell og Chris Elliot.
Svefnpláss f. 4-5, Ijós viður, borð,
bekkir og rúm. Eldavél, stálvaskur,
vatnstankur, ísskápur f. 12 v. og gas,
Hitaofn, stærsta fáanleg gerð.
Afgreiðsla strax og fast verð.
Vöndud og falleg hús á lágu verði
og góð greiðslukjör.
Skamper
pallbílahús, niðurfellanleg
Tækjamiðlun íslands hf.
L Bíldshöfða 8 - s. 91-674727 J