Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 11. JUNÍ 1993 Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, sími 673577 I sýningarsal og vinnustofum eru til sýnis og sölu olíumálverk, pastelmyndir, grafik og ýms- ir leirmunir. Opið er alla daga frá kl. 12-18. Árbæjarsafn Safnið er opið alla daga, nema mánudaga i sumar frá kl. 10-18. Ýmis handverkstæði eru starfrækt alla vikuna. Ásmundarsafn Sigtúni, simi 32155 Þar stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina Bókmenntirnar i list Ásmundar Sveinssonar. Jafnframt hefur verið tekin i notkun ný við- bygging við Ásmundarsafn. Safnið er opið kl, 10-16 alla daga. Café Mílanó Faxafeni 11 Tita Heyde sýnir verk sín. Opið alla daga kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 13-18. Gallerí Borg v/Austurvöll, s. 24211 Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Hulduhólar Verk eftir Steinunni Marteinsdóttur til sýnis. Opið kl. 14-19 til 27. júní. Lokað á mánudög- um. Gallerí List Skipholti Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí 1 1 Skólavörðustíg 4 Eggert E. Laxdal sýnir málverk. Á sýningunni eru um 20 nýlegar myndir. Sýningin stendur til 17. júni. Galleri List Skipholti, sími 814020 Sýning á listaverkum eftir ýmsa listamenn. Opið daglega kl. 10.30-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Sýning Hjördisar Frímann er framlengd til 16. júní. Sýningin er opin á verslunartíma á virkum dögum kl. 10-18. Gallerí Úmbra Bernhöftstorfu Björg Atla sýnir málverk. Á sýninginni, sem Björg kallar Svart á hvítu, eru 17 myndir mál- aðar með svörtum akrýllit á hvitan, sendinn grunn, allar unnare á þessu ári. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18 og stendur hún til 30. júni. Geysishúsið v/Vesturgötu Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Elísa- betu Haraldsdóttur. Á sýningunni eru lág- myndir og leirlistaverk sem hún hefur unnið sl, tvö ár. Sýningin er opin mánudaga til föstu- daga kl. 9-17 og um helgar kl. 11-18. Sýning- in stendur til 20. júní. Kjarvalsstaðir I miðrými Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á keramikverkum eftir Rögnu Ingimundardóttur. Sýningin stendur til 13. júni. Þá stendur yfir sýning á Ijósmyndum bandariska Ijósmyndar- ans Mary Ellen Mark og stendur hún til 11. júli. Á sumarsýningu Kjan/alsstaða eru verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem eru I eigu Lista- safns Islands. Þá sýnir Sindri Freysson Ijóð. Nlorræna húsið v/Hringbraut I sýningarsölum stendur yfir sýning á vatns- litamyndum og i anddyri hússins er sýning á verkum 27 myndlistarmanna frá 5 Norður- löndum, Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og stendur til 27. júní. Nýlistasafnið Vatnsstíg Árni Ingólfsson sýnir I Nýlistasafninu. Sýning- in samanstendur af ólíkum efnisheildum og er I öllum sölum hússins. Hún er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 20. júní. Mokkakaffi v/Skólavörðustig Þar stendur yfir sýning á verkum eins þekkt- asta og umdeildasta Ijósmyndara Bandaríkj- anna I dag, Sally Mann. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Lækningaminjasafn sem sýnir áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinnar á Islandi. Stofan er opin á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugardögum frá kl. 12-16. Aðgangseyrir er kr. 200. Katel Laugavegi 20b. simi 18610 (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og erlenda lista- menn; málverk, grafík og leirmunir. Listhús i Laugardal Engjateigi 17, s. 680430 Sjpfn Har. Vinnust. er opin virka daga kl. 13-18 og kl. 11.30-16 laugardaga. Verslanir hússins eru opnar frá ki. 10-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. Þrír listamenn hafa að undanförnu sýnt verk sín. Þena eru þau Þóra Sigurþórsdóttir, Öli Már og Inga Elin sem sýna verk af óllkum toga. Þau eru öll með vinnustofur á Alafossi I Mosfellssveit. Sýning- in hefur nú verið framlengd um eina viku og lýkur 13. júní. Ásmundur Sveinsson í Perlunni: Sex þekktar höggmyndir „Á sýningunni í Perlunni eru högg- myndirnar Járnsmiðurinn, Vatns- berinn, Jónsmessunótt, Þvotta- konan, Móðir Jörð og Móðir mín í kví kví. Sumar þeirra eru mjög þekktar og standa hér og þar um bæinn,“ segir Þorri Hringsson, upp- lýsingafulltrúi Kjarvalsstaða, í sam- tali við DV. Á morgun kl. 14 verður opnuð í Perlunni við Öskjuhlíð sýn- ing á 6 höggmyndum eftir Ásmund Sveinsson en á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu hans og er sýningin haldin í tilefni af þvi. í Ásmundarsafni við Sigtún stend- ur nú yfir sýningin Náttúran í list Ásmundar Sveinssonar sem opnuð var 20. maí. sl. Þar er reynt að sýna hvað náttúran er mótandi í list Ás- mundar. „Við reynum að ná til allt annars markhóps í Perlunni heldur en í Sig- túni. í Perluna koma t.d. ferðamenn og er markmiöið með sýningunni aö þeir sem eiga leið um fái að njóta hst- arinnar," segir Þorri. -em DV-mynd Brynjar Gauti BjörgAtlasýnir í Gallerí Úmbru Björg Atla opnaði í gær málverka- sýningu í Gallerí Úmbru á Bern- höftstorfu. Á sýningunni eru 17 myndir, málaðar með svörtum akrýllit á hvítan, sendinn grunn. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Þetta er fimmta einkasýning Bjargar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Sýning Bjargar verður opin þriðjudaga til laugardaga klukkan 13-18 og sunnudaga frá 14-18 og stendur til 30. júní. Þrír listamenn hafa að undanfömu sýnt verk sín í Listhúsinu í Laugar- dal. Þóra Sigurþórsdóttir sýnir skúlptúra og minni verk, Óli Már sýnir málverk sem unnin eru með Björg Atla sýnir í Gallerí Úmbru. akrýllitum, bæði á striga og pappír. Inga Elín sýnir hins vegar ýmsa Úst- muni sem unnir eru úr gleri og postulíni, t.d. borð, vasa og glugga- myndir. Sýningunni lýkur 13. júní. Listagilið - Akureyri: Sjö lista- menn sýna Gylfi Kristjáiisson, DV, Aknreyri; Samsýning sjö myndlistarmanna hefst í „tilraunasal" Gilfélagsins á Akureyri á morgun og stendur yfir daglega til 20. júní kl. 14-19. Myndlistarmennirnir, sem sýna verk sín, em Dröfn Friðfinnsdóttír, Erlingur Valgarðsson, Freyja Ön- undardóttir, Guðrún Pálína Guð- mundsdóttir, Jóris Rademaker, Jón Laxdal og Ólöf Sigurðardóttir. Þau sýna málverk, pappírsverk og grafík. Gallerí Sævars Karls Sýning Hjördísar framlengd Listhúsið í Laugardal: Ýmiss konar listmunir Á sýningunni er m.a. að (inna glerlistaverk. Sýning Hjördísar Frímann í Gallerí Sævars Karls, Bankastrætí 9, hefur verið framlengd til 16. júní. Hjördís hefur áður haldið einkasýningar í Nýlistasafninu 1987, Gallerí List 1988 og Ásmundarsal 1990. Listhúsið Snegla: Listsköpim kvenna Núna stendur yfir samsýning í Listhúsinu Sneglu í tengslum við Óháðu listahátíðina. Snegla er nafn á listhúsi sem 15 listakonur reka við Grettisgötu 7 í Reykjavík. Listsköpun kvennanna er margvísleg. Þær móta leir, þrykkja á léreft, vefa, mála á striga, pappír og silki og hanna og sauma hina ýmsu nytjahlutí. Hveragerði: Olíumálverk í íþróttahúsinu Björn Ólafsson opnar málverka- sýningu í íþróttahúsinu í Hveragerði á morgun. Bjöm sýnir olíumálverk sem máluð eru á síðustu 2 árum. Sýningin stendur til 25. júní. Sýning- in er opin alla daga frá kl. 10-18. Sýningar Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Hoggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Sýning á verkum í eigu safnsins. Opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Listinn gallerí - innrömmun Siðumúla 32. simi 679025 Uppsetningar eftir þekkta islenska málara. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listasafn Háskóla íslands í Odda, simi 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir 6. norræni listatvíæringurinn, „Borealis 6". Á sýningunni eru verk eftir 8 listamenn undir þemanu Orka og viddir. Leið- sögn er um sýninguna i fylgd sérfræðings á hverjum sunnudegi kl. 15. Sýningunni lýkur 20. júni. Listmunahúsið Tryggvagötu Samsýning á vegum Óháðrar listahátiðar, Ólétt '93, hófst miðvikudaginn 9. júni. Á sýn- ingunni eru myndverk og skúlptúrar eftir 20 listamenn. Sýningin stendur til laugardagsins 26. júni og er opin daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Portið Hafnarfirði Tarnús sýnir málverk og skúlptúr. Þetta er 14 einkasýning Tarnúsaer en hann hefur auk þess tekið þátt í samsýningum. Portið er opið alla daga kl. 14-18. Safn Ásgrims Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Safnið er opið almenningi um helgar kl. 13.30-16. Snegla listhús Grettisgötu 7 v/Klapparstig I tengslum við Óháða Listahátíðina er í Sneglu samsýning á málverkum, keramik, textíl og fl. Þær 10 konur, sem sýna, eru úr hópi þeirra 15 kvenna sem reka Listhús Sneglu. Sýningin stendur frá 10. til 26. júní. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga frá júní út september kl. 13-17. Stöðlakot Bókhlöðustig 6 Þar stendur yfir fyrsta einkasýning Ragnhildar Ragnarsdóttur. Á sýningunni eru grafíkverk sem unnin voru á sl. vetri. Þau bera nafnið „Smáar myndir úr náttúrunni". Ragnhildur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 20. júní og er opin daglega kl. 14-18. Sýningarsalurinn annarri hæð Laugavegi 37 Þar stendur yfir sýning á verkum skoska lista- mannsins Alans Johnston. Sýningin er opin miðvikudaga frá kl. 14-18 út júnímánuð. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu 59, sími 23218 Þar eru til sýnis og sölu postulínslágmyndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslun- artima þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16. Þjóðminjasafn Íslands Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Myndlistarsýning í Borgar- kringlunni Þessa dagana stendur yfir í Götugrill- inu í Borgarkringlunni sýning á verkum Péturs Gauts Svavarssonar myndlistarmanns. Sýningin stendur til 15. júní og er opin á opnunartíma verslana Borgarkringlunnar. Ásmundur Sveinsson í Perlunni Laugardaginn 12. júní kl. 14 verður opnuð í Perlunni við Öskjuhlíð sýn- ing á 6 höggmyndum eftir Ásmund Sveinsson en á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hans og er sýningin sett upp af þessu tilefni. Sýningin stendur til 29. ágúst en Perlan er opin alla daga frá kl. 9-23.30. Grafik i Kænunni Margrét Guðmundsdóttir sýnir graf- íkmyndir í Kænunni, Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði. Sýningin er opin alla '/irka daga kl. 9-17. Sýningunni lýkur 30. júni. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58. simi 24162. Opið daglega kl. 11-17. Myndlistarsýning Gilfélaga 7 Gilfélagar sýna pappírsverk og grafík í til- raunasal félagsins í Kaupvangsstræti 23. Sýn- ingin verður opnuð 12. júní kl. 14 og er opin daglega kl. 14-19. Henni lýkur 20. júní. Þeir sem sýna eru Dröfn Friðfinnsdóttir, Erlingur Valgarðsson, Freyja Önundardóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker, Jón Laxdal og Ólöf Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.