Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Síða 6
22 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Milljónamæringurinn John Gage (Robert Redford) hittir Diana Murphy (Demi Moore) á spilavíti og hrífst af henni. Sam-bíóin og Háskólabíó: Ósiðlegt tilboð I Ósiölegu tilboöi (Indecent Propo- sal) er hamingjusömu hjónabandi ógnað af milljónamæringnum John Gage (Robert Redford) sem býður David Murphy (Woody Harrelson) og Diana Murphy (Demi Moore) milljón dollara ef Diana er til í að eyða nótt með honum. Hjá Gage er þetta ekki mikið mál enda segist hann kaupa fólk á hveijum degi og þeir séu smámunasamir sem segja að ekki sé hægt að kaupa alla. Eins og nærri má geta er freistingin mikil hjá Murphy-hjónunum sem hafa ekki allt of mikið af peningum á milh handanna. Indecent PropQasal, sem er rómatísk gamanmynd, fjallar síð- an um tilboðið og afleiðingarnar. Leikstjóri myndarinnar er Adrian Lyne sem hlaut óskarsverðlaun fyrir Fatal Attraction. Lyne hefur ávallt verið umdeildur leikstjóri en aðrar þekktar kvikmyndir sem hann hefur leikstýrt eru Flashdance, 914 Weeks og Jacob’s Ladder. Lyne er breskur að uppruna og hreifst snemma af frönsku nýbylgjuleikstjórunum Jean-Luc Goddard, Francois Truff- aut og Claude Chabrol og þau áhrif má sjá í einstökum kvikmyndum, kannski sérstaklega Jacob’s Ladder. Fyrsta kvikmyndin sem Lyne leik- stýrði var Foxes 1988 en í henni lék meðal annars Jodie Foster. Lyne, sem vinnur nú eingöngu í Bandaríkj- unum, á samt heimih sitt í Frakk- landi. -HK Regnboginn: Tveir ýktir I Tveir ýktir I eða National Lampo- on’s Loaded Weapon I, eins og mynd- in heitir á frummáhnu, er ærslamik- il gamanmynd sem gerist í Los Ange- les og er örugglega allt öðruvísi en allar aðrar löggumyndir sem -þar hafa gerst. Aðalpersónan er Jack Colt (Emiho Estevez). Hann byrjar daginn ahtaf á heimalöguðum kokk- teh sem er blanda úr mörgum vínteg- undum. Þegar myndin hefst er hann að fá nýjan félaga, Wes Luger (Samu- el L. Jackson), sem er að komast á eftirlaun og saman eru þeir ákveðnir í að komast að því hver myrti fyrr- verandi félaga Lugers, Billie York, en ekki er látið uppi hver þaö er sem leikur hana. Áhorfendur eiga að geta sér til um það en áður en þeir félagar geta farið að leysa morðgátuna verða þeir að ná saman en grunnt er á því góða á milli þeirra. Auk þeirra Estevez og Jacksons leika í myndinni Tim Curry, Kathy Ireland, F. Wilham Shatner, Murray Abrahams, Erik Estrada og Charlie Sheen. Leikstjóri myndarinnar, Gene Quintano, er ekki þekkt nafn enda hggja ekki eftir hann margar myndir en hann hefur áður leikstýrt tveimur gamanmyndum, For Better or for Worse og Why Me. Hann skrifaði einnig handrit að Pohce Academy 3 og 4. Tveir ýktir I er önnur tveggja mannsins Jacks Colt með alvæpni og tilbúinn til átaka. mynda sem hann hefur leikstýrt sem komið hafa á markaðinn á þessu ári, hin er Cop and a Half með Burt Reyn- olds í aðalhlutverki. -HK Grái fíðringurinn Husbands and Wives er ekki að- eins í hópi bestu kvikmynda Woodys Allen heldur ein fárra sem hafa fengið góða aðsókn 1 Bandaríkjunum. Sú aðsókn skap- ast að hluta til af því að margt í myndinni bendir til þess sem gerðist í raunveruleikanum rétt eftir að mynd- inni lauk eins og frægt er orðið. Áhen leikur sjálfur aðalhlutverkið, miöaldra mann sem er í sambúð. Hann verður hrifinn af ungri stúlku, sem er nemandi hans og sambúöarsht veröa, en þó ekki fyrr en þau hafa fylgst með vinafólki ganga í gegnum skilnað. Husbands and Wives er ekki aöeins ádeha á rótleysi fólks í neysluþjóðfélaginu heldur einnig bráðskemmtheg og hefur Ahen sjaldan skrifað jafn skemmthegt handrit. HUSBANDS AND WIVES - Útgef. Skifan. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk Woddy Allen og Mla Farrow. Bandarísk, 1992 - sýningartími 103 mín. Leyfð öllum aldurshópum. _ _ -HK Forsetadóttur rænt Einaðalpersón- an í Project Shadowchaser er háþróað vél- menni sem stjórnar hryðju- verkasveit sem hertekur sjúkra- hús. Ástæðan fyrir hertökunni er óljós þar th lögreglan kemst að því að einn af gíslum ræningjanna er dóttir forseta Bandaríkjanna. Lög- reglan óskar eftir aðstoð frá arkitekt hússins sem er í fangelsi. Rangur mað- ur mætir á staðinn, fyrrverandi fót- boltastjama sem dæmdur var fyrir morð. Hann kemur samt að góðum notum þótt ekki sé hann arkitekt. Project Shadowchaser er dæmigerður ffámtíðarþriher þar sem tæknidehdin sér um skemmtunina en söguþráður er frekar rýr og leikarar afleitir. PROJECT SHADOWCHASER - Háskólabfó. Leikstjórl: John Eyres. Aðalhlutverk: Martin Kove og Meg Foster. Bandarfsk, 1992 - sýningartimi 88 mfn. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Sölumenn á veiðum David Mamet er eitt ahra besta leikskáld í Bandaríkjunum nú og er leikrit hans, Glengarry Glen Ross, sönnun þess, ótrúlega hnitmiðaður og sterkur texti sem sjálfsagt er enn áhrifameiri í leik- húsi en í kvikmynd, þótt frábærir leikarar komi honum vel th skha í góðri kvikmynd. Sögusviðið er fasteignasala og aðalpersónurnar eru fasteigna- salar. Eigendur fasteignasölunn- ar eru ekki ánægðir með gang mála enda kemur fljótlega í ljós að það er aðeins einn þeirra sem stendur sig vel í stykkinu. Hinir þrír eru á niðurleið og eru allir hræddir um að missa atvinnuna. Sú hræðsla minnkar ekki þegar eigendurnir senda „hákarl” á fasteignasöluna, sem tekur þá heldur betur í karphúsið um leið og hann tilkynnir um verðlauna- samkeppni. Sá sem selur mest fær Cadillac, sá sem er í öðru sæti hnífasett og sá sem lendir í þriðja sæti fær uppsagnarbréf. Mikh örvænting grípur um sig meðal fasteignasalanna og gerðir þeirra verða örvæntingarfyllri I WW íMK íifi »1 M m I i I » » \ H eftir því sem hður á myndina. Th þess að sterkt, dramtískt leikverk verði að góðri kvikmynd þarf einvalalið leikara og þeir leikarar eru svo sannarlega til staðar í þessari áhrifamiklu kvik- mynd, A1 Pacino, Jack Lemmon, Ed Harris og Alan Arkin leika fasteignasalana og er erfitt að taka einn fram yfir annan, þvhík- um tökum ná þeir á persónum sínum. En sjálfsagt verður túlk- un Jacks Lemmon á fasteigna- sala, sem má muna betri tíð, _ ógleymanleg öhum sem sjá. Ör- væntingin er nístandi en um leið sýnir hann harðsvíraðan mann sem mundi ekki hika við að fóma félaga sínum til að ná árangri. Sá leikari, sem kemur mest á óvart, er Alec Baldwin sem hefur hingað til ekki verið í skapgerð- arhlutverkum en sýnir mjög sterkan leik í litlu hlutverki. Glengarry Glen Ross er gerð fyrir kvikmyndahús og er leitt th þess að vita að slík úrvalskvik- mynd með margverðlaunuðum úrvalsleikurum skuli ekki finna leið inn í kvikmyndasali höfuð- borgarinnar. Annars er Glen- garry Glen Ross þannig að hún nýtur sín ágætlega á sjónvarps- skerminum. -HK GLENGARRY GLEN ROSS Útgelandl: SAM-myndbönd. Lelkstjórl: James Foley. Aóalhlutverk: Al Paclno, Jack Lemm- on, Alec Baldwin, Ed Harris, Alan Ark- in, Kevin Spacey og Jonathan Price. Bandarisk, 1992 - sýningartími % min. Bönnuó börnum innan 16 ára. -HK DV-myndbandalistiim er önnur tveggja nýrra mynda sem koma inn á llstann þessa vlkuna. Á myndinni er Deborah Unger í htutverk listaverkasala sem leiatr á náðir sáilræðings. 1 (6) The Last of the Mohican 2 (1) Sister Act 3 (2) Single White Female 4 (5) Boomerang 5 (11) Raising Cain 6 (10) Dutch 7 (9) Bitter Moon 8 (7) White Men Can’t Jump (8) Rapid Fire (14) Citizen Cohn 11 (4) Thunderheart Artide99 13 (3) Patriot Games 14 (-) Whisper in the Dark 15(12) Housesitter ★★ Læknar í klanari Article 99 gerist nær eingöngu á sjúkrahúsi fyrir fyrrverandi her- menn og íjallar um lækna sem sinna störfum sínum en eru upp á kant við yfir- stjóm sjúkra- hússins sem starfar sam- kvæmt peningalögmálinu. Kiefer Sut- herland leikur nýgræðing í lækna- stéttinni með háar hugmyndir en er fljótur að komast niður á jörðina. Article 99 er hröð kvikmynd og er mikið um að vera. Gallinn er að stund- um er maður ekki viss um hvort er um spítalaútgáfu af M.A.S.H að ræða eða dramtíska spennumynd. Líður myndin nokkuð fyrir það og verður sundurlaus, en mörg atriði eru vel gerð og spennandi. ARTICLE 99 - Útgef. Skilan. Leikstjóri: Howard Deutch. Aðalhlutverk: Ray Liotta og Kiefer Sutherland. Bandarisk, 1992 - sýningartími 97 min. Leyfð öl ★ !4 Sáli Þrhlerinn Whi- sper in the Dark sækir í margar fyrirmyndir, sjálfsagt of marg- ar, því dæmið gengur ekki upp. Aðalpersónan er sálfræðingurinn Ann Hecker sem hefurthmeðferð- ar tvo sjúkhnga. Annar þeirra er stúlka sem .segir sögur af ástríðufuhu sambandi sínu við of- beldisfuhan karlmann, sögur sem hafa mikil áhrif á Hecker. Líf þessara þriggja persóna tvinnast síðan saman þegar Hecker kynnist myndarlegum manni og verður ástfangin. Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð góður og söguþráðurinn tekur óvæntar stefnur, en eftir því sem á líður gerast brota- lamirnar meira áberandi og endirinn er óvæntur en jafnframt afskaplega heimskulegur. WHISPERSIN THE DARK - ClC-myndbönd. Leikstjóri: Christopher Grove. Aðalhlutverk: Annabella Sciorra og Jamey Sheridan. Bandarísk, 1992 - sýningartimi 104 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.