Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1993, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1993, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNl 1993 Stjómin - ný plata: tónli0i: Þeysingur ví tt og breitt um landið í sumar Stjómin verður á Akureyri á þjóðhátiðardaginn. Stjórnin er ein þeirra hljómsveita sem leggur land undir fót á sumrin og ferðast um landið og skemmtir á böllum. Og eins og undanfarin sum- ur er komin ný hljómplata með henni, plata sem nefnist Rigg og er sú fjórða í röðinni hjá þessari vin- sælu hljómsveit og önnur eftir að miklar mannabreytingar áttu sér stað í hljómsveitinni. Það eru aðeins þau Sigríður Bein- teinsdóttir og Grétar Örvarsson sem eftir eru af upprunalegri útgáfu Stjórnarinnar. Mezzofortekappamir Jóhann Ásmundsson og Friðrik Karlsson bættust við og einnig trommuleikarinn Halldór Gunn- laugur Hauksson. Friðrik Karlsson semur langflest lögin á Rigg og að- spuröur sagði hann að um talsverða áherslubreytingu væri um að ræða hjá hljómsveitinni. „Tónlist Stjórn- arinnar hefur verið frekar blönduð hingað til enda margir samið lög fyr- ir hljómsveitina. Nú sé ég að mestu um lagagerðina ásamt Grétari Örv- arssyni og tel ég að kominn sé meiri heildarsvipur á tónlistina en áöur og hljómsveitin sé komin með eigin stfl.“ Á Rigg eru níu lög og sagði Friðrik að ef lýsa ætti tónlistinni væri helst að segja að lögin væru léttrokkuð með dansívafi. Á plötunni er meðal annars Nóttin er blá, sem þegar hef- ur koniið sér vel fyrir á íslenska list- anum. Fjögur laganna eru alveg ný, önnur nýleg og endurútsett. Þekkt lög hljómsveitarinnar, Alla leið og Þessi augu eru í nýjum útsetningum flutt órafmögnuð eins og mikið er í tísku um þessar mundir. Stór orð og Ekki segja aldrei eru ný lög en komu fyrst út á safnplötunni Grimm dúnd- ur fyrir stuttu. Plötufylgteftir með dansleikjahaldi Stjómin hefur ávallt gefið út plötur sínar í sumarbyijun og sagði Friörik að hljómsveitarmeðlimir hefðu hugsað sig vel um áður en þeir héldu þessari hefð áfram enda plötusala aldrei jafn mikil á sumrin og í jóla- vertíðinni. En sumarið varð ofan á, aðallega vegna þess að hljómsveitin er á ferð um landið á sumrin og plötuútgáfa í sumarbyijun væri meðal annars til þess að fylgja slíkri ferð eftir. „Við erum þegar byijuð á að leika úti á landsbyggðinni og höfum fengjð mjög góðar vitökur,“ sagði Friðrik. „Við vorum í Njálsbúð og Keflavík um síðustu helgi og verðum í kvöld og á þjóðhátíðardaginn á Akureyri, færum okkur síðan austur til Egils- staða og verðum þar á fóstudags- og laugardagskvöld. Stjóminni hefur vegnað mjög vel á sumarferðum sín- um um landið og við þurfum ekki að kvarta yfir aðsókninni það sem af er, þrátt fyrir aö samkeppnin sé mikil.“ Friðrik kvaö þá skýringu líklegasta á vinsældum Stjórnarinnar á lands- byggðinni að fólkið vissi að hveiju það gengi. „Fólkið veit að þegar Stjómin á í hlut fær það góða skemmtun." Eins og fyrr segir er Friðrik aðal- lagasmiður hljómsveitarinnar, en Um síðustu helgi skemmtu blús- söngvaramir góðkunnu Chicago Beau og Deitra Farr ásamt Vinum Dóra á Lástahátíðinni í Hafnarfirði og á Óháðu listahátíðinni í Reykjavík við góðar undirtektir fiölmargra blúsaðdáenda. Þetta ágætisfólk, sem kemur að sjálfsögðu frá Chicago, er ekki enn búið að yfirgefa okkur því nú fær hann er ekki aðeins meðlimur í Stjóminni, hann er einnig í Mezzo- forte, annarri af tveimur íslenskum hljómsveitum sem hafa getið sér frægð úti í hinum stóra heimi. Hvernig fer það saman að vera í jafn ólíkum hljómsveitum og semja lög fyrir báðar? „Þaö er rétt að hljóm- sveitimar eru ólíkar en ég reyni aö hafa gæðin að leiðarljósi hvort sem ég er með Stjórninni eða Mezzoforte. Þegar ég sem lög fyrir Sfiómina er ég að semja fyrir söngvara, nánar tiltekið Siggu Beinteins, sem mjög gaman er að viima með, hún hefur að mínu áliti sönghæfileika á heims- mælikvarða. Tónlist Mezzoforte er aftur á móti öll leikin og mun flókn- ari enda tilgangurinn ekki sá sami. Þegar ég er að leika með Sfiórninni á böllum úti á landi er verið að skemmta fólkinu og koma því til að dansa en Mezzoforte er hljómsveit sem fyrst og fremst er hlustað á og hefur því allt aðrar áherslur." Þaö hefur ekki mikið boriö á Mezzoforte á undanfomum misser- um en breytinga er að vænta. „Við erum búnir að vera í hvíld frá hljóm- sveitinni í nokkum tíma, alhr samt verið í spilamennsku á fullu. í nóv- ember síðasthðnum vorum við beðn- ir um að leika í Noregi og slógum til enda hefur Noregur verið einn okkar allra sterkasti markaður. Við feng- um alveg sérstaklega góða aðsókn á alla tónleikana og sáum þá að hljóm- sveitin var langt í frá að vera liðin tíð og ákváðum að taka upp þráðinn aftur. Nú stendur fyrir dyrum að fara til Indónesíu í september og leika á nokkmm djasshátíðum og fara síöan til London og taka upp nýja plötu og i framhaldi fara að spila meira en við höfum gert að undanfomu." landsbyggðin að njóta þess, mun það leggja land undir fót og skemmta ís- firðingum í Sjallanum þeirra í kvöld og á þjóðhátíðarkvöldið, en halda svo til Vestmannaeyja og skemmta eyjar- skeggjum á fostudags- og laugardags- kvöld. Bæði Chicago Beau og Deitra Farr eiga aö baki fiölskrúðugan og farsælan söngferil. 43 STING - TEN SUMMONER'S TALES * * * * - Q „...stendur fyrir margbrotið popp. Ekkert nema afbragð". GARY MOORE - BLUES ALIVE * * * * - Q „Það er ekki spurning að Gary Moore er sá besti.... Allt sem þú þráir að heyra frá Clapton færð þú frá Moore". WORLD PARTY - BANG ***** -Q „Bang! umvefur mann í stórfengleik sínum... Ef borgir væru byggðar úr tónlist Karl Wallingers myndum við öll lifa hamingjusöm að eilífu" RADIOHEAD - PABLO HONEY *** - Q Pablo Honey er frumburður heitasta rokkbandsins i dag og þeir eiga heiðurinn af heitasta rokklaginu í dag „Creep". LENNY KRAVITZ - ARE YOU GONNAGO MYWAY? * * * 1/2 - DV „...staðfesti grun manna að fram væri komið nýtt séni og nýja platan setur Lenny Kravitz á stall sem frábæran rokkara". S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600927 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EIÐISTORGI SÍMI: 612160 -HK Chicago Beau og Deitra Farr á Ísaíirði og í Vestm a n n aeyj u m SK'FAN: BOGART

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.