Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1993, Qupperneq 4
44 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 Ekki þessi leiðindi: Fyrsta íslenska ballplatan Þeir eru margir Frónbúamir sem hafa svitnað undir heitum tónum Bogomils Fonts og milljónamæring- anna síðustu misseri. Þeir hinir sömu ættu að kætast þvi að í dag kemur út fyrsta plata hljómsveitar- innar. Á henni er að finna flest þau lög sem unnendur suður-amerískrar tónlistar hafa dillað sér við á söng- skemmtunum Bogomils sl. þrjú ár. Gripurinn heitir Ekki þessi leiðindi sem er viðeigandi því hann er sann- kallaður stuðgjafi sem trylhr dansf- íkla jafnt sem sófadýr. „Þetta er frasi sem hefur lifað með hljómsveitinni síðan í haust,“ segir Sigtryggur Bogomil Baldursson um nafnið á plötunm. „Steinar, fyrrum rótari okkar, á heiður af honum. Það vildi þannig til að við vorum búnir að spUa í Rósenberg kjallaranum og vorum að drífa okkur á annan stað þar sem við áttum að koma fram. Þetta var klukkan tvö um nótt og mikill mannfjöldi í bænum. Steinari tókst að koma bílnum, sem við vor- um á, inn í Austurstrætið en ekki út aftur. Við vorum orðnir mjög sein- ir og Steinar stressaður. Fólk var byrjað að rugga bílniun, teygja sig inn um glugga og slökkva ljósin og fikta í útvarpinu. Það eina sem hann gat stunið upp í allri ringulreiðinni var: Ekki þessi leiðindi. Okkur hin- um þótti uppákoman öll frekar fynd- inn og síðan þetta gerðist hefur slag- orð hljómsveitarinnar verið: Ekki þessi leiðindi." gomil upp þeirri spumingu hvort jarðarbúar hafi lært Cha cha cha af Marsbúum. Ekki þessi leiðindi var hljóðrituð á tveimur dansleikjum í Hlégarði í mars og segir Bogomil að sú leið við plötugerðina hafi verið farin til að varðveita karakter hljómsveitarinn- ar' sem best. „Við höfum starfað sem dans- hljómsveit og virkum best þannig. Við verðum að fá ögrun frá ballgest- um til að komast á virkilegt flug auk þess sem húmor og leikgleði hljóm- sveitarinncU’ kemst best til skila á böllum. Ég taldi því ekki rétt að fara meö þetta efni í stúdíó þar sem hætta var á aö þessir mikilvægu þættir hyrfu úr spilverkinu. Þar að auki vildum við ekki taka upptökurnar alltof alvarlega. Viö erum dans- hljómsveit og gefum því út ballplötu, líklega þá fyrstu á íslandi." Bogomil og félagar, þeir SG Ca- basa, Amor Dedos, Siggi Peres og Gulh í Lima verða á ferðalagi um landið næstu vikurnar en á fostu- dagskvöldum verða þeir fastagestir á Ömmu Lú þar sem settur verður á fót Hæ mambó-klúbbur. í ágúst leys- ist hljómsveitin hins vegar upp þar sem Sigtryggur Bogomil Baldursson flyst búferlum til Bandaríkjanna. Það er því um að gera að njóta millj- ónamæringanna og alþýðuskáldsins Bogomils meðan þeir eru. -SMS „Ég þoldi aldrei bítlatónlist og flúði reyndar til Suður-Ameríku meöan þau ósköp riðu yfir. Sjötti áratugur- inn var hins vegar yndislegur." Það hefur hingað til verið tabú hjá Bo- gomil og milljónamæringunum að vera með frumsamið efni en engu að síður fór eitt slíkt á plötuna. Það heitir Mársbúa cha cha cha og er eftir Sigga Peres en textann gerði Bogomil sjálfur. í honum veltir Bo- Afturhvarf til 6. áratugarins Á þessari nýju plötu Bogomils og milljónamæringanna eru 15 lög, þar af eitt frumsamið. Fjögur eru sungin á íslensku, sjö á ensku, tvö á spænsku og tvö eru instrumental. Lögin, sem sungin eru á íslensku, eru elhsmelhr sem Haukur Morthens færði til vegs og viröingar á 6. ára- tugnum og Bogomil tekur nú upp á sína arma. Hann segir sum af þessum gömlu íslensku dægurlögum hafa suður-amerískt bít og að Haukur hafi einmitt haft dálæti á slíkri tónl- ist. Þannig er Kaupakonan hans Gísla í Gröf í rúmbutakti, svo að dæmi sé tekið. Bogomil segir þetta tímabh í íslenskri dægurlagasögu höfða sterkt th sín. Bogomil Font. Suður-amerísk danssveifla frá sjötta áratugnum. Lenny Kravitz - Are You Gonna Go My Way?: ★ ★ ★ ’/j Setur Lenny Kravitz á stall sem frábæranrokkara. -SMS Bruce Hornsby - Harbour Lights: ★ ★ ★ 'A Það besta frá Homsby hingað til. Góð lög meö djössuöu ívafi og firá- bærsphamennska. -HK Suede - Suede: ★ ★ ★ Hrifandi gripur fyrir þá sem krefj- ast einhvers af þeirri tónlist sem þeirhlustaá. -SMS Bruce Springsteen - In Concert: ★ ★ ★ Sker sig litt úr öðru hUómleikaefni frá Springsteen... Þétt og örugg spilamennska. -ÁT Lipstick Lovers - My Dingaling: ★ ★ ★ Heillandi og óvenjuþroskaö byrj- endaverk. Blússkotiö rokk á amer- ísku línunni sem fiéttast utan um myndrænatexta. -SMS David Bowie - Black Tie White Noise: ★ ★ ★ BestaplataBowieíáratug. -SMS GCD - Svefnvana: ★ ★ ★ Talsverð framför frá fyrri plötu... Rokk í sinni einfoldustu mynd. -ÁT jplthtugagnrýni Dwight Yoakam - ThisTime: ★ ★ ★ Afburða lagasmiður Dwight Yoakam er ein skærasta stjarna ameríska sveitarokksins um þessar mundir ásamt Garth Brooks. Eftir að hafa hlustað á þessa nýju plötu Yoakams þarf mann ekki aö undra þótt staða hans sé jafn góð og raun ber vitni. Maðurinn er ein- faldlega Bubbi Morthens þeirra sveitamanna þama vestra, það renna uppúr honum melódíurnar hver annarri betri í löngum bunum, hann er töff og söngvari góður. Annars er Yoakam af þeirri kynslóð sveitarokkara vestra sem aöhyhast blandaða tónlist enda gefur það mun meira af sér eins og sést þest á því að þæði Yoakam og Garth Brooks eru tíðir gestir á bæði kántrí- og poppvinsældalistum. Þeir eru sem sagt verulega hahir undir létt rokk og poppballöður án þess þó að svíkja upprunann. Þannig eru á þessari nýju plötu Yoakams hrein- ræktuð sveitalög með fiðlum, stálg- ítar, dobrói og öllum þeim hljóðfær- um sem thheyra ekta kántríi ásamt angurværum söng um ástir og óhamingju. Inni á mhli eru svo bæði rokkuð og róleg lög sem sveija sig meir í ætt poppsins þó sveitamennskan sé aldreilangt undan. En það sem fyrst og fremst ein- kennir tónhst Yoakams eru af- burðagóðar lagasmíðar, hér er hvert lagið öðru betra, einfóld, melódlsk og grípandi. Menn sem hafa þessa hæfheika geta nánast ekki klikkað. Sigurður Þór Salvarsson. New Order- Republic ★ ★ ★ Danssinfónía Á tólf ára ferh New Order hafa aðdáendur hljómsveitarinnar aldrei þurft að bíða jafn lengi eftir plötu og Repubhc. Fjögur ár eru hðin síð- an síðasta stóra plata hljómsveitar- innar kom út en það var Technique sem lofuð var í hástert. Nýja platan var unnin við erfið skhyrði þar sem persónuleg áfóll hafa dunið á hljóm- sveitarmeðlimum síðustu misseri. Repubhc er þó fráleitt bömmerplata, þvert á móti er yfirbragðið afslapp- aö og þrátt fyrir að stúdíóviima hafi tekiö á annaö ár er ekki hægt að tala um Republic sem yfirpródúser- aða. Platan er ólíkt þeirri síðustu ekki útsett af New Order einni held- ur fékk hljómsveitín Stephen Hague sér th fuiltingis, en hann vann m.a. meistarastykkið True Faith með hljómsveitinni árið 1987. Hague skh- ar góðu verki á Republic og hvort sem það er honum að þakka eða ekki þá eru gítarar meira áberandi á þessu nýjasta verki New Order en hinumfyrri. New Order hefur borið gunnfána indí-danstónhstarinnar síðan snemma á 9. áratugnum (sbr. Blue Monday) og á stóran þátt í því dans- tónhstaræði sem farið hefur sem eldur í sinu um Bretland undanfarin ár. Á Repubhc er vissulega að finna danshæfa tónlist en feitustu bitamir á plötunni eru rólegu lögin og þá einkum Everyone Every where sem er eitt af bestu lögum hljómsveitar- innarfráupphafi. Repubhc er sjötta danssinfónía New Order og líklega í öðru th þriðja sæti hvað gæði snertir. Með öðrum oröum eigulegur gripur sem svíkur hvorki gamla aðdáendur né þá sem eru að kynnast New Order í fyrsta sinn. -Snorri Már Skúlason Pláhnetan - Speis: ★ ★'/2 Með fætuma ajorðinni Ein þeirra hljómsveita sem ætlar sér stóra hluti á sumarbahmarkaðin- um er Pláhnetan sem stofnuð var á þorranum af þeim Stefáni Hilmars- syni, Friðriki Sturlusyni, Ingólfi Guð- jónssyni, Ingólíi Sigurðssyni og Sig- urði Gröndal; allt gamalreyndir menn úríslenskupoppi. Það var þó sérkennhegt að heyra gefið í skyn um leið og hljómsveitin var stofnuð að henni væri ekki ætlað að starfa th frambúðar; þetta væri bara einhvers konar timabundið verkefni manna sem hefðu bundist samtökum um að taka að sér ákveðið starf, eins konar verktakar. Slíkir menn verða að vera með báðar fæ- tuma á jörðinni og skipuleggja starfið vel ef árangur á að nást. Og af þessari fyrstu og líklega einu plötu Pláhnetunnar verður ekki ann- að ráðið en að vandað sé th verka og að menn takist á viö verkið af fyllstu aivöru. Th að mynda hefur öh um- gjörð verksins verið þaulhugsuð, þar með talið nafn hljómsveitarinnar og umfjöllunarefnið á plötunni. Allt snýst þetta um geiminn og hluti sem tengjast honum. Tónhst Pláhnetunn- ar er létt og lipurt popp og ljóst að menn eru ekkert að hamast við að vera frumlegir eða framúrstefnulegir á nokkurn hátt, vitandi þaö að létt einfalt popp er vænlegast th árangurs á markaðnum. Lögin eru öh eftir hðs- menn hljómsveitarinnar, flest eftir þá Friðrik Sturluson og Stefán Hilmars- son en ennfremur leggja þeir Ingólfur Guðjónsson og Sigurður Gröndal sitt af mörkum. Og það verður að segjast eins og er að Pláhnetumönnum tekst vel upp í lagasmíðunum líkt og öðru. Þetta eru mestanpart vönduð meló- dísk popplög sem hægt er að raula eftír minni eftir thtölulega skamma viðkynningu og ef það er ekki einmitt markmiðið með þessu er ég hla svik- inn. í hópi bestu laga má nefna lög eins og Sólon, Funheitur, Norður- ljósa-Logi og Spútnik. Inn á milh eru svo líthfjörlegri lög eins og gengur og gerist. Pláhnetan má vel við una með þessa plötu og það er ljóst að hljóm- sveitin hefur aha burði th að ná hátt á loft í sumar hvort sem boðaö stjömuhrap verður í haust eða ekki. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.