Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ1993 29 VHIMLIIÐ WATERBOYS - DREAM HARDER * * * * - Rolling Stone „Tónlist Scott hefur greinilego nóð fókus ó Dream Harder, sjöttu og þroskuðustu plötu hljómsveitorinnor". RADIOHEAD - PABLO HONEY *** - Q Pablo Honey er frumburður heitasta rokkbondsins í dog og þeir eigo heiðurinn af heitosta rokkloginu í dag „Creep". KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600927 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EIÐIST0RGI SlMI: 612160 tónliGt: * * j *A Viljum vekja fólk til umhugsunar - segir Brad Wilk, trommuléikari Rage Against the Machine „Með þessu nafni, Rage Against the Machine, erum við að skírskota til þess neikvæða í bandarísku þjóðfé- lagskerfi, kerfi sem er sniðið að þörf- um hinnar hvítu vel stæðu millistétt- ar en gleymir hinum sem minna mega sín,“ sagði Brad Wilk trommu- leikari Rage Against the Machine í viðtali við blaðamann skömmu áður en hljómsveitin steig á svið á Lista- hátíð Hafnarfjarðar 1 Kaplakrika. Uppselt var á tónleikana og þóttu þeir heppnast í aUa staði vel. Aðeins hálft ár er síðan fyrsta plata Rage Against the Machine kom á markað og hefur sveitin náð undraverðri hylli hér á landi á stuttum tíma. Rage Against the Machine flytur hressi- legt rokk kryddað sterkum ádeilu- textum eftir Zack söngvara en hann þykir hallur undir sósíalisma og hef- ur ekki farið leynt með aðdáun sína á byltingarhetjunni Che Guevara. Brad Wilk segir ómögulegt að skil- greina tónlist hljómsveitariimar, til þess séu áhrifavaldamir of margir, og ólíkir sem Miles Davis og Public Enemy. Hann segir tónlist Rage Aga- inst the Machine ekki þeirrar teg- undar sem fólk setur á fóninn til að flýja raunveruleikann, þvert á móti. „Við horfumst í augu við stað- reyndir, jafnvel þó þær séu óþægileg- ar og í raun krefst tónhst hljómsveit- Rage Against the Machine. Heillaði unga áheyrendur á Kaplakrika. arinnar þess að áheyrendur setji sig inn í textana. Þeir leika stórt hlut- verk.“ Ungir og reiðir - Sumir halda því fram að besta rokkið á hveijum tíma hafi komið frá ungum reiðum mönnum sem vilja breyta heiminum. Eruð þið í Rage Against the Machine ungir og reiðir. „Það væri rangt af mér að segja að við værum það ekki,“ segir Brad. „Við erum menn með tilfinmngar og reiðin er ein þeirra. Hún er á vissan hátt drifkraftur í tónlistinni, elds- neytið sem drífur okkur áfram. Það er mjög auðvelt að verða reiður og sár út í kerfið þegar maður sér á hveijum degi heimilislaust fólk sem býr í pappakassa eða innkaupkerru. Óréttlætið er alls staðar hvort sem menn tala um Persaflóastríðið eða barsmíöamar á Rodney King.“ - Hljómsveitin er að slá í gegn og slíku fylgja periingar og lystisemdir. Er ekki hætta á að ykkur renni reið- in sem virðist svo mikilvæg í tónlist- inni? „Nei, ég óttast það ekki. Okkur rennur reiðin þegar við sjáum vandamál leyst og réttlæti í fram- kvæmd. Slíkt gerist hins vegar ekki á einni nóttu." - Verða áheyrendur aldrei leiðir á ádeilunni? „Þaö vona ég,“ segir trymbillinn. „Við viljum frá viðbrögð frá fólki hvemig sem þau em. Við viljum frekar að fólk sé ósammála því sem við erum að segja en að það taki ekki afstöðu. Mér er sama þó fólki leiðist ádeilan svo lengi sem það hugsar og kemur með rök á móti því það sýnir að við höfum vakið það til umhugs- unar og það er okkur mikils virði,“ sagöi Brad Wilk um leiö og hann þaut í sánd tékk á sviðinu í Kapla- krika. -SMS WORLD PARTY - BANG ! ***** -Q „Bong! umvefur mann i stórfengleik sínum... Ef borgir væru byggðar úr tónlist Korl Wollingers myndum við öll lifa homingjusöm oð eilífu" Gaia gefin út í Bandaríkjunum: Langtíma samn- ingur við Valgeir og Eyþór STING-TEN SUMMONER'S TALES ****-Q „...stendur fyrir margbrotið popp. Ekkert nemo ofbrogð ". GARYMOORE- **** - Q „Það er ekki spurning oð Gory Moore er só besti.... Allt sem þú þróir að heyro fró Clopton færð þú fró Moore". Fyrir rúmu einu og hálfu ári kom út plata Valgeirs Guöjónssonar, Gaia, sem segja má að sé fyrsta ís- lenska platan sem flytur nýaldar- tónlist sem á auknum vinsældum að fagna í heiminum. Frekar lítið fór fyrir útgáfunni hér á landi, en fljót- lega var farið að vinna að því að koma plötunni á markað erlendis og hefur sú viðleitni borið árangur því bandaríska útgáfufyrirtækið Wind- ham Hill er um þessar mundir að gefa út Gaiu og hefur um leið gert langtíma samning við Valgeir Guð- jónsson og Eyþór Gunnarson sem sá um útsetningar á Gaiu, um að starfa saman undir heitinu Gaia og gefa út átta geislaplötur á næstu árum. Windham Hill hefur sérhæft sig í útgáfú nýaldartónlistar og hefur starfað að slíkri útgáfu síðastliðin 15 ár og er eitt fremsta útgáfúfyrirtæki á þessu sviði. Hingað til hefur fyrir- tækið eingöngu gefið út tónlist með bandarískum tónhstarmönnum, en hefur nýverið tekið þá stefnu að stækka hringinn og gera samninga viö listafólk frá öðrum heimshlutum. Kaus Windham Hill að stofiia til sam- starfs við tvo evrópska aðila. Gaia er annar aðilinn og hinn er Norð- maðurinn Öystein Sevág, en plata hans, Link, kom nýlega út og klífur nú Nýaldarlistann bandaríska hægt en mjög örugglega. Þar sem samn- ingsgerðin vegna Gaia tók nokkum tíma og endurvinna þurfti umbúð- imar að hluta hefúr tekið lengri tíma að gera Gaiu klára til útgáfu vestan- hafs en áætlaö var. Valgeir Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson koma til með að njóta sérþekkingar Windham Hill á þess- um tónlistarmarkaði. Þeir munu bregða sér vestur um haf til að kynna tónlist sína, fara í viötöl og annað þess háttar en hljómleikahald er ekki fyrirhugað að sinni. Þeir em þegar famir að vinna að nýjum verkum sem verða brátt tilbúin til hijóðritim- ar. -HK Vaigeir Guðjónsson. Gaia var samin og hljóðrituð í tengslum viö sam- nefnt víkingaskip sem sigldi frá Nor- egi til Bandarfkjanna til að minnast siglingar Leifs Eirikssonar. SKÍFAN:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.