Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1993, Síða 4
30
1 t@niist
mmmfm & Mii
Ékkert nema eigingimin
- segir Björk Guðmundsdóttir um Debut
„Grænn frostpinni og lambalæri
fara ekki vel saman,“ segir Björk
Guðmundsdóttir þegar hún er spurð
hvers vegna hún hafi hafnað tilboð-
um um samstarf frá Peter Gabriel,
Bryan Ferry, Robbie Robertson og
Johnny Lydon. „Efnafræðin verður
að vera í lagi þegar tónlistarmenn
hefia samstarf. Ég held að fólk verði
að kynnast fyrst sem vinir áður en
það verður samstarfsfólk. Þar áð
auki eru þetta allt gamlir kallar sem
eru búnir að vera. Mér finnst meira
spennandi að vinna með ungu fólki
sem er að byija og hefur sprengi-
krafúnn."
Þetta er Björk. Blátt áfram ogheið-
arleg eins og tónlistin hennar. í aug-
um útlendinga er Björk fulltrúi hins
frumlega og skapandi í tónlist. ís-
lendingum fixrnst hún hins vegar
fyrst og fremst kynlegur kvistur og
spennandi sem slik.
- Þarf maður að vera öðruvísi til að
slá í gegn eins og þú gerðir með Syk-
urmolunum og nú sóló?
„Ég held það sé ekki spuming að
vera öðruvisi heldur að vera sam-
kvæmur sjálfum sér,“ segir Björk.
„Ef maður er að herma eftir öðrum
heyrist þaö um leið. Þú heyrir það
líka strax hvort tónlistarmaður hef-
ur gert plötu af því að hann þurfti
að gera hana eða af því hann haíði
gaman að því.“
Þann 5. júlí kemur fyrsta sólóplata
Bjarkar í 15 ár á markað og athyglin
New Order-Republic
★★★
Eigulegur gripuf sem svlkur
hvorki gamla aödáendur né þá
sem eru að kynnast New Order
í fyrsta sinn -SMS
Dwight Yoakam
-This Time
★★★
Tónlist Yoakams einkennist af
afburöagóðum lögurn, einföld,
melódísk og grípandi. -SÞS
Suede-Suede:
★★★
Hrífandi gripur fyrir þá sem
krefjast einhvers af þeirri
tónlist sem þeir hlusta á. -SMS
Bruce Springsteen
-In Concert:
★★★
Sker sig litt úr ööru hljóm-
leikaefhi frá Springsteen. Þétt
og örugg spilamennska. -ÁT
Lipstick Lovers
-My Dingaling:
★★★
Heillandi og óvenjuþroskað
byrjendaverk. Blússkotið rokk á
amerisku línunni sem fiéttast
utan um myndræna texta. -SMS
Pláhnetan-Speis
★★★
Pláhnetan hefur alla burði til
aö gera stóra hluti og má vel
við þessa plötu una. -SÞS
GCD-Svefnvana:
★★★
Talsverð framför frá fyrri
plötuó. Rokk í sinni einföidustu
mynd. -ÁT
Björk Guðmundsdóttir. Debut, það persónulegasta sem hún hefur gert.
sem hún hefur vakið ytra er með
ólíkindum. Strax og upptökm: hófust
í vetur birtist stórt viðtal við Björk
í virtum blöðum í Bretlandi, m.a.
Sunday Times. Síðan hefur hún verið
á forsíðu tímaritsins i-D, Human Be-
haviour var valin smáskífa vikunnar
í Melody Maker og MTV sjónvarps-
stöðin hefur látið gera sérstakan þátt
um Björk.
Gripurinn sem fjaðrafokinu veldur
heitir Debut.
„Þetta er það persónulegasta sem
ég hef gert og þess vegna valdi ég
þetta nafn Debut (fyrsta plata) þó ég
hafi verið að gera plötur síðan ég var
11 ára. Á Debut sem ég öll lög og texta
og útset ásamt Nellee Hooper (Soul
H Soul). Ég þurfti að gera þessa plötu,
ef ég hefði ekki gert hana hefði ég
dáið með samviskubit yfir því að
hafa ekki þorað. Lögin eru valin af
stórum lager og ég reyndi að hafa
þau eins ólík og hægt var. Ólíkar
stemningar, mismunandi karakter-
ar.“
Lengi að sann-
færastumrétt-
mætiplötunnar
- Lengstum hefurðu veriö í hljóm-
sveit. Hvernig var að vinna ein?
„Þetta er eins og svart og hvítt. Ég
er ekkert sérstaklega stjómsöm og
hef takmarkaða þörf fyrir það skipta
mér af verkum annarra. Það tók því
langan tíma fyrir mig að réttlæta
gerö þessarar plötu fyrir sjálfri mér.
Eg sannfærðist á endanum um að
rétt væri að gera plötu sem væri al-
gerlega eftir mínu höfði, plötu sem
væri ekkert nema eigingimin. Ég
ákvað að ráða annað fólk til að fram-
kalla mínar hugmyndir og það eitt
er mjög langt frá hugmyndafræði
Sykurmolanna."
- Sykurmolamir skiptu því á milli
sín að fara í viðtöl og kynna plötur.
Nú ertu ein?
„Þetta er gríðarlegt álag og kannski
sérstaklega af því að ég hef enga sér-
staka þörf fyrir það að tala um plöt-
una. Mér finnst það á vissan hátt
flækja málið að lesa viðtöl um eitt-
hvað sem kallast list. Tónlistina þarf
ekki að útskýra. Þetta snýst hins
vegar allt um peninga, um það hvort
ég selji nógu mikið til að geta farið í
tónleikaferð með tíu manna band og
hvort ég fái aö gera aðra plötu.“
Debut er plata sem bíður upp á
marga spennandi hluti. Á henni er
ádeila, ást, dramatík og kímni. Hún
hefur að geyma djass, danstónlist,
hörpuslátt og indverska strengja-
sveit. Björk segir þama á ferð hljóð-
færi sem hafi verið fjarri Sykurmol-
unum en hún hafi dáð mjög lengi.
„Ég hef hlustað töluvert á hörputón-
list og komist að því að hún á lítið
skylt við engla þó hún sé falleg. Mér
hefur alltaf þótt brass geggjað, hvort
sem það er x Kardimommubænum
eða avant-garde djassi. Ég hafði
ákveðna hugmynd uxn að koma sí-
gauna fiðlum á plötuna og var að
reyna að þreifa fyrir mér í þeirri
deild þegar ég kyxmtist indverskum
bíómyndum. Kvikmyndatónlistin
þeirra finnst mér frábær eins og
reyndar indversk menning í heild.
Ég umgengst Indveija mjög mikið
þar sem ég bý í London. Þannig fékk
ég vitneskju um fyrirtæki í Bombay
sem semur, útsetur og tekur upp
tónlist í þijár bíómyndir á dag. í
þessa verksmiðju sendi ég tvö lög,
Venus as a Boy og Come to Me, og
fékk hana til að gera strengja kafla
fyrir mig. Það kom glimrandi vel
út,“ segir Björk Guðmundsdóttir sátt
við guð og menn og þá sérstaklega
við sj álfa sig fyrir að hafa þorað.
-SMS
pl@tugagnrýni
Ýmsir-Heyrðu:
Naervarla
eyrum
fjöldans
Safnplötur þar sem safnaö er sam-
an vinsælum lögum úr ýmsum átt-
um auk laga sem veðjað er á að verði
vinsæl eru þeim annmarka háðar
að stundum hitta útgefendur alls
ekki á réttu lögin. Sú virðist að
minnsta kosti vera raunin með safn-
plötuna Heyrðu sem á að heita ís-
lensk en stendur vart undir nafni
þar sem aðeins fjögur lög af 19 eru
íslensk.
Ekki vantar að á plötunni séu vin-
sæl lög en í of mörgum tilfellum eru
þetta lög sem eru búin að lifa sitt
fegursta, lög eins og All That She
Wants, Behve og What Is Love sem
til dæmis eru búin að vera á ís-
lenska listanum vikum saman. Af-
gangurinn af erlendu lögunum er
svo ýmist lög sem ekki náðu al-
mennum vinsældum eða þá ný og
óþekkt. Og þau einu þeirra sem eitt-
hvað er varið í eru lagið For To-
morrow með hljómsveitinni Blur og
Is It Láke Today með Worid Party
en hvorugt verður neinn smellur
þógóðséu.
íslensku lögin erufjögur eins og
áður gat og þar af tvö „gömul“.
Annað er órafmögnuð útgáfa Bubba
Morthens á Jakkalökkum, útgáfa
sem ekki gengur fyllilega upp, það
er eins og lagið þurfi eitthvað meira
en bara einn kassagítar. Hitt
„garnla" lagið er framlag íslands til
Eurovision, Þá veistu svarið, lag
sem er sama marki brennt og flest
önnur Eurovisionlög; er gleymt og
grafið jafnskjótt og útsendingu frá
keppninnilýkur.
Hin tvö innlendu lögin eru öhu
meira spennandi, annað er nýtt lag
frá Ný danskri, Foss, en hitt er lag
með SSSól upp á ensku 7 Out. Foss
er býsna skemmtilegt lag, en líkast
til of kaflaskipt til að ná vinsældum
enda vafalaust ekki samið fyrir vin-
sældahstana. 7 Out er ekta SSSto-
nesari, þéttur rokkari þar sem Mick
Jagger er endurborinn í Helga
Bjömssyni, þokkalegt lag en ekkert
meira. Og það má kannski segja það
sama um plötuna Heyrðu sem heild
að þetta er þokkaleg plata en ekkert
meira. SigurðurÞórSalvarsson
Stjómin-Rigg:
★ ★ 'Á
Gamalt
ognýtt
Rigg er sumarplatan í ár frá
Sfjóminni. Það er orðinn fastur Uð-
ur aö þessi vinsæla hljómsveit sendi
frá sér plötu í sumarbyrj un og haldi
síðan í kjölfarið í reisu um landið.
Eins og kunnugt er hafa orðið tals-
verðar breytingar á hljómsveitinni
og það er fyrst nú sem áherslubreyt-
ing er orðin áberandi. Tónhstin er
heilsteyptari, sem stafar fyrst og
fremst af þvi að nú er hljómsveitin
komin með fastan lagahöfund, Frið-
rik Karlsson, og em langflest lag-
anna á Rigg efiir hann.
Rigg er samansett úr gömlum og
nýjum lögum og hafa eldri lögin
fengið nýjar umbúðir og er forvitni-
legt að heyra Stjómina leika tvö af
sínum þekktustu lögum, AUa leið
M joi'itfi ' 1 :
* f r
M
é C:
f
RIGG
og Þessi augu, í órafmögnuöum út-
setningum (unplugged), eins og er
vinsælt meðal þekktra tónUstar-
manna um þessar mundir. Það er
skemmst fr á því að segja að Stjómin
fer ákaflega vel með lögrn, söngur
Sigríðar Beinteinsdóttur er tær og
aUur undirleikur góður. Sjálfsagt
em það ekki margar íslenskar
hljómsveitir sem gætu leikið þetta
eftir Stjóminni.
Ný lög era fjögur og það er í þess-
um lögum og tveimur öðmm sem
komu út fyrir stuttu á safnplötum
sem má greina að hljómsveitin hef-
ur skapað sér ákveðin stíl sem er
mun fastmótaöri en áður. Friðrik,
sem hefur einnig samið fyrir Mezzo-
forte, skiptir um gír og em lög hans
einstaklega melódísk. Er fýrsta lag-
ið á Rigg, Nóttin er blá, gott dæmi
um vel heppnað lag frá Stióminni.
Rigg er þegar á heUdina er Utið
áheyrileg, flutningur er aUur fyrsta
flokks, en það vantar spennu, lögin
Uða í gegn án þess að nokkur há-
punktur sé. Hilmar Karlsson
Bogomil Font og Milljóna-
mæringarnir - Ekki
þessi leiðindi
★ ★ ★
Sveifla
með stæl
Um þessar mundir era þijú ár Uð-
in síðan BogomU Font vakti fyrst
athygU hér á landi og þá með Djass-
hljómsveit Konráðs Bé, hverrar
meðlimir vom vel á annan tuginn.
BogomU sagði skihð við hljómsveit-
ina eftir stutta viðvera og síðan hef-
ur þjóðin kynnst honum sem sjéntil-
manninmn með kampavínsglasið og
silkiröddina.
Fyrsta plata BogomUs Fonts og
MUljónamæringanna var hljóðrituð
á tveimur dansleikjum í Costa del
Mosó (Hlégarði) 19. og20. mars sl.
Það er fer því betur á því að kaUa
hana baUplötu en tónleikaplötu
enda skUar hún sjóðandi dans-
stemningunni fuUkomlega. TónUst-
in er Ufandi og áheyrendur sveittir
og í finum filingi. Hljóðlega er platan
vel heppnuö en hún var tekin upp
á átta rása Dat-tæki, það eina sinnar
tegundar á landinu. ÍUjóðfærin
vora tekin upp á þetta tæki en að
auki var tveggja rása Dat-tæki notað
til að taka upp salinn. Með þessu
móti fær platan þá fyllingu sem al-
mennUeg læf plata verður að hafa.
Ekki þessi leiðindi inniheldur 15
lög, flest útlend. Samba, mambó,
rúmba og hvað þeir heita allir þess-
fr suður-amerísku taktar era ráð-
andi á plötunni og lagasmíðarnar
era standardar úr ýmsum áttum.
ÖC- MILJÓI)! AM .< RING ÁttNIR
BrazU, TekUa, Kaupakonan hans
Gísla í Gröf, Mambo ítalianó og
Rokk-Calypso í réttimum harmon-
era í sátt á plötunni. Meðalaldur
laga á Ekki þessi leiðindi er líklega
í kringum 40 ár og era þau öU sótt
í smiðjur þekktra tónskálda utan
eitt. Þessi framburður BogomUs og
MUljónamæringanna ætti þvi að
höfða jafnt til táninga sem elUbelgja.
Gleði og gáski era drifkrafturinn
á Ekki þessi leiðindi enda er hún
sannkaUaður gleðigjafi sem á eftfr
að létta lund landans. Það er frá-
bært að heyra hvemig svipmikilU
stórsveitar tónUst er smekklega
komið til skUa af UtilU djasssveit.
Viðfangsefni sem vissulega er stórt
en Utla djasssveitin leysir það meö
stæl. -SnorriMárSkúlason