Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1993, Blaðsíða 4
30 MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 1993 Ferðir Hjónin Thor Barðdal og Sigrún Ols- en (t.h.) með einum gesta sinna, Lilju Enoksdóttur, sem sótti 'nám- skeiðið á síðasta sumri. Reykhólar: Hvíldar- og hress- ingardvöl Heilsubótardagar á Reykhólum veröa haldnir í sjötta skiptið í sumar en það eru hjónin Sigrún Olsen og Thor Barðdal sem að þeim standa. A heilsubótardögunum er boðið upp á sjö daga samveru þar sem lögð er áhersla á hvíld og betra líf. Upphaf þessa starfs má segja að séu veikindi Sigrúnar en hún greindist með alvarlegan sjúkdóm fyrir tíu árum og fór upp frá því að leita að bæöi hefðbundnum og óhefðbundn- um leiðum til að vinna bug á sjúk- dómnum. Á námskeiðunum, sem hlotið hafa mjög góðar undirtektir fólks á öllum aldri, er boðið upp á hollt og gott grænmetisfæði og að sjálfsögðu einn- ig fisk. Á hveijum degi verða gerðar jóga æfingar, farið verður í göngu- ferðir og fólk getur farið í nudd eða sund en á staðnum er nýuppgerð sundlaug með þægilegum nuddpott- um. Hvert námskeið stendur yfir í sjö daga og það fyrsta hefst í dag, 12. júlí. Nánari upplýsingar eru veittar á Reykhólum í síma 93-47805. -KMH Aukning á sólarlandaferðum: Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða: Sólskinspara- dísin Orlando í lok þessa mánaðar verður dregið um vikuferð fyrir tvo til Orlando í áskriftarferðagetraun DV og Flug- leiða. í vinningnum er innifalin gist- ing á Gateway Inn sem er örstutt frá Walt Disney World. Orlando liggur sem næst á miðjum Flórídaskaga og ekki mjög langt það- an niður á stórglæsilegar baðstrend- ur við Atlantshaf og Mexíkóflóa. Á Florída skín sóhn nánast allt árið um kring og Bandaríkjamenn kalla hana sólskinsparadísina. Loftslagið er ein- staklega þægilegt, sjórinn hlýr og hreinn og strendumar hvítar en þær teljast með bestu baðströndum í heimi. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna Eitthvert stærsta leik- og skemmti- svæði veraldar er í Orlando og þar eru ótal möguleikar í boði. Má þar helst nefna Sea World sem er safn sjávarspendýra og á fáa sína hka í veröldinni, WetnÞ Wild, risastór vatnsleikjagarður fyrir börn og ungl- inga, NASA Kennedy Space Center, sem eru höfuðstöðvar geimrann- sókna í Bandaríkjunum, Universal Studios, ævintýraveröld kvikmynd- anna, og ekki má svo gleyma Walt Disney W'orld sem er aðalaðdráttar- afl Orlando. Verslanir og veitingastaöir Það er ipjög hagstætt að versla á Orlandosvæðinu. Þar eru um 350 verslanir og verslanamiðstöðvar og má þar nefna Flórída Mall en það er risastór „kringla" með 155 verslun- um. Á Orlandosvæðinu öllu eru um 3000 veitingastaðir og á boðstólum er matur viða að úr heiminum. Þar Einn af frægustu skemmtigörðum í heimi, Wait Disney World, er aðalaðdráttarafl Orlando og þangaó koma árlega um 20 milljónir ferðamanna. eru einnig margir mjög góðir suður- amerískir veitingastaðir. Elsti hluti Orlando er við Church Street en þar er eins konar miðbæjar-skemmti- kjarni með bjórstofum, veitinga- og skemmtistöðum. Hér hefur aðeins verið nefnt örlítið brot af því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í Orlando. Eitt er víst að engum ætti að leiðast því ótal áhugaverðir möguleikar eru í boði. BALDUR Landinn vill sól í sumarfríinu Veðrið hefur ekki leikið við íslendinga þetta sumarið þó svo aö nokkrir dagar hafi veriö mjög hlýir og góðir. Landinn vill sjá sólina þeg- ar hann loks kemst í sumarfrí og þegar lítið sést af henni bregða margir á það ráð að fara til útlanda í sóhna og hitann þar. DV hafði samband við nokkrar ferðaskrifstof- ur til að kanna bókanir í utanlandsferöir í sum- ar og kom þá í ljós að mikil aukning hefur orð- ið og þá aðallega á síðustu vikum. Vildu flestir meina að rigningin og leiöindaveðrið, sem gekk yfir landið fyrir skömmu, hafi haft mikh áhrif þar á. „Við fundum fyrir greinilegum kipp þegar leiðindaveðrið stóð yfir,“ sagði Andri Már Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. „Á að- eins tveimur dögum bókuðum við um 150 sæti og flest sæti sem viö áttum eftir seldust upp.“ Guðrún Sigurgeirsdóttir, aðstoðarsölustjóri hjá Úrvali-Útsýn, sagði að bókanir hjá þeim væru búnar að vera góðar í sumar. „Fólki finnst auðvitað alveg skelfilegt að fara að eyða sumr- inu innanlands þegar veðriö er svona leiðin- legt. Náttúrlega vill fólk komast í hlýju og fara þangað sem það þarf ekki að hafa krakkana sína með húfu og trefil," sagði Guðrún. Yfir höfuð hefur orðið aukning á ferðum ís- lendinga th útlanda og þá eru það hinar hefð- bundnu sólarlandaferðir, eins og t.d. th Spánar, Portúgals og Ítalíu, sem eru vinsælastar. Hóp- urinn sem vhl fara til framandi landa og kynn- ast einhveiju nýju virðist þó fara stækkandi. Ilalihtr Stykkislwlmi, 3 93-81120, Fax 93-81093 - Brjánslœk, U94-2020 Kuldi og rigning valda því að Islendingar leita til útlanda í sumarfríinu þar sem hægt er að slappa af i sólskini og hita. -KMH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.