Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 29 Sverrir Stormsker kemur með nýja plötu og bók í haust: tónliQt: Enskir textar og fábjánamálshættir Hlustendur tónlistarútvarps- stöðvanna hafa síðustu dagana orðið varir við að nýtt lag með Sverri Stormskeri er farið að hljóma. Vömbin þagnar heitir það og fjallar um Hannibal lektor. Lag upp á fimm mínútur og tuttugu sekúndur. „Ég bað menn um að spila lagið í heild sinni ef þeir myndu spila það á annað borð,“ segir höfundurinn. „Lagið er kaflaskipt og það hefur eiginlega ekkert upp á sig að spila bara hluta af því. En það klippa flestir lagið í sundur. Ég skil ekkert í þessu. Mér flnnst það líkjast því ef Sjónvarpið eða Stöð tvö væru að sýna kvikmynd, til dæmis Lömbin þagna, og það væri klippt á myndina á mest spennandi augnablikinu og til dæmis sendar út fréttir. Þetta lag fjallar sem sagt um Hannibal Lecter sem var mikið milli tannanna á fólki. Já, og það milli tannanna á honum.“ Sverrir Stormsker er að leggja drög að nýrri plötu sem á að koma út í haust. Hún verður fyrsta plata listamannsins síðan Glens er ekkert grín kom út árið 1990. Ári síðar kom reyndar út átján laga safn eldri laga. Nokkurs konar þverskurður af ferlinum. Vömbin þagnar er for- smekkurinn að nýju plötunni. „Það er reyndar eina lagið sem er fullklárað. Alda Björk Ólafsdóttir söng það í desember síðastliðnum og síðan var gengið frá því fyrir skömmu. Grunnar að hinum lög- unúm verða spilaðir inn á næstunni og svo ætla ég að dútla við þau næsta mánuðinn. Pervertísk rödd Sverrir Stormsker hefur enn ekki ákveðið að öllu leyti hvaða hljóð- færaleikara og söngvara hann ætlar að hafa með sér á plötunni. Margir kunnir söngvarar hafa sungið með Sverri á plötum hans á undanfómum árum. Má þar nefha Bubba Morthens, Richard Scobie, Stefán Hilmarsson, Hendrikku Waage, Öldu Björk og fleiri. Sverrir býst ekki við að fá Öldu til að syngja nema lagið um Hannibal. „Hún er komin með plötusamning úti í Bretlandi, skilst mér, þannig að hún hefur tæplega tíma til að koma og vinna með mér. Svo er líka svo djöfull dýrt að fljúga henni á milli. Annars er gott að hún er komin með samning. Þá verður Björk ekki ein- mana. Annars ætla ég að fitja upp á nýjungum við textagerðina,“ bætir Sverrir við. „Ég ætla að hafa nokkra textana enska. Eg geng alls ekki með neinn heimsfrægðarkomplex en það er meira'bras að vera með íslenska texta en enska. Ég hef stundum röflað einhverja enska bulltexta við Sverrir Stormsker. _ Verð ögn betri söngvari þegar ég syng á ensku. DV-mynd lögin mín pg fólki fmnst það hljóma ágætlega. Ég er þess vegna búinn að semja nokkra enska texta og ég er ekki frá því að ég verði bara ögn betri söngvari þegar ég syng á ensku en íslensku. Þetta er mérkilegt og ég skil ekkert í því. En svona er þetta nú samt. Fleiri verkefni Sverrir Stormsker hefur fleiri jám í eldinum þessa dagana en plötuna sína. Hann ætlar að leggja gjörva hönd á næstu plötu Bjama Arasonar og þá kemur út bók eftir hann í haust. „Ég sem flest lögin og textana sem Bjarni verður með. Hann ætlar reyndar að syngja tvö gömul lög líka, Danny Boy og Smoke Gets In Your Eyes. En á þessari plötu verða feitar og miklar útsetningar sem verið er að vinna að þessa dagana. Við verð- um með tuttugu maima strengjasveit þar sem hún á við og í einu laginu á að syngja fimmtíu manna kór. Þetta verður heilmikið verk og gengur vonandi vel.“ Bókin er komin í prentsmiðju. Reyndar vantar enn á hana titilinn en undirtitillinn verður væntanlega 1370 málshættir að hætti hússins. „Þetta em fábjánamálshættir sem ég samdi á fimm dögum. Þrjú hundr- uð málshættir á dag. Þetta er svo sem engin speki. Nema stundum þegar ég sný góðum og gildum málsháttum við. Þeir verða merkilega góðir þann- ig.“ Sverrir ætlar að gefa nýju plötuna út sjálfúr í samvinnu við Japis og Stöðina. Hann var á þriggja platna samningi hjá Skífunni en fékk honum rift. „Mér leist ekki á að þurfa að gera allt og fá ekkert í staðinn. Skífan er ágætt fyrirtæki en það heföi verið gaman ef maður hefði getað fengiö þó ekki væri nema eina krónu fyrir vinnuna sína. Ég ákvað því að fá mig lausan og freista gæfunnar á öðrum miðum. Svo verður maður bara að bíða og sjá hvað gerist." -ÁT Nýtt: Safnplötuleikur DV og Spors Nú hefst nýr leikur fyrir-alla lesendur DV en það er safn- plötuleikur DV og Spors hf. í hverri viku verða birtar nokkrar laufléttar spumingar um tónlist og það sem er að gerast í tónlistarlífinu. Fimm vinningshafar hljóta geisla- disk í verðlaun frá hljómplötu- fyrirtækinu Spor hf. Að þessu sinni eru Algjört Skronster geisladiskar í verðlaun. Hér koma svo fyrstu spuming- amar: 1. Hvað þýðir orðatiltækiö „algjört skronster"? 2. Hvað heitir nýja diskó- safhplatan frá Spor hf.? 3. Geisladiskurinn Á rás um landið er 77 mínútur. Hvað er kassettan löng? Rétt svör sendist DV fyrir 22. júlí merkt: 29 DANCE HITS FROM THE 70 S Diskósafnplatan Lost in Music. DV, Safiiplötugetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr vinningum 22. júlí og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 29. júlí. U2-ZOOROPA * * * * - Q „...eru í kraftmiklu formi, gífurlega samrýnt tónleikaband og hiklausir tónsmiðir. U2: einfaldlega uppfullir af hugmyndum". EROS RAMAZZOTTI TUTTE STORIE 1MMP*-VALDÍS G. FM 95,7 „...sumarlegur og seiðandi tónn. Fær mig til að hugsa um lasagna og rauðvín." WATERBOYS - DREAM HARDER * * * * - Rolling Stone „Tónlist Scott hefur greinilega náð fókus á Dream Harder, sjöttu og þroskuðustu plötu hljómsveitarinnar". STING-TEN SUMMONER'S TALES * * * * - Q „...stendur fyrir margbrotið popp. Ekkert nema afbragð". RADIOHEAD - PABLO HONEY *** - Q Pablo Honey er frumburður heitasta rokkbandsins í dag og þeir eiga heiðurinn af heitasta rokklaginu i dag „Creep". S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600927 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EIÐISTORGI SÍMI: 612160 SKÍFAN: BOGART

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.