Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1993, Síða 4
I t@nlist A ? j * -------------------------------- Vince Neil rokksöngvari hyggur á hefndir: FIMMTUDAGUR 15. JULI1993 Rekinn úr Motley Crue Þegar liðsmenn virtra og vinsælla hljómsveita eru reknir er yfirleitt reynt að láta brottför þeirra líta þannig út að þeir hafi hætt í fullri vinsemd við gamla félaga. Þannig var því þó ekki farið þegar söngvaranum Vince Neil var sparkað úr hljóm- sveitinni Motley Crue í fyrra. For- sprakki Crue, Nikki Sixx, sagði fullum fetum að Neil hefði haldið aftur af þróun hljómsveitarinnar. Hann hefði einfaldlega ekki verið nógu góður og því hefði hann þurft að fara. Vince Neil sleikti sár sín um stund en fór síðan að líta í kringum sig eftir mannskap í nýja hljómsveit. Hann fékk gítarleikarana Steve Stevens og Dave Marshall til liðs við sig. Svo og Robbie Crane bassaleikara og Vikki Fox sem leikur á trommur. Saman hefur hópurinn hljóðritað plötuna X- posed sem er komin út og hefur fengið allgóðar viðtökur rokkáðdáenda. Sér í lagi þykir gítarleikur Steve Stevens Donatd Fagen -Kamakiriad: ★ ★ ★ ★ Allt smellur saman í spennandi heildoghinheillandirödd Fagenshef- ur ekkert breyst. -HK Skriðjöklar - Búmm-tsjagga-búmm: ★ Skriðjöklarnir leggja ekkert nýtt af mörkum við flutning þessara laga. Útgáfurnar í flestum tilvikum mun lakari en þær upprunalegu. -SþS Stjórnin -Rigg: ★ ★ Flutningur er allur fyrsta flokks en það vantar spennu, lögin líða í gegn án þess að nokkur hápunktur sé. -HK Bjðrfc - Debut: ★ ★ ★ ★ Ánefaþaðpersónulegasta semfrá höfu ndinum hefur komiö. Debut er einstök, rétteinsogBjörksjálf. -SMS Sting -Ten Summoner's Tales: ★ ★ ★ Vandaðri og fágaöri popptónlist er leitun að, hvert smáatriði viröist þaul- hugsað og slipað þar til aUt fellur saman í eina heild þar sem ekkert er of eða van. -SþS Pláhnetan -Speis " ★ ★ Pláhnetan hefur alla burði til aðgera stóra hluti og má vel við þessa plötu una. -SÞS GCD -Svefnvana: ★ ★ ★ Talsverð framfór frá fyrri plötu . . . Rokk í sinni einföldustu mynd. -ÁT Bogomil Font... - Ekki þessi leiðindi: ★ ★ ★ Sannkallaður gleðigjafi seip á eftir að hressa lund landans. -SMS góöur. Reyndar þykir Neil hafa verið ótrúlega heppinn að fá hann til liðs við sig. Steve lék með Billy Idol á ánun áður og varð einna þekktastur fyrir að leika í lagi Michaels Jack- sons, Dirty Diana, á plötunni Bad. „Billy Idol hringdi í mig skömmu eftir að ég var rekinn úr Motley Crue og sagði mér að ég yrði endilega að fá Steve með mér í hljómsveit," sagöi Vince Neil í blaðaviðtali nýlega. „Ég hringdi í hann og bauð honum starf. Hann var þá á kafi í öðrum verk- efnum. Ég ákvað því að prófa gít- arleikara en skömmu áður en af því varð hringdi égaftur í Steve. Þá hafði eitthvað breyst svo að hann var tilbúinn. Nú, hann flaug frá New York til Los Angeles, við settumst niður og sömdum fullt af lögum og allt small samanó...“ Málaferli Viðskilnaður Vince Neil og fyrr- verandi félaga hans í Motley Crue gekk ekki hávaðalaust fyrir sig. Söngvar inn hefúr nú kært félaga sína fyrir fjárdrátt. „Þeir halda einfaldlega eftir peningum sem ég átti að fá þegar þeir ráku mig. Ég vil fá minn hlut, ekkert minna ogheldur ekkert meira,“ segir hann. „Ég var í Motley Crue frá The Waterboys - Dream Harder: ★ ★ ★ Afturtil fortíðar Mike Scott, forsprakki Waterboys, hefur gegnum tíðina skipt um stíl og stefhu I tónlist oftar en flestir aðrir og ferill Waterboys verið hinn skrautlegasti. Hljómsveitin byrjaði í frekar hráu framsæknu rokki fyrir einum tíu árum en í þann mund sem hún var að slá í gegn tók Scott sig til og flutti með allt sitt hafurtask til írlands þar sem hljómsveitin hafði aðsetur næstu árin. írsk þjóð- lagatónlist setti sterkan svip á tónlist Waterboys þessi ár og hámarki náðu þau með plötunni Room To Roam sem kom út 1991 og var nánast hrein- ræktað þjóðlagapopp. Nú er Mike Scott hins vegar búinn flö PIOIMEER The Art of Entertainment byrjun og lagði mitt af mörkum til að byggja hljómsveitina upp. Nokkru áður en ég hætti gerðum við þrjátíu milljóna dollara plötusamning. Það er ekki hægt að henda einum úr hópnum út og segja nánast: Vertu blessaður, við sjáumst kannski seinna. Þess vegna fá nú lögfræð- ingamir okkar að svitna yfir dæm- inu.“ Fullur fjandskapur ríkir milli gömlu félaganna. ÖH samskipti fara fram með milligöngu lögfræðinga. Vince Neil segir að það hafi farið i taugamar á gömlu samstarfsmönn- unum að hann gafst ekki upp heldur stofnaði hljómsveit og ætlar að ógna gamla Motley Cme veldinu sem mest hann má. Liðsmenn Motley Crue neita hins vegar öllu slíku. Þeir segj- ast reyndar hvorki óska Vince Neil góðs né ills. Hins vegar einbeiti þeir kröftunum að eigin vandamálum- sem virðast nú raunar að mestu yfirstaðin. Nýi söngvarinn í Motley Cme er John Corabi og með hann í aðal- hlutverkinu hefur hljómsveitin sent frá sér plötuna Till Death Do Us Apart. Og nú er að bíða og sjá hvorum reiðir betur af í samkeppninni, Vince Neil eða gömlu starfsfélögunum hans. Sölutölumar eiga væntanléga eftir að skera úr um það. Vince Neil lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrír brottrekstur. að rifa sig upp enn eina ferðina og er sestur að í New York og þessi nýja plata ber þess svo sannarlega merki að sveitasælan er fyrir bi og amstur og skarkali stórborgarinnar tekinn við. Fyrsta lag plötunnar ber líka nokkuð táknrænt nafnið New Life og boðar nýja tíma í tónlist Mike Scoft í bili að minnsta kost. En það er svo með hæfileikamenn eins og Mike Scott að það er sama hvar þá ber niður í tónlistinni; útkoman verður alltaf vel yfir meðallagi. Nú hefur hann snúið aftur til upphafsins og leikur tiltölulega hráa rokktónlist með þéttum takti og kröftugum sólógítar. Mýkri ballöður fljóta með til skrauts enda Scott ávallt verið fundvís á ljúfar melódíur. Fyrir þá Waterboys-aödáendur sem féllu fyrir hljómsveitinni á írlandsárunum getur þessi plata verið nokkurt áfall í fyrstu en ef þeir gefa sér tíma til að melta það sem Scott er að fara að þessu sinni taka þeir ábyggilega gleði sína aftur enda hér um fyrsta flokks rokktónlist að ræða. Sigurður Þór Salvarsson Aerosmith - Get A Grip: ★ ★ ★ i Batna með aldrinum Vegir rokksins em órannsakanleg- ir. Hljómsveit, sem er að niðurlotum komin þegar í lok áttunda ára- tugarins, leggur frá sér sprautur og aðrar slíkar græjur, lærir að lifa líf- inu án alkóhóls og er komin í fremstu röð að nýju á tíunda áratugnum. Get A Grip sannar raunar að Aerosmith hefúr aldrei höfðað betur til fjöldans en einmitt nú. Vissulega átti hljómsveitin af- bragðs spretti í gamla daga en hún gat einnig hrapað niöur og orðiö óspennandi. Það er hins vegar enga lognmollu að finna á þremur síðustu plötum, Permanent Vacation, Pump og Get A Grip. Erfítt er að segja að ein þeirra'sé betri en önnur en greinilegt er að þeirri síðastnefndu er ætlað að höfða til breiðasta hópsins. Gamlir aðdáendur fá rokk við sitt hæfi á henni. Þar er einnig útvarps- vænt rokk og rokkballöður í frískari kantinum. Titillagið, Eat The Rich, Fever og fleiri ættu að falia þeim vel í geð sem hlustað hafa á hljóm- sveitina I tuttugu ár. Á Livin' On The Edge er farin leið málamiðlana og Cryin', Crazy og Amazing ættu að hitta þá í hjartastað sem vilja hafa tónlistina á hugljúfu nótunum en þó vel rokkuð. Fimmmenningarnir í Aerosmith eru aflir komnir á fimmtugsaldurinn. Ef þeir halda áfram að eldast jafhvel og síðustu fimm ár ættu þeir enn að vera vel frambærilegir ein tíu til tuttugu ár í viðbót. Ásgeir Tómasson Blur - Modern Life Is Rubbish: ★ ★ ★ ★ Meistara- verk Ef maður hlustaði aðeins á vin- sældapoppið í útvarpinu gæti maður fengið á tilfinninguna að tónlist væri útdauð. Tónlistarlega heiladauð sölu- vara eins og Madonna og Pláhnetan tröllríða vinsældalistum. En tón- listarunnendur þurfa ekki að ör- vænta því sá sem hefur þolinmæði til að leita að góðri tónlist finnur hana. Það er nóg til af fólki með ferskar hugmyndir og fjórir slíkir skipa hljómsveitina Blur sem er um- fjöllunarefni þessa pistils. Titill annarrar plötu þeirra, Modem Life Is Rubbish, er lýsandi fyrir innihaldið. Textamir em beitt háð á auglýsingaþjóðfélag peningahyggju og hræsni. Þeir eru þó alls ekki drungalegir, þvert á móti, því þeir taka sig ekki afltof alvarlega heldur gera góðlátlegt grín að öllu saman. Platan fær því á sig þægilega ferskan blæ sem passar afar vel við tónlistina. Og þá er komið að tónlistinni og þá vandast málið því að mjög erfitt er að skflgreina hana. Hún er úr ýmsum (ef ekki bara öllum) áttum en hefur þó traustar imdirstöður í rokkinu. Hægt er að nefna ýmsa áhrifavalda, svo sem bamalega sýmtónlist David Bowie og Pink Floyd á sínum fyrstu árum, nú eða jafnvel Sex Pistols með sitt háðska pönk. Hugmyndaauðgi félaganna virðist engin takmörk sett, eins og sést best á ótrúlegum fjölda alls konar mismunandi hljóðfæra, oft eitthvað sem maður kannast ekkert við, sem notuð eru á plötunni. Borvélar, peningaseðlar og ritvélar em meðal þess sem notað er og þar að auki mæta þeir með blásarasveit í einu lagi og strengjakvartett (reyndar kvintett) í öðm. í heildina séð er aðeins hægt að lýsa þessari plötu sem meistaraverki og leyfi ég mér að fúllyrða aö betri kaup fmnist vart í nýútgefnu efhi þessa dagana. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.