Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1993, Page 3
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993
DV
Talið í með
Rokkabillybandinu
vikunnar
í flóru íslenskrar dægurtónlistar
kennir margra grasa. Rokkabilly-
band Reykjavíkur er ein þeirra
hljómsveita sem athygli hefur vakið
fyrir vasklega spilamennsku en
sveitin hefur ljáð fornum dægur-
flugum vængi á öldurhúsum víða um
land siðustu mánuði. Hljómsveitin
hefur reyndar starfað um langt skeið
en hún var stofnuð árið 1988.
„Við höfðum spilað mikið saman
í samkvæmum, sjálfum okkur og
vinum til skemmtunar," segir Bjöm
Vilhjálmsson bassaleikari en ásamt
honum skipa Tómas Tómasson gítar-
leikari og Jóhann Hjörleifsson
trymbiil Rokkabillyband Reykjavík-
ur. „Síðan gerðist það að samkvæm-
ið færðist inn á Gauk á Stöng og við
byrjuðum að fá borgað fyrir gam-
anið. Eftir það varð ekki aftur snú-
ið.“
Rokkabylliband Reykjavíkur hef-
ur starfað með lengri og skemmri
hléum þessi fimm ár og íjölmargir
trommuleikarar hafa komið við sögu
þess. Síðan í nóvember í fyrra hefur
hljómsveitin starfað af fullum krafti
og er hún bókuð á öldurhús víða um
land fram á haust. Þá kemur fyrsta
plata rokkabillybandsins á markað í
næstu viku en sú mun innihalda
hóruhúsajass, blús, hippastef og
umfram allt þekkt rokkabillylög.
„Þetta eru allt lög sem hafa fylgt
hljómsveitinni og við höfum verið að
fikta með útsetningar á,“ segir
Tómas og hann heldur áfram. „Af-
skipti okkar af rokkabilly byrj uðu nú
reyndar með því aö Bjöm asnaðist
til að skipta á mótorhjóli og austur-
þýskum kontrabassa fyrir margt
löngu. Á sama tíma hlustuðum við
Plata Rokkabillybandsins verður sú fyrsta og eina því hljómsveitin hættir um áramótin.
DV-mynd JAK
Bjöm bassi. „Það tekur öðrum fram
í stærð og hljómurinn er frábær. Eini
möguleikinn til að nota þetta
magnaða verkfæri í rokktónlist er í
rokkabilly. Þú spilar t.d. ekki mikið
þungarokk á hann. Við heilluðumst
af bassanum og áður en við vissum
af vorum við komnir í bullandi
rokkabilly sveiflu."
Fyrsta og eina
platan
- Það vekur athygli aö á nýju
plötunni eru standardar eftir Bill
Haley, Eddie Cochran og fleiri jöfra
rokksins en ekkert frumsamið efni.
„Við höfum reynt að böggla saman
almennilegu rokkabillyi en litið
gengið. Við áttum reyndar eitt lag á
safnplötu hjá Skifunni fyrir nokkr-
um misserum en það er það eina.
Eftir töluverðar vangaveltur er
okkar skoðun sú að erFitt sé að semja
ekta rokkabilly án þess að fara út í
endurtekningar á gömlu standörd-
unum. Þá er miklu vænlegra að
halda sig við það sem best hefur verið
gert í þessum geira í stað þess að gera
vondar kóperingar. Á sama hátt má
segja að tilraunir til að þróa rokka-
billyið leiði menn út í rokk og ról.
Stray Cats tókst fyrir rúmum áratug
að semja gott rokkabilly en það er
líka eina tilraunin í þá átt sem hefur
heppnast. Langi Seli og skuggamir
voru að fikta við þetta og komu með
eigið afbrigði sem kalla má pönka-
billy. Við erum of miklir púritanar í
okkur til að gera slíkar tilraunir. Við
þrjóskumst við að spila Rokkabilly
með stóru erri og erum sáttir við
árangurinn því þetta er tónlist sem
nær til gífurlega breiðs hóps. Það
höfum við sannreynt í sumar.
Rokkabillyið er þeim eiginleika gætt
að nái bandið góðri sveiflu þá spilar
tónlistin sig sjálft."
Plata Rokkabillybands Reykjavík-
ur, sem kemur út í næstu viku,
verður fyrsta og eina plgta hljóm-
sveitarinnar því þungavigtarmað-
urinn Björn Vilhjálmsson flyst
búferlum til Svíþjóðar um áramótin
og þar með leggur hljómsveitin upp
laupana. Þeir félagar segja plötuna
vera uppgjör á fimm ára ferli og
minnisvarða þegar bandið heyrir
sögunni til.
-SMS
mikið á Bill Haley og stúderuðum
sérstaklega ásláttartæknina sem
notuð var á kontrabassann."
„Hljóðfæriö sem slíkt er einstakt
og með mikinn karakter," segir
M’ALevis
Tónlistargetraun
DV og Spors
Tónlistargetraun DV og Spors er
'laufléttur leikur sem allir geta tekið
þátt í og unnið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í
hverri viku verða birtar nokkrar
auðveldar spumingar um tónlist og
það sem er að gerast í tónlistarlífinu.
Fimm vinningshafar hljóta svo
geisladisk í verðlaun frá hljóm-
plötufyrirtækinu Spori hf.
Að þessu sinni er það geisladisk-
urinn frá hljómsveitinni Pláhnet-
unni sem er í verðlaun en Pláhnetan
sat á toppi íslenska listans í tvær
vikur samfleytt nú fyrir skömmu.
Hér koma svo spumingamar:
1. Tryllt er nýtt lag á íslenska
listanum. Hvaða hljómsveit flyt-
ur lagið?
2. Hvað heitir geisladiskurinn
með Pláhnetunni?
3. Rigg er nýr geisladiskur með
Stjórninni, sem kostar 1.599
krónur. Hvað heitir kassettan?
Rétt svör sendist DV fyrir 29. júlí
merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík.
Dregið verður úr réttum vinn-
ingum 29. júlí og rétt svör verða birt
í tónlistarblaði DV 5. ágúst.
tónli0t
Hljómleikaferð DV og SL:
Rokk-
veisla
DV og Samvinnuferðir-
Landsýn bjóða nú 130 les-
endum DV til hljómleika-
veislu í Luneburg í Þýskalandi
dagana 3. til 6. september.
Margar af þekktustu stór-
stjömum í tónlistarheiminum
koma fram á hátíðinni og má
þar nefna stjömur eins og
Tinu Turner, Prince, Rod
Steward, Chris De Burgh, Joe
Cocker og hinar vinsælu
hljómsveitir Foreigner,
O.M.D. og Duran Duran.
Tina Turner
Þann 3. september klukkan 9
um morguninn verður lagt af
stað frá Keflavíkurflugvelli og
þaðan flogið til Hamborgar.
Gist verður á TrefEhótelinu sem
er rétt fyrir utan Hamborg.
Prince
Frá hótelinu er um einnar
klukkustundar akstur á hljóm-
leikasvæðið sem er við flug-
völlinn í Luneburg. Hótelið er
mjög gott og þar eru 204 her-
bergi með baði, minibar, síma
og sjónvarpi. Á hótelinu er veit-
ingastaður, pöbb, bar, sána og
heilsurækt.
Rod Steward
Tónleikamir hefjast klukkan
18 sama kvöld og komið er tO
Hamborgar. Þeir standa til
22.30. Daginn eftir eru tónleikar
frá klukkan 12 á hádegi til
klukkan 23 um kvöldið og
einnig verða tónleikar 5.
september. Sjötta september
klukkan 13 verður síðan flogið
aftur heim til íslands.
Ferðin kostar 39.600 krónur á
mann í tvíbýli. Innifalið í
verðinu er flug, akstur til og frá
flugvelli og á tónleikana alla
dagana, gisting með hlaðborðs-
morgunverði, íslensk farar-
stjóm og flugyallarskattur.
Fararstjóri verður Magnús
Kjartansson tónlistarmaður.