Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Side 1
DV-mynd GVA „Tilgangurinn er að kynna Reykja- víkurhöfn sem fyrirtæki og starf- semina sem þar fer fram,“ segir Ág- úst Ágústsson, umsjónarmaöur hafnardagsins sem verður við gömlu höfnina á morgun, laugardag. Dag- skráin hefst kl. 8.00 með því að flögg verða dregin að húni og hátíðarsvæði skreytt. „Við byrjuðmn á því að halda slíka hátíð í fyrra á 75 ára af- mæh hafnarinnar og á ég von á því að þetta verði árlegur atburður hér eftir,“ segir Ágúst ennfremur. Dagskráin á hafnardeginum er mjög fjölbreytt og stendur yfir til klukkan 18.00. „Það helsta sem verð- ur í boði er fiskmarkaðstorg með ýmsum sjávarvörum á Austurbakka og sjávarréttaveitingahús á sama stað. Einnig verður dorgveiðikeppni, ókeypis sigUng út fyrir höfnina, sýn- ing á danska varðskipinu Vædderen og sjótívoU fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. Þá mun nýuppgerður hafnar- bakki, Miðbakkinn, verða til sýnis en þar er nú mjög faUegt umhorfs. Ýmsir gamUr munir tengdir höfninni munu áreiðanlega vekja áhuga margra, svo sem 101 árs gömul jám- braut sem notuð var til að búa til höfnina á sínum tíma. Deginum lýkur með djasstónleik- um sem hefjast kl. 16.00 á Austur- bakka. Þar mun hljómsveit Carls Möllers leika og spila frumsaminn Hafnarblús með söngkonunni Andreu Gylfadóttur í broddi fylking- ar,“ segir Ágúst að lokum. -as Hin árlega Skálholtshátíð um helgina „Skálholtshátíð er samkvæmt venju haldin næstkomandi sunnu- dag en þar sem 30 ár eru liðin frá því að Sigurbjörn biskup vígði Skálholtskirkju verður dagská há- tíðarinnar heldur viðameiri," segir sr. Kristján Valur Ingólfsson, rekt- or Skálholtsskóla. „Þess er einnig minnst að í ár era Uðin 100 ár frá fæðingu Páls ísólfssonar. Á laugar- dag um kl. 14.00 verður af því til- efni flutt Skálholtshátíðarkantata sem hann samdi við ljóö sr. Sigurð- ar Einarssonar og var frumflutt árið 1956,“ segir sr. Kristján enn- fremur. „Á fostudag verður opnuð sýning á fomum munum kirkjunnar og stendur hún yfir til sunnudags- kvölds. Að kvöldi fostudags verður haldið málþing um helgisiði og er það öllum opið.“ Að sögn sr. Kristjáns á Skálholts- hátíð upphaf sitt að rekja til þess að Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. í ár era auk þess 800 ár frá dauða Þorláks biskups Þórhallsonar hins helga í Skálholti og af því tilefni verður kaþólsk biskupsmessa í Skálholti á sunnudag kl. 10.30. Há- tíðarmessa mun verða kl. 14.00 en 20 mínútur fyrir messu leikur Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri verk eftir Pál ísólfsson á org- el kirkjunnar. Hátíðarsamkoma verður í kirkjunni kl. 16.30 og mun kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, og biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, flytja ávörp. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson flytur erindi, Helga Ingólfsdóttir leikur einleik á sembal og fluttir verða þrír þættir úr Skálholtshátíðar- kantötu. -as i ■') m * ;» v j j ■ I A dagskrá hátíðarinnar eru m.a. tónieikar í Skálholtskirkju á laugardag. Veit- inga- húsið Jónatan living- ston Mávnr - sjábls. 18 Sushi- bar í miojum sal - sjábls.21 íslands- mót í hesta- íþrótt- um - sjábls. 21 Lands- mot skáta - sjábls. 21 VJCl" rauna- deildin - sjábls.23 Tón- vaka- keppni - sjá bls. 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.