Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1993, Qupperneq 6
22 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1993 Laugarásbíó: Laugarásbíó veröur opnaö á ný í dag, fostudag, eftir breytingar. Kvik- myndahúsinu hefur veriö gjörbreytt aö innan, auk þess sem THX-hljóð- kerfi hefur veriö komið fyrir. Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum og verður áherslan lögð á gæðamyndir í framtíöinni. Fyrsta myndin sem hið nýja bíó býður upp á er grínmyndin Helgarfrí með Bemie n. Myndin er beint framhald af fyrri myndinni um Bernie. Hún hefst eftir brjálaða helgi hjá Bemie á Hampton- eyju. Þá koma Larry og Richard aftur tÍL New York. Þeir skila Bemie í lík- húsið og er þeir koma í tryggingafé- lagið til að gefa skýrslu um atburðinn komast þeir að því að þeir hafa verið reknir. Fyrirtækið gmnar þá um að hafa hjálpað Bemie að draga undan 2 milljónir dollara og hefur ráöið rannsóknarmann til að elta þá þar til þeir framselja peningana. Larry og Richard áttu von á stöðu- hækkun en ekki uppsagnarbréfi og eru því steinhissa á þessu öllu. Þeir ákveða að grípa til sinna ráða. Með lykil í fómm sínum, sem gengur að Kvikmyndin Helgarfrí meö Bernie II verður frumsýnd í dag, föstudag. öryggishólfi í banka á Jómfrúareyj- um, ræna þeir Bemie úr líkhúsinu og fara til eyjanna til að finna pening- ana og hreinsa nöfn sín. Þeir vita hins vegar ekki um tilvist Mafíunnar sem hefur sínar áætlanir um afdrif Bernies. Þá hefst mikill eltingarleik- ur þar sem hinn steindauði Bemie er í fararbroddi. Hvernig sú ferð end- ar kemur í ljós í Laugarásbíói. Bemie II Helgarfrí með , Haskolabio: Utlagasveitin Háskólabíó frumsýnir í dag, fóstu- dag, myndina Útlagasveitina eða Posse. ViUta vestrið er sögusvið þess- arar myndar og er þsð sýnt á nýjan og óvenjulegan hátt. Hetjur hinnar slægu útlagasveitar, sem sjást á tjaldinu, eru nefnilega flestir þel- dökkir. Myndin hefst á Kúbu í styrjöld Bandaríkjamanna og Spánverja und- ir lok síðustu aldar. Þar koma við sögu nokkrir þeldökkir hermenn og foringi þeirra, Graham ofursti. Fremstur í flokki óbreyttu hermann- anna er aðalpersóna myndarinnar, Jessie Lee. Fljótlega kemur í ljós að ekki fer sérlega vel á með honum og ofurstanum. Ofurstinn sendir af stað sveit manna undir stjóm Jessie Lee til að ráðast á spænska hergagnalest. Fyrir tilviljun finna þeir kistu fulla Mario Van Peebles fer með aðalhlut- verk myndarinnar Útlagasveitin. af gullpeningum í farangri Spánveij- anna. Raunar hefði Graham ofursti ætlað sér þennan fjársjóð og því flýja Jessie og félagar til meginlandsins með fjársjóðinn með sér, faldir í lík- kistum. Þegar þangað kemur em Graham ofursti og járnsveit hans stöðugt á hælum þeirra Jessie Lee og félaga. Leikstjóri myndarinnar er Mario Van Peebles en hann fer jafnframt með aðalhlutverkið. Bíóborgin: Einkaspæj arinn Bíóborgin hefur tekið til sýningar myndina Einkaspæjarann eða The Puplic Eye með Joe Pesci í aðalhlut- verki. Myndin segir sögu Leons „Bernzy" Bernstein einhvers harðsvíraðasta fréttaljósmyndara Bandaríkjanna. Samkeppnin er hörð í þessari atvinnugrein og allt er lagt í sölumar til að ná sem bestum myndum til að selja dagblöðum og tímaritum. Myndin segir frá starfi þessa ein- staka listamanns, ást hans á vinnu sinni og hættum þeim sem fylgja ljós- myndumm er fást við skuggahliðar mannlífsins. Leikstjóri er Howard Frankhn en auk Joe Peci leika í myndinni Bar- bara Hershey, Stanley Tucci og Jerry Adler. i +*E @ i Allt fyrir útlitið RobertZemeck- is er leiðandi leikstjóri þegar tæknibrellur eru annars vegar og Death Becomes Her er sönnun þess. Þar eru það útlitsbreytingará Goldie Hawn og Meryl Streep sem vekja mikla at- hygli. Þær stöllur leika gamlar vinkon- ur sem börðust um sama manninn á áram áður og hafa síðan hatað hvor aðra. Án þess að vita hvor af annarri fara þær til sama yngingarlæknisins og öðlast eilífan ungdóm. En böggull fylgir skammrifi og þar kemur að not- um eiginmaðurinn sem þær börðust um því hann er líksnyrtir. Death Beco- mes Her er, þegar tæknibrellunum sleppir, ekki ýkja merkileg. Efnið er margnotað en framsetningin er þannig að myndin er hin besta skemmtun. DEATH BECOMES HER - ClC-myndbönd. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aöalhlutverk: Meryl Streep og Goldie Hawn. Bandarisk, 1992 - sýningartimi 104 min. Leyfð öllum aldurshópum. _ _ -HK Föðurhefna Dirty Games gerist jöfnum höndum í París og Afríku. Aðal- persónan er vís- indamaðurinn Nicola Kenda sem fyrir nokkr- um árum varð vitni aö því þegar faðir hennar, frægur vísinda- maður, var myrtur. Hún veit hver stóð á bak við morðið. Franska leyniþjón- ustan er á eftir flokki manna sem er að reyna að ná undir sig kjamorku- vopnum. Þegar Kenda fréttir að morð- ingi föður hennar er einn af leiðtogum flokksins tekur hún að sér að vera njósnari. Dirty Games er sæmileg af- þreying en of lítil fiárráö gera það að verkum að myndin verður aldrei sann- færandi þótt nokkur metnaður sé að baki gerð hennar. DIRTY GAMES - Útgef. Háskólabíó. Leikstjóri: Anthony Busbridge. Aðalhlut- verk: Jan Michael Vincent. Bandarisk, 1992 - sýningartími 92 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK **‘/2 l Að láta drauminn rætasta Öll böm hefur sjálfsagt dreymt um að að geta flogið. Hjá sumum er draumurinn sterkari en öðram og koma þar kannski til heimilis- aðstæður eins og raunin er í Radio Flyer. í þessari hugljúfu kvikmynd kynnumst við tveimur ungum bræðram sem búa sér til draum þegar veruleikinn er sem grimmastur í þeirra garð. Hug- mynd verður til og framkvæmd hefst en eldri bróðirinn veit að það er aðeins bróðir hans sem hefur hæfileika til að fram- kvæma. Mike og Bobby eru í bjujun myndarinnar á leið með móður sinnar í Kalifomíu en faöirinn hefur yfirgefið fiölskylduna. Fljótlega kynnist móðir þeirra manni sem hún fer að búa með og er yfir sig ástfangin. Þessi sam- býlismaður er drykkjubolti sem leggur Bobby í einelti og mis- þyrmir honum. Þeir bræður gera sér grein fyrir því að móðir þeirra er hamingjusöm og segja henni því ekki frá ofbeldinu. Bobby á lítinn hjólvagn sem nefnist Radio Flyer. Þegar bræðurnir era bæði niðurlægðir af fósturföðurnum og öðram bömum í hverfinu verður til hugmynd um að búa til flugvél úr hjólvagninum og endurtaka afrek sem annar drengur hafði reynt tíu árum áð- ur.... Með Radio Flyer er greinilega verið að höfða til breiðs hóp bama. Að mörgu leyti tekst að ná upp góðri stemningu og er það sérstaklega að þakka hinum ungu leikurum, Ehjah Wood og Joseph Mazzeho, sem leika bræð- uma tvo. Leikur þeirra er ein- staklega sannfærandi og innheg- ur og þau atriði þar sem þeir era einir standa uppúr. Það sem kannski fyrst og fremst aögreinir Radio Flyer frá öðrum samskonar myndum er sú alvara sem er í söguþræðinum. Þar er komið bæði inn á barnaofbeldi og einelti. Þessi alvarlegi undir- tónn blandast ekki nógu vel við sakleysislegt yfirborðið og því veröur Radio Flyer aldrei jafn mikil ævintýramynd og E.T. var, svo einhver sé nefnd. Um leið er alvaran aldrei tekin föstum tök- um. Þessi tvöfeldni hefur sjálf- sagt gert það að verkum að mynd- in náði aldrei neinum vinsældum í kvikmyndahúsum og fór hér á landi beint á myndband. RADIO FLYER Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Loraine Bracco, John Heard, Elijah Wood og Joseph Mazz- ello. Bandarisk, 1992 - sýningartimi 110 min. Leyfö öllum aldurshópum. -HK D V-myndbandalistiim Bodyguard Home Alone II Death Becomes Her Sneakers A Few Good Men Unlawful Entry Howard’s End Sister Act Home Alone II er I öðru sætí listans þessa vlkuna. Á myndínn! eru þrjár aðalpersónur myndarlnnar, Kevln McCallister (Mac- aulay Culkin) og ræningjarnir tvelr, Harry (Jœ Pescf) og Marv (Daniel Stem). 1(1) 2(3) 3(5) 4(2) 5 (•) 6(4) 7(8) 8(9) 9(7) 10 (12) Stay Tuned 11 (6) Last of the Mohican 12 (10) Single White Female 13 (-) Class Action 14 (15) Devlin 15 (11) Mo’ Money ★★>/2 í Sneakers leik- ur Robert Red- ford Martin Bis- hop, yfirmann og eiganda öryggis- þjónustufyrir- tækis sem nýtir sér tölvutæknina út í ystu æsar. Hjá honum vinna nokkrir snilhng- ar, hver á sínu sviði. Með vitneskju í pokahominu, sem ekki þohr dagsbirtuna, neyðir FBI Bishop til að taka að sér verkefni. Þaö kemur fljótt í ljós að það býr fleira undir en Bishop hefur vitneskju um og brátt er flokkurinn í mikilh hættu en verður að halda áfram ef einhver á að komast lífs frá þessu verki. Snea- kers er góð skemmtun þótt tölvutækn- inni sé gert of hátt undir höfði. í mynd- inni leika margir þekktir leikarar sem hafa ekki mikið til að spila úr en hjálpa þó til við að skapa úrvals afþreyingu. SNEAKERS: - Útgef. ClC-myndbönd. Leikstjóri: Phil Alden Robinson. Aðalhlut- verk: Robert Redford og Ben Kingsley. Bandarísk, 1992 - sýningartími 135 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK ★ '/2 Lífvörðurinn MVtS wrftííÍM COSTCEI HltllSTOK „THE Rodyguard Miklar vin- sældir The Bo- dyguard eru ekki aö þakka gæðum myndarinnar, þvert á móti er myndin frekar slök sakamála- mynd. Skýring- arnar á vinsæld- unum era aðrar. Kevin Costner er vinsæh og Whitney Houston heyr frumraun sína sem leikkona og syngur í myndinni lag sem hefur náð miklum vinsældum. The Bodyguard er róman- tísk mynd um lífvörð sem veröur ást- fanginn af söngkonu sem hann á að passa. Þessi staðreynd og það að söng- konan er ahs ekki fráhverf honum ruglar hann í ríminu um stund en hann sér að sér. The Bodyguard er fyrir rómantískar sáhr; þeim sem vilja raunsæi er bent á að forðast myndina. THE BODYGUARD - Útgef. Steinar hf. Leikstjóri: Mick Jackson. Aðalhlutverk: Ke- vin Costner og Whitney Houston. Bandarísk, 1992 - sýningartimi 98 min. Leyfð öllum aldurshópum. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.