Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Side 4
30 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 ^1©nlist a>t“ DV Hátíöahöld fyrirhuguð f tilefni stórafmæiis merks rafmagnsgítars: Fender Strato- caster gítarinn fertugur Mikið verður um að vera á næstunni í tilefni þess að einn þekktasti rafmagnsgítar sögunnar, Fender Stratocasterinn, er fertugur. Þeir sem best þekkja sögu rafmagns- gítarsins telja raunar að réttast hefði verið að bíða með öll hátíðarhöld til næsta árs. Þá verði liðin fjörutíu ár 'síðan Leo Fender kynnti fyrst nýja módelið sitt. En eigi að síður ætla aðdáendur Stratocastersins að halda upp á afmælið í ár. Hátiðahöldin eru raunar þegar byrjuð. í síðustu viku tóku Rory Gallagher og Bert Weedon lagið Aerosmith - Get a Grip: ★ ★ ★ ★ Get a Grip sannar að Aerosmith hefur aldrei höfðað betur til fjöldans en ein- * mitt nú. -ÁT Blur- Modern Life Is Rubbish: ★ ★ ★ ★ ásamt undirleikurum á Hard Rock Café í Lundúnum. Rory leikur á einn slitnasta Stratocaster sem sögur fara af. Árgerð 1954 af Stratocaster veröur boðinn upp hjá Southebys í Lundún- um í dag. Ekki hafa borist upplýsing- ar um hve margir hafa átt gripinn né hverjir. í tilefhi fertugsafmælisins hefur ný útgáfa lagsins Wonderful Land verið hljóðrituð. Það er sem kunnugt er eitt vinsælasta lag gítarhljómsveitarinn- ar The Shadows. Skuggamir fá að- stoð að þessu sinni og það eru gítar- leikaramir Mark Knopfler og Jeff Lynne sem taka lagið með hljóm- sveitinni. Lagið verður gefið út á næstunni. Fimmtánda september verður síðan efnt til tónleika í Man- chester. Þar koma fram valinkunnar Stratocasterhetjur, svo sem Joe Walsh, Nils Lofgren og Rory Gallag- her. Hljómleikamir verða teknir upp og verður hluti þeirra notaður í klukkustundarlangan heimildarþátt um gítarinn margumtalaða. Gripur gítarhetjunnar Flestir þekktustu gítarleikarar síðari tíma leika aðallega á Fender Stratocaster þótt sumir grípi einnig í aðrar tegundir. Meðal þeirra þekkt- ustu eru Eric Clapton, Robbie Robert- son, Mark Knopfler, Ry Cooder og Hank B. Marvin. Jimi heitinn Hendrix spilaði á Stratocaster. Frægt er atvikið þegar hann sprautaði kveikjarabensini yflr gítarinn sinn, kveikti í og spilaði síðan á brennandi gítarinn. Stratocasterinn fór illa. Hann er eigi að síður enn þá til og í þokkalega nothæfu ástandi. Gripur- inn þykir einn hinn merkasti í Stratocaster fjölskyldunni og er nú í eigu Dweezils, sonar Franks Zappa. Leo Fender útvarpsvirki kynnti sinn fyrsta rafmagnsgítar árið 1948. Hann kallaði gripinn Fender Broad- caster en breytti nafninu í Telecaster árið 1950. Ári síðar varð Precision rafmagnsbassinn til og loks kom Flestir þekktustu grtarleikarar heimsins spila á Fender Stratocaster. Jimi Hendrix var í þeirra hópi meðan hann lifði. Stratocasterinn á almennan markað árið 1954. Á honum var sveif, svonefnt tremolo, sem gitarleikarinn gat teygt lítillega á strengjunum með og skap- að þannig titrandi tón. Hank B. Marvin varð meistari tremolosins. Hann hefur sagt frá því í viðtölum hvemig hann heillaðist af hljómi Stratocastersins þegar hann hlustaði á bandaríska gítarleikara eins og Buddy Hohy. En Hank gat ekki eignast slíkan grip því að lengi framan af var innflutningsbann á slíkum tækjum til Bretlands. Hank varð því að notast við breskan gitar sem hann var alltaf óánægöur með. Loks kom að því að Cliff Richard þurfti að skreppa í stutta ferð til Bandaríkjanna og hann keypti rauðan Fender Stratocaster fyrir Hank vin sinn. Gamlir Fender Stratocaster gítarar þykja kjörgripir og seljast á háu verði séu þeir vel með famir. Einn gamall gripur var til hér á landi fyrir nokkrum árum og þótti kjörgripur. Hann var til sölu um skeið en enginn treysti sér til að koma með viðunandi tilboð þannig að á endum var hann seldur úr landi. Verðið fékkst ekki upp gefið. Á.T. Platan er meistaraverk... betri kaup fmnast vart 1 nýútgefnu efni þessa dag- ana. -PJ TinaTurner - What's Love Got to Do with It: ★ ★ ★ Tina sýnir mikil tilþrif í söng og greinilegt er að hún á nóg eftir af kraft- inum sem hefur ávallt einkennt hana. -HK Björk - Debut: ★ ★ ★ ★ Án efa það persónulegasta sem frá höfundinum hefur komiö. Debut er ein- stök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS Rod Stewart - Unplugged... and Seated: ★ ★ ★ Spilagleöin og einlægnin á þessari plötu setja hana í flokk allra bestu Un- piugged platna hingað til. -SþS U2-Z00R0PA ★ ★ ★ ★ í safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyglisverðari. -SMS The Waterboys - Dream Harder: ★ ★ ★ Mike Scott leikur tiltölulega hráa rokktónlist með þéttum takti og kröft- ugum sólógítar . . . hér er um fyrsta ílokks rokktónlist að ræða. -SþS Bogomil Font... -Ekki þessi leiðindi: ★ ★ ★ Sannkailaður gleðigjaft sem á eftir að hressa lund landans. -SMS The Posies - Frosting On The Beater: ★ ★★ Heilsteypt verk Undanfarin ár hefur nýsköpun í tónlist að mestu leyti farið fram vestanhafs þótt einhver teikn séu á lofti um breytingu þar á. The Posies, sem tók þátt í að setja Seattle-bylgj- una af stað með fyrstu plötu sinni, Dear 23, er nú á ferðinni með nýjan grip, Frosting on the Beater. Þar halda þeir áfram á sömu braut og fyrr undir styrkri stjóm upptökustjórans Don Fleming. Jon Auer og Ken Stringfellow eru sem söngvarar, gítarleikarar og lagahöfundar hljóm- sveitarinnar auðvitað aðalnúmerin í henni. Þeir eru sæmilegir gítarleik- arar, góðir söngvarar og ágætis flD PIONEER The Art of Entertainment lagasmiðir, þótt íjölbreytnin mætti kannski vera meiri. Lítið fer fyrir Dave Fox bassaleikara en Mike Mus- burger á trommunum er sennilega besti hljóðfæraleikari sveitarinnar (takið sérstaklega eftir skemmti- legum trommuleik hans í Lights Out). Tónlistin, sem þessir herra- menn semja og spila, er þétt, melód- ískt rokk. Þeir renna í gegnum flest lögin á mikilli keyrslu en hægja á sér einstaka sinnum og tekst þá yfirleitt best upp. Lights Out er besta lag plötunnar .og frumlegasta lagasmíð- in, lag sem sveiflast á milli blíðlegrar næmni og grófs ruddaskapar í hljóð- færaleik. Bum & Shine og Coming Right Along, lengstu lög plötunnar, eru líka mjög góð. Fyrrnefnda lagið er draumórakennt rokklag með þungri undiröldu en hið síðamefhda er hægasta lagið á plötunni þar sem þeir félagar halda hvað mest aftur af sér í hljóðfæraleik. Platan er í heild mjög heilsteypt verk en um leið svolítið einstrengislegt. Lögin era þó flest yfir meðallagi góð og nokkur mjög góð. Þessi plata mun falla vel í kramið hjá unnendum draumóra- rokks en á líklega ekki mikið erindi til annarra. Pétur Jónasson Neil Young - Unplugged: ★ ★ ★ Ein af þeim allra bestu Unplugged plötumar halda áfram að streyma á markaðinn og nú er þaö Neil Young sem skemmtir án raf- magns. Young er alveg kjörinn til tónlistarflutnings af þessu tagi; hans hljóðfæri gegnum tlðina hafa oftast nær veriö kassagítarinn og munn- harpan og því kannski ekki mikil viðbrigði fyrir hann að troða upp „unplugged". Og Young nýtur sín svo sannarlega á þessari plötu og gerir víðreist um tónlistarferil sinn. Hann flytur ein- göngu lög eftir sjálfan sig enda af nógu að taka. Elsta lagið er frá árinu 1967 og þau yngstu frá síðasta ári; lög af plötunni Harvest Moon. Það sem vekur þó sérstaka athygli mína og rýrir örlítið gildi plötunnar fyrir mína parta er tregða Youngs til að taka þau lög sem skutu honum upp á stjömuhimininn sem sólólistamanni á sínum tíma. Þannig lætur hann nægja að taka eitt einasta lag af plöt- unum After The Goldrash og Harv- est, The Needle og The Damage Done; plötum sem annars eru fullar af lögum sem gaman væri að heyra Young flytja aftur. Eina verulega þekkta lagið þar fyrir utan sem hann tekur er lagið Helpless frá Crosby, Stills, Nash & Young tímabilinu. En þetta er minniháttar skaði því Young á slíkt úrval frábærra laga að hann gæti eflaust gefið út nokkrar „Unplugged" plötur. Og það sem er ótrúlegast að heyra á þessari plötu er að þrátt fyrir rysjótt lífemi hefur hin sérstaka söngrödd Youngs ekkert látið á sjá og bara þroskast ef eitthvað er. í það minnsta syngur Young eins og engill alla plötuna út í gegn. Neil Young Unplugged er plata sem er skyldueign allra gamalla sem nýrra Neil Young aðdáenda. Sigurður Þór Salvarsson. Vinir Dóra — Mér líður vel: ★ ★ ★ Góðir gestgjafar í Hávamálum er talsvert fjallað um gesti. Hvemig gestimir skuli hegða J sér og hvernig koma skuli fram við þá. Það hefur verið gestkvæmt hjá Vinum Dóra síðustu árin. Sennilega hefðu þeir ekki orðið jafn margir og raun varð á ef móttökumar hefðu ekki verið góðar. Á plötunni Mér líður vel fáum við að heyra í þessum erlendu gestum sem áttu það sammerkt að koma frá Chicago. Platan hefst reyndar með titillaginu, Mér líður vel. Þótt það minni á engan hátt á gamla góða I'm so Glad er útilokað annað en að manni detti það í hug. Mér líður vel er þokkalegasta fluga. Það er eftir Halldór Bragason sem jafnframt syngur lagið og tekst þokkalega sem og í tveimur öðrum lögum plötunnar. Vissulega eru gestimir á plötunni, Mér líður vel, misjafnir að gæðum. Sumir ekki nema í góðu meðallagi. Aðrir frábærir. Jimmy Dawkins og Billy Boy Arnold eru minnisstæð- astir. Sér i lagi er gaman að heyra þann síðamefnda flytja I Wish You Would. Vinir Dóra era vel samspilaðir og öraggir, kannski helst til öruggir á köflum. Miðað við að platan er öfl tekin upp „lifandi" er ótrúlega lítið um mistök. En það væri nú ekki sann- gjamt að fara að biðja um eitthvað slíkt. Hverri einustu blúsplötu, sem kemur út hér á landi, ber að fagna standist hún allar almennar gæða- kröfur. Það gerir Mér liður vel svo sannarlega. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.