Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1993, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
11
3o»v________________________________Fréttir
Einstaklingar hundeltir en
hlutafélögin borga ekkert
- segir bóndi á Svalbarðsströnd um innheimtu sjóðagjalda hjá kartöflubændum
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii
„Framleiösluráð landbúnaðarins
hefur nú hert innheimtuaðgerðir hjá
bændum í kartöflurækt og ýmsum
öðrum búgreinum sem skulda svo-
kölluð „sjóðagjöld" og mun víða vera
um uppsafnaðan vanda að ræða.
Þessar innheimtuaðgerðir hafa ekki
mælst vel fyrir hjá öllum og bændur
segja að ekki sitji allir við sama borð
varðandi skil á sjóðagjaldinu.
„Einstaklingar, sem eru í fram-
leiðslu og sölu, komast ekki undan
þessu og á þá er gengið með ljámámi
og jarðir seldar ofan af þeim. Hins
vegar láta þeir hlutafélög, sem eiga
að standa skil á þessum gjöldum, í
friði og þau lýsa sig frekar gjaldþrota
en borga gjaldið og byrja síðan bara
upp á nýtt,“ segir Sveinberg Laxdal,
kartöílubóndi á Svalbarðsströnd í
Eyjafirði.
Sem dæmi um hlutafélög sem aldr-
ei hefur greitt þessi gjöld nefndi
Sveinberg fyrirtækið Ágæti hf. Það
segir hann að hafi skilað inn sölu-
skýrslum en aldrei greitt krónu af
þessum sjóðagjöldum og nefnir
tengsl fyrrverandi og núverandi
Framleiðsluráð:
Löglegt aðtaka
beingreiðslur
upp í sjóðagjöld
- segirformaðurmn
Haukur Halldórsson, formaður
Framleiðsluráðs, segir að fram-
kvæmdanefnd Framleiðsluráðs hafi
ákveðið á fundi sínum nýlega að
ganga til lögfræðilegra innheimtuað-
gerða gagnvart 36 aðilum í kartöflu-
rækt og öðrum sérbúgreinum eftir
að frestir sem þessum aðilum hafði
verið gefinn til að ganga frá skuldum
sínum vegna vangoldinna sjóða-
gjalda hafi runnið út.
Haukur segir að innheimtuaðgerð-
ir Framleiðsluráðs séu fullkomlega
löglegar og að ákveðið hafi verið að
taka svokallaðar beingreiðslur
bænda upp í skuldir vegna sjóða-
gjalda í samræmi við heimildir í lög-
um þar sem lögfræðilegar inn-
heimtuaðgerðir hafi aukinn kostnað
í för með sér fyrir bændur.
Haukur heldur því fram að bænd-
um og fyrirtækjum, sem skuldi
sjóðagjöld, hafi margítrekað verið
gefinn frestur til að ganga frá sínum
málum. Framkvæmdanefnd Fram-
leiðsluráðs hefði ákveðið að setja
skuldir þeirra í innheimtu eða taka
beingreiðslur til þeirra upp í skuldir
eftir að ljóst þótti að skuldirnar
myndu ekki innheimtast. Til þess
væru heimildir í lögum og þær heim-
ildirværunýttar. -GHS
Alþýðubandalagiö:
Auglýsteftir
framboðum
Fátt bendir nú til annars en að
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins, verði sjálfkjör-
inn formaður á landsfundi flokksins
í lok nóvember. Yfirkjörstjóm
bandalagsins hefur auglýst efir fram-
boðum til embætta formanns og
varaformanns. Samkvæmt nýjum
reglum skal kjósa formann og vara-
formann í allsherjaratkvæðagreiðslu
flokksmanna berist fleiri en eitt lög-
legtframboð. -DBE
formanns félags kartöflubænda í því
sambandi. Hann telur að forsvars-
menn Félags kartöflubænda vinni
beinlínis gegn félagsmönnum í þessu
máh sem ýmsum öðmm.
„Það þarf að ná sáttum í þessu
máh og finna hentugri leiðir varð-
andi innheimtuna. Ég hef komið með
þá hugmynd hvort ekki megi inn-
heimta þetta gjald í tengslum við
áburðarkaup og finnst tilvalið að
ræða það. Það gengur ekki að sumir
séu látnir í friði varðandi gjaldið en
aðrir ekki, sérstaklega í þeirri miklu
samkeppni sem er á markaðnum,11
segir Sveinberg.