Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Fréttir
Sprenging 1 húsi við Njarðargötu:
Rúður þeyttust úr húsinu
Sprenging varð á annarri hæð
hússins að Njarðargötu 39 í gær og
var allt tiltækt slökkvilið kallað út.
Gluggar hússins þeyttust út og
glerbrotunum rigndi á götuna. Á
sama tíma blossaöi mikill eldur
upp. Það var ófagurt um að litast
þegar blaðamaður DV kom á svæð-
ið stuttu seinna. Glerbrotin höfðu
þeyst yfir götuna og skollið í vegg-
- mikill eldur blossaði upp - maður lést í brunanum
inn á garðinum á móti.
Búið var að slökkva mesta eldinn
en þó logaði ennþá efst í þakinu og
svartan reyk lagöi frá húsinu. Eftir
voru kolsvartar hliðar hússins og
búið var að loka götunni beggja
megin. Tvær íbúðir eyðilögðust í
eldinum.
Einn maður var í húsinu þegar
sprengingin varð og var hann lát-
inn þegar slökkviliðið kom á stað-
inn.
Að sögn Andra Stefánssonar, sem
var sjónarvottur aö sprengingunni
og kom rétt á undan slökkvihðinu,
þeyttust rúðumar út og eldur
kviknaði á sama tíma. „Ég kom
hingað þegar rúðurnar voru aö
springa út og mikill eldur logaði
strax. í því kom slökkviliðið á stað-
inn,“ segir Andri Stefánsson sem
var sjónarvottur að sprengingunni.
„Þegar við komum á staðinn vom
miklar sprengingar og eldtungum-
ar stóðu út um aðra hæðina. Tveir
reykkafarar fóm strax inn og
reyndu að ráða niðurlögum eldsins
innan frá. Sprengingamar héldu
áfram svolitla stund í viðbót og ég
var hræddur um að missa eldinn
yfir í næstu hús. Þaö gekk frekar
illa að ijúfa þakið því við vorum
svo fáir til að byija með,“ segir Jón
Friðrik Jóhannsson, varðstjóri á B
vakt hjá slökkviliðinu, en hann
stjórnaði aðgerðum í gær.
Húsin í kring slupppu en kjallar-
inn varð fyrir töluverðum vatns-
skemmdum.
-em
Verðlaunasamkeppni arkitekta:
Nýtt hús Hæstarétt-
ar við Lindargötu
- einfalt og skrautlaust, koparklætt grágrýtishús
Aögeröir NATO í Bosníu:
w
um afstöðu
íslands
„Það er ljóst að fyrir rúmri viku
skipuðu íslendingar sér í hóp þeirra
ríkja innan NATO sem studdu tillögu
Bandaríkjamanna um loftárásir á
Serba, án þess að Sameinuðu þjóð-
irnar hefðu þar ákvörðunarvald,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fuU-
trúi Alþýðubandalagsins í utanríkis-
málanefnd. Á fundi utanríkismála-
nefndar í gær var hart deilt um af-
stöðu íslendinga á tveimur samráðs-
fundum NATO ríkja um hemaðarað-
gerðir gegn Serbum í Bosníu en þar
var ákveðið að hemaðaraðgerðir
NATO yrðu háðar ákvörðun Samein-
uðu þjóðanna.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra segir að þessi afstaða
stjómarandstöðunnar s.é á misskiln-
ingi byggð. „Fastafulltrúi okkar hjá
NATO fékk frá upphafi fyrirmæli um
að styðja tillögur um hemaðaraö-
gerðir, með þeim skilyrðum að sam-
ráð yrði haft við Sameinuðu þjóöirn-
ar og aö ekki yrði um einhliða að-
gerðir að ræða. Það voru allir fulltrú-
ar NATO ríkjanna sammála um að
samráð yrði haft við Sameinuðu
þjóðimar og það eina sem hefur
breyst frá fyrri fundinum er að fastar
var svo búið um að aðgerðir hæfust
ekki nema samkvæmt fyrirmælum
framkvæmdastjóra þeirra," sagði
JónBaldvin. -bm
Viðræður um herstöðina:
Alger leynd
hvíliryfirtil-
lögunum
„Það er greinilegt að Bandaríkja-
menn hafa komið fram með svo
gagngerar tillögur að utanríkisráö-
herra ætlar ekki að sýna þær nokkr-
um manni, hvorki ríkisstjóm né ut-
anríkismálanefnd. Hann ætlar að
setja fram gagntillögur án þess að
ræða það við kóng né prest og hér
er bara ekki þannig stjómarfar að
menn stjómi með leyndarráðum,"
segir Ólafur Ragnar Grímsson, full-
trúi Alþýðubandalagsins í utanríkis-
málanefnd, en á fundi sem haldinn
var í gær, kom fram gagnrýni á þá
leynd sem hvílir yfir tillögum Banda-
ríkjamanna um framtíð herstöðvar-
innar í Keflavík. Á fóstudaginn var
fyrsti_ fundur samninganefnda ís-
lands og Bandaríkjanna um breyt-
ingar á starfsemi herstöövarinnar.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðhema segir að samkvæmt
beiðni Bandaríkjamanna sé efnislega
farið með tillögumar sem algert
trúnaðarmál. „Islenska samninga-
nefndin fjallar nú um tillögurnar og
undirbýr gagntillögur. Það ræðst síð-
an af því hvenær næsti formlegi
samningafundur verður, hvenær
tímabært er aö leggja málið fyrir rík-
isstjóm og utanríkismálanefnd,"
sagöi Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra. -bm
Urslit í samkeppni um teikningu
og hönnun nýs húss fyrir Hæstarétt
íslands voru birt síðdegis í gær.
Fjörutíu tillögur bárust til keppninn-
ar en fyrstu verðlaun féllu í skaut
Studio Granda, ráðhúsarkitektunum
Margréti Harðardóttur og Steve
Christer. Gert er ráö fyrir að hæsta-
réttarhúsið nýja standi þar sem nú
er bílastæðaplan norðan safnahúss-
ins við Hverfisgötu. Byggingu á að
ljúka 1995.
Keppendum vom sett skilyrði um
2800 fermetra hámarksgólfilöt og að
verktakakostnaður mætti ekki verða
meiri en 302 milljónir. Steindór Guð-
mundsson, formaður dómnefndar,
tilkynnti úrslitin. Sagði hann dóm-
nefnd hafa haft í huga að hús Hæsta-
réttar ætti að vera virðulegt, eðlilegt
og látlaust en um leið sjálfstætt. Þá
hafi það ekki mátt hafa neikvæð
áhrif á byggingar í næsta umhverfi.
Tillögu Studio Granda, sagði Sigur-
jón, hafa uppfyllt öll skilyrði sam-
keppninnar og gott betur því um
snilldarlega lausn væri að ræða.
Dómnefnd var samdóma í áliti sínu.
Hið nýja hús verður einfalt og
skrautlaust. Byggingin leggst upp að
Lándargötu og breikkar til vesturs.
Útveggimir verða gerðir af tilhöggnu
og söguðu grágrýti. Húsiö verður að
öðm leyti klætt forveðmðum kopar.
Þannig á það að minna á Alþingis-
húsið og þak Dómkirkjunnar í senn.
Margrét Harðardóttir, annar til-
löguhöfundanna, sagði að það sem
skipti mestu máli í samkeppni sem
þessari væri að hugsa skýrt um hvað
væri við hæfi. Ekki eru nema um
fimm ár frá því að hún og Steve
Christer, eiginmaöur hennar, bám
sigur úr býtum í samkeppni arki-
tekta um teikningu Ráöhúss Reykja-
víkur. „Við fömm mjög vel í gegnum
forsendur hvérs verks og hverju ver-
ið er að lýsa. Þannig reynum við að
skilja hvemig fólk vinnur þarna og
hvers er krafist. Við leggjum líka
mikið upp úr umhverfinu. Verkið
verður að falla vel að umhverfinu í
kring. Það er mikilvægt að mynda
ekki bara einhver rými innanhúss
heldur líka úti. Það höfum við lagt
mesta áherslu á í okkar vinnu."
Ekki var annað að heyra en að vel
heföi til tekist hjá sigurvegumnum.
Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstarétt-
ar, sagði að nú vonaöi hann bara að
húsið risi sem fyrst. Tók hann jafn-
framt í sama streng og Þorsteinn
Pálsson dómsmálaráðherra sem
sagði að lengi hefði brýna nauðsyn
borið til að búa Hæstarétti nýtt hús.
Sagði Þorsteinn þó mestu skipta að
sér sýndist sem hið nýja hús tæki
gott tillit til annarra bygginga í ná-
grenninu. Það hafi verið viðkvæm-
astí þáttur verksins.
Önnur verðlaun, 700 þús., hlutu
arkitektamir Halldóra Bragadóttir,
Helgi B. Thoroddsen og Þórður Stein-
grímsson. Til þriðju verðlauna, 500
þús., unnu Ögmundur Skarphéðins-
son arkitekt og Ragnhildur Skarp-
héðinsdóttir landslagsarkitekt. Auk
þessara keypti dómnefnd tvær tillög-
ur á 200 þús. hvora. Meðalaldur verð-
launahafa er 34 ár.
-DBE
Stuttar fréttir
Ekkert vetrarflug SAS
SAS mun ekki fljúga til og frá
íslandi næsta vetur, eða frá októ-
ber.nk. fram í mars’94.
Þjóðarbúið réttir við
Þjóðhagsstofnun telur að hagur
þjóðarbúsins muni verulega rétta
við í kjölfar mokveiða á loðnu-
miðunum. Stöö 2 greindi frá
þessu.
51,5 milljóna króna hagnaður
varð af rekstri Granda hf. fyrstu
6 mánuði þessa árs sem einkum
má rekja til 48% aflaaukningar
milli árstímabila.
ÓöinntiíGrænlands?
Flugráð telur Flugfélagið Óðin
hf. hæft til aö sinna áætlunarflugi
milli Reykjavíkur og Kulusuk á
GrænlandL Yfirmenn öryggis-
mála eru því andvígir, samkv.
frétt Morgunblaðsins.
Smjörlikiáhaugana
Jóhannes í Bónusi þarf að
henda um 2 tonnum af dönsku
smjörlíki sem hann borgaði fyrir
200% vörugjöld, samkv. ffétt
Stöðvar 2.
Ökufantar kvikmy ndaðk
Skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings hefur komist að þvi að
heimilt sé aö nota myndavélar
við ljósastýrð gatnamót, eins og
ákveðíð hefur verið að sefja upp
á nokkrum gatnamótum í
Reykjavík.
Fleirimeðréttíndí
Reiknaö er með að fieiri kenn-
arar með réttindi verði við
grunnskóla landsins í vetur,
samkv, Mbl.
Sæmundar Sigurjónssonar og
Karls Steinars Guðnasonar um
stöðu forstjóra Tryggingastofh-
unar ríkisins, samkv. frétt
Tímans.
Dýraríbúðlr
Jóhanna Sigurðardóttir segir í
Timanum í dag að hún teþi þjón-
ustíúbúðir fyrir aldraða yfirleitt
óhóflega dýrar og vitnar þar til
úttektar sérstakrar nefndar.
Fyrsti þing*
flokksfundurinn
Rannveig Guðmundsdóttir
stýröi í gær sínum fyrsta þing-
flokksfundi Alþýðuflokksins sem
þingflokksformaöur, fyrsta kon-
an í því hlutverki hjá flokknum.
Samkv. Alþýöublaöinu fór fund-
urinnveifram. -bjb