Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
3
Fréttir
Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur, vegna ferðar starfsmanna ÁTVR í Viðey 1 boði Globusar:
Komnir á hæpna braut með
að hygla starfsmönnum
- hvað þýðir það fyrir samkeppnisaðilana?
„Hvemig starfsmenn ÁTVR geta
haft áhrif á hvað er selt veit ég ekki.
En þeir ráða kannski einhverju um
hvað er framarlega í hillum á áber-
andi stöðum. Ef sú hugmynd kemst
inn að það sé nauðsynlegt að hygla
þeim til að fá nauðsynlega þjónustu
myndi ég segja að það væri mjög
varasamt. Þar eru menn komnir út
á mjög hæpna braut. Þá er það ekki
aðalatriðið sem forstjóri ÁTVR segir,
að þetta gildi einu fyrir hans fyrir-
tæki, heldur hvað þetta þýðir fyrir
samkeppnisaðilana," sagði Eyjólfur
Kjalar Emilsson heimspekingur í
samtali við DV um þá „viðskipta-
hætti“ að bjóða starfsmönnum
ÁTVR í ferðir og veislur eins og Glo-
bus gerði um síðustu helgi.
Eyjólfur sagðist ekki hafa kynnt
sér mál Globus og ÁTVR nákvæm-
lega. Lagalega séð teldi hann þó al-
mennt að ef um mútur væri að ræða
í lagalegum skilningi þyrfti að vera
sannanlegur ásetningur fyrir hendi.
Viðkomandi hefði þannig gert það
sem hann gerði í því skyni að fá ein-
hvern til að breyta hegðun sinni.
„Um þessi boð og smágjafir, að það
sé bannað að sýna góðum viðskipta-
vinum þakklætisvott, er kannski erf-
itt er segja hvar mörkin hggja ná-
kvæmlega,“ sagði Eyjólfur. „Maður
hefur heyrt um boðsferðir lyfjafyrir-
tækja sem bjóða læknum á svokall-
aðar ráðstefnur með miklum lysti-
semdum. í þeim tilfellum virðist vera
um siðferöilegar mútur að ræða -
hvað sem sannanlegum ásetningi
viðvíkur.
Málið er að þó að þetta breyti engu
fyrir ÁTVR og okkur skattborgarana
kemur þetta ekki eins út fyrir um-
boðsaðilana. Ef einhver, sem flytur
inn vöru til þess að fá hana selda,
þarf að gera eitthvað af þessu tagi til
að eiga möguleika á markaðnum
kallar það á ýmiss konar óeðlilega
viðskiptahætti - hverjir bjóða betur
í lystisemdunum meö fjárútlátum og
kynningum," sagði Eyjólfur.
Skiptir ekki máli
hvort þú selur Fin-
landia eða Smirnoff
- segir forstjóri ÁTVR
„Ef talsmenn Verslunarráðsins
telja að hér sé verið að bera mútur
á starfsfólk er rétt að fletta upp í
hegningarlögunum. Þá eru þeir sem
bera mútur á opinbera starfsmenn
ekki síður sekir en þeir sem við þeim
taka. Það væri ráðlegra fyrir Versl-
unarráðið að minna sína félagsmenn
á þetta ákvæði áður en þeir hafa
mikla umvöndun í garð okkar starfs-
rnanna," sagði Höskuldur Jónsson,
forstjóri ÁTVR, vegna ummæla Vil-
hjálms Egilssonar hjá Verslunarráði
íslands um óeðlilega viðskiptahætti.
Máhð er sprottið af því að Globus,
sem selur ÁTVR áfengi í umboðs-
sölu, bauð starfsmönnum ÁTVR í
ferð og veislu í Viðey. Stöð 2 sýndi
myndir frá ferðinni sem fram fór á
laugardag.
„Viðskiptahagsmunir eru engan
veginn á þann veg að þeir geti hugs-
anlega skaðað ÁTVR,“ sagði Hösk-
uldur. „Ég vil benda á að hvort þú
selur eina flösku af Smirnoff eða eina
flösku af Finlandia skiptir alls engu
máh fyrir þetta fyrirtæki. Við fáum
nánast nákvæmlega sömu krónutölu
fyrir þá sölu. Þetta er því eingöngu
spuming um það hvað umboðs-
mennimir gera við sín umboðslaun.
Því get ég ekki skipt mér af.“
Höskuldur telur ekki óeðlilegt að
starfsfólk hans fari í boðsferð og njóti
veitinga umboðssölufyrirtækis.
„Af minni hálfu hef ég látið þetta
afskiptalaust. Ég hef aldrei sett
starfsmönnum neinar reglur um
hvernig þeir eiga að nota sinn frí-
tíma. Vitaskuld myndi ég gera það
ef ég teldi þá koma fram eða aðhaf-
ast eitthvað í nafni fyrirtækisins sem
væri til skaða fyrir það.
Þetta boð Globusar hefur ekki
skaðað þetta fyrirtæki fjárhagslega.
Hitt er svo annað mál að þetta er sett
í mjög annarlegt ljós í fjölmiðlum,
sérstaklega ef miðað er við að í ís-
lensku athafnalífi bjóða fyrirtæki
hinum og þessum til mannfagnaða,
móta og jafnvel utanferða."
- Er eðlilegt að starfsfólk opinberrar
stofnunar, sem nýtur einkasölueyfis,
þiggi boðsferðir og veitingar á gmnd-
velh viðskiptasiðferðis?
„Ég sé ekki mun á því hvort þetta
er ríkisfyrirtæki eða ekki. Markmið
þess er að afla ríkissjóði tekna.
Þeirra er aflað algjörlega óháð því
hvort Globus býður starfsmönnum
þess út í Viðey. Ég hef margoft bent
fjölmiðlum á, sem eru aðaláhugaaðil-
arnir um þetta, vafalaust til að bæta
viðskiptasiðferði í landinu, að ekki
þarf að hlusta lengi á stöð eins og
Bylguna til að finna að meirihluti
dagskrárinnar er meira og minna
duldar auglýsingar og hagsmuna-
tengdur fréttaflutningur," sagði
Höskuldur Jónsson. -Ott
Tíð skemmdarverk
„Þetta er óþolandi ástand. Tjóniö vörgum því fyrir nokkru voru níu
af þessum völdum nemur tugum vagnarskemmdirognokkrirbílar.
þúsunda,“ segir Þórður Þórðarson, Þórður segist ekki skilja i þessu.
framkvæmdastjórí bifreiðastöðv- Hann eigi ekki sökótt við neinn.
arinnar ÞÞÞ á Akranesi, en fyrir Enn hefur rannsókn lögreglu eng-
skömmu voru unnin skemmdar- an árangur borið og biöur Þórður
verk ásjö tengjvögnum og bíl í eigu þá sem kunna að búa yfir vitneskju
fyrirtækisins. Þetta er ekki í fýrsta um atburöina að liafa samband við
skipti sem bílarnir hjá fyrirtækinu lögreglu.
verða fyrir baröinu á skemmdar- -pp
„Hvernig starfsmenn ÁTVR geta haft áhrif á hvað er selt veit ég ekki. En þeir ráða kannski einhverju um hvað
er framarlega í hillum á áberandi stöðum,“ segir Eyjólfur Kjalar Emilsson.
HREINT ÓTRÚLEGT
V E RÐ
AMSTERDAM
2+3 SÆTA
SVART
VERÐ KR. 65.950 STGR.
VlSA raðgreiðslur - engin útborgun. 4.200 krónurá mánuði.
tvtM-JA 3+1+1
LEÐUR: KONÍAKLITT / SVART
VERÐ KR. 139.000 STGR.
LEÐUR: KREMLITT / SVART
VERÐ KR. 159.000 ST6R.
VERÐ í takt við tímann
AFBORGUNARKJÖR VIÐ ALLRA HÆFI
SMIBJUVEGI 6, KÓPAVOGI S 91-44S44
Eigum enn nokkur sófasett frá því fyrir gengisfelfingu.