Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 Fréttir Stuðningur neytenda við íslenskan landbúnað vanmetinn í skýrslu Hagfræðistofnunar: ASÍ áhugalaust um helstu hagsmuni umbjóðenda sinna - stefnir í hörð átök milli stjómarflokkanna 1 haust Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnir skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um landbúnaðarstefnu Norðurlanda. Fyrir svörum sátu, f.v.: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, Guðmundur Magnússon, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, ráðherra, Kristján Jóhannsson, lektor i hagfræði, annar höfunda, og Björn Friðfinns- son ráðuneytisstjóri. DV-mynd JAK „Það þarf uppskurð í landbúnaðar- kerílnu," voru fyrstu viðbrögð Jó- hannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna, við landbún- aðarskýrslu Hagfræöistofnunar Há- skólans. Niðurstöður hennar hafa verið teknar til rækilegrar umflöll- unar á síðum DV að undanfömu. Sighvatur Björgvinsson, samstarfs- ráðherra Norðurlanda, kynnti skýrsluna. Hann var orðvar og sagði róttækar breytingar ekki verða á einni nóttu. Undir bjó þó hörð stefna uppstokkunar í landbúnaðarkerfinu. Landbúnaðarráðherra hefur hins vegar verið ómyrkur í máh. Halldór hefur fundið skýrslu Hagfræðistofn- unar og niðurstöðum hennar flest til foráttu. Harður tónn er í sendingum landbúnaðarráðherra í garð krata þessa dagana. Kemur þar margt til. Frumvarp til breytinga á búvörulög- um er enn ósamþykkt og „uppíloft" síðan í vor. Sagðist þungavigtarmað- ur í þingflokki Alþýðuflokksins í samtali við DV „ekki sjá flokkinn hleypa málinu gegnum þingið að óbreyttu". Stuðningsmenn frum- varpsins em ekki síður fastir á sínu. Viðbúið er einnig að hart veröi tekist á um hvort hrófla eigi við landbúnað- inum og gildandi búvömsamningi í fjárlagavinnu komandi vikna. Það virðist því flest stefna í átök um land- búnaðarmáhn milh stjómarflokk- anna í haust. Þá mun reyna á hvort ást Alþýöuflokksins á mannkindinni umfram sauðkindina sé heitari en hugur hans til ráðherrastólanna. Hvort flokkurinn láti sverfa til stáls. Innflutningsbannið kostar allt að 12 milljarða Margt bendir til að vanmetinn sé hagnaður neytenda af niðurfellingu innflutningshafta á landbúnaðarvör- ur í landbúnaðarskýrslu Hagfræði- stofnunar. Samkvæmt henni gætu íslenskir neytendur sparaö sér tæpa 6 mihjarða íslenskra króna á verö- lagi ársins 1993 með því að fá land- búnaðarvörur á heimsmarkaðsverði. Eins og fram kom í laugardags- pisth og fréttum DV reiknaðist Markúsi Möller hagfræðingi th að innflutningsbannið kostaði lands- menn um 9 mihjaröa í úttekt um landbúnaðarmál sem hann vann árið 1989. Þar mat hann kostnaðarverð Fréttaljós Dagur B. Eggertsson hefðbundinna búvara á nálægt 14 mhljarða en samsvarandi innflutn- ingsvirði á um 5 mhljarða. Þannig komst hann að þeirri niðurstöðu að spara mætti ríkissjóði og neytendum aht að 9 mhljarða króna með afnámi innflutningsbanns á heföbundnar landbúnaðarvörur. Bent hefur verið á í fréttum DV aö í mhljarðana sex í skýrslu Hagfræði- stofnunar vanti tölur sem samsvari innflutningi grænmetis og afskor- inna blóma. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði að sér virtist sem ofan á 6 mihjarða skýrslunnar mætti því bæta um 15%, eða tæpum millj- arði, vegna þessa. Aðrir hafa haldið því fram áð skýrslan vantelji a.m.k. tvo mhljarða af þessum sökum eins og fram kom í leiðara DV um helgina. Þar sagði jafnframt um innflutn- ingsbann á búvörur: „Ýmsir hag- fræðingar hafa reynt að meta þennan þátt th fuhs og komizt að niöurstöð- lun, sem nema nálægt tólf milljarða króna árlegu tjóni neytenda." Skýrsluhöfundar hafa þó einnig verið gagnrýndir fyrir að ofmeta kostnaö við innflutningsbannið. Hafa þau spjót einkum beinst gegn því að notað sé heimsmarkaðsverð sem viðmiðunarverð. Hákon Sigur- grímsson, framkvæmdastjóri Stétt- arsambands bænda, sagði í samtali við DV að neytendur hefðu hvergi aðgang að vörum á heimsmarkaðs- verði, auk þess sem flutningur, pökk- un og sölukostnaður ætti þar eftir að leggjast ofan á. Sagði hann spam- að neytandans því aldrei verða nema brot af því sem haldið væri fram. Sigurður Ólafsson, hagfræðingur og annar aðalhöfundur landbúnaö- arskýrslunnar, snerist henni th vamar í sömu frétt. Sagði hann þar borið saman heimsmarkaðsverð og hehdsöluverð á íslandi sem væra sambærhegir þættir. Heildarstuðningur á bilinu 17 og 21 milljarður Hagfræðistofnun metur að hehd- arstuðningur neytenda við íslenskan landbúnað sé um 16,7 mhljarðar á ári. Eins og DV hefur sagt frá vantar þó talsvert í þá tölu. Hún er síst of lág. Þar ber hæst að skýrsla stofnun- arinnar tekur ekki th stuðnings við blóma- og grænmetisræktendur. Auk þess er ekkert mat lagt á áhrif landbúnaðarstefnunnar á verð ann- arra vöruflokka en hreinna búvara, s.s. smjörlíkis. Það eykur svo jafn- framt á ónákvæmni skýrslunnar að gögnin, sem hún byggir á, em frá árinu 1988. Það er fyrir daga núghd- andi búvörusamnings. Frá þeim tíma hafa beinir styrkir ríkisins th land- búnaðar lækkað á föstu verðlagi úr. 11,2 mhljörðum í 7,4 mhljarða eða um 34%. Skattaívhnanir th bænda hafa þó að nokkm vegið þar á móti. Að teknu tilliti th allra þessara þátta hafa viðmælendur DV úr hópi hagfræðinga reynt að metá hehd- arstuðning neytenda við landbúnað- inn. Áætlaði Guðmundur Ólafsson hagfræöingur þannig aö hann væri um 18 mhljarðar. Ofan á þá tölu sagði hann að mætti svo bæta áhrifum búvara á annað vöruverð. Þar taldi hann liggja aðra tvo mhljarða. „Kostnaður neytenda er því að mínu mati ahs um 20 mhljarðar,“ sagði Guðmundur í frétt DV fyrir skömmu. Fleiri hafa komist aö svipaðri niður- stöðu eins og sagði í leiðara DV um síðustu helgi. „Ut úr dæminu koma upphæðir, sem nema frá sautján milljöröum upp í tuttugu og einn mhljarð á ári.“ Alþýðusambandið áhuga- laust í fréttum DV hefur komið fram að ASÍ mælir ahs ekki með óheftum innflutningi landbúnaðarvara nú. Þessi viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar við landbúnaöarskýrslunni hafa vakið athygli. Afstaða hennar er th vitnis um þá skjaldborg sem slegin hefur veriö um landbúnaðar- kerfiö af samtökum bænda og hinna svoköhuðu aðha vinnumarkaðarms sem Guðmundur hagfræðingur Ól- afsson kahaði reyndar „áhugalausar risaeðlur" í sambandi við landbún- aðarmál. Hann sagði enn fremur með ólíkindum að þessir aðhar sinntu ekki brýnustu hagsmunamálum umbjóðenda sinna - landbúnaðar- málunum. Þessir hagsmunir em augljósir af sumum niðurstöðutölum landbún- aðarskýrslunnar. Þar segir m.a. að útgjöld hverrar fjögurra manna fjöl- skyldu gætu lækkað um 90 þús. með afnámi innflutningsbanns á búvör- ur. Ekki ætti síður að vekja áhuga talsmanna launafólks að ef öll höft og styrkir th landbúnöar yrðu afn- umdir þýddi það sparnað sem svar- aöi 40% lækkun á matarreikningi meðalfjölskyldu, skv. skýrslunni. Leiðarar DV hafa hnykkt á þessu, t.d. á laugardag, en þar sagði: „Þaö ætti th dæmis að vera ábyrgð- arhluti fyrir verkalýösrekendur að standa að endurtekinni lífskjara- skerðingu án þess að nefna nokkru sinni einu orði, að spara umbjóðend- um þeirra alla lífskjaraskerðinguna með því að byija að höggva í styrkja- og haftakerfið." I dag mælir Dagfari Það er líflegt í SUS. Þar höggva þeir mann og annan og berast á banaspjótum, ungliðarnir í Sjálf- stæðisflokknum, svo ætla mætti að flokkurinn standi eða falli með formannskosningum í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Er þetta þeim mun merkhegra að hvorki SUS né aðrar stofnanir Sjálfstæðis- flokksins hafa haft uppi mikla th- burði í flokksstarfl að undanfömu ef dæma má af fréttum og frásögn- um af innra starfi flokksins. En kannske skýringin sé sú að ungir menn og gamlir hafi ekki mátt vera að því að sinna flokksstarfi vegna ákafra innbyrðis dehna um það hveija skuh höggva í spað. Tveir frambjóðendur era um for- mannssætið í SUS. Annar heitir Guðlaugur og hinn Jónas. Annað er ekki vitað um þessa tvo ungu menn, en sjálfsagt em þeir efnheg- ir unglingar sem munu sóma sér vel á þingi og í ráðherrastólum þegar þar að kemur. Flokkurinn þarf á slíkum mönnum að halda, hvað sem líöur cdlri stefnu og öhu fylgi. Enda hefur minna farið fyrir dehum um skoðanaágreining eða póUtík og fæstum er kunnugt lun hvaða hugsjónir þessir tveir fram- bjóðendur hafa í þjóðmálum eða Banaspjótin í SUS hvort þeim hefur yfirleitt dottið í hug að Sjálfstæðisflokkurinn þeirra þurfi á einhverri andUtslyft- ingu að halda. Aðalatriðið er að þeir komist að sjálfir og hafa þeir þá sjálfan aðalformanninn í flokknum sér th fyrirmyndar, en núverandi formaður fehdi einmitt fyrrverandi formann, án þess að nokkur póUtísk skýring væri á þeim formannsslag. En málið snýst ahs ekki um þá Guðlaug eða Jónas. Dehan snýst um fulltrúana sem eiga að kjósa annaðhvort Guðlaug eða Jónas. Svo er að skhja á býsna áköfum orðaskiptum HeimdelUnga um þessar mundir að ahir skráðir fé- lagar í HeimdalU séu eymamerktir stuðningsmenn Guðlaugs eða Jón- asar og þó einkum Jónasar. Stjóm Heimdallar tók þá ákvörðun um daginn að velja 144 fuUtrúa á SUS- þmg af þeim 270 sem sóttu um að komast á SUS-þing. Þetta hefur orðið th þess að flhltrúar þeirra sem ekki komast á SUS-þing em vonsviknir og beygöir Heimdeh- ingar sem telja að flokkurinn vilji ekkert með þá hafa. Sem er rétt. Þeir skilja ekki að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur mótað sér þá stefnu að í Sjálfstæðisflokknum eiga þeir einir að vera sem styðja rétt fólk og þeir sem em svo óheppnir að styðja ekki rétt fólk em ekki vel séðir í flokki sem stendur eingöngu með réttu fólki. Svo einfalt er það, enda hafa skoðanakannanir ein- dregið og endurtekið sýnt fram á að þessi stefna flokksins er að bera árangur. Fylgismönnum flokksins fer hraðfækkandi. Fehlinn við þessa uppákomu núna er sá að ungir flokksmenn, sem hafa ekki skhið þessa stefnu flokksins, hafa ekki sætt sig við hana og hafa hlaupið með hana í blöðin, eftir að stjórn Heimdallar hafði gert við þá samkomulag um að fjölmiðlamir fengju ekki að vita hver stefnan er. Það sem klikkaði var sem sagt einfaldlega vanþekk- ing hinna útskúfuðu á þeirri þörf í flokknum að flokksmenn þegðu um stefnu flokksins og vinnu- brögðin í flokknum. Þeir kjöftuðu frá þótt tekið heföi verið loforð af þeim um að kjafta ekki frá og segja ekki frá þvi að þeir mættu ekki mæta á SUS-þingi þegar sfjórnin var búin að finna út að þeir styddu ekki réttan mann. Sú staðreynd að þeir kjöftuðu frá er hins vegar sönnun á því að þeir sem kjöftuðu frá og styðja rangan formannskandídat eiga ekkert er- indi inn í þennan flokk eða á sam- kundur hjá þessum flokki. Það var sem sagt ekki nóg með aö þeir fyrir- fram væru ákveðnir í aö styðja rangan mann, heldur kvarta þeir undan því opinberlega að þeir hafi ekki fengið að styðja rangan mann og ekki fengið að mæta á þing th aö styðja rangan mann. Stjóm Heimdahar hefur þess vegna tekið rétta ákvöröun þegar hún ákvað að velja ekki þá sem hún vhdi ekki velja. Sjálfstæðisflokkurinn má þakka fyrir að stjóm Heimdahar skuh hafa réttan skhning á því grundvallarviðhorfí flokksins aö fækka þannig fólki í flokknum sem leyfir sér að styðja ranga menn í staðinn fyrir rétta menn á þeim tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn þarf á réttum mönnum að halda th að framfylgja þeirri stefnu sinni aö bægja röngu fólki frá flokknum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.