Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
7
dv Sandkom
Leka-Hraun
Wcndingar .
(;r«i)ví6eðli
gœddiraö
hendagatean
aöóíoruraann-
arra. Ekld leið
longstunáfrá
síöasta flótta
strokufangafrá
Iátla-Hrauniað
gainansögur
vorukomnará ■
krcik. Eitt þdö
fyrstasem
heyrðist var að fangelsið héti ekki
lengur Litla-Hraun heldur Leka-
Hraun. Síðan komst á kreik sú saga
að matráðskonan á staönum væri aö
missa alla yfirsýn yfirbókhaldið því
hún vissi aldrei hvað væru margir í
mat! Þá eigaleigubílstjórar að vera
búnir að óska eftir stæöi við Látla-
Hraun svo fangarnir þurfi ekkiað
ganga alla leiðina tii Selfoss. Já, land-
inn la'tur ekki aö sér hæöa.
Fara veðurfræð-
ingar I nefnifall?
„Þágufalls-
maliö"a Veö
urslofu íslatuL-;
hygii.Liktog
meðLifla-
Hraunergen
: góðlátlegtgrín
áð veðufftæö-:. :
ingunum vegna
deilnaþeirra
um hvort lesa
eigi veðurat :
hugunarstöðv-
arnar ínefhifalli eða þágufalli. Veð-
urfræðingar hafa sennUega oftar far-
iö i verkfall en gengur og gerist en
að sögn gárunga veröur ekki framar
talað um verkfaU heldur nefnifaU,
þolfall, þágufaU eöa eignarfaU, aUt
eftir því hvernig kjarabaráttan fer
fram. Hagyrðingar hafa ekki látið sitt
eftir hggja og einn slíkur fyrir austan
sendiþessa:
Ekki verður gert svo öUum líki,
Austflrðingutn seint mun gagnastspáin,
Nú þráttað er um þágufaUasýki
og þvi er veðrið svona út í bláinn.
Skínandi
furðuhlutur
■. Norölending-
arhafaiítiöséö
isiunarafþvi .
semheitirsói.
Pjöimiðiar hafa
greintfráþtíssu
eníVíkurblað-
inuáHúsavlic
mátti finna
bráöfyndna
lreU um solar-
komima. Þar
sagöim.a.:
....si.þriðju-
dagsmorgun fóru undarlegfr hlutir
að gerast. Þegar menn risu úr rekkj -
um var himinninn blár og einhver
undarlegur fljúgandi og skínandi
furðuhlutur hátt á þessum sama
himni. Gamlir menn, sem mundu
tímana tvenna, kenndu fyrirbæriö og
uppiýstu þá yngri um hvaö hér væri
á ferö: „Þetta er núblessuð sólin,
bömin góð,“ sögðu þeir."
Fullkomnir
Skagamenn
Getrauna-
deiidiníknatt-
spymuer litt ' ^
spennandi
lengur, hvorki .
átoppiné
bomi.A.tn.k
eruSkaga-
mennorönir
l)ýsna öruggir
efmarkamá
Moggafrétti :
gær. Þar var
sagtfráboöi
rússnesks eðlisfræðings ogsérfræð-
ings um knatispyrnu, aö eigin sögn,
um að aðstoöa Skagamenn að komast
áfram í Evrópukeppninni. Rússinn
bauð töfralausnir, by ggðar á rúm-
fræðí og hugsun, en Skagamenn neit-
uðu. Spuming hvort Rússinn hefði
ekki átt að bjóða aðstoð sína hjá öðr-
um liðum hérlendis, t.d. aö kenna
KR-ingum að vinna titil eða Víking-
umaðforðastfall.
Umsjón: B jörn Jóhann B jörnsson
Fréttir
Samdráttur í tekjum sveitarfélaga vegna aðstöðugjalda:
Alagning hef ur lækkað
um 300 miinónir
tekjur Garðabæjar verða 16 imlljónum minni en gert var ráð fyrir
Tekjur sveitarfélaganna í landinu
dragast meira saman milli ára 1992
og 1993 en gert var ráð fyrir þar sem
álagning aðstöðugjalda hefur lækkað
um 300 milljónir króna frá síðasta
ári. Stærstur er samdrátturinn í höf-
uðborginni en tekjur borgarinnar
verða 110 milljónum króna minni en
gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun
fyrir þetta ár eins og fram hefur kom-
ið í DV.
ÖU sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu verða fyrir einhverjum
tekjumissi vegna niðurfellingar að-
stöðugjalda þó að mismikið sé. Tekj-
ur Garðabæjar verða þannig rúm-
lega 16 milljónum króna minni,
Hafnfirðinga 12 milljónum minni en
Seltirninga aðeins sex milljónum
króna minni en gert var ráð fyrir.
Þá veröa tekjur Kópavogs 13 milljón-
um minni en gert var ráð fyrir og
Mosfellsbæ vantar um 1,5 milljónir
króna upp í það sem gert var ráð
fyrir í fjárhagsáætlun 1993. Sú fjár-
vöntun telst þó léttvæg.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu eru flestöll að endurskoða fjár-
málin um þessar mundir. Bæjaryfir-
völd í Hafnarfirði eru ósátt við þá
upphæð sem ríkisvaldið miðar við
þegar bætur vegna niöurfellingar-
innar eru ákvarðaðar. Hafnfirðingar
benda á að endanleg álagning verði
230 milljónir í stað 216 milljóna eins
og ríkisvaldiö gengur út frá og er
stefnt að því að fá þetta leiðrétt hjá
ríkisbókhaldi.
„Þetta kemur illa út hjá okkur. Við
vorum búnir að reikna með að ná inn
24 milljónum króna í bætur frá rík-
inu vegna niðurfellingar aðstöðu-
gjalda en náum ekki nema ríflega 18
milljónum upp í þaö sem við reikn-
uðum með fyrir 1993. Okkur vantar
sex milljónir en það er 18 prósentum
minna en við gerðum ráð fyrir,“ seg-
ir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi.
-GHS
Blönduós:
Hafnargarð-
urinn 240
metra langur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Framkvæmdir við hafnargarðinn á
Blönduósi hafa staðið yflr af fullum
krafti í sumar en verkið er unnið af
V. Brynjólfssyni á Skagaströnd sem
átti lægsta tilboðið í verkið.
Hafnargarðurinn er orðinn 240
metra langur og á næsta ári verður
hann lengdur um 40 metra. Að sögn
Guðbjarts Á. Ólafssonar, byggingar-
fulltrúa á Blönduósi, ver nýi hafnar-
garðurinn gömlu bryggjuna fyrir
norðanáttinni og var um það að ræða
að sætta sig viö að bryggjan eyðilegð-
ist í stórveðrum eða byggja garðinn.
Tilboð V. Brynjólfssonar í verkið
hljóðaði upp á 120 milljónir króna
og má reikna með að heildarkostnað-
ur muni nema um 160 milljónum.
DV-mynd gk
Framkvæmdir við hafnargarðinn á Blönduósi hafa gengið vel í sumar og lýkur á næsta ári.
Akranes:
Þrjárfasteigna-
sölurífullum
reksbrf
„Ég er bara nokkuð ánægður með
viðtökumar og held að þessi rekstur
eigi að geta gengið,“ segir Daníel R.
Elíasson, en fyrir nokkrum vikum
opnaði hann fasteignasöluna Hákot
á Akranesi.
Daníel er ekki sá eini sem lagt hef-
ur út í þessa starfsemi á Akranesi,
því fyrir nokkrum mánuðum opnaði
Soföa Magnúsdóttir Fasteignamiðl-
un Vesturlands á Akranesi, og hún
kvartar heldur ekki yfir viðtökun-
um. „Það er mikiö framboð á fast-
eignum hér og mér hefur tekist að
selja þó nokkrar íbúðir síðan ég hóf
reksturinn hér í maí. Mér sýnist að
það hafi ekki veitt af fleiri fasteigna-
sölum hér,“ sagði Soffia.
Til skamms tíma var aðeins rekin
ein fasteignasala á Akranesi, fast-
eignasalan Berg, en eftir að þau Soff-
ía og Daníel, sem bæði eru Akumes-
ingar, fóru á námskeið fyrir fast-
eignasala, hafa þau opnað fasteigna-
sölur í heimabæ sínum.
Þorgeir Jósefsson hjá fasteignasöl-
unni Berg segir að mikið framboð sé
á fasteignum á Akranesi en hins veg-
ar sé eftirspumin takmörkuð. „Það
er nokkuð um að eldra fólk vilji
minnka við sig og þess vegna er mik-
ið af stórum eignum á söluskrá. Hins
vegar virðist yngra fólkið ekki hafa
áhuga fyrir stærri íbúðum og þess
vegna gengur seint að selja. Þetta
ræðst auðvitað af efnahagsástand-
inu, og undanfarin ár hefur verið
lægð hér á Akranesi,“ sagði Þorgeir
Jósefsson. -bm
A MYNDBANDALEIGURIDAG