Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 19911
11
Sviðsljós
Hún Guðný Halla Guðmundsdóttir sagði að hrammurinn
á bangsa hefði verið mjúkur þegar hann strauk henni
um kinnina. DV-myndirHMR
Félagarnir i Jójó tróðu upp á sviði fyrir framan Kjör-
garð við góðar undirtektir áhorfenda.
Langur laugardagur
Laugavegurinn á sér langa hefð
sem verslunargata í Reykjavík.
Það er mörgum sem finnst fylgja
því viss stemmning að fara og
rölta niður Laugaveginn, þó svo
að þeir geri ekki annað en að
skoða í gluggana.
Fyrsta laugardag í hverjum
mánuði taka verslanir við Lauga-
veg sig saman og hafa opið lengur
en venjulega. Oft hafa þessar
verslanir einhver sértilboð í til-
efni dagsins, auk þéss serh boðið
er upp á ýmsar uppákomur.
Síðasta laugardag var stór hluti
af Laugaveginum gerður að
göngugötu. Þar gat að líta bíla-
sýningu frá Ingvari Helgasyni.
Hljómsveitin Jójó var á sviði fyr-
ir framan Kjörgarð og skemmti
gangandi vegfarendum og stór
bangsi rölti um og heilsaði upp á
yngstu kynslóðina.
HMR
Þó svo að hún sé ekki há í loftinu vildi Freyja Maria Cabrera helst vera fyrir
framan sviðið og dansa. Hér er hún ásamt Lilju Grétu Kristjánsdóttur og Lindu
Björk Markúsardóttur sem voru að líta eftir henni.
íf GRÆNl\?"
|( SÍMINNj'
ASKAlFTAtSIMlNN
FYRIR LANDSfiYGOCHNA •
tfSa 99-6272
- talandi dæmi um þjónustu
Lasagna Siciliana
1-2 meðalstór eggaldin
12-16 Barílla lasagneblöð (spínat)
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós tómatkraftur (70 g)
1 laukur, smátt saxaður
basil lauf (McCormick)
salt og pipar (eftir smekk)
150 g Mozzarella ostur (rifinn)
olífuolía (Bertolli)
Sneiðið eggaldin í þunnar sneiðar, saltið báðar hliðar
og geymið í um 60 mín. Skolið síðan sneiðarnar, þurrk-
ið og steikið á báðum hliðum í Bertolli olífuolíu við
meðalhita. Geymið.
Sósa: Steikið lauk í olíu þar til hann verður gullinn,
bætið síðan tómötunum og tómatkraftinum á pönnuna
og kryddið eftir smekk.
Smyrjið eldfast mót og raðið í lögum: sósu, lasagne-
blöðum, osti, sósu og eggaldinum (lasagneblöðum,
osti, sósu, eggaldinum). Hægt er að raða l-A lögum
eftir stærð mótsins. Fallegast er að enda á ostblönd-
unni. Bakið við 200 í ca 40-50 mín.
FYRIR
4
í safariogá skiði
r i agust
DV er blað sem
hugsar um lesend-
ur sína. DV er
hressilegt blað,
dreiðanlegur
fréttamiðill, vettvangur
umrceðu sem skiptir þig máli, blað sem
leggur áherslu á efni fyrir fólk með ólik áhuga-
mál. Aukablöð DV eru löngu orðin lands-
þekkt og smáauglýsingar DV eru sannkallað
markaðstorg þjóðarinnar. Njóttu þess með tug-
þúsundum íslendinga að lesa DV á hverjutn
degi og gefðu sjálfum þér um leið möguleika
á að vinna glcesilegan sumarvinning í
Áskriftarferðagetraun DV og Flugleiða.