Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Qupperneq 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 Hvenær byrjar að snjóa? Elísabet Fitzgerarld: Það byrjar lík- lega að snjóa í nóvember. Þröstur Bjarnason: Ég spái því að það byrji ekki að snjóa fyrr en 20. nóvember. Harpa Rut Heimisdóttir: Fyrsti snjórinn kemur 22. desember. ísak Guðjónsson: í nóvember. Magnús Guðjónsson: Trúlega í nóv- ember. Ingibjörg Björnsdóttir: Það byijar að snjóa um miðjan október. Lesendur Sleppum dýr- unum strax! Nær væri að bjóða almenningi upp á fræðsluferðir til að skoða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi, segir m.a. i bréfinu. Magnús H. Skarphéðinsson skrifar: Ég legg til að Húsdýragarðinum verði lokað strax og dýrunum skilað á þá staði þar sem þau voru fónguð á sínum tíma og „húsdýrunum" (les: langtíma heilaþvegnum tegimdun- um) strax komiö fyrir í mannúðlegra umhverfi en þarna í sýnisfangelsinu í Laugardalnum. í staðinn verði boð- iö upp á reglulegar og fræðandi ferð- ir fyrir allan almenning í Reykjavík og víðar til að skoða þessi dýr í sínu náttúrulega umhverfi, s.s. ijúpuna, sehna, tófuna og aðra annars flokks íslendinga í augum okkar mann- anna. - Það væri hægur vandi ef vilj- inn væri fyrir hendi. Fyrir stuttu kom forstöðumaður Húsdýragarðsins fram í Sjónvárpinu og kvartaði undan hegðun ókeypis- gestanna í garðana sl. mánuð. Að sumir þeirra hefðu ekki kunnað sig þegar ókeypis var að horfa á hina ófijálsu fangelsisgesti Húsdýra- garðsins, þ.e. hin dýrin sem eru manninum þama til dýrðar. Því aö á hin dýrin var ekki bara horft, held- ur var þeim bæði misboðið og mis- þyrmt af nokkrum hluta gestanna. Troðiö var tóbaki og öðrum óþverra upp í kýr, kindur og hesta og sparkað 1 velflest önnur dýr einnig. Svo illa var t.d. farið með einn selkópinn, sem var á sínum tíma rænt frá móð- ur sinni, að eftir spörkin og gijót- kastið var vart um annað að ræða en að aflífa dýrið. Steinum og öllu öðru lauslegu er líka kastað í fiskana sem aðra fangelsisgesti þarna. Það er ekki nóg með að við étum helst allar aðrar dýrategundir, held- ur er þjóðaríþrótt að veiða velflestar þeirra ýmist okkur til matar, gjald- eyrisöflunar eða fólki hreinlega til skemmtunar og afþreyingar, sbr. t.d. allan stangaveiðilýðinn. Það er algjör óþarfi að bjóða dýrun- um þama upp á þess meðferð okkar. Það er nóg sem þau þurfa að þola í landbúnaðinum sjálfum og af fiski- skipaflotanum, þótt við fórum ekki að gera þennan svarta blett á sið- menningu okkar mannanna að sunnudagsiðju líka. Eðlileg áhorfun á þessi dýr við náttúrulegar aðstæö- ur er það sem koma skal. Enda líka langeðlilegast fyrir báða aðila. Þögn Hafrannsóknastofnunar: Hef ur ekkert áhrif á líkönin? Steinþór Bjarni Kristjánsson skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist vegna þeirrar þagnar sem ríkt hefur um það sem skiptir okkur íslendinga mestu máh, þ.e. þorskveiðamar. Við Nýfundnaland og Noreg hafa verið að koma í ljós hlutir sem eru gersam- lega á skjön við hinar ofurnákvæmu áætlanir sem Hafrannsóknastofnun hefur uppi um uppbyggingu þorsk- stofnsins við ísland, án þess að þeir hafi verið ræddir hér opinberlega, mér vitanlega. - Ég vil því hér með koma meö eförfarandi fyrirspumir til Hafrannsóknastofnunar: Hvaða áhrif á líkönin ykkar hefur sú staðreynd aö þorskstofninn við Nýfundnaland hefur minnkað þrátt fyrir það að ekkert hefur verið veitt af þorski þar í eitt ár? Hvaða áhrif á likönin ykkar hefur sú staðreynd að þorskstofninn við Noreg er nú í 70% betra ásigkomu- lagi en í fyrra og allir árgangar í mun betra ásigkomulagi en áður var hald- ið? Hvaða áhrif á líkönin ykkar hefur það að Norðmenn telja þorskinn hafa allt að því þurrkað út loðnustofninn viö Noreg? Kemur loðnuveiði hér einhvers staðar fram í líkönum ykk- ar? Ég læt þetta nægja að sinni og býst við svörum hið fyrsta. Ég er fullur grunsemda þegar það er lagt fram sem staðreynd að ef veidd verði 150.000 tonn þetta árið getum við veitt nákvæmlega 200.000 tonn eftir 3 ár. Það er orðið löngu tímabært að fræðingamir komi úr felum og fari að ræða staðreyndir en ekki sinn ímyndaða hkanaraunveruleika. Lesendasíða DV hefur óskað eftir því að frá Hafrannsóknastofnun ber- ist svör við spumingum bréfritara sem yrðu væntanlega birt síðar í vik- unni. í veðurblíðu Vatnsfjarðar Fríða og örn skrifa: Um helgina sem fylgdi mánaða- mótunum síðustu fórum við hjónin vestur á land. Við tókum fyrst Akra- borgina sem er ein besta samgöngu- bót hér við land. Síðan frá Akranesi til Stykkishólms þar sem við gistum. Þaðan var svo haldið með flóabátn- um Baldri yfir til Bijánslækjar. Feij- an Baldur er einnig hin mesta sam- göngubót og skipið er mjög fullkomið af sinni stærð að vera, starfsfólkið um borð mjög elskulegt og eykur það á ánægju ferðamannsins. Þama vestra tekur svo viö fegurð Vatnsfjarðar. í Flókalundi er tekið á móti fólki af hinni mestu alúð og þjónustuhpurð. Við teljum að fáir staðir á landinu séu ákjósanlegri til viðkomu og dvalar en sumir á þess- Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifið Á bryggjusporðinum við Brjánslæk. - Séö yfir Vatnsfjörðinn í Hjarðarnes. um slóðum. Þarna er alveg einstök veðurbhða, logn og sól var þama aha dagana. Strandlengjan þarna er með fá- dæmum faheg og góð tíl sjóbaða eins og þama viðraði þessa daga. Sandur- inn hvítur og sjórinn hreinn og tær og mengun ekki sjáanleg. Þama lá fólk í sólbaði líkt og á suðrænni sól- arströnd. Fólk hafði við orð að þama færi það aftur næsta dag ef vel viör- aði. Og veðrið sveik sannarlega ekki. Okkur finnst ekki vera nóg af því gert að kynna staðina þama, og þá möguleika sem þar bjóðast. Hótehð og veitingastaðurinn í Flókalundi er eitt dæmið. Þama er matsölustaður eins og best gerist hvar sem er á feröamannastöðum, og maður nýtur þess í fyhsta mæh að dvelja þama hvort sem maður sækist eftir hvíld éða áningarstað á leið sinni lengra vestur eða á leið til baka. - Við getum ekki látið hjá hða að senda nokkur þakklætisorð til þeirra sem á vegi okkar urðu og veittu frábæra þjón- ustu og móttökur hvar sem við kom- um á þessari ferð okkar. Ómaklegar árásiráHrafn Sigurbjörg skrifar: Ekki er ég kunnug Hrafni Gunnlaugssyni en hef fylgst nokkuð með umræðunni um störf hans. - Mér virðist að á hann hafi verið ráðist af fádæma hörku og jafnvel ósvífni. í fyrstu á Alþingi af þeim Svavari Gests- syni og Páh Péturssyni en þar átti Hrafn auðvitað engan kost á vörnum. Svo gerist það furðulega að eftir aö Ríkisendurskoðun hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að Hrafn hafi ekkert brotið af sér er árásunum haldið áfram. Þama hefur sannast það sem Steingrím- ur Hermannsson sagði um „heift- úðuga stjórnmálamenn". - Ætti Steingrímur nú að þekkja fyrrum „hoimafólk" úr ríkisstjóm sinni. januksíísrael H.H. skrifar: Eins og kunnugt er hefur John Demjanuk, sem Israelsmenn áhtu vera Ivan hinn grimma, þann sem sagöur var hafa tekið fjölda gyöinga af hfi á stríðsárun- um, verið einangi-aður í fsrael vegna yfirheyrslna í um 7 ár. Engar sannanir komu ísraels- menn með um sekt Demjanuks þessa. Nú hefur hann loks verið sýknaður af ákærunum en þá bregöur svo við að ísraelsmenn vilja halda þessum gamla manni í landi sínu. Eru Israelar, sem höggva menn og aðra, yfirleitt nokkru bættari með að hefna sín á gamalmennum vítt og breitt um heiminn fyrir meintar misgjörðir íyrir meira en hálfri öld? Ákjötvakf Gunnar Sigurðsson hringdi: i tilefhi „kjötdeilunnar miklu" og snöfurmannlegrar afgreiðslu fuhtrúa frá landbúnaðarráðu- neytinu, sem var að taka á móti konu sinni í Leifsstöð, er réttlátt íramhald að leiöa í ljós hver þessi árvakri fulltrúi ráðuneytisins var. Það er ekki minni frétt að upplýsa fólk um tilvist svo ötuls starfsmanns hins opinbera á staðnum en um svínfeitan bóginn á farangursvagni ráðherrairúar- innar. Haraldur Sigurðsson hringdi: Svona fór nú Elísabet Eng- landsdrottning að, líkt og forystu- menn lýðsins víða um heim. ; ; Elísabet haföi m.a. fyrir þrýsting breska þingsins sagst ætla að greiða sjálf endurbætui’ á Wind- sor-kastala sem brann á síðasta ári. En svo bregöast krosstré. Nú hefur hún ákveðið að selja þegn- um sínum aögang að Bucking- ham-höll þannig að þeir greiði sjálfir allar viðgerðir á Windsor- kastala. - Er þetta ekki dæmigert fyrir þá sem komast í opinbera aðstöðu? Lítum okkur nær, hér erudæminnæg. SýniðföHuðum tillitssemi Ragnar skrifar: Ég vildi koma þeim thmælum á framfæri við sijórn og starfs- menn Strætisvagna Kópavogs að fótluðum sé sýnd tilskihn tilhts- semi. Dæmið um stúlkuna sem neitað var um far með vögnunum ætti að vera nægilega lýsandi til að fá fólk til að breyta öðruvísi. Öskur og köh til íatlaðra gagna ekki. Sumir heyra þetta jafnvel ekki. Kurteisin er það eina sem gildir ásamt tilhtssemi. Svo mætti lækka veröið á grænu kortunum. Það kæmi sér afar vel fyrir hina fötluðu, ekki sist þá sem sækja skóla víösvegar á höf- uðborgars væðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.