Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 17 íþróttir Reykjavikur maraþon 1993 Hiö árlega Reykjavíkur mara- þon veröur haldið á götum höfuö- borgarinnar sunnudaginn 22. ág- úst. Fjórarvegalengdir Hægt verður aö velja um fjórar mismunandi vegalengdir, mara- þonhlaupiö, sem er 42,195 km, hálfmaraþon, sem er 21 km, 10 km hlaup og skemmtiskokk sem er 3 km langt. Maraþonhlaupið er íslandsmeistaramót. 10 km hlaupiö er nýjung í Reykjavíkur maraþoni og þá hefur vegalengd í skemmtiskokki verið stytt. Þátttakendur Maraþonhlaupið er opið öllum 18 ára og eldri. Hálfmaraþon- hlaupið er opið hlaupurum 16 ára og eldri en 10 km og skemmti- skokkið er öllum opið. Þátttökugjöld Þátttökugjöld er krónur 1.300 fyrir maraþonhlaupiö, krónur 1.100 fyrir hálfmaraþon, krónur 1.000 fyrir 10 km og krónur 800 fyrir skemmtiskokkið en krónur 600 fyrir 12 ára og yngri. Þátttakatilkynnist fyrir19.ágúst Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi berist til Reykja- víkur maraþons, íþróttamiðstöð ÍSÍ, Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir 19. ágúst. Ávísanir skulu stílaðar á Reykjavíkur maraþon. Þátttökutilkynningar eru ekki teknar gildar nema þátttökugjöld fylgi. Hægt er að skrá sig í and- dyri íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardal klukkan 9-17 frá 12.-19. ágúst og 9.-19. ágúst í Frí- sporti, Laugavegi 6, Kringlu- sporti í Borgarkringlunni, Hótel Eddu, Akureyri, Nesjaskóla við Höfn og hjá Vesturferðum, ísafirði. Upplýsingar eru í síma 813377 hjá skrifstofu Reykjavíkur maraþons. Verðlaun AUir er ljúka hlaupinu hljóta verðlaunapening. Þeir fyrstu í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km karla og kvenna hljóta sérverð- laun. Sigurvegarar karla og kvenna í maraþoni og hálfmara- þoni fá utanlandsflugmiða frá Flugleiðum í verðlaun. Peninga- verðlaun eru fyrir efstu sætin í maraþoni og hálfmaraþoni, sam- tals 6.850 Bandaríkjadalir. Auk þess er greiddur bónus ef braut- armet eru slegin. í skemmti- skokkinu og 10 km er dreginn út flugmiði frá Flugleiðum. Sigur- vegarar í einstökum aldursflokk- um í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hljóta viðurkenningu. Veitt verða verðlaun fyrir furðulegasta hlaupabúninginn og einnig verð- ur dregið um fjölda aukaverð- launa. KlúbburlO Reykjavíkur maraþon bryddar upp á þeirri nýjung að þeir sem taka þátt í Reykjavíkur maraþoni í 10. sinn fá sérstaka viðurkenn- ingu. Þessir aðilar eru beðnir um að gefa sig fram við skrifstofu Reykjavíkur maraþons hið fyrsta. -GH íslandsmótið -2. deild: Færin illa nýtt -þegar UMFG og Stjaman skildu jöfn, 1-1 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta er alveg hrikalega svekkj- andi að ná ekki í öll stigin þar sem við fengum sannkölluð dauðafæri undir lokin. Svona er þetta búið að vera í sumar hjá okkur. Við fáum nóg af færum en heppnin hefur ekki verið með okkur hingað til,“ sagði Þorsteinn Bjarnason, þjálfari og markvörður Grindvíkinga, eftir að Suðurnesjamenn höfðu gert 1-1 jafn- tefli við Stjörnuna í Grindavík í 2. deildinni í gærkvöldi. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og fullt af færum á báða bóga. Stjömumenn komust yfir á 6. mínútu þegar hinn stóri og stæði- legi Bjami Benediktsson skoraði auðveldlega. Þorsteinn sá til þess að Stjörnumenn bættu ekki mörkum við og hinum megin var Jón Otti Jónsson í banastuði í marki gestanna en hann fékk nóg að gera í síðari hálfleik. Grindvíkingar sóttu látlaust undir lokin og náðu að jafna á 75. mínútu. Ólafur Ingólfsson átti þá sendingu fyrir mark Garðbæinga og boltinn fór af einum varnarmanni Stjömunnar í netið. Þórarinn Ólafs- son fékk mörg góð færi undir lokin en heppnin var ekki með honum og mörkin urðu ekki fleiri. „Við áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en ég er ánægður með annað stigið í heildina," sagði Sigur- lás Þorleifsson, þjálfari Stjömunnar, eftir leikinn. Menn leiksins: Þorsteinn Bjarna- son, Grindavík, og Jón Otti Jónsson, Stjörnunni. ÍR steinlá eystra Mágnús Jónasson, DV, Austurlandi: Þróttur, Nes„ vann stórsigur, 3A), á ÍR-ingum á Neskaupstað og sjá ÍR- ingar nú fram á fallbaráttu eftir slakt gengi í undanfómum leikjum. Þrótt- arar hífðu sig upp í sjöunda sætið með sigrinum en hðið hefur verið í fallsæti í allt sumar. Heimamenn náðu forystunni á 40. mín. þegar Kári Jónsson skoraði glæsi- legt mark með viðstöðulausu skoti upp i þaknetið efhr hornspymu. Þrátt fyrir einstefnu á mark ÍR kom annað mark- ið þó ekki fyrr en á 65. mínútu og þar var að verki Viðar Þorkelsson með sitt fyrsta mark fyrir Þrótt. Þróttur sótti áfram og uppskar þriðja markið á 80. mín. og Kári var þar kominn aftur eft- ir glæsilega sendingu frá Zoran Cikic. Maður leiksins: Kári Jónss., Þrótti, Nes. Mikilvægur sigur hjá Leiftursmönnum - unnu Tindastól, 1-0, á Ólafsfiröi Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði: Leiftur sigraði Tindastól, 1-0, á Ól- afsfirði í gærkvöldi. Leikurinn ein- kenndist af baráttu og dálítilli hörku undir lokin enda þrjú dýrmæt stig í húfi. Sigurinn var mikilvægur fyrir Leiftur sem er nú aðeins stigi á eftir Stjömunni. Leiftursmenn skomðu sigurmarkiö á 30. mínútu og var þar að verki Mark Duffield eftir horn- spyrnu Páls Guðmundssonar. Heimamenn fengu góð færi á að bæta mörkum við og hinum megin var Pétur Pétursson tvívegis í dauðafær- um en Þorvaldur Jónsson bjargaði vel frá honum. Stólarnir voru sterk- ari í síðari hálfleik en tókst ekki að jafna. Maður leiksins: Þorvaldur Jóns- son, Leiftri. sigurinn Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyri: „Staðan er orðin þægilegri eftir þessa sigra en við tökum bara einn leik í einu og næst er það 6 stiga leikur á Króknum,'1 sagöi Njáll Eiðsson, þjálfari KA, eftir 3-0 sigur á Boltafélagi isafjaröar á Akureyri í gærkvöldi í 2. deild- inni. KA vann þar sinn fjórða sigur í röð og ef byrjun mótsins hjá Uð- inu hefði ekki verið jafnafleit og hún var væri liðið nú í toppbar- áttu. Þótt liðið léki ekkert sérlega vel í gærkvöldi vom KA-menn alltaf betri en ísfirðingarnir enda var „lítill bolti“ hjá þeim Boltafé- lagsstrákum. KA skpraði öll mörkin í síöari hálfieik, Ormarr Örlygsson það fyrsta strax i upphafi hálfleiksins eftir leikhlé, þá Stefán Þórðarson með skalla og loks Þorvaldur Sig- björnsson rétt fyrir leikslok. Þróttarinn Zoran Stosic í baráttu við leikmann Breiðabliks í leik liðanna á Þróttarvelli í gærkvöld. Zoran átti góðan leik en Blikar fögnuöu sigri. DV-mynd GS íslandsmótið í knattspymu - 2. deild: Blikar á toppnum Breiðablik sleppir ekki takinu af fyrsta sætinu í 2. deildinni í knattspyrnu og stefnir nú hraðbyri að því að endur- heimta sæti sitt í 1. deild. í gærkvöldi vann liðið 2-4 sigur á Þrótti á Þróttar- velli. Staðan í leikhléi var 2-2. Leikurinn var fjörugur og bauð upp á mörg marktækifæri. Harkan var þó helst til mikil á köflum og kom það nið- ur á gæðum knattspyrnunnar. Þróttarar tóku forystu þegar eftir þriggja mín. leik. Hajrudin Cardakhja, markvörður Blik- anna, missti boltann yfir sig eftir fast skot að marki en Sigurður Hahvarðsson náði að snerta með tánni og fær því markið skráð á sig. Bhkarnir sóttu í sig veðrið eftir þetta áfall og jöfnuðu á 15. mín. Kristófer Sigurgeirsson komst í gegnum vörn Þróttar og sendi fast skot í fjærhomið. Fimm mín. síðar fengu Blikarnir vítaspyrnu sem skrifast alfar- ið á reikning Axels Gomes, markvarðar Þróttar. Hann átti misheppnaða spymu frá marki sínu og felldi síðan Arnar Grétarsson sem stakk vamarmenn Þróttar af. Jón Þórir Jónsson skoraði af öryggi úr vítinu. Þróttarar náðu að jafna fyrir hlé og var þar aftur aö verki Sigurð- ur Hallvarðsson sem aftur hafði betur í baráttunni við Cardakhja. Bhkamir voru sterkara Uðið í síðari hálfleik og bættu við tveimur mörkum. Það fyrra gerði Willum Þór Þórsson á 74. mín. eftir að Kristófer óð upp allan völl og lagði boltann á Willum. Fimm mín. síðar svaf vöm Þróttar illa á verðin- um, Bilkar voru fljótir að taka auka- spymu, gáfu á Arnar Grétarsson sem skoraði með góðu skoti, 2-4. Sigur Blikanna var fyllilega sanngjarn en með smáheppni hefði Þróttarhðið getað náð jafntefli. Kristófer, Amar og Jón Þórir áttu allir mjög góðan leik hjá Kópavogshðinu og einnig vom Úlfar Óttarsson og Sigurjón Kristjánsson góð- ir. Hjá Þrótti áttu lykilmenn slæman leik og þá vom þeir Theodór Jóhannsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson í leikbanni og munar um minna. Dragan Manojlovic var besti maður Uðsins og Zoran Stosic átti góða spretti. Sigurður Hahvarðsson var fylginn sér í framlínunni. Maður leiksins: Kristófer Sigurgeirs- son, UBK. -BL Rífið af / klipplð Vinsamlegast skrifið prentstafi SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ NAFN(name) (SexM/F) KENNITALA (date of birth) HEIMILI PÓSTNÚMER SlMI ÞJÓÐERNI (Nationality) Ég skrái mig til þátttöku f: Kr. □ MARAÞONHLAUPI 1.300 □ HÁLFMARAÞONHLAUPI 1.100 □ 10 KM HLAUPI 1000/600 □ SKEMMTISKOKKI, 3 KM 800/600 □ SVEITAKEPPNI (3 i SVEIT) Ég undirritaöur/undirrituð leysi hér með framkvæmdaraöila Reykjavíkurmaraþons undan allri ábyrgö á tjóni, meiðslum eða veikindum sem ég gæti orðið fyrir í viðkomandi hlaupi. Ég stað- festi það einnig að ég er bæði líkamlega og andlega fær um að Ijúka viðkomandi veglengd. NAFN SVEITAR: Undirskrift (signature) Dagsetning (date) StaðaníS UBK 12 8 Stjarnan 12 7 Leiftur 12 7 Grindavik 12 4 KA 12 5 Þróttur, R 12 4 Þróttur, N 12 4 ÍR 12 4 Tindastóll 12 3 BÍ 12 2 !. deild 2 2 24-8 26 3 2 22-12 24 2 3 22-17 23 4 4 13-14 16 1 6 17-19 16 3 5 19-21 15 2 6 16-24 14 1 7 16-20 13 3 6 18-24 12 3 7 14-22 9 Markahac Jón Þórðarson, Stjöi PéturB, Jónsson, Lc G unnar Már Mássoi Stir: -nunni .7 iftri 7 i,Leiftri 6 Þórður Gíslason, Tii Wilium Þór Þórsson idastóli 6 , UBK .6 Leifur G. Hafsteinss SiguríónKrísfiánssc Dorde Tosic, BI on, Stjörnunni ..5 5 * ..5 Monaco vann Bordeaux Monaco sigraði Bordeaux, 3-2, í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Afríkubúinn Amara Simbo skoraði tvö af mörkum Monaco í leiknum. Skoski deildarbikarinn hófst í gærkvöldi með nokkrum leikjum. Helstu úrsht urðu þessi: Stirhng-Celtic 0-2, Aberdeen- Cowdenbeath 5-0, Hamilton-Dundee Utd. 2-0, Hibs-AUoa 0-1, Ayr-Motherweh 0-6 og Kilmarnock-Morton 1-2. John Collins gerði bæði mörk Celtic gegn Stirling. -RR Evrópukeppni félagsliða í handknattleik: Góðir möguleikar íslensku liðanna - kvennaliðin eiga þó erfiða leiki fyrir höndum í gær var dregið í Evrópumótunum í handknattleik í aðalstöðvum EHF í Vín í Austurríki. í karlaflokki verð- ur að telja möguleika íslensku hð- anna á að komast í 2. umferð nokkuö góða en það verður á brattann að sækja hjá kvennaliðunum. í karlaflokki drógust íslandsmeist- arar Vals gegn Tatra Koprivnice frá Tékklandi og fer fyrri leikurinn fram ytra. Mikil flótti leikmanna hefur verið frá Tékklandi til annarra Evr- ópulanda sem hefur gert það að verk- um að félagsliðin eru ekki sterk og því ættu Valsmenn að eiga nokkuð greiða leið áfram. Selfyssingar, sem leika í Evrópu- keppni í fyrsta sinn, leika gegn HC Bauska Riga frá Lettlandi og eiga Selfyssingar fyrri leikinn hér heima. Lettneska liðið er óskrifað Mað en það verður eflaust erfitt heim að sækja. FH-ingar, sem leika í nýrri keppni svokallaðri Borgarkeppni Evrópu, mæta norska liðinu Stavanger IF og er fer fyrri leikurinn fram í Noregi. Þetta er þriðja árið í röð sem lið Stav- anger mætir íslenskum hðum. Fyrir tveimur árum slógu Víkingar þá út og Valsmenn endurtóku leikinn í fyrra. Svíamir Magnus Anderson og Robert Hedin sem léku með gegn Víkingum eru farnir frá Stavanger og hðið skipa nú að mestu ungir og óreyndir leikmenn. FH-ingar með sitt reynsluhð ættu því að eiga stóra möguleika á að komast áfram. ÍR-ingar eru nýhðar í Evrópu- keppni og þeir drógust gegn danska hðinu Virum Sorgenfri í Evrópu- keppni félagshða og er fyrri leikur- inn í Danmörku. Dönsk félagslið hafa í gegnum árin staðið sig vel á Evr- ópumótunum og ÍR-ingar þurfa ör- ugglega að taka á öllu sínu ef þeim á að takast að slá Danina úr leik. Tvö kvennalið mæta spánskum liðum íslandsmeistarar Víkings í kvenna- flokki drógust gegn CB Mar Valencia frá Spáni og eiga fyrri leikinn ytra. Bikarmeistarar Vals mæta Land- haus Post frá Austurríki og er fyrri leikurinn í Austurríki. Stjarnan tekur þátt í Borgarkeppni Evrópu og mætir þar spænska liðinu Alcala Pegaso Madrid og eiga Stjörnustúlkur fyrri leikinn ytra. Þá drógust Eyjastúlkur gegn hði Varpa Riga frá Lettlandi og eiga fyrri leikinn á heimavelli. Sömu leikdagar eru hjá körlunum og konunum. Fyrri leikirnir eiga að fara fram 25. eða 26. september og síðari leikimir 2. eða 3. október. -GH Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum: Fimm til Stuttgart - Einar Vilhjálmsson enn meiddur og keppir ekki Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn munu keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í Stuttgart í Þýskalandi á laugardag- inn. Sigurður Einarsson, Ármanni, keppir í spjótkasti, Vésteinn Haf- steinsson, HSK, keppir í kringlu- kasti. Pétur Guðmundsson, KR, í kúluvarpi. Guðrún Arnardóttir, Ár- manni, tekur þátt í 100 metra grinda- hlaupi og Þórdís Gísladóttir, HSK, keppir í hástökki. Einar Vilhjálmsson, spjótkastari úr ÍR, getur ekki tekið þátt í mótinu, þar sem hann er ekki oröinn góður af olnbogameiðslun, sem hrjáð hafa hann í aht sumar. Einar stefndi að þátttöku en ákvað í gærkvöldi, eftir kastæfingu, að betra væri að sitja heima. „Olnboginn bólgnaði upp þegar ég var að undirbúa mig fyrir Smáþjóða- leikana í vor og hann er enn bólginn og ég hef ekki fulla hreyfigetu í oln- boganum. Þetta er mjög sárt þar sem stoðæfingar fyrir tímabihð gengu vel og ég sá fram á að bæta mig verulega í sumar. En ég er ekki hættur, þetta er svo gaman. Ég hætti ekki meðan Tom Petranov er enn að,“ sagði Ein- ar við DV seint í gærkvöldi. Martha Ernstdóttir, ÍR, var vahn til þátttöku í 10 kílómetra hlaupi en hún hefur átt við veikindi að stríða aö undanfómu og mun því ekki gefa kost sér á mótið. Spjótkastkeppnin er á dagskrá strax á sunnudag en þá verður keppt í undankeppninni og úrslitakeppnin er síðan á dagskrá á mánudaginn. Vésteinn keppir í undankeppni kringlukastsins á mánudag og ef hann kemst í úrshtin eru þau á dag- skrá á þriðjudag. Riðlakeppni í 100 metra grindahlaupi og undankeppnin í hástökki er á fimmtudag og kúluvarp karla á fostu- dagogúrshtálaugardag. -GH/BL Sigbjörn þjálfar ÍBV - Zoltan Belany verður aðstoðarmaður Sigbjörn Óskarsson mun þjálfa Eyjamenn i vetur. lSigbjörn Óskarsson var í gær ráð- inn þjáífari 1. deildar hðs ÍBV í hand- knattleik. Sigbjörn mun einnig leika með liðinu en hann hefur leikið und- anfarin ár með Eyjamönnum. Hon- um til aðstoðar verður Ungverjinn Zoltan Belany, en hann hefur leikið með hði Eyjamanna undanfarin tvö ár við góðan orðstír. Sigbjöm og Bel- any taka við starfi Sigurðar Gunn- arsson, sem þjálfaði liðið í fyrra, en hann þjálfar nú norska liðið Bodö. „Mér hst mjög vel á þessa tvo menn og það er gott að það er búið að ganga frá þessu. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á komandi tímabil en það er ljóst að þetta verður erfitt. Við erum búnir að missa snjaha leik- menn eins og Sigmar Þröst mark- vörð. Við eigum þó unga og efnilega stráka sem era að koma upp og við munum treysta á þá,“ sagði Grímur Gíslason, formaður handknattieiks- deildar ÍBV, í samtah við DV í gær- kvöldi. -RR íþróttir klnnbeinsbrotini) Breski knattspymumaöurinn Peter Beardsley kinnbeinsbrotn- aði í leik með Newcastle gegn Liverpool á mánudagskvöld og veröur frá næstu sex vikurnar að minnsta kosti. Berdsley, sem gekk til liðs viö Newcastle frá Everton í sumar, lenti í samstuði viö hinn nýja varnarleikmann Liverpool, Neil Ruddock, og var hann þegar fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir að- gerð. Leikurinn, sem var ágóða- leikur fyrir Ronnie Whelan, end- aði með 1-6 sigri Liverpool og skoraði Neil Ruddock sigurmark- ið. -GH Villamarðl siguráWlgan Enska dehdarkeppnin hefst nk. laugardag. Fjölmargir æfinga- leikir fóru fram um síðustu helgi og eins og oft í slíkum leikjum voru óvænt úrsht. Aston Villa lenti í miklu bash með 3. deildai- lið Wigan en vann þó 1-6 sigur. Guy Wittingham skoraði sigur- mark Viha en hann var keyptur til liðsins á fostudag. Newcastle, sem margir spá góðú gengi í úr- valsdeildinni, náði aðeins 1-1 jafntefh gegn Scunthorpe, sem leikur í 3. deild, Shefíield Wedn- esday, sem einnig er spáð góðu gengi í vetur, gerði einnig 1-1 jafhtefli, gegn Derby. Paul War- hurst skoraði mark Wednesday, en liann er líklega á leið frá félag- inu til Blackbui-n. Liverpool vann stórsigur á Burnley, 6-4, á úti- vehi og skoraði lan Rush 2 mörk fyrir Liverpool og þeir Steve McManaman og Mark Walters sitt markið hvor. Nýliðar Swind- on töpuöu óvænt, 1-2, fyrir Brist- ol City og WBA vann óvæntan sigur á Chelsdea, 3-0, en þar skor- aði gamla kempan Simon Garner 2 mörk fyrir WBA. Þá vann Cam- bridge 3-2 sigur á Nottingham Forest, QPR sigraði Oxford, 2-6, og Norwich sigraði Birmingham, 3—2. Handboltaskúli FH Handknattleiksskóli FH veröur starfræktur í Kaplakrika 16.-21. ágúst. Frá klukkan 16-12 verða drengir og stúlkur 6-9 ára og klukkan 12-14 stúlkur og drengir 10-14 ára. Kennt verður í tveimur sölum og fá ahir viðurkenning- skjöl. Leikmenn meistai-aflokks karla- og kveima koma í heim- sókn 21, ágúst. Þátttökugjald er krónur 1060 og veittur er systk- inaafsláttur. Þeir krakkar sem ætla að sækja skólann era beðnir um að koma með handbolta við stærð. Kennarar verða Gunnar Beinteinsson og Kristín Guðjóns- dóttir. Víkingur-KRí Getraunadeildinni 12. umferð Getraunadeildarimi- arí knatispymu liefst í kvöld með leik Víkings og KR á Laugardals- velli. Leikurmn fer fntm á Laúg- ardalsvelh og hefst klukkan 19. Nóatúnsmót stúlkna Nóatúnsmót Aftureldingar i knattspyrnu fý’rir stúlkur 10 ára og yngri fer fram á Tungubökk- um um næstu helgi. Um 230 stúlkur taka þátt í mótinu og má búast við að rnikið fiör verði hjá þessum yngstu . knattspymu- stúlkum landsins. Keppt er í fjór- um riðlum á laugardeginum og síðan fer fram úrslitakeppni á sunnudag. Gestur í leikbann Gestur Gylfason, leikmaður með Keflvíkingum, var dæmdur í eins leiks bann á fundi aga- nefndar KSÍ í gærkvöldi vegna fjögurra gulra spjalda. Hann var eini leikmaður Getraunadehdar- innar sem dæmdur var í leik- bann. Tveir leikmenn með 3. deildar hði Hauka, þeir Guð- mundur Valur Sigurösson og Davíð Ingvason voru dæmdir í eins leiks bann vegna fiögurra gulra spjalda. -RR<QR> KNATTSPYRNA Firma- keppni Knattspyrnudeild Hauka heldur firmakeppni á gervi- grasinu, Ásvöllum, 14.-15. ágúst nk. Uppl. og þátttökutilkynningar í síma 652466 (Svav- ar) eftir kl. 13.00 alla daga en fyrir kl. 16.00 föstud. 13. ágúst. Stjórnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.