Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Síða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
íþróttir unglinga
DV
íslandsmót 3. fl. kvenna:
ÚrsHtakeppnin
13^15. ágúst
Úrslitakeppnin á íslandsmóti 3.'
flokks kvenna fer fram í Kópa-
vogi 13.-15. águst. Ekki er alveg
ljóst hvaöa liö komast í úrslita-
keppnina.
íslandsmót 5. fl. A-riðiIs:
Fylkirsigraði
FramíA-liði
Ljóst er að þau fjögur lið sem
komast 1 úrslitakeppni islands-
mótsins í 5. flokki A-riðils eru:
Valur, Fram, Keflavik og Fylkir.
Fylkir tryggði sé réttindin i leikn-
um gegn Fram, sem fór þannig:
Fylkir-Fram.A 3-2 B 0-1C1-2
íslandsmót, 4. fl. karla:
Fram vannVíking
Fram-Víkingur..A4-1B11-1
Fram, Víkingur og KR hafa þegar
tryggt sér sæti í úrslitakeppni ís-
landsraótsins í Á-riðli. Ekki er
ennþá þóst hvaða lið kemur til
með að skipa 4. sætiö, sem einnig
veitir rétt til þátttöku í úrslitun-
um. Keppnin stendur á milli ÍR,
Vals og Fylkis. ÍR stendur best
meö 13 stig. Valur og Fylkir hafa
12 stig og ein umferð er eftir.
Valur mætir ÍR á fóstudaginn á
ÍR-velli og sigri ÍR-ingar halda
þeir að sjálfsögðu áfram. Sigri,
aftur á móti, Valur - og vinni
Fylkir Breiöablik í kvöld ræður
markahlutfall hjá Val og Fylki.
Trölla-Tópas mótið:
Fylkirbest
Trölla-Tópas mót Fylkis í 6.
flokki fór fram um síðustu helgi.
Fylkir sigraði í A, C og D-liði en
Þróttur í B-liði. Fylkir vann einn-
ig í heildarstigakeppninni. Nánar
á unglingasíðu DV á mánudag.
ÞaðvarAndrés
Á unglingasíðu DV sl. mánudag
uröu þau mistök að í texta með
mynd af fyrirliöa 4. flokks Fram-
ara var hann sagður heita Eggert
Stefánsson, sém er að sjálfsögðu
rangt því fýrirliðinn í úrslítaleik
Reykjavíkurmótsins í sumar var
Andrés Jónsson. Eggert hefur þó
oftast veriö fyrirliði Framliðsins
í sumar. Strákamir eru beðnir
velvirðingar á þéssum leiðu mis-
tökum. Hið skemmtilega er þó aö
Eggert er í mikilli nálægð við
Andrés, eins og myndin sýnir.
-Hson
Eggert Stefánsson, 4. fiokki
Fram, er ekki út úr myndinni.
Hnokkamót Stjömunnar í 7. flokki 1 Garðabæ:
Frábær fótbolti
- og Afturelding sigraði 1 A-liði og Fylkir 1 B-liði
Umsjón:
Halldór Halldórsson
Ljóst er að bæði þessi félög þurfa
ekki að kvíða framtíöinni með þenn-
an mannskap á sínum snærum.
3.-4. sæti: Keflavík-Fylkir....2-0
5.-6. sæti: ÍR-Valur...........5-6
7.-8. sæti: Þróttur, R.-Týr, V.4-2
9.-10. sæti: Fjölnir-Stjarnan..1-0
11.-12. sæti: Víkingur-Grindavík..l-2
13.-14. sæti: Víðir-Akranes(2).9-2
15.-16. sæti: Akranes-KR(2)....3-0
17.-18. sæti: Þór, V.-Njarðvík.1-0
19.-20. sæti: Týr, V.-Grótta...3-1
Hnokkamót Stjörnunnar í knatt-
spymu 7. aldursflokks fór fram um
síðastliðna helgi. Afturelding sigraði
í A-liði í fyrsta skipti, vann KR í úr-
slitaleik, 3-2, og í B-liði urðu
Fylkiskrakkarnir meistarar, unnu
Stjörnuna í úrslitaleik, 5-2. Alls tóku
18 félög þátt í mótinu ög leikið var í
A- og B-liði. Skoruð voru alls 470
mörk og flest af betri endanum.
Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist meö
og hafði greynilega gaman af enda
með ólíkindum hvað krakkamir
sýndu frábæran fótbolta. - Mótið
hófst á laugardag og lauk síðdegis á
sunnudaginn. Góð mótsstjóm var í
höndum Páls Grétarssonar.
KR-ingarnir erfiðastir
Magnús Lárusson, fyrirliði A-liös
Aftureldingar:
„Þetta er alveg frábært. Viö höfum
æft alveg svakalega vel í sumar en
við bjuggumst samt ekki við því að
sigra í hnokkamótinu. Úrslitaleikur-
inn gegn KR var langerflðastur, því
KR-ingamir eru svo góðir. Jú, Gústi
er alveg frábær þjálfari," sagði
Magnús.
Mest gaman í marki
Halldóra Sigurlaug Ólafs, markvörð-
ur B-liðs Fylkis, stóð sig mjög vel í
úrslitaleiknum gegn Stjörnunni:
„Mér finnst langskemmtilegast í
markinu, en ég man samt ekki hve-
nær ég byrjaði að spila þá stöðu. Já,
já, strákamir hlýða alltaf þegar ég
er að kalla á þá í vöminni," sagði
Halldóra.
Fæst mörk vora skorað hjá Hall-
dóm, eða aðeins 2 gegn 32 mörkum
Fylkis. Það verður að teljast góður
árangur.
Dómarinn bara ágætur
Grímur Freyr Kristinsson, fyrirliði
B-liðs Fylkis:
„Stjarnan var erfið í úrslitaleikn-
um en okkur tókst samt að vinna.
Sigurinn kom okkur svolítið á óvart
því þaö voru svo mörg góð lið sem
kepptu á mótinu. Jú, jú, dómarinn
var bara ágætur. - Að vera orðnir
Hnokkameistarar Aftureldingar í keppni A-liða. Fremri röð frá vinstri: Magnús Lárusson fyrirliði, Daniel Jónsson,
Kristján Magnússon, Davíð Svansson og Halldór Kjartansson. Aftari röð frá vinstri: Ágúst Harðarson þjálfari,
Andrés Ásgeir Andrésson, Hrafn Ingólfsson, Jóhann Björn Valsson og Snorri Hauksson þjálfari.
Keppni B-liða
I. -2. sæti: Stjarnan(2)-Fylkir.2-5
Mörk Fylkis: Bjarni Helgason 2, Al-
bert Ingason 1 (Sonur Inga Bjöms
Albertssonar), Einar Pétursson 1 og
eitt sjálfsmark. - Mörk Stjörnunnar:
Stefán Sveinbjörnsson 1 (Sonur
Sveinbjöms Hákonarsonar) og
Sindri Már Sigþórsson 1 mark. -
Leikurinn var mjög spennandi og
skemmtilegur og sýndu leikmenn
beggja liða að þeir höfðu lagt hart
aö sér viö æfingar fyrir mótiö.
3.-4. sæti: Akranes-KR.........2-3
5.-6. sæti: ÍR-Víkingur, R.....1-8
7.-8. sæti: Valur-Keflavík......4-1
9.-10. sæti: Afturelding-Keflav.(2) 1-2
II. -12. sæti: Grindav.-Aftureld.(2)4-0
13.-14. sæti: Fjölnir-Stjarnan..5-0
15.-16. sæti: Þróttur, R.-Njarðvík,.l-0
17.-18. sæti: Þór, V.-Grótta....2-3
19.-20. sæti: Víðir-Týr, V.....0-3
Fylkir varð hnokkameistri í keppni B-liða. Fremri röö frá vinstri: Sigurður Helgi Grímsson, Grimur Freyr Kristins-
son, Kjartan Ágúst Jóhannsson, Halldóra Sigurlaug Ólafs, Konráö Vignir Sigurðsson og Alexandra Frímannsdótt-
ir. Aftari röö frá vinstri: Helgi Bjarnason þjálfari, Albert Ingason, Bjarni Helgason, Einar Pétursson, Ragnar Sig-
urðsson og Halldór Örn Þorsteinsson þjálfari.
Einstaklingsverðlaun
Markakóngur: Gunnar Þór, Víkingi,
meö 25 mörk.
Besti markvörðurinn: Ingvar Guð-
mundsson, Stjömunni.
Besti leikmaöurinn: Davíð Svans-
son, Aftureldingu.
Prúðasta liðið, innan vallar: Njarð-
vík.
Prúðustu liðin í mótinu: Njarðvík
og Týr, Vestmannaeyjum.
í vítaspyrnukeppni sigraði Akra-
nes, hlaut 24 stig. 12. sæti varð Fylk-
ir með 23 stig og í 3. sæti Keflavík
meö 22 stig.
-Hson
Þessir kappar hlutu einstaklingsverðlaunin. Frá vinstri: Markakóngurinn,
Gunnar Þór, Víkingi, 25 mörk, besti markmaðurinn, Ingvar Guðmundsson,
Stjörnunni og besti ieikmaðurinn, Davíð Svansson, Aftureldingu.
DV-myndir Hson
meistarar, er alveg frábært," sagði
Grímur.
Þess má geta að Gylfi Orrason, einn
af okkar bestu knattspyrnudómur-
um, dæmdi báða úrslitaleikina og
skilaöi hlutverki sínu mjög vel, aö
vanda.
Hér á eftir fara úrslit leikja um
sæti.
Keppni A-liða
1.-2. sæti: KR-Afturelding....2-3
Davíð Svansson, Aftureldingu, var í
miklum ham og skoraði þrennu. -
Mörk KR: Ásgeir Ingi Einarsson og
Ólafur Páll Johnsen. Bæði lið sýndu
mikla hæfni tæknilega og var leikur-
inn oft mjög skemmtilegur á að horfa
fyrir vikið. Þetta mun í fyrsta skipti
sem Afturelding sigrar í þessu móti.