Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1993, Síða 32
F R ETT A O T I Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1993. Heilbrigðiseftirlitið um niðurstöðu úrskurðarnefndar sem ógilti sölubann á heimabakstri: Heimaframleiðsla þarf þá ekki starfsleyf i * * „Þetta er mjög furðulegur úr- skuröur. Ég lít þó á þetta sem eiu- stakt mál varðandi kleinur ákveð- innar manneskju, þangað til annað kemur i ljós. En það er mjög alvar- legt mái ef það á að fara að fram- leiða matvæli í stórum stíl á heimil- um. Ég get ekki séð annað en að lieimaframleiðslan yrði eftirlits- laus og þyrfti ekki starfsleyfi. Mat- vælaeftirlitið yrði aö miklu leyti óvirkt í landinu. Þá geta allir fram- leitt matvæli heima hjá sér til sölu. Heimatilbúin matvæli eru ekkert hættulaus,*' sagði Oddur Rúnar Iljartarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Niðurstaða svokallaðrar úr- ; skuröarnefndar um að fella úr gildi sölubann vegna konu sem bakaði heima og seldi kleinur i verslanir Bónuss hefur valdið miklum titr- ingi í heilbrígöiseftirlitsgeiranum og á meðal einstaklinga sem hyggja á heimabakstur. Samkvæmt úr- skurðinum þarf ekki sérstakt leyfi Heilbrigðiseftirlits til heimabakst- urs. Heilbrigðisráðuneytið og fleiri kanna nú hvort úrskurðurinn hafi fordænúsgildi. „I kjölfar þessa úrskurðar hefur mjög tnikið verið hringt hingað. Þetta er fófk sem vill komast inn i Kolaportið með heimabakstur," sagði Jens Ingólfsson, fram- kværadastjóri Kolaportshrs, í sam- tali viö DV. „Sala á heimahakstri hefur ekki verið leytð hérna lengi en alltaf er talsvert um að fólk hafx sýnt þvl áhuga. Við liöfum orðiö að gera þá kröfu að fólk hafi skriflegt leyfi ff á Heilbrigðiseftirlitinu því það hefur ávallt sagt nei við slíku - nema að líknarfélög og félagasamtök mega halda kökubasara vegna þess að það er einhver hefð fyrír slíku. Þegar kökubasarar hafa verið hér hefur salan verið geysileg. Þetta getur verið gífuriegur bisness. Viö vitum ekki hvernig við eigum að snúa okkur i þessu og vitum ekki okkar rjúkandi ráö. Lögmaður okkar er að kanna málið. Ég talaöi við Heilbrigðiseftirlitið í dag (í gær). Þar fengum víð þau fyrirmæli að halda óbreyitu ástandi þrátt fyrir úrskurðbm," sagði Jens. Oddur hjá Heilbrigöiseftirlitinu sagði að skýrt svar hafi ekki feng- ist ennþá um hvað úrskurðurinn þýddi: „Hvað þýddi þetta fyrir allan matvælaiðnaðinn, sem hefur kost- að til fullkomnu húsnæði og tækja- búnað til framleiðslu, ef hún ætti meira og minna að flytjast inn á heimilin? Ef lagastoðin, sem heil- brigðisreglugerðin byggist á, er ekki nógu sterk þarf eitthvað að gera, hvað sem það verður," sagði Oddur. -Ótt 4 Fétilfangels- isbyggingar Bruninn á Njarðargötu: Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita tíu milljónum króna til úrbóta í öryggismálum í fangelsum strax. Þetta er einungis lítill hluti þeirrar upphæðar sem fangelsismálastjóri fór fram á. Þá samþykkti ríkisstjórnin einnig að veita hundrað milljónum króna til nýbyggingar fangelsis sem á að rísa fyrir árið 1995. Dómsmálaráðherra gerði einnig á fundinum grein fyrir nauðsynlegri úttekt á öryggismálum á Litla- Hrauni og skipun starfshóps sem ►endurskoða á lög sem taka til flótta fangaúrfangelsum. -pp Kveikt var í húsinu Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða þegar kviknaði í húsinu við Njarðargötu 39 síðdegis í gær. Sprenging varð í húsinu skömmu eftir að eldurinn kom upp og er bensínbrúsi, sem fannst í brunarústunum, talinn hafa orsakað sprenginguna. í fyrstu var talið að um reyksprengingu hefði verið að ræða en í ljósi nýrra sönnunargagna er sú skýring ólíkleg. Rannsóknar- lögreglan varðist allra frétta í morg- un en rannsókn verður fram haldið í dag. Maðurinn sem lést í brunanum var 48 ára. Hann var einn í húsinu þegar eldurinn kom upp. -PP Niðurstaða gerðardóms: Sjökýrdrepast úrblýeitrun Laun undirmanna á Herjólfi lækka Sjö kýr drápust úr blýeitrun á bæn- um Síreksstööum í Norður-Múla- sýslu. Samkvæmt heimildum DV voru kýmar að snuðra í kringum ruslahaug í nánd við bæinn um mánaðamótin júní/júlí en á ruslahaugnum voru ónýt- ir rafgeymar. Skömmu seinna misstu kýmar mátt í fótunum og við krufn- ingu á þeim fundust sellur úr rafgey- •^ínunum í maga þeirra. -pp Skemmdarverk voru unnin i Fossvogskirkjugarði aðfaranótt laugardags og voru krossar brotnir og legsteinum hrint um koll. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en talið er að ölvun hafi verið með í spilinu. Starfsmenn kirkjugarðsins vinna nú að lagfæringum á leiðunum. -GHS/DV-mynd JAK „Undirmenn á Herjólfi fengu hærra kaup en sjómenn í Sjómanna- félagi Reykjavíkur því þeir fengu klukkutíma á dag yfirvinnu, einnig fengu þeir 5% hækkun á grnnn- kaupi," segir Jón H. Magnússon hjá VSÍ en gerðardómur í Herjólfsdeil- unni hefur lokið störfum. Niöurstaöa dómsins er sú að kaup og kjör starfsmanna á Herjólfi skulu vera samkvæmt síðast gildandi kjarasamningum Stýrimannafélags íslands, Vélstjórafélags íslands, Skipstjórafélags íslands og Félags bryta og eru undirmenn því sviptir yfirvinnutímanum. Undirmenn lækka í launum sem nemur einum yfirvinnutíma á dag eða hásetar um 13.795 kr. og báts- maður um 15.864 kr. á mánuði miðað við 22 vinnudaga. LOKI Þessi upphæð ætti að duga fyrir hliðum á girðinguna umhverfis Hraunið! Veðriðámorgun: norðaustan- lands Vestanlands veröur austan stinningskaldi og rigning. Aust- anlands verður suðlæg átt, gola eða kaldi og skýjað með köflum fram eftir degi en suðaustan til fer að rigna með suðaustan stinn- ingskalda síðdegis. Hiti verður á bilinu 8-14 stig, hlýjast norðaust- anlands. Veðrið í dag er á bls. 28 NSK KULULEGUR fífmlxpti Suðurtandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.