Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 tónlí0t r Fasískt samstarf - segja Einar og Hilmar sem skipa hljómsveitina Frostbite Einar Örn Benediktsson og Hiirnar Öm Hilmarsson era i smáum hópi íslenskra tónlistarmanna sem hafa orðið frægir í útlöndum. Einar Öm með Sykurmolunum og Hilmar Öm þegar hann tók við Felixnum (hinum evrópska bróður Óskars) fyrir magnaða kvikmyndatónlist í Bömum náttúrunnar. Emimir störf- uðu saman á fyrri hluta siðasta ára- tugar og gerðu þá eina plötu. Árið 1986 ætlaði tvíeykið að endurtaka leikinn en forlögin gripu í taumanna, sendu Einar í Sykurmolana og Hilm- ar í sámstarf við tónlistarmennina Tibet og Rose MacDowel. Síðan eru liðin tæp 8 ár. Það er ekki fyrr en nýlega að þeim gafst tóm til að vinna saman á ný og í síðustu viku kom afrakstur samstarfsins út á plötunni The Second Coming. Lögin átta á plötunni urðu til á tveimur dögum í hljóðveri í Hafn- arfirði en voru síðan hljóðblönduð í London. Þau eru flest dansskotin eins og mikið af þeirri tónlist sem borin er á borð tónlistarunnenda þessi misserin. En hvers vegna fara þeir fóstbræður, sem báðir eru þekktir fyrir að fara nýjar leiðir, svo margtroðna slóð? „Danstónlist byggist upp á staf- rænni söfhun (sampling) og mikið af þeirri tækni sem notuð er í dag er eitthvað sem ég var að gera fyrir tíu árum,“ segir Hilmar. „Sumar stemn- ingar og sánd, sem eru í gangi í dag, era upphaflega komin frá mér, t.d. eins og á nýju David Bowie plötunni þar sem pomo sömplin mín frá 1987 eru notuð í tólf tommu útgáfunni af Jump They Say. Við ákváðum að taka danstónlist fyrir á þessari plötu en gefa fordæmi fyrir því hvemig væri hægt að gera hana skapandi en ekki endurtekningar á sömu þremur töktunum. Ryþmarnir eru til að mynda fæstir samplaðir heldur end- urgerð úr öðra formi. í staðinn fyrir að nota trommusett er áslátturinn spilaður á eldhúsáhöld, drullusokk og klósett. Þannig er nauðsynlegt að virmuaðferðimar séu sífellt ferskar. Þannig er mér lífsins ómögulegt að vinna einhverjar James Brown lykkjur eins og svo margir í þessum geira gera. Það er margtroðin slóð,“ segir Hilmar Öm. Dagbók lögreglu - Af danstónlist að vera er hljóm- urinn harður og kaldur. „Fyrir okkur er yrkisefnið ískald- ur raunveruleikinn,“ segir Einar Örn. „Flestir textarnir fjalla um næturlíf I Reykjavík. Þetta er dagbók lögreglunnar í tónlistarformi. Nafn- ið á plötunni er líka hálft í hvoru tilvísun í þá grimmu og guðlausu tíma sem við lifum á enda er hann hálfdjöfullegur pilturinn sem prýðir umslagið. Það er líka undarleg til- viljun að katalógnúmer plötunnar er 666.“ Hilmar segir The Second Coming vera grasrótarplötu í þeim skilningi að þeir félagar, sem hafa verið starf- andi í tónlist í fjölda ára, eru að fara aftur á byrjunarreit með henni. Þeir kostuðu hana sjálflr og unnu hana algerlega á eigin forsendum. Hilmar segir samstarflð fasískt í þeim skiln- ingi að þeir hafi sjálflr ráðið öllu en ekki látið undan þrýstingi útgáfu- fyrirtækis og markaðssérfræðinga sem vildu söluvænni plötu. í erlendum tónlistarblöðum hefur The Second Coming fengið misjafna dóma. Einhvers staðar hefur tónlist Frostbite verið líkt við fund sturlaðs Morricone og Toms Wait allsgáðs. Þannig lofa sumir gagnrýnendur hana í hástert, einhverjir telja tví- Drengirnir í U2 stefna að því að setja heimsmet í áheyrenda- fjölda á tónleikum sem þeir halda í Dublin á írlandi 28. ágúst næstkomandi. Tónleikunum verður útvarpað beint víðsvegar um heiminn og ef allt gengur upp mun áheyrendafjöldinn ná meira en einum milljarði manna. Metið sem U2 er að reyna að slá var sett 1985 ítengslum við Band Aid tónleikana margfrægu en þá er talið að um það bil einn milljarður manna um ailan heim hafi hlýtt á útsendingar frá tónleikunum. Bjartsýnustu menn telja að U2 muni slá metið hressilega og að áheyrenda- skarinn muni jafnvel fara yfir tvo milljaróa. Það er bandaríski fjölmiðlarisinn NBC sem hefur tekið aó sér að standa að útsendingunni og auövelt ætti að vera að ná henni hér á landi með því aó stilla sig inn á BBC Radio 1. -SþS Félagarnir Einar Örn og Hilmar Örn. Þeir segja flesta textana á nýju plötunni fjalla um næturlrf Reykjavíkurborgar. DV-mynd JAK menninganna bræður og gera út á geggjun Arnar ættarinnar og enn aðrir agnúast út I Einar Öm en sem söngpípa Sykurmolanna fór hann í taugarnar á mörgum gagnrýnend- um. Einar og Hilmar vöktu fyrst athygli í nýbylgjuvakningunni um 1980. En hvenær mættust þeir fyrst tónlistarlega? „Við höfum aldrei mæst,“ segir Einar og hlær og Hilmar bætir við. „Þetta gengur allt út á að skora hvor annan á hólm. Við rífumst t.d. mikið og mörgum þykir ótrúlegt að við skulum vera vinir. Það hendir okkur líka oft að skapa út frá misskilningi. Einar kemur t.d. með hugmynd sem að ég misskil. Útkoman verður því undantekningalítið allt önnur en frumhugmyndin en oftast brilljant. Þetta er eiginlega okkar samstarf í hnotskurn og okkur finnst það skemmtilegt." -SMS Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og unnið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar þrjár auð- veldar spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn Last Action Hero sem er I verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir nýja platan með Billy Joel? 2. Hvað hafa mörg lög með Plá- hnetunni verið á íslenska list- anum? 3. Hvað heita lögin sem Todmobile flytur á plötunni Algjört skronster? Rétt svör sendist DV fyrir 26. ágúst merkt: Pláhnetan. DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 26. ágúst og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 2. september. Hér eru svo rétt svör við get- rauninni sem birtist 5. ágúst: 1. Freedom og Tryllt. 2. Fjórar. 3. Sniglabandið, Sálin hans Jóns míns, Pláhnetan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.