Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 lílnlist________________ Hvíta perlan - Jason Kay - ungur og reiður og slær í gegn Fyrr í sumar fór plata með hljóm- sveitinni Jamiroquai beint á topp breiðskífúlistans í Bretlandi. Nafn hljómsveitarinnar, sem er reyndar - heiti á ættbálki Indíána, hefur ekki farið hátt í tónlistarheiminum og því kom frammistaðan mörgum á óvart. í Bretlandi hefur hljómsveitinni og þá einkum forsprakka hennar, hinum 23 ára gamla Jason Kay, verið hampað sem miklum hæfileika- manni á tónlistarsviðinu. Hljóm- sveitin vakti fyrst á sér athygli í fyrr-a með laginu When you Gonna Leam sem gefið var út af litlu óháðu út- gáfufyrirtæki og fékk hvarvetna frá- bæra dóma. Áhugamenn um tónlist voru varla búnir að festa nafn sveit- arinnar á minnið þegar Jamiroquai hafði skrifað undir átta platna samning við útgáfurisann Sony. Frumburður JK og félaga, sem var gefinn út fyrir tveimur mánuðum, ber heitið Emergency On Planeth Earth. Sá titill er nokkuð dæmi- gerður fyrir yrkisefnið á plötunni því að JK er ungur reiður maður sem er mikið niðri fyrir og vill gera sitt til að bjarga heiminum. Textamir em fullir ádeilu á stríðsbrölt og önnur mein sem em siðuðum þjóðfélögum til vansa. Þannig opinberar JK útópiudrauma svipaða þeim sem John Lennon og aðrir hugmynda- fræðingar hippakynslóðarinnar geröu á sínum tíma. Lagaheiti á borð við Too Young to Die, I Like it I Do . it, Music of The Mind og Revolution 1993 segja talsvert um andann sem er ríkjandi. Þetta er fráleitt ljóður á plötu Jamiroquai því margir eru á því að þeir búi til bitastæðasta rokkið sem vilja breyta heiminum, hvort sem er tónlistarlega eða pólitískt. Nægir að nefna listamenn eins og Elvis Presley, Bob Dylan, The Beatles, Sex Pistols og U2. Það var þvi ekki alveg út í loftið að breska blaðið Evening Standard spurði á forsíðu 23. júní; Verður JK skærasta popp- stjama okkar tíma? Líkt við Stevie Wonder Sjálfur hefur JK lýst tónlist Jamiroquai þannig að hún eigi sér engan tilbúinn rekka í plötubúðum. Hann segir hana einstaka en viður- kennir að undirtónninn sé jass-funk. Á heimili sínu í Ealinghverfi í London kynntist hann tónlist Ellu Fitzgerald og Dinah Washington í bland við Motown tónlist og þá sérstaklega Stevie Wonder. JK viðurkennir þann síðastnefnda sem sérstakan áhrifavald enda rödd þeirra mjög svipuð. Það fer hins vegar mikið í taugamar á JK þegar blaðamenn snúa út úr þessari aðdáun hans á Stevie Wonder og segja hann bera sig saman við meistarann. JK flutti úr foreldrahúsum 15 ára gamall. Þetta var á þeim tíma þegar poppið var í lægð og Rick Astley og hans líkar áttu vinsældalistana. JK fannst hann geta gert betur og þegar flestar ungar sveitir vom að reyna sig við Techno fór hann að þróa tónlistina sem hann haföi alist upp viö. „Ég hafði allá tíð trú á sjálfum mér og minni tónlist. Því lét ég vera að eltast við tískustrauma eins og Technoið," segir JK. Þannig fer JK eigin leiðir og neitar að láta stjórnast af duttlungum annarra. Þegar upptökur á Emerg- ency On Planet Earth voru í und- irbúningi vildi Sony fyrirtækið ráða reyndan og-jarðbundinn pródusent til verksins sem gæti setið á stél- fjöðrum Gammsins. JK hristi haus- inn og sagði að ef hann fengi ekki að sjá um ferlið til enda væri verið að vinna skemmdarverk á tónlistinni. Hann hafði sitt fram enda viður- kennir hann að vera haldinn full- komnunaráráttu sem sé erfitt þegar menn séu að læra. Líkt og Lenny Kravitz vill hann helst gömul hljóð- færi og upptökutæki. Þannig segir hann tónlistina verða fyllri og mýkri. Merki Jamiroquai er hárprúður maður með horn sem JK segir táknrænt fyrir dýrið í okkur öllum. Hann telur það hlutverk sitt og allra listamanna að temja dýrið því aðeins þannig lifl mannkynið af. Það starf hefur hann þegar haflð með ágætum árangri. -SMS Jason Kay, forsprakka hljómsve'rtarinn ar Jamiroquai, hefur verið hampað sem miklum hæfileikamanni á tónlistarsviðinu. Harry Connick Jr. — 25: ★ ★ * 1 heild er 25 mjög ánægjuleg hlustun en frumleikinn er horfinn. Platan er nánast endurtekning á því sem hann geröi á 20. -HK Dire Straits - On the Night: ★ ★ ★ Níu manns eru á sviðinu og allir vinna þeir vel fyrir kaupinu sínu. Hins vegar er litið um ævintýramennsku og sjaldan brugðið á leik. -ÁT Tina Turner -What's Love Gotto Do with lt?: ★ ★ i. Tina sýnir mikil tilþrif í söng og greinilegt er að hún á nóg eftir af kraftinum sem hefur ávallt einkennt hana. -HK Björk — Debut: ★ ★ ★ ★ Án efa það persónulegasta sem frá höfundinum hefur komið. Debut er einstök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS Ýmsir - íslensk tónlist 1993: ★ ★ * Platan gefur þokkalega raunsanna mynd af því sem er að gerast í íslenskri tónlist á því herrans ári 1993. -SÞS U2- Z00R0PA ★ ★ ★ 'i í safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyglisverðari. -SMS Neil Young-Unplugged: ★ ★ ★ Platan er skyldueign allra gamalla sem nýrra Neil Young aödáenda. -SþS Rokkabillyband Reykjavíkur - Læf: ★ ★ i Gamalt vín á nýjum belg Góð tónlist deyr ekki, þvert á móti gengur hún reglulega í endumýjun lífdaga í meðfórum ólíkra tónlistarmanna. Besta dæmið er Yesterday sem Paul MacCartney samdi á miðjum sjöunda áratugn- um en fram á þennan dag hefur lagið komið út á plötu með yfir eitt þúsund ólíkum tónlistarmönnum og hljómsveitum. íslenskir tónlistarunnendur hafa í sumar kynnst sigildum lögum úr suður-amerísku deildinni sem Bogomil Font hefur framreitt af alkunnri sniild. Rokkabillyband Reykjavíkur er önnur hljómsveit ðD n»ioi\jeen The Art of Entertainment sem starfað hefur í nokkur ár en sendir nú frá sér sína fyrstu plötu. Líkt og plata Bogomils inniheldur þessi klassísk lög þó að úr annarri átt sé, nefhilega blús og rokka- billylög sem flestir þekkja. Nægir að nefna lög eins og See You Later Aligator, Rock This Town og Devil in Disguise. RR gerir lögunum góð skil en eins og hljómsveitarmenn orðuðu það í viðtali við DV nýlega þá er þetta frumrokk þeim göldrum gætt að spila sig sjálft. Það kemur enda á daginn að RR bætir fáu við fyrri útsetningar á lögunum. Hljóð- færaskipan er einfóld, trommur, bassi og gítar auk saxófóns og slaghörpu í nokkrum lögum. Tíma- bilið sem hér er sótt í krefst þess að tónlistin sé hrá en kraftmikil og þeim áhrifum nær RR að skila. Söngur Tómasar Tómassonar er hressilegur og röddin gróf sem hentar töffaratónlist sem þessari mjög vel. Bandið er í heild vel spilandi og tekur sig greinilega ekki of hátíðlega enda fer það langt á leikgleðinni. Læf er platasem bætir fáu nýju við lög sem allir þekkja. Hún er aftur á móti góður samkvæmis- gripur og fln til dansæflnga. Þannig er hljómsveitin trú uppruna sínum þvi hún varð til upp úr partíspili fyrir nokkrum árum. Snorri Már Skúlason Jamiroquai - Emergency On Planet Earth: ★ ★ i Gamaldags, vandað soul Þegar þessi plata með bresku soulsveitinni Jamiroquai er sett undir geislann er ekki laust við að manni bregði dálítið í brún því engu er líkara en að Stevie Wonder sé vaknaður af værum blundi og búirin að taka upp þráðinn þar sem hann missti hann fyrir rúmum tíu árum. En svo er ekki því miður og í staðinn fyrir Wonder kallinn verða þeir soul aðdáendur sem aðhylltust Stevie Wonder að láta sér nægja vasaútgáfur af tónlist hans. Reyndar er kannski fullmikið sagt að Jamiroquai sé einhver Stevie Wonder eftirherma en vissu- lega er margt líkt með mörgu af því sem sveitin hefur fram að færa og því sem Wonder var að gera hér á oamirocfuati Emcrgcncy On Plonct Eorth árum áður. Þetta er ýmist þétt eða blíð melódísk soultónlist, með hæfilegu brassi þar sem það á við og verulega vönduðum söng. Og þetta er afit afskaplega vel gert og kannski er það liðin tíð að menn geti fitjað upp á einhverjum nýjungum í þessari tónlist. Gæðin verða ef til vill ekki lengur mæld í frumlegheitum heldur vandvirkni í tónsmíðum, flutningi og umgjörð. Á slíkum skala fær Jamiroquai býsna háa einkunn en frekar lága á frumlega skalanum. Sigurður Þór Salvarsson Ýmsir- Lagasafnið 3: ★ Sköpunar gleðin meiri en gæðin Lagasafnið 3 er þriðja platan í þessum flokki sem Stöðin undir stjórn Axels Einarssonar hefur gefið út. Markmiðið er að gefa út tónsmíðar tónlistarmanna sem eru að koma undir sig fæti í bransa þar sem samkeppnin er mikil og tæki- færin fá. Má segja að flytjendur og höfundar kaupi sig inn á plötuna og ráði síðan alfarið hvað þeir koma til með að senda frá sér. Þetta ætti að gera Lagasafhið að fjölbreyttri plötu en svo er ekki, langflest lögin eru rólegheita melódíur sem bera keim af Landslags- og Eurovision- lögum og segir mér svo hugur um að nokkur laganna hafi verið send inn í þessar keppnir en ekki fengið náð fyrir augum dómnefhdar- manna. í heild eru gæðin á Lagasafninu 3 ekki mikil. Lögin bera vott um litla reynslu af lagasmíð en inni á milli eru örugglega hæfileikamenn sem eiga seinna meir eftir að láta að sér kveða í fjölbreyttri flóru islensks tónlistalifs. Þau lög sem imdir- ritaður hafði mest gaman af eru Gott í kroppinn, sem Vinir vors og blóma fLytja, og Beinf í punginn sem flutt er af Helga spé og félögum. Það er húmor og sköpun- argleði í lögum þessum sem gaman er að. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á Indian Princess Leonice sem sker sig nokkuð úr öðrum flytjendum. Hún flytur hér tvö lög hvort öðru verra, dansmelódíuna Safe Sex og hið klassíska rokklag Black Magic Woman. Meðferðin á þessu ágæta lagi er slík að maður á þá ósk heitasta að Peter Green fái aldi’ei að heyra flutning „prinsessunnar", það gæti riðið honum að fullu. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.