Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
DHGUnnaf!
A 29
'tónlíét
smíðar sólóplötu
- fyrri plata hans, Andartak, seldist í um tíu þúsund eintökum
Rafn Jónsson vinnur af kappi aö
annarri sólóplötunni sinni um
þessar mundir. Hljóðfæraleikarar
eru aö ljúka sínum hlutverkum í
þessari viku og um helgina verður
byrjað að syngja lögin tíu sem verða
á plötunni.
„Þessa stundina lítur út fyrir að
fjórir söngvarar skipti aðallega með
sér söngnum. Þeim getur þó íjölgaö,"
segir Rafn. „Mest mæðir á Sævari
Sverrissyni og Margréti Sigurðar-
dóttur en Helgi Bjömsson og Andrea
Gylfadóttir verða einnig með. Svo er
bresk söngkona, Linda Taylor,
reyndar búin að syngja eitt lag. Hún
var hér á ferð í síðustu viku og
hljóðritaði þá sinn hluta.“
Linda Taylor hefur lítillega komið
við sögu íslenskrar dægurtónlistar.
Þegar hún var hér á ferð ásamt
hljómsveit árið 1976 söng hún hlut-
verk franskrar stúlku í lagi Magn-
úsar Kjartanssonar, Ferðin mín til
Frakklands. Það lag kom út á fyrri
stóru plötunni sem hljómsveitin
Haukar sendi frá sér 1976.
„Ég lék með Haukum um þetta
leyti. Ég hitti Lindu siðan í fyrra og
hún sagðist vera til i að syngja fyrir
mig eitt lag ef ég gerði aðra sólóplötu
og hún stóð við það,“ segir Rafn.
„Linda var nýkomin úr hljómleika-
ferð með Mike Oldfleld um Banda-
ríkin þegar hún skrapp hingað. Hún
fer síðan með Oldfield til Spánar og
síðan aftur til Bandaríkjanna þannig
að það var heppni að hún gat
skroppið hingað til lands.“
Mestallt frumsamið
Rafn Jónsson semur öll lögin á
nýju plötunni nema hvað Andrea
Gylfadóttir á hlut í einu. Hún semur
einnig einn texta, Helgi Bjömsson
annan og Linda Taylor þann þriðja.
Að öðm leyti sér Rafn um textagerð-
ina.
„Ef hægt er að tala um einhvem
þráð í textagerðinni eru það pæling-
ar um lífið og tilvenma,“ segir hann.
„Svo em vitaskuld léttari textar inn
á milli.“ Hann annast upptökustjóm
plötunnar í samvinnu við breskan
pródúsent, David Joralh að nafni.
Hann á hljóðverið Surrey Sounds I
Bretlandi þar sem hljómsveitin
Police tók upp tvær fyrstu plötumar
sínar. Rafn lætur vel af samstarfmu
og segir að Joraih sé fær á sinu sviði.
Nokkur hópur hljóðfæraleikara
kemur fram á plötu Rafns. Má þar
nefna gítarleikarana Rúnar Þórisson
og Kristján Edelstein, bassaleik-
arana Harald Þorsteinsson og Birgi
Bragason, trommuleikarana Gunn-
laug Briem og Birgi Baldursson,
Kjartan Valdimarsson píanóleikara,
Jón Ólafsson sem leikur á Hammond
Björk Guðmundsdóttir gerir það ekki endasli
þessa dagana og vinsældir hennar og sú r1—
fara dagvaxandi. í síðustu viku kom hún fi
Forum í Lundúnum fyrir fullu húsi og vakti \
Og nú bætir hún enn um betur því nýja smáskífan f
laginuVenusasaBoyersmáskífa vikunnar ítónlis
Melody Maker. í umsögn um lagið er því hrósað í I
gagnrýnandinn á í erfiðleikum með að finna réttu orð
lýsa hrifningu sinni. Hann segir lagió tignarlega barn
náttúrulegt, sakleysislegt og ferskt. Hann getur þes
plötunni fylgi með stórfengleg útgáfa af laginu Violer
og allt þetta geri þessa plötu smáskífu smáskífanna.
Rafn Jónsson
hans.
DV-mynd Brynjar Gauti
og Jens Hansson saxófónleikara.
Sjálfur sér Rafn um áslátt.
Ef allt fer samkvæmt áætlun lýkur
vinnu við plötuna tíunda september
og útkomutíminn er byrjun nóv-
ember. Til stendur að halda stóra
útgáfutónleika í Reykjavík um það
leyti. Rafn gefur plötuna út sjálfur og
þegar kostnaður vjð gerð hennar
hefur verið greiddur rennur afgang-
urinn til MND-samtakanna. Samtök-
in styrkja rannsóknir á taugalöm-
unarveiki sem Rafn er haldinn. Rafh
gaf ágóðann af fyrri sólóplötu sinni,
Andartaki, til sams konar rann-
sókna. Sú plata seldist í um það bil
tíu þúsund eintökum.
Galíleó kveður
Auk þess að vinna að plötu sinni
leikur Rafn Jónsson með danshljóm-
sveitinni Galileó. Liðsmenn hennar
tóku sér reyndar sumarleyfi en hófu
störf að nýju um síðustu helgi. Rafn
segir að úthaldið verði reyndar ekki
langt að þessu sinni því að til stendur
að hljómsveitin hætti í haust;
væntanlega um það leyti sem plata
Rafns kemur út.
-ÁT
Tónlistargetraun DV og Spors
Tónlistargetraun DV og Spors er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í
hverri viku verða birtar þrjár spum-
ingar um tónlist. Fimm vinnings-
hafar hljóta svo geisladisk í verðlaun
frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf.
Að þessu sinni er það geisladisk-
urinn Pocket Full of Kryptonite með
hljómsveitinni Spin Doctors sem er í
verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Spin Doctors er með nýtt lag á
íslenska listanum. Hvaða lag
með hljómsveitinni fór á topp
listans fyrr á þessu ári?
2. Hljómsveitin Sue Ellen er með
nýtt lag á íslenska listanum sem
heitir Þessi nótt. Hvaðan kemur
hljómsveitin?
Söngkonan Sigríður Guðnadóttir.
3. Madonna er þessa vikuna með
lagið Rain sem er i 37. sæti
íslenska listans. Af hvaða plötu
er lagið?
Rétt svör sendist DV fyrir 2.
september merkt:
DV, Tónlistargetraim
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
2. september og rétt svör verða birt í
tónlistarblaði DV 9. september.
Hér eru svo rétt svör við get1
rauninni sem birtist 12. ágúst:
1. Sigríður Guðnadóttir.
2. Loðin rotta og Rikshaw.
3. Ég vil brenna, Ég vil fá að lifa
lengur, Tryllt.