Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1993, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
v‘
t@nlist
► ▼ 4
Billy Joel með nýja plötu, Stormfront:
Tók sömu plöt
upp tvisvar
af gospeláhrifum. Joel neitar engu
þegar borið er upp á hann að hann
sé undir áhrifum frá hinu og þessu í
tónlist sinni.
„Tónlistin mín er samnefnari
allrar þeirrar tónlistar sem ég hef
gaman af að hlusta á,“ segir hann.
„Ég blanda öllu saman: sígildum
stefum, söngleikjatónlist, rokki og
róli, blús, djassi og hverju sem er.“
Um það leyti sem Billy Joel vann að
nýju plötunni hlustaði hann aðallega
á sígilda tónlist. Hann segist raunar
hafa verið að reyna að þýða dulmál
gömlu meistaranna og sjá af hverju
Beethoven, Brahms, Chopin, De-
bussy og fleiri sömdu tónlist sína ein-
mitt á þann hátt sem þeir gerðu.
„Eftir þetta er ég ekki lengur viss
um að ég sé rokkari,“ segir hann. „Ég
held að ég sé á einh vers konar einskis
manns landi í tónlistinni. Ég hef
raunar alltaf verið þeirrar skoðunar
að fegurð amerískrar tónlistar sé
fólgin í því hvernig ólíkum stefnum
er blandað saman."
Upphafið rakið til
Elvis
Billy Joel byrjaði að vinna viö
River of Dreams í fyrrasumar. Hann
hljóðritaði þá tvö gömul Elvis
Presley-lög fyrir kvikmyndina
Honeymoon In Vegas. Eftir það setti
hann upp lítið vinnuhljóðver á
Shelter eyju og dvaldi þar fram í
september við að semja og hljóðrita
fyrri útgáfu plötunnar River of
Dreams sem hann nefndi raunar
Shelter Island Sessions. Meðan á
vinnunni stóð' hitti hann Danny
Kortchmar og endaði á því að hljóð-
rita með honum öll lögin upp á nýtt
með völdum hópi tónlistarmanna.
Meðal þeirra er Leslie West, gít-
arleikarinn gamalkunni sem gerði
garðinn frægan með hljómsveitinni
Mountain í gamla daga.
Síðasta plata Joels var Storm
Front. Sú seldist í rúmlega þremur
milljónum eintaka i Bandaríkjunum
og var tilnefnd til fimm Grammy-
verðlauna. Útkomunni var fylgt eftir
með fimmtán mánaða hljómleika-
ferð. Ails var leikið á 174 tónleikum
í sextán löndum fyrir um það bil 4,3
milljónir hljómleikagesta. Meðal
minnisstæðustu hljómleika Joels og
hljómsveitar hans í ferðinni var
konsert í Berlín kvöldið eftir að múr-
inn féll. Þá léku þeir fyrir bandaríska
hermenn á Filippseyjum daginn eftir
að Persaflóastríðið hófst. Fyrir dyr-
um stendur önnur heimsferð og Biíly
Joel segist ekkert hafa á móti því að
einhverjir múrar verði brotnir i
tengslum við hana.
^ltútugagnrýni
Billy Joel segir að út úr textunum
á sinni nýjustu plötu, River of
Dreams, megi lesa sögu manns í
erfiðleikum. „Það er ljóst af textum
fyrstu tveggja laganna að þama er
reiður maður á ferð,“ segir hann.
„Þegar fer að líða á plötuna fer þessi
maður þó að taka sig saman í and-
litinu og í lokin öðlast hann trúna á
hluti sem skipta raunverulegu máli,
hluti sem styrkja manninn í baráttu
sinni í daglega lífinu."
River of Dreams er tiltölulega
nýkomin út en hefur þegar fengið
ágætar viðtökur. Sér í lagi virðist
titillagið hafa fallið í kramið. Af því
er dálítill „doo-wop" keimur með ögn
Harry Connick Jr. — 25:
★ ★ i,
í heild er 25 mjög ánægjuleg hlustun
en frumleikinn er horfinn. Platan er
nánast endurtekning á því sem hann
gerði á 20. -HK
Dire Straits - On the Night
★ ★ ★
Níu manns eru á sviðinu og allir vinna
þeir vel fyrir kaupinu sínu. Hins vegar
er lítið um ævintýramennsku og sjaldan
brugðið á leik. -ÁT
Jamiroquai
- Emergency On Planet Earth:
★ ★ •<■
Allt afskaplega vel gert og kannski er
það liðin tíð að menn geti fitjað upp á
einhverjum nýjungum í þessari tónlist.
-SþS
Björk - Debut:
★ ★ ★ ★
Án efa það persónulegasta sem frá
höfundinum hefur komið. Debut er
einstök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS
Ýmsir - íslensk tónlist 1993:
★ ★ i
Platan gefur þokkalega raunsanna
mynd af því sem er að gerast í íslenskri
tónlist á þvi herrans ári 1993. -SÞS
U2-Z00R0PA
★ ★ ★ i
í safni frábærra platna U2 verður
ZOOROPA vafalaust talin með hinum
athyglisverðari. -SMS
Rokkabillyband Reykjavíkur - Læf:
★ ★ i
Bandið er í heild vel spilandi og tekur
sig greinilega ekki of hátiölega enda fer
það langt á leikgleðinni. -SMS
Tears for Fears - Elemental:
★ ★ ★
Lögin eru grípandi og útsetningar
margar hverjar frábærar. Sannkallað
gæðapopp. -SMS
Frostbite-The Second Coming:
★ ★ ★
Hart og kalt
en heillandi
Frostbite kallast hljómsveit
þeirra Einars Arnar Benediktsson-
ar og Hilmars Amar Hilmarssonar.
Þeir segja samstarfið áskorenda-
einvígi þar sem hugmyndir berjast.
Þeir segjast oft rífast og gjaman
misskilja hvor annan og því hendi
það þá oft að skapa tónlist út frá
misskilningi. í þvi kristallast snilli
þeirra, segja fóstbræðumir sjálfir.
Fyrir nokkrum dögum snera þeir
aftur eftir 8 ára hlé með plötuna
The Second Coming en ásýnd plöt-
unnar er næsta djöfulleg. Umslagið
sýnir illilegt andlit ungs manns
birtast úr tóminu en með tilliti til
titils plötunnar mætti ætla að hér
væri sjálfur myrkrahöfðinginn
kominn.
Tónlistin sem The Second
Coming opinberar virkar líka myrk
og köld við fyrstu kynni. Takturinn
harður og fráhrindandi og söngur
Einars og ensku söngkonunnar KJ
Garside pfrrandi. Fyrstu viðbrögð
við plötunni voru því afneitun. Sú
skoðun átti eftir að breytast.
Ólíkt annarri danstónlist, ef hægt
er að kalla tónlist Frostbite því
nafni, verður að setjast niður til að
hlusta á þessa. Lögin eru flókin í
uppbyggingu og fráleitt endurtekn-
ing á sömu fjórum töktunum eins
og obbi danstónlistar nútímans.
Eftir nokkra yfirlegu kom í ljós að
platan er stútfull af göldrum Hilm-
ars Amar sem heilabúið ánetjast
hægt en örugglega eins og lögin Bar
Tender, Frostbite, Only The Light
og Goldfish sanna. Ekki spilla
smellnir textamir en í þeim ræður
kaldhæðni Einars ríkjum.
Hjá mér kom rössið í sjöttu
hlustun. Skyndileg ölvim af völdum
tónlistar sem hafði nánast vakið
fyrirlitningu áður.
Snorri Már Skúlason
Deep Purple
-The Battle Rages on:
★ ★ ★ *
Gamlirog
baráttuglaðir
Þeir eru allir mættir til leiks á
ný: Blackmore, Lord, Paice, Glover
- og Gillan. Hann var ekki með á
síðustu plötu, Slaves and Masters,
sem kom út 1990. Ástæðan var sú
að hinir fjórir gáfust upp á að vinna
með söngvaranum, ráku hann og
fengu sér nýjan.
Síðan þá hafa sættir bersýnilega
tekist og Ian Gillan hefur ráðið sig í
Deep Purple í þriðja sinn í 25 ára
öö PiOMeen
The Art of Entertainment
Billy Joel hefur ekkert á móti því að viðurkenna að hann er undir margvíslegum
áhrrfum þegar hann semur tónlist sína.
sögu hljómsveitarinnar. The Battle
Rages on kemur einmitt út í tilefni
aldarfjórðungsafmælisins og verður
fylgt eftir með myndarlegri hljóm-
leikaferð.
The Battle Rages on er besta
plata Deep Purple i mörg ár. Jafn-
vel sú besta síðan veldi hljómsveit-
arinnar reis sem hæst á árunum
1970-73. Nokkur lög plötunnar
myndu sóma sér með prýði á Deep
Purple in Rock eða Machine Head.
Hlustið bara á Time to Kill, Anya,
The Battle Rages on og Ramshackle
Man og berið saman við það besta
sem hljómsveitin sendi frá sér á
gullaldarskeiði sínu. Siðasttalda lag-
inu má með góðri samvisku skipa í
flokk með Black Night og Highway
Star; gott boogie með trukki.
Einn liðsmaður Deep Purple er
kominn á sextugsaldurinn og hinir
nálgast flestir fimmtugt. Það aftrar
fimmmenningunum þó ekki að rifja
upp gamlar útsetningar, fella þær
að nýjum lögum og kíla á'ða - með
stæl.
Ásgeir Tómasson
Vagnsbörnin að vestan
- Vagg og velta:
Ekki boðlegt
Vagg og velta er önnur plata
syskinanna úr Bolungarvík og segir
á plötuumslagi að tónlistin á þess-
um geisladiski hafi veitt þeim
mikla gleði sem vonast er til að
skili sér í flutningi þeirra. Sú gleði
hlýtur að vera mjög takmörkuð því
satt best að segja er flutningurinn á
þeim sextán lögum sem prýða Vagg
og veltu afleitur og er það fyrst og
fremst söngurinn sem ekki er boð-
legur.
Á Vaggi og veltu em gömul og
létt rokklög og lög sem oft era
kennd við gömlu dansana, lög sem
gjaman em sungin á
mannamótum. Lög þessi em öll til í
betri flutningi en hér er boðið upp
á og er manni með öllu
óskiljanlegur tilgangurinn með
útgáfu þessari.
Það er Hrólfur Vagnsson sem á
mestan heiður af útsetningum og
stjómar hann upptökum. Hans
hlutur er ekki svo slæmur í þeim
VAee 8 VMÆA
med Vagnsbörrwm ad vesian
efnum og auk þess leikur hann
ágætlega á harmoníku þegar þess
þarf með. En öll hljóðblöndun og
tækni í hljóðveri getur ekki bjargað
rödd sem syngur falskt og allt of
mörg dæmi em um slíkt á Vaggi og
veltu. Eftir að hafa hlustað á plöt-
una er manni nær að halda að
betur hefði farið ef flest lögin hefðu
aðeins verið útsett fyrir hljóm-
sveit.
Hilmar Karlsson