Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 4
EDémO) Eitstjóri: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasími: 14906. — A'ðsetur: All>ýðuliúsið við Hvcrfisgötu, Iívik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. SJÚKRASJÓÐIR UNDANFARIN ÁR hefur verkalýðshreyfingunni tekizt að fá framgengt mörgum hagsmunamálum með samningum við atvinnurekendur og fyrirgreiðslu rík- isstjórnarinnar. Er þessi friðsamlega þróun mikils virði, og væri æskilegt að framhald gæti orðið á sömu braut. Þess er þó varla að vænta, nema framkvæmd þeirra mála, sem um er samið, sé með viðunanlegum íiætti. Eitt þeirra mála, sem samið var um fyrir fáum ár um, voru greiðslur í sjúkrasjóði verkalýðsfélaga. Gegna þessir sjóðir mikilsverðu hlutverki fyrir vinn* andi fólk, sérstaklega það tekjulægsta, og veita því margvíslega aðstoð, þegar á móti blæs. Nú hefur farið svo, að verkalýðsfélögum gengur mörgum hverjum mjög illa að innheimta greiðslur til gjúkrasjóðanna frá atvinnurekendum. Er þetta til mik ils haga og raunar hættulegt að láta ógreiddar upp- iiæðir safnast og aukast. Af þessum sökum hafa þing- menn Alþýðuflokltsins hvað eftir annað flutt frum- varp þess efnis, að þessar greiðslur verði lögtakshæf- ar. Ætti slíkt lagaákvæði að vera nægilegt aðhald til þess að erfiðleikar verkalýðsfélaganna hverfi úr sög" unni. ■ Þessi frumvörp Alþýðuflokksþingmanna, flutt sam- kvæmt beinum tilmælum verkalýðsfélaga, hafa ekki náð fram að ganga. Hafa þau jafnan verið svæfð í nefndum Alþingis, og þykir félögunum það vera slæm ar undirtektir. Verkalýðsfélögin vænta þess, að Al- þingi veiti þeim þessa smávægilegu aðstoð til þess að framkvæma samninga sem gerðir hafa verið, svo að þeir reynist ekki orðin tóm. KVENFÉLAGIÐ KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS í Reykjavík •hefur í þrjá áratugi verið ein blómlegasta deild flokks ins, þar sem haldið hefur verið uppi margvíslegu og oniklu starfi. Konur hafa jafnan verið fljótar 'að skilja hina mannúðlegu hlið jafnaðarstefnunnar og hafa tek ið virkan og mikilsverðan þátt í baráttunni, aðallega á hinu félagslega sviði. Þess vegna er stórt og traust kvenfélag, eins og Alþýðuflokkurinn hefur átt í Reykjavík, flokknum ómetanlegt. Fyrir nokkrum dögum var haldinn aðalfundur Kven félagsins og gerðust þar þau tíðindi, að Soffía Ingvars dóttir baðst undan endurkjöri sem formaður, en Svan 'hvít Thorlacius tók við. Soffía hefur verið í stjórn félagsiijs í rúm 30 ár, þar af formaður þess í 24 ár. Ligjgur þar eftir hana mikið starf, og hefur hún verið einn farsælasti leiðtogi Alþýðuflokksins þetta tíma- bil.j Þótt Soffía láti af trúnaðarstörfum, mun flokkur innjlengi enn njóta krafta hennar og ráða. 4 31. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ BILA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Sími 2 3136 Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell bygffittgavöruverzluii Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. AUGLÝSING UM ÁBURÐARVERÐ 1967 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1967: Við skipshlið á Afgreitt á ýmsum höfnum bíla í umhverfis land. Gufunesi. Kjarnl 33,5% N Kr. 4.060.00 Kr. 4.120.00 Blandaður túnáburður 22-11-11 — 4.000.00 — 4.100.00 Þrífosfat 45% P2 05 — 3.620.00 — 3.720.00 Kalí klórsúrt 50% K20 — 2.220.00 — 2.320.00 Kalí brennist. súrt 50% K20 — 3.100.00 — 3.200.00 Blandaður Garöáburður 9-14-14 — 3.300.00 — 3.400.00 Kaiksaitpétur 15,5% N — 2.260.00 — 2.360.00 Tröliamjöl 20,5% N — 4.620.00 — 4.720.00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindum verðum fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og af' hendingargjald er hins vegar innifalið í ofan greindum verðum fyrir áburð, sem afgreidd- ur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARSALA RÍKISINS ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. UNGUR bandarískur kaupsýslumaður hefur áhuga á bréfaskfptum við unga íslenzka konu. Kem ur í heimsókn til landsins eftir nokkra mánuði. Mr. Abel Wolfson 620 Colewok Rd., Pliiia. 19115 Pa. U. S. A. krossgötum ★ PÁSKAHRETIÐ. Páskarnir eru um garð gengn- ir að þessu sinni og þar með lokið lengsta fríi ársins. Margir notfærðu sér frídagana til ferða- laga utan lands og innan, og skíðafólk var mikið á ferli, enda snjórinn nægur. Páskahretið lét heldur ekki á sér standa og hefur ekki um langt árabil verið þvílíkt hörkuveður um land allt á páskum og núna: Þó voru einstaka staðir undan- tekning frá reglunni, eins og til dæmis Þórs- mörk, þar sem veður var einmuna kyrrt og gott allan tímann, og Hafnfirðingar segjast heldur ekki þurfa að kvarta yfir slæmu páskaveðri. — Mikill lausasnjór var víða um land og spilltist fljótlega færð á vegum, þegar hvessti, svo að ó- fært varð nema stærstu bílum. Segja má, að búnaður fólks í hópferðabílum í vetrarferðalögum sé yfirleitt með góðu móti, fólkið er kappklætt, vel búið að nesti og bílarnir margir með talstöð, sem er mik- ið öryggistæki, ef eitthvað ber út af í ferðalag- inu, maður veikist eða bíll bilar. Öðru máli gegnir með smábílana. Þar er fólk oft nestislaust og illa búið, nánast götuklætt, kvenfólkið jafn- vel í nælonsokkum og annað eftir því. í veðri og færð eins og núna um páskana situr svo farar- tækið fast í fyrsta skaflinum, sem á leið þess verður, og verður ekki þaðan þokað, hvað sem tautar og raular, nema aðstoð komi til. ★ MIKILSVERÐ ÖRY GGISÞ JÓNU STA. Sannleikurinn er sá, að gæta þarf mikillar varúðar í vetrarferðalögum í smá- bílum, því að þessi farartæki eru ckki fær í hvað sem er, enda aðvaraði lögreglan bílaeigendur núna í páskaveðrinu að ana ekki út í ófæruna, en halda sig lieldur heima, þangað til um hægðist. Þrútt fyrir ítrekaðar aðvaranir lögðu fjölmargir af stað héðan úr bænum á smábílum austur fyrir fjall í skafbylnum og ófærðinni, þangað til lög- regian setti vörð á veginn og lokaði honum fyrir alla smærri bíla. Það verður aldrei brýnt nógsamlega fyrir fólki, að tefla ekki í tvísýnu á litlum bílum í slæmu veðurútliti eða ófærð og allra sízt á fjallvegum, þar sem allra veðra er von um þetta leyti árs. Að vísu er allt gert til að bjarga fóiki og farartækjum, þegar í óefni er kom- ið, og tekst að jafnaði, en hitt er þó betra að komast hjá slíku erfiði og óþægindum, ef unnt er. Hins vegar ætti þetta páskaveð- ur að minna okkur á, hve mikils virði góð ör- yggisþjónusta er, þegar á þarf að halda, svo sem hjálparsveitir, þyrlur og aðrar björgunarflugvélar, og verða hvatning til að efla hvers konar slysa- varnastarfsemi í landinu. — S t e i n n .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.