Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.03.1967, Blaðsíða 9
mennt mjög alvarlega — sumir kannski einum of hátíðlega. — Sjálfur ólst ég upp við hefð bundin leikrit, raunsæ í bygg- rngu og persónusköpun, sagði Valur Gíslason ennfremur. Og áð öllum jafnaði held ég að ég eigi auðveldast með að vinna úr slíkum efniviði. Það er erfitt fyr ir leikara og leikstjóra, og áhorf endur ekki síður að glíma við leikrit sem enginn þeirra botnar upp né ofan í. Þar fyrir er gam- an að ýmsum nútímaverkum og munurinn ekki eins mikill og menn vilja vera láta þó formið virðist ankannalegt, verkum eins og Sköllóttu söngkonunni eða Nashyrningunum til dæmis. Efniviðurinn er allténd sá sami: maðurinn sjálfur og mann lífið. Allt byggist þetta á mann- legri hugsun og tilfinningum og form leikritsins hefur engin úr- slitaáhrif, hvernig menn kjósa að sýna þetta. Mörg nútímaleik- rit eru líka mjög leikhæf verk og lifna ótrúlega lá sviðinu þeg- ar þau fara að leikast. Þannig var til dæmis Húsvörðurinn sem lætur litið yfir sér við lestur, státar engum sláandi replíkum eða fílósófiskum vangaveltum, en var mjög skemmtilegt við- fangsefni að fást við. — Loftsteinninn sem við leik- um í kvöld er heldur ekkert raun sæisverk. En þar verða sannar- 'lega miklar sviptingar í lífi og dauða, — það má kannski segja að höfundurinn sé að setja fram og gera gys að þeim eilifu spurs- málum hvað líf sé og hvað dauði, hvers virði frægð og frami, heið- ur og afrek raunverulega séu. Það er varla viðeigandi að ég sé að leggja út af leikritinu sama daginn sem ég á að fara að leika í því. En höfundurinn hefur sjálfur sagt að leikritið sé um upprisuna: Schwitter sem vill deyja fullkomnum dauða rís á dauðastundinni upp til síns fyrra lífs sem allt er samandregið í leiknum. Hann er svo gerbund- inn sínum viðfangsefnum að hann getur elcki skilizt frá þeim. Annars hef ég lúmskan grun um að Dúrrenmatt hafi sjálfur gam- an af að leika sér og ekki sé jafn-djúp merking í öllu sem hann segir, það er að minnsta kosti engin ástæða til að taka hann alltof hátíðlega. En hvað sem öðru líður er Loftsteinninn mjög leikhæft verk og ég von- ast til að hann njóti sín á svið- inu hjá okkur. Persónurnar eru allar mjög klárar <yg skýrlega gerðar, allar smákómískar. All- ar nema Schwitter sem ekki er skoplegur i eðli sínu hvað sem atvikum líður, — innsti kjarni efnisins er alvarlegur. — Ég held að Þjóðleikliúsið ‘hafi leyst sitt hlutverk vel af 'höndum undanfarin ár, sagði Valur Gíslason að lokum. Auð- vitað má alltaf búast við mis- tökum, átökum og deilum um slíka stofnun; annars væri hún ekkert leikhús. En ég held að allt á litið hafi starfið farið vel úr hendi og verður kannski bet- ur metið þegar fram líða stund- ir. Nú vaxa ungir leikarar upp við allt aðra hagi en þekktust á minni tíð, en ég hygg að við verðum að hugsa vel fyrir því unga fólki sem á að taka við leikhúsunum ekki líðast að bjóða upp á un'ga og óreynda leikara í meiriháttar hlutverkum. Þroski leikara er vitaskuld alltaf per- sónulegur og þrautseigja og þol- Framhald á 10. síðu. linn, sem frumsynt vcrður í kvöld i Þjoöleikhusinu. (Ljosm.: Bjarnleifur.) WMMMWWVVMWUWWWVWHWWMW MWWMMWWWWWWWWMWWWWWWWViI Stór sending AF HOLLENZKUM ULLARKÁPUM, TERYLÉNEKÁPUM OG DRÖGTUM TEKIN UPP \ DAG BERNHASiD LAXDAL KJÖRGARÐI — LAUGAVEGI 59. SÍMI 14422. Genð góð kaup Vegna flutnings seljum við næstu daga, sófa- sett, svefnbekki og svefnstóla, með miklum afslætti. VALHÚSGÖGN Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. Bústaðasókn Aðalfundur Bústaðasóknar verður haldinn í Réttarholts- skóla, sunnudaginn 2. apríl næstkomandi að aflokinni messu sem hefst kl. 2 eftir hádegi. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf, Kirkjubygrg- ingin, önnur mál. SÓKNARNEFNDIN. 77/ fermingargjafa RADIONETTE ÚTVÖRP OG ÚTVARPSFÓNAR. AIWA SEGULBANDSTÆKI, margar gerðir fyrir 220 volta straum og rafhlöður. Verð frá kr. 3.129.00 TRANSISTOR ÚTVÖRP: Norsk, japönsk, frönsk og ítölsk. Verð frá kr. 1.150.00. PLÖTUSPILARAR; Monarch, Aiwa og Ðenon. Verð frá 1.700.00. AIWA PLÖTUSPILARAR með útvörpum, gerðir fyrir 220 volta straum og rafhlöður. Verð frá kr. 5.083.00. RONSON — ISMET — A.D.A.X. og A.B.C. HÁRÞURRKUR. PAYER — LUX — REMINGTON — ARVIN og OXFORD RAFMAGNSRAKVÉLAR. PÓSTSENDUM. Ratsjá hf. Laugavegi 47, Reykjavík — Sími 11575. 31. marz- 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.