Alþýðublaðið - 31.03.1967, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 31.03.1967, Qupperneq 14
TIL FERMINGAGJAFA FYRIR TELPUNA! FYRIR DRENGINN: SAUMABORÐ SNYRTIBORÐ KOMMÓÐUR SVEFNBEKKIR SKRIFBORÐ STÓLAR HANSAHILLUR O.FL O FL. Aldrei meira úrval SKEIFAM \ KJÖRGARÐI SÍMAR 18580 og 16975 I Veðurat.tæki Framhald af 3. síðu bil 715 mílna hæð og fara hring um jörðu á 113 mínútum, eða 12 til 13 hringi á sólarhring. Taka þeir myndir á þriggja og hálfrar mínútu fresti, sem er hæfilegt til að myndirnar nái saman. Myndatakan og sendingin taka rúmar þrjár mínútur. Fara fyrstu 8 sekúndurnar í að taka myndina og það sem eftir er fer í að senda hana. Stöðvar á norðurhveli geta tekið við myndum nokkrum sinnum á sólarhring yfir sumar- mánuðina, en í skammdeginu einu sinni til tvisvar á sólar- hring, eftir því sem dagsljós end ist. í náinni framtíð verða sett upp infra-rauð móttökutæki og verður þá hægt að taka á móti myndum jafnt á nóttu sem degi. Hver mynd nær yfir svæði, «em er 2700 kílómetrar á kant. iÞaning sést skýjafar yfir öllu Noregshafi, íslandi og norðan- verðu Bretlandi á einni mvnd. Af lögun skýja er hægt að draga margar ályktanir, svo sem um loft strauma og fleira. Með auknum og nýrri upplýsingum á þessu sviði, er hægt að auka nákvæmni í veðurspám, sem getur haft mikla þýðingu bæði fyrir kaupskipa- og fiskiflota íslendinga. Þá er einnig verið að ljúka við byggingar fyrir háloftarannsókn- ir. Byggingin, þar sem loftbelg irnir eru blásnir upp og einnig stöðin, sem fylgist með og tekur við upplýsingum frá loftbelgjun- um, verða starfræktar sameigin- lega af starfsfólki Veðurstofu ís lands og Veðurstofu flotans. Bygg ingarkostnaður er greiddur að jöfnu af ríkisstjórnum Bandaríkj anna og íslands. Fjórum sinnum á dag verða s^endir upp loftbelgir, sem flytja á loft mælitæki og senditæki, upp úr meira en 100 þúsunda feta hæð (30.500 metra). Senda tækin til jarðar upplýsingar um hita, raka og loftþrýsting í mismunandi hæð, með því að fylgjast með hreyfingum sendisins er hægt að reikna út vindátt og vindhraða á hinum ýmsu hæðarstigum. Þess ar upplýsingar eru svo sendar til veðurstöðva út um heim með fjar ritum. Þessi nýju tæki auka mjög á grundvallarupplýsingar á sviði veðurfræði, hér á landi og auka einnig framlag íslands til Alþjóð legu Veðurfræðistofnunarinnar (Worldwide Meteorological Organ isation)-. Grikkland Frambald af 2. síðu. þinghelgi Andreasar Papandreous verði afnumin vegna meintrar þátttöku hans í samsæri liðsíor- ingja úr leynifélaginu Aspida um að steypa konunginum af stóli. Ný lega voru helztu foringjar Aspida dæmdir til langrar fangelsisvist- ar. Leyfi hermanna voru afturköl!- uð í dag samtímis því sem leið- togar tveggja helztu flokkanna sökuðu hverjir aðra um að eiga sökina á stjórnarkreppunni. Ge- org Papandreou sagði, að flokkur hans mundi ekki styðja neina aðra ríkisstjórn en þá sem nú fer með völdin. Við háskólann í Saloniki í Norð ur-Grikklandi sló í dag í brýnu milli vinstrisinnaðra stúdenta og hægri sinnaðra ungmenna. Vegna stjórnarkreppunnar hafa 20.000 læknar, tannlæknar og lyfjafræð- ingar landsins ákveðið að aflýsa verkfalli, sem staðið hefur yfir síðan á mánudaginn. Norðurlandsáætl. Framhald af 1. síöu. tæki. Þar væru sjö félagsheildir, sem engin hefði megnað umfram aðrar að ná forustu sem miðstöð í þjónustu- og menningarmálum. Við Húnaflóa hefði íbúum fækk- að á seinustu 15 árum úr 5400 í 5250 og væri Húnaflóasvæðið sá landshluti, sem sérstalrrar athug- unar þyrfti við í atvinnumálum. \ R^ísteifnunni heldur áfram í fyrramálið og hefst hún með er- indi Torfa Ásgeirssonar skrifstofu stjóra í Efnahagsstofnuninni um fræðsluáætlanir. Rækjuveiðar Fj'amhalds af 1 síðu. .febrúarbyrjun sl. þannig að Inn djúpinu og fjörðunum yrði þá lokað. Hafi orðið um þetta nokk ur samstaða hjá rækjusjómönn- um um tíma, en þessu hafi þó ekki fengizt framgengt að fullu. Telur Unnur, að mjog óráðlegt sé að létta af öllum takmörkun- um á rækjuveiðum, eins og radd ir hafi komið fram, heldur sé þvert á móti tímabært að stöðva rækjuveiðar á ísafjarðardiúpi og Arnarfirði nú þegar. Loftárásir Framhald af 2. síðu. ★ UNDRAEFNl Víða eru strendur útataðar í olíu á ný þótt þær hafi verið hreinsaðar áður, og er flóðinu i nótt kennt um. í St. Ives og víðar ákváðu verkamenn að fresta frek- ari aðgerðum unz mesta olíuflóðið væri liðið hjá. Ritzau-frét'tastafan hermir að danskt fyrirtæki, Anti-Oil, hafi boðizt til að fjarlægja alla olíuna á iströndum Bretlands fyrir um 385 þús. ísl. kr. Brezka stjórnin tekur ákvörðun í málinu einhvern næstu daga. Hreinsiefni fyrirtæk- isins er verksmiðjuleyndarmál. Níu franskir sérfræðingar og stjórnarfulltrúar komu í dag til Penzance á Cornwall til að ræða hættu þá sem ströndum Frakk- lands stafar af olíubrákinni frá ,,Torrcy Canyon“. Hér er um að ræða nefnd, sem á að samræma [adgerðir Frakka t)il að bægja þessari hættu frá dyrum. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands hf. verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni laug- ardaginn 8. apríl 1967 og hefst kl. 14.30. DAGSKRÁ: I. Aðalfundarstörf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bank- ans síðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Lögð fram tillaga um kvittun til banka’ stjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Tekin ákvörðun um þóknun til banka' ráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjör- tímabil. 7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. II. Lögð fram tillaga bankaráðs um stofnun stofnlánadeildar við bankann, ásamt tillögu að reglugerð fyrir hana. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í afgreiðslu bankans Banka- stræti 5, Reykjavík, miðvikudaginn 5. apríl, fimmtudaginn 6. apríl og föstudaginn 7. apríl kl. 10—12.30 og 14—16. Reykjavík, 30. marz 1967. í bankaráði Verzlunarbanka íslands hf. Þ. Guðmundsson. Egill Guttormsson. Magnús J. Brynjólfsson. KVÖLDVAKA FÉLAGS ÍSLENZKRA LEIKARA verður flutt í Þjóðleikhúsinu í SÍÐASTA SINNi næstkomandi mánudagskvöld kl. 20. Yfir 40 leikarar, söngvarar og hljómlistar- menn koma fram á kvöldvökunni. SÍÐASTA SINN. Ástkæri eiginmaöurinn minn, faöir okkar, afi og tengdafaðir BENEDIKT JAKOBSSON, íþróttakennara, Bólstaðarhlíð 10 andaðist miðvikudaginn 29. marz. GYÐA ERLENDSDÓTTIR BÖRN, TENGDABÖRN OG BARNABÖRN. 14 31. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.