Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1993, Side 4
30 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1993 I t@nlist ►T Steve Vai stofnar hljómsveit og sendir frá sér plötu: Kornungur Kanadamaður fékk söngvarastöðuna Gítarleikarinn Eddie Van Halen heldur þvi fram að allt sem stéttar- bróðir hans, Steve Vai, leikur sé frá honum komið. Steve spili bara hrað- ar. Svona skoðunum mega menn eiga von á þegar þeir ná árangr i í list sinni. Steve Vai brosir aðeins að þess háttar fullyrðingum, segist bera mikla virð- ingu fyrir Eddie en það vilji bara svo til að eitt og annað hafi hann verið búinn að læra áður en hann heyrði í Eddie í fyrsta skipti. íslendingar áttu þess kost að heyra í Steve Vai þegar hann kom hingað til lands með hljómsveitinni White- A-ha - Memorial Beach: ★ ★ ★ A-ha spilar tónlist á heldur þyngri nótum heldur en sveitin er þekkt fyrir en á Memorial Beach er samt sem áður vönduð og metnaðarfull tónlist -SMS Deep Purple_The Battle Rages On: ★ ★ ★ ★ Besta plata Deep Purple í mörg ár. Jafnvel sú besta síðan veldi hljómsveit- arinnarreissemhæstáárunuml970 73. -ÁT Billy Joel _ River of Dreams: ★ ★ ★ Góðar lagasmíðar Billy Joels og það er léttara yfir honum en á tveimur síðustu plötum hans. -ÁT Josefin Nilsson _ Shapes: ★ ★ ★ Gullfallegar melódíur í anda hljóm- sveitarinnar Abba enda eru höfundar laganna engir aðrir en Bjöm Ulvaus og Benny Anderson. -SÞS UB 40 - Promises and Lies: ★ ★★ Frægasta reggísveit veraldar með afskaplega áheyrilega tónlist en text- amir eru ekki eins beittir og áður. -SMS U2-Z00R0PA ★ ★★ ★ í safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyglisverðari. -SMS 4 Non Blondes _ Bigger, Better, Faster, More: ★ ★ ★ Frekar hrátt blúsrokk undir áhrifum frá'þjóðlagatónlist, misgóð lög eftir atvikmn. Aðallag plötunnar þó hið afar vinsæla What’s Up. -SÞS JamesTaylor _ Live: ★ ★ ★ ★ Fyrsta tónleikaplata gamla snillings- ins og jafnframt ein albesta tónleika- plata síðari ára. -SÞS snake í september 1990. Á hljóm- leikum hljómsveitarinnar fór hann á kostum. Sumt sem hann fram- kvæmdi með hljóðfæri sínu ætti fremur heima í fjölleikahúsi en á rokktónleikum. Síðan þá hefur Steve Vai haft fremur hljótt um sig Whitesnake var lögð niður skömmu eftir að hún kom hingað. En nú er hann búinn að stofna nýja hljómsveit og senda frá sér plötuna Sex and Religion. EQjómsveitin heitir stutt og laggott Vai. Með gítarleikaranum spila í henni bassaleikarinn T.M. Stevens og Terry Bozzio trommuleikari. T.M. hefur víða komið við á ferlinum, meðal annars spilað með Miles Davis og the Pretenders. Terry hefur leikið með Frank Zappa, Jeff Beck og mörgum fleirum. Þá er ógetið leyni- vopns hljómsveitarinnar. Það er söngvarinn Devin Townsend, tuttugu og eins árs Kanadamaður sem þreytir frumraun sína á Sex and Religion. Frammistaða hans á plötunni er rómuð og einn gagnrýnandi komst meira að segja að því að eftir að hafa heyrt i Townsend hljómaði Axl Rose eins og Johnny Mathis! Grimmsævintýri „Það er eins og lítið Grimms- ævintýri, Öskubuska eða eitthvað svoleiðis, hvernig ég fann Devin,“ sagði Steve Vai nýlega í blaðaviðtali. „Hann sendiplötiifyrirtækinusem ég vinn hjá kassettu með tónlistinni sinni. Forstjóri þess varð agndofa þegar hann heyrði hana. Hann sendi kassettuna áfram til mín og ég varð agndofa. Nú, ég var að velta því fyrir mér að stofna hljómsveit og bauð stráknum að vera með. Hann var til í það.“ Enginn vafi er á að fyrir rúmlega tvítugan strák er það mikil upphefð að vera boðið að ganga í hljómsveit með Steve Vai. Hann er í hópi virt- ustu gítarleikara heims eftir að hafa leikið með Frank Zappa, Whitesnake, Alcatrazz og fleiri þekktum hljóm- listarmönnum og hljómsveitum. Ekki má gleyma honum í hlutverki djöfulsins sem fer hamfórum á gitar- inn í kvikmyndinni Crossroads. Steve Vai segir að vissulega sé gaman að njóta álits sem gítarleikari en hann vilji heldur vera flokkaður sem tónlistarmaður en „bara“ gítarleik- ari. „Ég hef alltaf haft gaman af að semja tónlist," segir hann. „Það er alltaf jafn furðulegt að geta sett litla punkta á pappírsörk og fullt af fólki skilur nákvæmlega hvað maður er að meina.“ Hann hefur fengist við ýmiss konar tónlistarstefnur um ævina og platan Passion and Warfare, sem var einmitt í góðri sölu þegar hann kom hingað til lands, er gott dæmi um fjölhæfni hans. Steve Vai segir þó að rokkið eigi hug sinn allan. „Það er dálítið leiðinlegt að fólk heldur að ef maður hefur hlotið góða tónlistarmenntun geti maður ekki verið rokkari. Ég er ekki sáttur við þá skoðun. Auðvitað eru til alls konar rokkarar. Ég sest stundum niður og ætla að semja einfalt rokklag sem getur höfðaö til allra. Áður en ég veit af er ég farinn að bæta inn í þaö einu og öðru sem mér finnst að verði að vera með. Það mega ekki allir vera að gera það sama. Þannig verður tónlistin min til og ég vona að ekki verði sagt að hún sé eftirlíking. Hvað svo sem menn segja um gítarleikinn," segir Vai. Steve Vai, einn virtasti gitarleikari í heimi. 4>j@tugagnrýni Van Morrison - Too long In Exile ». ★ ★ ★ Örlítil lægð Van Morrison er fyrir þónokkru kominn í hóp þeirra listamanna hjá hverjum er hægt að ganga að gæðunum vísum. Plötur hans eru nánast undantekningarlaust i háum gæðaflokki þó þær tróni ekki hátt á vinsældalistum. Engu að síður á Morrison sínar hæðir og lægðir og vitanlega er ekki allt jafngott sem frá honum kemur. Þannig er til dæmis með þessa nýju plötu hans, Too Long In Exile, að hún nær ekki sömu hæðum og tvöfalda platan hans, Hyms To The Silence, sem kom út fyrir tveimur árum. Enda er varla hægt að kreijast þess að jafnvel maður á borö við Van Morrison geti endalaust sent frá sér úrvalsefni. Too Long In Exile er þó fjarri því að vera misheppnuð, síður en svo. Hún tapar bara samanburðinum við Hymns To The Silence. Margt er þó líkt með skyldum og tónlistarlega er ekki mikill munur á þessum tveimur plötrnn. HöfuðviðfangseM Morrisons er nú sem fyrr blanda af blús- og soultónlist með léttum djasskeim. Blúsinn fær þó heldur meira rými hér en oft áður enda aðalgestur Morrisons á plötunni enginn annar en gamla blúsbrýnið, John Lee Hooker. Hann syngur meðal annars með Morrison í nýrri útgáfu gamla Morrison lagið Gloria, sem Them gerði vinsælt fyrir einum 28 árum eða svo. Morrison gerir fleiri gömlum lögum góð skil á plötunni og reyndar eru nýjar útgáfur á gömlum lögum fyrirferðarmeiri á þessari plötu en oft áður. í hópi þessara laga má nefna þekkt lög eins og Good Moming Little Schoolgirl og blúslagið Lonely Avenue. Það sem einkum fellir þessa plötu lítillega í gæðum, miðað við nokkr- ar undanfamar plötur Morrisons, er að mínu mati skortur á sterkum trompum frá honum sjálfum. Lögin, sem hann leggur til sjálfur á plötunni, ná sum hver ekki alveg. sama gæðaflokki og þau hafa gert á síðustu plötum. Sem heild er platan samt vel yfir meðallagi og tvímælalaust eigulegur gripur. Sigurður Þór Salvarsson ...K^s ..■ m Boo Radleys - Giant Steps: ★ ★ ★ ★ Frábært Fj órmenningamir frá Liverpool stofnuðu Boo Radleys árið 1988. Á fimm ámm hefur hljómsveitin sent frá sér fjórar plötur og sú nýjasta breytir Boo'Radleys úr efnilegri sveit i góða. Áfangi sem hefur reynst margri hljómsveitinni torfarinn. Nafn plötunnar, Giant Steps, lýsir kannski best hvemig Boo Radleys stika nú í átt til frægðar og metorða. Hún bíður upp á ferðalag um dýragarð rokksins þar sem flest rokkafbrigði em geymd. Létt, hrá, þung, feit, hávær, sýrð. Lögin eru af öllum stærðum og gerðum og andstæðunum er teflt saman svo úr verður heillandi spilverk og heild- stætt verk. Þannig hefur Boo Radleys tekist að skapa ögrandi plötu sem er pakkfull af spennandi þreifingum, enda segjast hljóm- sveitarmeðlimir ekki vilja að fólk geti gengið að verkum Boo Radleys sem gefnum. Sú ætlan heppnast því hljómsveitin veður úr einu í annað án þess að missa fótanna. Samlíking við Bítlana hefur sést í erlendum blöðum enda fáar hljómsveitir komið jafn víða við og með jafn miklum stæl og Bítlamir. Boo Radleys em háværir og kraft- miklir eina stundina en detta svo niður á rólegri nótur. Á báðum vígstöðvum er bullandi melódía sem gerir tónlistina eymavæna með afbrigðum. Þeir nota óhefð- bundin meðul til töfranna. Selló, klarínetta og hom gefa tónlistinni meiri breidd. Hér er komin ein af betri plötum ársins 1993 og ómögulegt að gera upp á milli laganna 17 sem prýða Giant Steps. Sem dæmi má nefna að Lazarus, sem kom út í fyrra og breska pressan taldi til bestu laga ársins 1992, fellur í skuggann af mörgum öðrum frábærum smíðum Giant Steps. -Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.