Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1993, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1993, Side 3
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 29 tónli0t; er líf Bjarkar Guðmundsdóttur þessa mánuðina Skærasta stjama íslendinga um þessar mundir, Björk Guðmunds- dóttir, kom hingað til lands á dög- unum í stutta heimsókn. Erindið var einkum tvíþætt, að taka við gullplötu fyrir fimm þúsund seld eintök af Debut á íslandi og myndataka í íslenskri náttúru fyrir tímaritið Face sem á næstunni mun birta stórt viðtal við söngkonuna. Nú eru þrír mánuðir liðnir frá útkomu Debut og er áætlað að á milli 7 og 800 þúsund eintök hafi selst af henni í heiminum, þar af helming- urinn í Bandaríkjunum. Debut náði hæst í 61. sæti á Biilboard listanum í byrjun september en er nú á niðurleið. Þrátt fyrir það er ekki úti- lokað að Björk slái sölumet Sykur- molanna með Life’s too Good en af henni seldist í heildina ein milljón eintaka. Sjálf segist Björk vera hissa á þeim frábæru viðtökum sem Debut hefur fengið meðal gagnrýnenda og almennings. „Ég gat í rauninni átt von á hverju sem var því að með Debut tók ég stórt skref frá því sem Sykurmolarnir voru að gera,“ segir Björk oghnyklar brýrnar. „Ég fór inn í skápinn og læsti á eftir mér. Ég bjó til plötu þar sem ég gekk einvörðungu út frá sjálfri mér og mínum hugmynda- heimi. Athyglin sem ég hef fengið kemur því á óvart." Björk situr ekki með hendur í skauti þessa dagana. Hún hefur þeg- ar lokið við að semja lög á næstu plötu sem hefur vinnuheitið Björk’s Atfair en hún er ekki væntanleg á markað fyrr en í lok næsta árs. Vinna við plötuna er þó að fara af stað þessa dagana. „Næsta plata verður nafla- skoðunarplata líkt og Debut. Ég hóf ýmsa tilraunastarfsemi á Debut og mun ég ganga lengra í tilraunum mínum á Björk’s Affair. Ég er í sífelldri leit að hinum sanna hljómi,“ segir Björk Guðmundsdóttir. eðlilegt sé því hljóðfæraleikaramir hafi komið hver úr sinni áttinni. „Það er stórkostlegt við lifandi tónlist að heyra hana þróast og verða betri. Hljómsveit eins og mín er spuming um efnafræði og skilning spilaranna hvers á öðrum. Við verðum að blandast sem persónur. Það þarf í raun að myndast ástar- samband milli manna í hljómsveit eins og þessari.” - Þú varst ekki ánægð með upp- hitunartónleikana fyrir U2 á Wem- bley. „Það er eins og að ganga yfir hraðbraut með bundið fyrir augun að hita upp fyrir svona stóra hljóm- sveit,“ segir Björk. „Þú veist ekki hvað gerist á leiðinni. Það voru 70 þúsund áheyrendur komnir til að hlusta á U2. Ég fékk enga hljóðprufu og sá hljómsveitina mína illa á risastóru sviðinu sem var slæmt því þetta vom tónleikar númer tvö og samæfmgin því ekki mikil.“ - Þú vilt frekar minni hús. „Já, fyrst og fremst vegna ástar minnar á tónlist. Það skapast allt önnur stemning og nánari tengsl milli hljómsveitar og áhorfenda í 2000 manna sölum en 20.000 manna gímöldum. Þá finnur maður líka sterkt hvað tónleikar eru mikið samspil hljómsveitar og áhorfenda. - Þú fékkst MTV verðlaun fyrir besta myndband Evrópu í byrjun september. Fagfólkið valdi Human Behaviour en áhorfendur völdu George Michael. Þú fékkst verð- launagrip þó það hafi ekki komið fram á verðalaunahátíðinni. Varstu svekkt að hreppa ekki aðalverðlaun- in? „Nei, þvert á móti þótti mér heiður að því komast jafn langt og ég gerði. Þetta kom á óvart þar sem ég hafði ekkert pælt í þessum möguleika. Ég er tilnefnd í nokkrum blöðum íyrir tónlist mína þessar vikurnar. Mér finnst það fyndið að hægt sé að fá verðlaun fyrir tónlist því að ég hef ekki hugmynd um hvernig á að mæla hana.“ Hljómsveit er ástarsamband Undanfarinn mánuð hefur Björk verið á tónleikaferöalagi um Evrópu með átta manna hljómsveit. Hún segir tónleikana hafa gengið vel þó þeir fyrstu hafi verið stirðir sem A næstu vikum hefjast upptökur á nýjasta myndbandi Bjarkar. Björk segir að þrátt fyrir góðar viðtökur hafi pyngjan ekki þyngst að ráði. Hún segist leggja mikið í listræna hlið málsins. Þannig séu tónleikaferðin og myndböndin dýr en á næstu vikum hefjast einmitt upptökur á nýjasta myndbandi Bjarkar sem verður Big Time Sensuality. Björk segist ekki hafa séð neinn aukapening en tekur þó fram að bransinn sé þannig að ár geti liðið áður en góð söluplata skilar höf- undinum einhverjum tekjum að ráði. Hún segir peninga ekki skipta sig miklu. „Ég er mjög kát því ég fæ að búa til tónlist og það eru forréttindi,” segir Björk og brosir út í bæði. „Auðvitað fylgir mikið kjaftæði en maður gengur í gegnum 90% af kjaftæði til þess að geta gert 10% af tónlist. Það er nógu mikið til að fullnægja sjálfri mér og þúsundum annarra." -SMS föstudaginn október Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku verða birtar þrjár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn Grensan, ný safnplata með rokklögum, sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningamar: 1. HljómsveitinAceofBaseermeð sitt þriðja lag af plötunni Happy Nation, sem kemst inn á Is- lenska listann. Hvað heita hin lögin 2? 2. 4 Non Blondes eru með nýtt lag í 10. sæti listans þessa vikuna. Hvað heitir nýja platan frá þeim? 3. 113. sæti listans eru rokkaramir i hljómsveitinni Mr. Big með gamla smellinn Wild World. Eftir hvem er lagið? Rétt svör sendist DV fyrir 7. október, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 7. október og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 14. október. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 9. september: 1. Erasure. 2. Grave Dancers Union. 3. Þrjár. alveg meiriháttar show!!! Að þessu sinni er það geisladiskurinn Grensan, ný safnplata með rokklögum, sem er í verðlaun. vikunnar Keith Richards og félagar i hljómsveitinni Rolling Stones hyggja á hljómleikaför um heiminn. Rolling Stones fá 4 milljarða fyrir tónleikaferð Rolling Stones eru aó leggja upp í enn eina tónleikareisuna um gjörvalla heimsbyggóina og eins og aó líkum lætur kostar slíkt fyrirtæki feiknin öll af peningum. Sem betur fer fyrir Jagger og félaga eru fjölmörg fyrirtæki enn áfjáó aó opna pyngjuna þegar Stoneseru annarsvegarog adþessusinni varþaó hinn umdeildi ítalski fataframleióandi Benetton sem bauó best. Upphæóin, sem hann er tilbúinn aó snara út, er litlir 4 milljarðar íslenskra króna,segi og skrifa! Þetta er helmingi hærri upphæó en Stones tókst ad herja út fyrir síóustu feró en þá var þaó ameríski bjórframleidandinn Budweiser sem átti hæsta boð. Þaó má svo fljóta meó ad nýjasta nafnid á vangaveltunum um hver muni leysa Bill Wyman af hólmi á bassann er Joey nokkur Spampinato sem unnið hefur ad undanförnu með Keith Richard aó gerð kvikmyndar um Chuck Berry. -SÞS ,!!! * il k - « i'.\. e;.-. lí.’Hj. |í«j§í. Hifíi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.