Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1993
19
Urvalsdeild
Skallagrímur með ívið meiri breidd en áður:
Vona að við getum
veitt ÍBK keppni
„Meiösl hafa sett strik í reikning-
inn hjá okkur í haust og við höfum
ekki getað stillt upp okkar sterk-
asta hði. Menn eru að ná sér og
mér hst ágætlega á keppnistímabil-
ið sem í hönd fer. Við höfum misst
þrjá leikmenn en fengið nokkra í
staðinn,“ sagði Birgir Mikaelsson,
þjálfari Skallagríms í Borgamesi,
viðDV.
Birgir hefur, ásamt Alexander
Ermohnskij, Gunnari Þorsteins-
syni og Þórði Jónssyni, átt við
meiðsl að stríða í haust. Ermol-
inskij hefur ekkert getað æft með
hðinu í heilan mánuð en er nú að
ná sér á strik.
„Það eru nokkur spumingar-
merki í riðlinum okkar, tíl dæmis
Akranes og Valur. Ég á von á því
að Keflvíkingar verði sterkir og
Snæfell er einnig með gott fimm
manna hð. Það verður ekki greið
leið fyrir neitt þessara hða í úrslita-
keppnina, nema ef til vill ÍBK. Við
stefnum að því að vera í úrslita-
keppninni eins og í fyrra og ég vona
að við getum veitt Keílvíkingum
keppni. Við eigum einmitt að leika
gegn þeim hér heima í fyrsta leik
og bæjarbúar em orðnir spenntir,"
sagði Birgir.
„Hinn riðillinn verður örugglega
jafnari og við verður að taka stig í
leikjunum gegn þeim hðum. Ég á
von á Grindvíkingum sterkum og
einnig Haukum. Njarðvíkingar
verða einnig með í baráttunni og
það er spurning hvort KR sýnir á
sér góðu hhðina strax eða hvort
það tekur þá tima að ná sér á strik,
en mannskapurinn hjá þeim er
góður. Tindastóh er með ungt og
reynslulítið en skemmtilegt hð. Ég
reikna með því að Tindastóll verði
í botnsætinu í riðlinum."
Það verður meiri breidd í Skalla-
grímshðinu í vetur og við bíðum
spenntir eftir tímabihnu, eins og
bæjarbúar allir. Það er mikið líf í
körfuboltanum hér, mikih áhugi
og yngri ílokkarnir era alhr að
koma til,“ sagði Birgir Mikaelsson.
Þessir eru farnir:
Eggert Jónsson, hættur
Guðmundur Kr. Guðmundsson í
UMF Stafholtst.
Skúli Skúlason í Létti
Þessir eru komnir:
Ari Gunnarsson frá Herði
Einar Þór Skarphéðinsson úr
Leikni
Þórður Jónsson úr fríi
Birgir Mikaelsson þjálfar áfram
Skallagrimsliðið.
Snæfell mætir með mlkið breytt lið til keppni:
Mun harðari keppni
í hinum riðlinum
Kristinn Einarsson, þjálfari Snæ-
fells, er hógvær varðandi gengi liðs-
ins í vetur.
„Eg er hóflega bjartsýnn á gengi
Snæfells í vetur. Við erum með nán-
ast nýtt lið frá því í fyrra og það tek-
ur tíma að ná saman. Ég á von á
meiri spennu og skemmtilegri körfu-
bolta í hinum riðhnum þar sem bar-
áttan verður gífurleg um tvö efstu
sætin. Þar eiga öh liðin nema Tinda-
stóh góða möguleika. Það er hrika-
legt fyrir það að vera í þessum riðh,“
sagði Kristinn Einarsson, þjálfari
Snæfells úr Stykkishólmi, við DV um
komandi keppnistímabil.
SnæfeU er í riðli með ÍBK, Vaf,
Skallagrími og ÍA en Kristinn á von
á meiri keppni um tvö efstu sætin í
hinum riðlinum þar sem Grindvík-
ingar, Haukar, Njarðvíkingar, KR-
ingar og Tindastólsmenn leika.
„Ég á von á því að Keflavík og Val-
ur verði í tveimur efstu sætunum en
Vesturlandsliðin muni síðan beijast
um 3. sætið. ÍBK-hðið er mjög sterkt
þrátt fyrir að það hafi misst nokkra
menn og þeir eiga tith að verja. Valur
er með Booker og einnig fleiri menn
sem hafa verið að bætast í leik-
mannahópinn hjá þeim. Takmarkið
er auðvitað að fara hærra og komast
í úrslitakeppnina en ég vil vera frek-
ar hógvær. Við erum búnir að vinna
alla leikina í Vesturlandsmótinu í
haust en hin liðin hafa aldrei verið
með fuhskipað Uð. SkaUagrímur er
með sterkasta hðið á pappírunum
hér á Vesturlandi, þeir eru nánast
með sama lið og í fyrra, en hjá okkur
eru bara tveir eftir úr byríunarlið-
inu,“ sagði Kristinn.
SnæfeU tók þátt í Evrópukeppni í
síöasta mánuði og tapaði naumlega
fyrir írsku hði. Bandaríkjamaðurinn
í Uði SnæfeUs, Chip Entwistle, varð
þá fyrir meiðslum. „Hann er að ná
sér og spurning hvenær hann verður
orðinn góður. Þetta er ungur strák-
ur, aðeins 22 ára, en mjög sterkur.
Hann er þó ekki mikiU miðherji og
er vanari því að leika fyrir utan,
enda ágætis skotmaður," sagði Krist-
inn.
Þessir eru farnir:
ívar Ásgrímsson í ÍA
Rúnar Guðjónsson í Hauka
Shawn Jameson
Þessir eru komnir:
Chip Entwistle frá USA
Hjörleifur Sigurþórsson frá UBK
Hreiðar Hreiðarsson frá UMFN
Sverrir Sverrisson frá ÍBK
Þorvarður Björgvinsson frá UBK
NjarðvíkLngar ætla sér stóra hluti í úrvalsdeildinni í vetur:
Við höf um átt í erfið
leikum í sókninni
Njarövíkingar mæta til leiks í
úrvalsdeUdinni með sterkara lið en
í fyrra og hafa fengið nýjan þjálf-
ara. Sá er ekki af verri gerðinni.
Valur Ingimundarson hefur snúið
heim aftur eftir fimm ára veru á
Sauðárkróki með hði Tindastóls.
Valur hefur um árabil verið með
bestu körfuknattleiksmönnum
landsins og mun styrkja hð Njarð-
víkinga gríðarlega mikið. Fróöir
menn segja aö endurkoma hans
geri það að verkum að Njarðvíking-
ar hafi nú verulega möguleika á
að krækja í íslandsmeistaratitilinn
á ný.
„Ég veit ekki hversu sterkir við
verðum í vetur. Viö höfum ekki
verið sannfærandi það sem af er
þrátt fyrir að við höfum unnið
Reykjanesmótið og Keflvíkinga þar
með tíu stiga mun. Við höfum sér-
staklega veriö ósannfærandi í
sóknarleiknum. Annars held ég að
það sé ekkert verra aö þetta komi
ekki aht í einu. Ég er alveg viss um
að sóknarleikur okkar lagast. Við
höfum veriö að skora þetta 90 til
100 stig í leik fram að þessu og þeg-
ar þetta smellur saman verðum við
ekki árennilegir í sóknarleiknum.
Menn hafa verið hræddir við að
taka af skarið. Menn em leitandi
ennþá. Þetta er þó kannski bara
eðhlegt.
Við byríuðum æfingar í júlí og
ég tel okkur í mjög góðri æfingu
líkamlega. Ég á von á okkur ofar-
lega í deildinni eftir nokkra lægð
og vonandi gengur þetta vel. Eg
held að körfuboltinn verði góður í
vetur. B-riðhhnn verður án efa
sterkari og ég á von á mjög miklum
slagsmálum þar. Grindvíkingar
koma mjög sterkir til leiks og
Haukarnir líka. Við verðum von-
andi sterkir og KR-ingar einnig.
Svo á ég von á Stólunum sterkum
á heimavelli. I hinum riðhnum eru
Keflvíkingar ömggir með aö kom-
ast í úrslitakeppnina og ég held að
Valur og Skallagrímur beijist um
að fylgja Keflavík í úrslitin," sagði
Valur Ingimundarson.
Þessir eru farnir
Gunnar Örlýgsson í Val.
Sturla Örlygsson í Val.
Þessir eru komnir'
Valur Ingimundarson frá Tinda-
stóh.
Friðrik Ragnarsson frá KR.
Valur Ingimundarson segir Njarð-
víkinga ekki verða árennilega þeg-
ar sóknarleikurinn smelli saman.