Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1993, Blaðsíða 6
22
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1993
l.deildkveima
DV
Keflavík er bæði Islands- og bikarmeistari:
Vonandi hörð barátta
Keflavíkurstúllcur hafa borið
höfuð og herðar yflr önnur kvenna-
Uð í körfunni sl. tvö ár. Þær eru
íslandsmeistarar síðustu tveggja
ára og í fyrra unnu þær bæði deild
og bíkar. Þá töpuðii þær aðeins ein-
um leik, I úrslitakeppninni, gegn
Grindavík og er það því erfitt fyrir
þær að bæta sig - nema þær fari
taplausar í gegnum tímabilið!
„Veturinn leggst mjög vel í mig.
Viö höfum góðan mannskap og
góðan þjálfara svo þetta hlýtur að
ganga vel. Við byrjuðum að æfa um
miðjan júlí og tókum þátt í Norð-
ur-Evrópukeppninni í júlí. Þótt
okkur gengi illa þar náðum við þvi
fram sem við höfðum sett okkur.
Við sáum það i þessari ferð að við
erum langt á eftir öðrum Evrópu-
þjóðum í körfunni,“ sagði Anna
María Sveinsdóttir, einn af máttar-
stólpum ÍBK, viö DV.
„Eg lék ekki með stelpunum á
hraðmótinu um daginn þegar við
töpuöum fyrir KR. Það var slys sem
kemur ekki fyrir aftur. Við látum
titlana ekki baráttulaust af hendi.
Byrjunarliðið hjá okkur er mjög
gott og stelpurnar á bekknura eru
sterkar svo ég kvíði ekki neinu. Ég
vona bara að þetta verði ekkí eins
létt og i fyrra. Ef úrslitakeppnin
hefði ekki komið til hefðum við
veriö búnar að gera út um þetta
um áramót. Núna veröur vonandi
hörð barátta á milli Keflavíkur,
KR, Grindavíkur og Tindastóls.
Ég held að kvennakarfan sé á
réttri leið hér á landi. Það er já-
kvæð þróun í þjálfun yngri flokka,
við sjáum stelpur eins og Olgu
Færseth og Helgu Þorvaldsdóttur,
þær eru mjög góðar. Það er verið
að vinna öflugt unglingastarf úti
um allt land og það er bara orðið
tímaspursmál hvenær þaö skilar
sér. Það er spurning hvað gerist í
Borgarnesi og Stykkishólmi, þar
hafa verið að koma upp mjög sterk-
ir yngri flokkar.
Við erum staðráðnar i að halda i
báöa bikarana. Það er aUtaf jafn
gaman að vinna. Ætli við hleypum
nokkurri spennu í mótið, það kost-
ar bara óþarfa stress," sagði Anna
María Sveinsdóttir.
Þessar eru farnar:
Sigrún Skarphéðinsd. til Tindasi.
Kristin Blöndal til Bandaríkjanna.
Anna María Sveinsdóttir, ein besta
körfuknattleikskona landsins.
KR-stúlkumar líklegastar til að ógna veldi Keílavikur:
Sterkasta lið frá 1987
Guðrún Gestsdóttir segir að KR
stefni á að koma Keflavík á kné.
KR er það lið sem líklegast er tíl
að ógna veldi Keflavíkur í vetur.
Liðin hafa leikið einn leik í haust,
á hraðmóti KR, og sigraði þá lið
KR alla andstæðinga sína, þar með
talið lið ÍBK.
„Vandamálið er hvað það eru fá
lið í 1. deild og hversu mikill mun-
ur er á efstu.og neðstu Uðunum.
Það vantar meiri breidd í kvenna-
bolt’ann,“ sagði Guðrún Gestsdótt-
ir, fyrirUði KR, í samtali við DV.
„Við erum með sterkasta Uð sem
við höfum haft frá því 1987 þegar
við unnum bæði deild og bikar. Við
erum ekki famar að tala um neina
titla ennþá en það er stefnan hjá
okkur að koma Keflvíkingum á kné
og gera betur en síðast.
Við höfum haldið mestu af okkar
mannskap og fengið nokkra öfluga
leikmenn, m.a. Evu Havlikovu sem
lék með Haukum 1991-1992. Nokkr-
ar em farnar og mesti missirinn
er í Sólveigu Ragnarsdóttur sem
hætti vegna náms. En það styrkir
hópinn hvað hann er stór. Við er-
um 15-16 á æfingum en aðeins 10
komast í hópinn fyrir hvern leik.
Það er því mikh samkeppni um að
komast í hópinn.
Ég á von á alvörubaráttu um titl-
ana í vetur. Keflavík einokar þetta
ekki lengur. Við erum sterkari
heldur en í fyrra og Grindavík hef-
ur líka bætt sig. Maður sér mikinn
mun á yngri flokkunum frá því
fyrir nokkrum árum. Ungu stelp-
urnar hcifa þá gmnnþjálfun sem
okkur þessar eldri skortir og þær
hafa líka meiri tækni. Stelpur eins
og ég, Hildigunnur í Val og Elín-
borg í ÍS höfum lært mest af sjálf-
um okkur og höfum þróað með
okkur eigin stíl. Við fengum ekki
þá grunnþjálfun sem þessar yngri
hafa en við höfum reynsluna,"
sagði Guðrún Gestsdóttir.
Þessar eru komnar:
Sara Smart byrjuð aftur.
Ása Guðný Ásgeirsd. frá Snæfelli.
Þóra Bjarnadóttir byrjuð aftur.
Georgía Kristiansen byrjuð aftur.
Eva Havlikova frá Tékklandi.
Þessar eru farnar:
Sólveig Pálsdóttir th ÍS.
Sólveig Ragnarsdóttir hætt.
Alda Valdimarsdóttir hætt.
Uðsstyrkur frá Króatíu
Segja má að Tindastóll hafi verið
bjartasta von kvennakörfunnar í
fýrravetur. Liðið er mjög ungt og
stóö sig með ágætum í 1. deildinnl.
Allir leikmenn liðsins, nema Petr-
ana Buntic, em innan við tvítugt.
Ahir þjálfarar sem DV töluðu við
sögðust hlakka til að sjá Tinda-
stólsliðið. Tindastólsstelpurnar
hafa ekkí enn leikið neinn æflnga-
leik fyrir íslandsmótið en flestir
eru sammála um það að ef Kára
Maríssyni þjálfara tekst að stilla
hðið saman i kringum erlenda leik-
manninn þá sé framtíðin björt hjá
félaginu og öruggt að þær eigi eftir
aö standa sig í deildinni i vetur.
„Við höfum ekki leikið neinn æf-
ingaleik ennþá en ég er núna að
vinna að því að finna einhverja
leiki. Við fóram ekki í íslandsmótið
án þess aö leika æfingaleik,“ sagði
Kári Marísson, þjálfari Tindastóls,
í samtah við DV.
„Við höfum fengið mjög sterkan
leikmann, Petrönu Buntic frá
Króatíu, Selma Barðdal er komin
heim frá Bandaríkjunum og Sigrún
Skarphéðinsdóttir frá Keflavik. Að
öðra leyti höldum við öhum okkar
mannskap. Ég sá leik KR og Vals 1
Reykjavíkurmótinu um daginn og
mér sýnist að það séu góðir hlutir
að gerast. KR-hðið er á góðri sigl-
ingu. Hjá okkur snýst spumingin
um það hvort hðið nái að smella
saman. Liðið er mjög ungt og í mjög
góðu formi. Margar af stelpunum
hafa leikið fótbolta i sumar þannig
að þær eru vel undirbúnar hkam-
lega.
Það veröur erfitt að leika gegn
okkur á Króknum og ég er sann-
færður um að stemningin í húsinu
á kvennaleikjunum verður ekki
^síöri en hjá strákunum. Ég hef trú;
á því að þaö komi margir áhorfend-
ur á völlinn og þá ekki síst til að
sjá Petrönu.
Ég hefði viljað sjá miklu fleiri lið
í baráttunni. Það er ferlegt að sjá
TBK %'erða íslandsmeistara ár eftir
ár á meðan Njarðvík nær ekki sam-
an mannskap í lið,“ sagði Kári
Marísson, þjálfari Tindastóls.
Þessar eru komnar:
Petrana Buntic frá Króatíu.
Selma Barðdal frá Bandaríkjunum.
Sigrún Skarphéðinsd. frá Keflavík. Petrana Buntic frá Króatíu ætti að
styrkja Tindastól verulega.
Grindavík var eina liðið sem sigraði Keflavík 1 fyrra:
Vél staðið að málum
Svanhildur Káradóttir hefur leikið
stórt hlutverk hjá Grindavik.
Grindavíkurstúlkur era líklegar
til að mæta sterkar til Íeiks í vetur.
í fyrra sýndu þær góða hluti í úr-
slitakeppninni, unnu m.a. Kefla-
vík. Þær eru meö nær óbreytt lið
svo að þær geta örugglega gert
hvaða Uöi sem er skráveifu.
„Ég er mjög bjartsýnn á veturinn
og deildin leggst afskaplega vel í
mig,“ sagði Pálmi Ingólfsson, þjálf-
ari Grindavíkur. „Ég held að það
verði fjögur hð sem komi til með
að berjast um sæti í úrslitakeppn-
inni en höin tvö, sem eftir sitja,
eiga örugglega eftir að vinna ein-
hverja leiki. Keflavíkurhðið verður
ekki eins afgerandi og það var í
fyrra, það er alveg klárt. Það hefur
misst Kristínu Blöndal og það á
eftir að veröa því meiri blóðtaka
en sýnist í fyrstu.
Um hin liðin í deildinni veit ég
ósköp fátt. Ég veit að ÍR-stelpurnar
í Valsliðinu eru mjög góðar en ég
hef ekki séð til Tindastóls. Eftir því
sem ég hef heyrt þá eru þær með
ungt og mjög efnilegt hð.
Hjá okkur verður það liðsheildin
fyrst og fremst sem skiptir máli.
Það eru engar stórstjömur í liði
Grindavíkur. Við höfum mjög jafnt
hð og ef við komumst áfram í úr-
shtakeppnina þá verður það fyrst
og fremst liðsheildin sem skiptir
máli. Aldursdreiflngin er mjög góð
í liðinu, stelpumar eru á aldrinum
15 til 31 árs og viö höfum æft mjög
vel, nánast á hverjum degi frá þvi
í ágústbyrjun," sagði Pálmi Ingólfs-
son, þjálfari Grindavíkur.
Grindavíkurhðinu hefur verið
spáð mjög góðu gengi í deildinni í
vetur. Hver er helsta ástæða þess?
„Það hefur orðið gífurleg vakning
í kvennakörfunni héma í Grinda-
vík. Það má segja að stelpumar
hafi stohð senunni í fyrra. Við vor-
um eina Uðið sem vann Keflavík.
Það hefur verið stofnað kvennaráð
sem sér alveg um stelpurnar og það
er staðið vel að þessu hérna.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
að deildin verður jafnari en í fyrra,
Keflavík á eftir að tapa leikjum í
vetur, svo framarlega sem Kristín
Blöndal fer ekki að taka upp á þeim
ósóma að koma heim.“
Þessi er komin:
Hulda Jóhannsdóttir byriuð aftur.
Þessi er farin:
Elín Harðardóttir til Vals.