Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 4
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 30 l t'ónlist ►f kallast In Utero. bassaleikari, Terry Bozzio trommii- leikari og Devin Townsend söng- vari einnig í veigamiklum hlutverk- um. Townsend er komungur og hefur ekki látiö í sér heyra á plötu fyrr. Þar er gríðarlegt rokksöngv- araefni á ferðinni. Frammistaða hans er slík að hann stelur oft senunni frá virtúósnum sjáifum. Tónlistin á Sex and Religion er kraftmikið rokk. Hvergi er gefið eftir frá fyrsta lagi til hins síðasta. Hljómsveitin Vai býður ekki upp á neins konar listapopp og rokkið hennar er lítt útvarpsvænt. Að skaðlausu hefðu eitt eða tvö slík lög mátt fljóta með. En fyrir þá sem enn geta hlustað á annars konar rokk en það sem borið er á borö hjá misgóðum útvarpsstöðvum landsins er Sex and Religion gripurinn sem oma má sér við á dimmum vetrarkvöldum. Ásgeir Tómasson Smashing Pumpkins- Siamese Dream: ★ ★ ★ Sérstök tónlistar- stefna Síðan Nirvana sló rækilega í gegn með plötuna Nevermind hefúr bandarískt „altemative" rokk (þýð- ing óskast) flætt yfir tónlistar- markaðinn með mismiklum árangri enda em bæði gæðin og sölu- Nirvana frá Seattle var óumdeilanlega hljómsveit ársins 1991, frumburðurinn Nevermind plata ársins og lagið Smells Like Teen Spirit lag ársins. I popppressunni var rödd Kurts Cobain oft sögð rödd nýrrar kynslóðar f rokkinu. Þre- menningamir í Nirvana vom engan veginn undir velgengnina búnir og er óhætt að segja að hún hafi verið á góðri leið með að leggja meðlimina og þá einkum Kurt Cobain í gröfina í orðsins fyllstu merkingu. Eftir tveggja ára hlé sneri Nirvana aftirr í sviðsljósið fyrir fáum vikum með nýja plötu í farteskinu, hún kallast In Utero. Fræg -Nirvana með nýja p Saga Kurts Cobain, sem nú er 26 ára gamall, er þymum stráð. Hann var fæddur og uppalinn í smábænum Aberdeen í Seattle, skilnaðarbarn sem átti erfitt uppdráttar í skóla. Hann var öðmvísi, afskiptur og oft lagður í einelti af skólafélögum sínum. Hann passaði ekki inn í það mynstur sem samfélag smábæjarins skóp bömum sinum. Hann varð fyrir miklu áfalli þegar hann var níu ára gamail en þá skildu foréldrar hans og eftir það var hann á sifelldu flakki milli foreldra sinna og annarra ættingja og átti í raun enganstað sem hann gat kallað heimili. Á meðan jafnaldrarnir léku sér í íþróttum mundaði Kurt pensilinn heima fyrir og átti þá ósk heitasta að komast burt úr smábænum. Á unglingsárum varð hann þunglyndur og baldinn. Honum segist sjálfum svo frá: „Á kvöldin átti ég það til að skríða undir sæng og halda niðri í mér andanum í þeirri von að hausinn á mér myndi springa, en með því að deyja hélt ég að ég gæti búið til sektarkennd hjá foreldrum mínum þannig að þau sæju eftir öllu saman. A tímabili hélt ég að ég myndi ekki ná því að verða 21 árs gamall, sjálfseyðingarhvötin var svo sterk.“ Veltu Michael Jackson af toppnum Árið 1986 stofnuðu Cobain og bassaleikarinn Krist Novoselic hljómsveitina Nirvana. Þeir komust fljótlega á samning hjá óháðu útgáfufyrirtæki í Seattle sem heitir Sub Pop en á því merki voru ýmsar hljómsveitir sem reyndu fyrir sér í pönk-metal rokki. Á þessu merki gerði Nirvana dúettinn sína fyrstu plötu sem kostaði tæplega 50 þúsund krónur. Platan hét Bleach og kom út árið 1989. Hún vakti athygli stóru útgáfufyrirtækjanna sem vildu ólm fá Nirvana á samning. Það var Geffen Records sem hreppti hnossið en hljómsveitin valdi það fyrirtæki einkum vegna þess að á því merki var Sonic Youth og töldu Kurt og Krist þá hljómsveit ekki hafa beðið skaða af samvinnu við fyrirtækið eins og hent hefur svo margar hljómsveitir sem hafa gert samning við risa- fyrirtæki í útgáfugeiranum. Á svip- uðum tíma bættist þriðji meðlim- urinn í hópinn en það var trommu- leikarinn Dave Grohl. Framhaldið er flestum kunnugt. Bjartsýnustu menn hjá Geffen vonuðust til að Nevermind myndi seljast í tvö til þrjú hundruð þúsundum eintaka en raunin varð sú að platan fór i 10 milljón eintökum. Kurt Cobain segir að álagið sem fylgdi velgengni plötunnar hafi verið yfirþyrmandi og að þeir hafi á engan hátt verið undir það búnir. „Við höfðum alist upp við pönkið og dáð- Eftir tveggja ára hlé snýr Nirvana aftur í sviðsljósið með nýja plötu í farteskinu, hún pÍQtugagnrýni Halli - Undir hömrunum háu: Enginn byrjenda- bragur Þeir eru ekki margir sem með sanni geta staðið undir nafninu trúbadúr. Hörður Torfason og Bubbi Morthens era þeir sem koma fyrst upp í huga manns, þótt sá síðamefndi eigi að baki flölskrúð- ugri tónlistarferil en svo að hægt sé eingöngu að staðsetja hann í flokk trúbadúra. Halli eða Haraldur Reynisson er ekki þekktur trúbadúr en hefur í nokkur ár sungið og leikið einn síns liðs á krám lög sín og texta sem og alþekkta kráarsöngva. Sú reynsla sem hann hefur fengið í þessari spilamennsku skilar sér á fyrstu hljómplötu hans, Undir hömrunum háu. Það er enginn byrjendabragur á flutningnum, heldur er Haraldur öryggið upp- málað bæði í söng og leik. Halli sagði í viðtali fyrir stuttu að hann hefði fyrst hugsað sér að vera einn með gítarinn en horfið frá því. Tel ég það skynsamlegt, aðallega vegna þess að lög hans sem era á Undir hömranum háu henta misvel fyrir slíkar útsetningar. Til dæmis get ég ekki séð að Þjóðarsálin, sem hefur náð nokkram vinsældum, hefði gert sig jafn vel og raunin er, með aðeins gitarundirspili. Aftur á móti titillagið, Undir hömrunum háu, sem og nokkur önnur lög era örugglega alveg jafn góð án hljómsveitar. Söngur Halla er ágætur og framburður hans skýr. Það kemur ekki á óvart að heyra að áhrifa gætir frá Herði Torfasyni. Má með sanni segja að Hörður sé fyrir- myndin, enda er eina lagið á plöt- unni, sem ekki er eftir Halla, eftir Hörð, gott lag sem nefnist Frysti- húsabragur og er vel flutt af þeim báðum. í heild má segja að Undir hömrunum sé nokkuð vel heppnuð, lögin hitta misvel í mark, en það leynir sér ekki að Halli á auðvelt með að semja melódísk lög og textar hans era myndrænir. Hilmar Karlsson Vai-Sex and Relígion: ★ ★ ★ Sirkusmaður Steve Vai á alveg eins heima á sirkussviði og rokkhljómleikum. Kúnstir hans með gítamum eru oft svo ótrúlegar að maður hefði að óreyndu ekki trúað að hægt væri að gera þær. Margir minnast Vais ef- laust í hlutverki djöfúlsins í bíó- myndinni Crossroads þar sem hann sýndi margar sínar trylltustu hlið- ar. Þá var hann á ferð hér á landi með hljómsveitinni Whitesnake fyrir nokkrum haustum. Á Sex and Religion er Steve Vai hins vegar allstflltur víðast hvar. Enda er platan raunar ekki með honum einum heldur hljómsveit- inni Vai. Þar era T.M. Stevens fiö PIONEEn The Art of Entertainment um það frarn í fingurgóma en á sama tíma fyrirlitum við þær hljómsveitir sem vora í efstu sætum vinsælda- listanna. Skyndilega var Nirvana orðin ein af þeim og velti meira að segja Michael Jackson úr toppsætinu í Bandaríkjunum. Okkar viðbrögð voru þau að gefa skít í allt draslið og við helltum okkur út í áfengis- og eiturlyfjaneyslu af þvílíkum ofsa að ég furða mig oft á því hvemig standi á þvi að við erum enn ofar moldu,“ segir Cobain. Fjölmiðlar fylgdust grannt með hljómsveitinni og hvert hneykslis- málið rak annað. Hljómsveitin var út úr heiminum þegar hún kom í sjón- varpi og fresta varð hljómleikum vegna slappleika meðlimanna. Sú flölmiðlaumfiöllun sem fór þó verst í Cobain var frásögn í Vanity Fair af því að kona hans, pönkdrottningin Courtney Love sem hann hafði ný- lega kvænst, hefði árið 1992 neytt heróíns meðan hún gekk með fyrsta barn þeirra hjóna. Þessu hafa þau staðfastlega neitað en blaðið stendur við frásögn sína. Dóttir þeirra Francis er nú tæplega eins árs gömul og við góða heilsu. Þessar fréttir og aðrar gerðu Cobain mjög þunglyndan og hann hugsaði oft um að leysa hljómsveitina upp. Góðu heilli varð ekki af því heldur beit hann á jaxlinn og hætti áfengis- og eiturlyfianeyslu. Hann segist hafa gert það konu sinnar og barns vegna en fleiri njóta góðs af því. Eftir að hann breytti um lifnaðar- hætti hóf Nirvana vinnu viö plötuna In Utero í byrjun þessa árs ásamt upptökumanninum kunna Steve Albini. Platan, sem hefur fengið mis- jafna dóma, boðar endurkomu Nirvana í rokkið eftir tveggja ára hlé og því hljóta rokkunnendur um allan heim að fagna. -SMS mennskan í mismiklum mæli. Smashing Pumpkins er ein af þessum hljómsveitum og hér er til umfiöflunar nýjasta afurð þeirra, Siamese Dream. Tónlistin minnti mig einmitt á Nirvana til að byrja með þótt hún sé ekki nándar nærri eins þung en eftir svolitla hlustun kemur í ljós að Smashing Pumkins hafa sína eigin sérstöku tónlistar- stefnu. Tónlistin er oft mjög hæg, en líka kaflaskipt, og lögin geta á nokkrum sekúndum umbreyst úr rólegum ballöðum í hratt og há- vaðasamt, næstum yfirþyrmandi rokk. Tónlistin er líka oft mjög draumkennd og má stundum greina austurlensk áhrif í henni. Billy Corgan er aðalsprauta hljómsveitar- innar, semur lög og texta, syngur og spilar á gítar, og er einnig í upp- tökustjórahlutverki ásamt Butch Vig. Sem textasmiður er hann enginn siðapostuli. Textar hans era ekki þjóðfélagsádeilur eða baráttu- söngvar, heldur persónulegar pæl- ingar og rannsóknir á eigin sálar- lífi. Sem lagasmiður er hann agaður og melódískur en leyfir sér þónokkra tilraunastarfsemi oft. Frumleikinn verður þar hljómsveit- inni að falli, því slíkt á ekki upp á pallborðið hjá tónlistameytendum, og er því varla hægt að telja Siamese Dream mjög söluvæna vöra þótt ég hafi reyndar séð eitt laganna, Today, á MTV um daginn. Bestu lög plötunnar era Rocket, Geek USA, Mayonaise og Sweet ' Sweet, allt lög með frumlegum og grípandi melódíum og textum sem hitta í mark. Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.