Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Side 4
FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1993
► * <
Musteri rokksins
- Stone Temple Pilots hrista upp í Hollywood-rokkinu
Ein af þeim hljómsveitum sem hafa
verið aö vinna sér fylgi allt þetta ár
er bandaríska rokksveitin Stone
Temple Pilots. Tónlist sveitarinnar,
sem er hart rokk, er ekki þess eðlis
að hún sigri heiminn á einum degi
en á síðustu mánuðum hafa augu
rokkáhugamanna æ oftar rekist á
nafn hljómsveitarinnar i blöðum og
tímaritum. Fyrsta plata Stones,
Temple Pilots, kom út í lok síðasta
árs og kallast hún Core. Lög á borð
við Dead and Bloated, Sex Type
Things og Plush hafa hitt margan
rokkjálkinn í hjartastað og gefið
sveitinni byr í seglin.
Hugmyndin að stofnun hljóm-
sveitarinnar varð til á tónleikum lítt
þekktrar rokksveitar á Long Beach í
Kaliforníu. Weiland söngvari og
Robert DeLeo bassaleikari rákust
fyrir tilviljun hvor á annan og tóku
tal saman. Þeir ræddu tónlist fram og
til baka og komust að því að þeir voru
sömu skoöunar um marga hluti í
þeim eöium. Þeir komust líka að því
aö þeir voru hrifnir af sömu stúlk-
unni.
Eftir þennan fyrsta fund varð ekki
aftur snúið og þegar nefnd spúsa
fluttist til Texas tóku tvímenn-
ingarnir saman föggur sínar og
fluttust inn á hana. Robert DeLeo átti
átta rása upptökutæki og í iðjuleysi
sínu í Texas hófu félagamir að fondra
við tónlist. Þó bakgrunnur þeirra í
tónlist væri ólíkur náðu þeir vel
saman og tónlistin varð sambland af
pönki sem Weiland hafði aðallega
hlustað á og þyngra rokki í anda Led
Zeppelin og Black Sabbath sem
Robert haíði mætur á. Þeir ákváðu að
Smashing Pumpkins
- Siamese Dreams:
★ ★ ★
Siamese Dream er varla hægt að telja
söluvæna vöru en lögin eru frumleg og
með grípandi melódíum sem hitta beint
í mark. -PJ
Paul Young - The Crossing:
★ ★ ★
Platan er tileinkuð minningunni um
trommuleikarann Jeff Porcaro og er
tvímælalaust verðugur minnisvarði um
hann. -SÞS
Steve Vai - Sex and Religion:
★ ★ ★
Tónlistin á Sex and Réligion er
kraflmikiö rokk, hvergi gefið eftir frá
fyrsta lagi til hins síðasta. -ÁT
Boo Radleys - Giant Steps:
★ ★ ★ ★
Hér er komin ein af betri plötum ársins
1993 og ómögulegt að gera upp á miili
laganna 17 sem prýða Giant Steps. -SMS
Ýmsir- Diskóbylgjan:
★ ★★★
Diskóbylgjan er sennilega sú plata sem
gefur heillegasta mynd af því sem gekk
á diskótekum landsins á þessum um-
deilda tíma. -ÁT
Ýmsir- Rokk í Reykjavík:
★ ★ ★ ★
Hér má heyra tónum skrýdda sögu af
þvf þegar bllskúrsböndin kúventu ís-
lensku tónlistarlifi og bjuggu til íslenska
nýbylgju. -SMS
A.J. Croce
- A.J. Croce:
★ ★ ★
Þegar á heildina er litið er þessi
frumsmíð Croce virkilega góð tónlist,
heillandi í öllum sínum gamaldags
flumingi. -HK
Ham - Saga rokksins:
★ ★ ★
Sú blanda, sem hér er hrist saman, er
góö viðkynningar fyrir þá sem hafa vilja
og nennu til að kynnast Ham. -SÞS
Ein af þeim hljómsveitum sem hafa verið að vinna sér fytgi alft þetta ár er bandaríska rokksveitin Stone Temple Pilots.
stofna hljómsveit.
Fegurð og hávaði
Eftir að Weiland og Robert sneru
:pt^lugagnrýni
► ?4
aftur til Kaliforníu fundu þeir
háværan og ákafan trymbil, Eric.
Rúnar Þór:
★ ★
Að mestu
Þegar mér barst þessi plata í
hendur hélt ég að nú væri Rúnar
Þór kominn í flokk þeirra íslensku
listamanna sem gætu sent frá sér
Best of-plötu. Og það var svo sem
ekkert fjarri lagi að halda þetta því
Rúnar hefur sent frá sér átta plötur
og þó svo hann hafi ekki tröliriðið
vinsældalistum landsins hafa mörg
laga hans notið almennrar hylli.
Hann á tvímælalaust nóg af vin-
sælum lögum til að fylla eina Best
of.
Þess vegna urðu mér það’nokkur
vonbrigði þegar ég varð þess
áskynja að Að mestu er ekki safn
þess besta sem Rúnar hefur gert,
eins og nafiiið gefur til kynna,
heldur er hér um að ræða endur-
útgáfu á lögum af fyrstu plötum
Rúnars, Eyðimerkurhálsum frá
1988 og Tryggð frá 1989, auk þess
sem þrjú ný lög fá að fljóta með.
Eflaust er það einhverjum fengur
að fá að heyra þessi gömlu lög
Rúnars á geislaplötu en mér finnst
þessi blanda ekki ganga upp. Bæði
ér að mörg af þessum lögum eru
fjarri því að vera meðal þess besta
sem Rúnar hefur gert og nýju lögin
passa heldur engan veginn við
þessa endurútgáfu. Annaðhvort átti
þá einfaldlega að endurútgefa
gömlu plötumar í heild eða þá bæta
við fleiri nýjum lögum og gefa út
nýja plötu.
Af nýju lögunum eru tvö, Foss og
Hvít orð, róleg í ekta Rúnars Þórs
stíl en Miðbæjarhjartað eilítið
rokkað og þar kveður við nokkuð
nýjan tón í texta og Rúnar bregður
sér í hlutverk þjóðfélagsgagnrýn-
andans.
Rúnar á sem sagt enn eftir að
gefa út Best of-plötuna og þeirri
hugmynd er hér með komið á
framfæri að hann skoði þann
möguleika þegar tóm gefst.
Sigurður Þór Salvarsson
Herði hefur tekist að leysa
trúbadorþrautina með miklum
sóma síðan hann söng Þú ert sjálfur
Guðjón á sinni fyrstu plötu. Honum
hefur tekist að sameina leiklist og
söng og þannig hrifíð fólk meö sér.
Gull heitir nýjasta verk Harðar
Torfasonar og er það engin undan-
tekning þar á. Tvö ár eru liðin frá
því Hörður sendi frá sér plötu og er
Guli því kærkomin fjölmörgum
aðdáendum tónlistarmannsins.
Yfirbragð plöfimnar er rólegt og
á sfimdum dramatískt þó kímnin sé
ekki langt undan þegar Hörður
stingur á kýlum eins og í karl-
rembu- og rasistabragnum um Karl
R. Emba. Lagasmíðarnar, sem
sumar eru frá Kaupmannahafnar-
árum Harðar, eru ljúfsárar en
grípandi. Lifandi myndbrot og
fílósóferingar gera það að verkum
að maður finnur fljótt hjá sér þörf
til að setjast niður með textablaðið
og lesa sem ljóð á bók.
Herði Torfasyni hefur tekist aö
skapa lifandi plötu sem óhætt er að
mæla með, skemmtilega blöndu af
leiftrandi lífsgleði og ljúfsárum
trega. -Snorri Már Skúlason
HörðurTorfason-GuII:
★ ★ ★ *
Trúbador í
essinu sínu
Dave Grusin -The Firm:
r- ★ ★ ★
Árangri náð
með
Hörður Torfason er samkvæmt
skilgreiningunni eini hreinræktaði
íslenski trúbadorinn. Þessi er ein-
stæðingur sviðsljóssins sem hefur
ekki á aðra að treysta en sjáifan sig,
gítarinn og sögumar sem hann
segir í tónlistinni eða, eins og Hörð-
ur segir svo réttilega í opnunarlagi
plötunnar Gull: Vertu þér sjálfum
tryggur og trúr, treystu á þig
sjáifan eins og trúbador.
Það tónlistarform sem Hörður
hefúr helgað krafta sína í meira en
tuttugu ár er heillandi en gerir
miklar kröfur til tónlistarmannsins.
frumlegri
aðferð
Kvikmyndin The Firm hefur
fengið misjafnar viðtökur og þykir
flestum sem hún standi bókinni
langt að baki. En það hefúr ekki
farið fram hjá neinum sem séð hafa
myndina að tónlistin er sérstök og
frumleg þegar haft er í huga að um
kvikmyndatónlist er að ræða en
hún er eingöngu leikin á píanó.
Kretz, sem passaði vel við hugmyndir
tvimenninganna. Leit að gítarleikara
varð hins vegar meira mál og endaði
með því að bróðir Roberts kom frá
New Jersey, þar sem hann bjó, og
vann nokkur Demólög með sveitinni
áður en hann var ráðinn sem gítar-
leikari.
Stone Temple Pilots störfuðu fyrst
um sinn í Hollywoodhæðum en
andrúmsloftið í tónlistarlífinu þar
féll þeim lítt í geð þar sem hver
hljómsveitin reyndi að stæla aðra og
meðalmennskan var ríkjandi. Þeir
tóku annan pól í hæðina. Hljóm-
sveitin einbeitti sér að því að gera
hluti sem gengu þvert á ráðandi
stefnur í kvikmyndaborginni, þeir
gáfu Los Angeles-rokkinu langt nef
og fluttu til San Diego. Þar í borg
tróðu þeir reglulega upp og prófuðu
tónlist sína á fólkinu.
Stone Temple Pilots gerðu nokkur
lög sem óháða útgáfufyrirtækið STP
i New York gaf út og í byijun árs 1992
gerði hljómsveitin samning við
Atlantic Records.
Plötuna Core, sem kom eins ogfyrr
segir út seint á síðasta ári, vann
hljómsveitin með upptökustjóranum
Brendan O’Brian sem m.a. hefur
starfað með Red Hot Chili Peppers.
Weiland lýsir samstarfinu sem einu
stóru jibbí jey þar sem menn
skemmtu sér við kaldan húmor og
ferskar hugmyndir þar sem upptöku-
stjórinn lagði sitt af mörkum.
Útkoman varð hressilegt rokk og
ról sem við fyrstu kynni virkar eins
og hver meðlimur hljómsveitarinnar
reyni að valta yfir hina i hávaða og
látum. Við nánari kynni greiðist þó
úr flækjunni og eftir stendur dægi-
legasta rokk, sneisafullt af nettum
melódíum, eða, eins og söngvarinn
Weiland segir sjálfúr: „Við reynum
aö skila ástríðum og tiífinningum í
tónlist okkar. Við forðumst endur-
tekningar og leggjum áherslu á að
mála ólíkar myndir og skapa mis-
munandi stemmningar.
Þessum markmiðum náum við
ekki með því að spila eins hrátt og
þungt og hátt og við getum frá fyrsta
lagi til þess síðasta. Tónlist okkar
hefur meira aö bjóða en svo.“
Höfundur tónlistarinnar og sá
sem flytur hana er Dave Grusin. Nú
er það svo að þegar kvikmynd er
gerð af þeirri stærðargráðu sem
The Firm er þá er ekkert sparað
þegar tónlistin á I hlut og þess
vegna hefði Grusin getað farið
öruggari leið með aðstoð hljóm-
sveitar. En Grusin tekur áhættu
sem heppnast fullkomlega.
Tónlistin er áberandi þegar horft er
á myndina en skemmir ekki fyrir
eins og oft vill vera þegar
tónskáldið hugsar meira um
tónlistina heldur en kvikmyndina.
Dave Grusin hefur skipt tíma
sínum nokkuð jafnt á milli
kvikmyndatónlistar og djass þar
sem hann hefur átt gott samstarf
viö gítarsnillinginn Lee Rittenour.
Ber píanóleikur hans þess vitni að
þar er á ferðinni tónlistarmaður
sem hefur skilning á þeirri tónlist
sem hann flytur. Lög Grusins eru
djass og blús og geysivel flutt af
honum. Það sem kemur kannski
mest á óvart er að tónlistin missir
ekki hinn myndrærta kraft þegar
eingöngu er hlustað á hana.
Til uppfyllingar í kvikmyndinni
er notast við nokkur lög þekktra
listamanna. Má þar nefna Jimmy
Buffett, Lyle Lovett og Robben Ford
með ágæt lög sem þjóna tilgangi í
myndinni en skemma fyrir á
plötunni þar sem þau eru sett inn á
milli flutnings Grusins í stað þess
að hafa þau öll saman.
Hilmar Karlsson