Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1993, Side 4
»" - •* 30 ^ 1L« FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1993 Rafn Jónsson sendir frá sér nýja plötu, Ef ég hefði vængi: Kynnti útgáfuna í Vestf jarða- göngunum Rafn Jónsson leikur í síðasta skipti á trommusett á útgáfutónleikunum I viku. DV-mynd BG næstu Sennilega hefur enginn valið frumlegri stað en Rafli Jónsson til að kynna útkomu nýju plötunnar sinn- ar, Ef ég hefði vængi. Hann hóaði þrjátíu manna hópi inn í Vestfjarða- göngin, Suöureyrarmegin, á föstu- daginn var og tók þar lagið með hljómsveit sinni. Rafn heldur síðan áfram að fagna útkomu plötunnar í næstu viku. Á miðvikudaginn kemur verða útgáfu- tónleikar í Borgarleikhúsinu þar sem lögin af plötvmni verða flutt ásamt nokkrum lögum af fyrri plötu hans svo og nokkur gömul og góð Graflk- lög. Þar annast hljómsveitin Rabbi og co. allan undirleik og síðan mæta til leiks söngvararnir sem syngja lög plötunnar. Á þessum útgáfutónleikum spilar Rafn í síðasta skipti á hefðbundið trommusett. Hann er haldinn svonefndum MND sjúkdómi og segir að úthaldið í höndunum sé ekki nægilega gott lengur til að spfla á heilum dansleikjum. Tónleikarnir verða kvikmyndaðir og verða lokaatriðið í sjónvarpsmynd um Rafn. Hún verður sýnd í sjónvarpi í næsta mánuði. Rafn lék tfl skamms tíma með hljómsveitinni GalOeó. Hún er nú hætt og hann stofnaði fyrir skömmu nýja hljómsveit, Rabbi og co. Með honum i henni eru Sævar Sverrisson söngvari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Ásgeir Óskarsson sem leikur á trommur, Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari og Magnús Einarsson sem leikur á gítar. Sjálfur spilar Rafn á slagverk. Á hljómleikunum í næstu viku bætast Jón Elvar Hafsteinsson gítarleikari og Jón Ólafsson orgeOeikari í hópinn og einnig mætir fjöldi trommu- leikara tO leiks: Gunnlaugur Briem, Ólafur Hólm, Birgir Baldursson og synir Rafns, EgOl og Ragnar. -ÁT- Rúnar Þór með blöndu gamalla laga og nýrra á plötunni Að mestu: Sjálfs sín útgefandi á ný „Það má segja að ég sé búinn aö fara í hring, prófa þjónustu hljóm- plötuútgefendanna, og sé nú kominn á upphafsreitinn að nýju,“ segir Rúnar Þór. Hann var að senda frá sér plötuna Að mestu. Á henni eru lög af tveimur fyrri plötum hans, Eyðimerkurhálsum og Tryggð og ný lög að auki. „Mér fannst rétt að gefa út það sem mér virðist helst hafa staðist tímans tönn á þessum tveimur plötum,“ segir Rúnar. „Þessi lög hafa ekki verið fá- anleg á geisladiskum og raunar verið ófáanleg á plasti í fjögur ár. Meðal þeirra eru Brotnar myndir og 1.12.87. Þá er ég með tvö ný lög við texta Heimis Más. Þau heita Fossar og Mið- bæjarhjartað. Að auki hafði ég með Hörður Torfason - Gull: ★ ★ ★ ★ Lifandi plata sem okætt er aö mæla með, skemmtileg blanda af leiftrandi lifsgíeöi og ljúfsárum trega. -SMS Paul Young - The Crossing: ★ ★ ★ Platan er tileinkuð minningunni um trommuleikarann Jeff Porcaro og er tvímælalaust verðugur minnisvarði um hann. -SÞS Steve Vai - Sex and Religion: ★ ★ ★ Tónlistin á Sex and Religion er kraftmikið rokk, hvergi gefið eftir frá fyrsta lagi til hins síðasta. -ÁT Boo Radleys - Giant Steps: ★ ★ ★ ★ Hér er komin ein af betri plötum ársins 1993 og ómögulegt að gera upp á milli laganna 17 sem prýða Giant Steps. -SMS Ýmsir- Diskóbylgjan: ★ ★ ★ * Diskóbylgjan er sennilega sú plata sem gefur heillegasta mynd af því sem gekk á diskótekum landsins á þessum umdeilda tima. -ÁT Ýmsir- Rokk í Reykjavík: ★ ★ ★ ★ Hér má heyra tónum skrýdda sögu af því þegar bílskúrsböndin kúventu íslensku tónlistarlífi og bjuggu til íslenska nýbylgju. -SMS Dave Grusin - The Firm: ★ ★ ★ Lög Grusin eru djass og blús. Það kemur á óvart að tónlistin missir ekki hinn myndræna kraft þegar eingöngu er hlustað á hana. -HK lagið Hvlt orð sem kom út á plötu til styrktar Sophiu Hansen fyrir tæpu ári.“ Rúnar Þór hefur valið sömu leið og ýmsir aðrir tónlistarmenn að undan- fomu og gert dreifingarsamning við fyrirtækið Japis. Hann segir að fyrirkomulagið sé mjög hagstætt. Fyrirtækið borgi framleiðslukostnað geisladiskanna og síðan stjómi hann útgáfumálunum að öðm leyti sjálfur. „Manni líður hundrað sinnum betur Ijpföugagnrýni Paul Simon - Anthologi: ★ ★★ Frábær listamaður Paul Simon er tvímælalaust einn af allra merkustu tónlistarmönnum samtímans. Þessi staðreynd verður með því að hafa hlutina svona en með gamla laginu," segir hann. Eins og smurð vél Rúnar Þór segir spilamennsku hjá sér og hljómsveit sinni í ákaflega föstum skorðum. „Maður spilar um hveija helgi eins og raunar síðast- liðin níu ár,“ segir hann. „Ég hef í mesta lagi sleppt úr einni helgi á ári. Fyrirkomulagið er að verða næstum jafn vel smurt og hjá hljómsveit Geirmundar. Ég er einu sinni i mánuði á Ránni í Keflavík, fer á fimm til sex vikna fresti í Sjallann á Akureyri, er reglulega á Rauða ljóninu og fylli síðan upp í með spilamennsku á Siglufirði, Isafirði, í Vestmannaeyjum og víðar.“ Með Rúnari Þór í eru í hljómsveitinni þeir Jónas Björnsson, Örn Jónsson og Lárus Grímsson. -ÁT- Rúnar Þór segir að sér líði hundrað sinnum betur en fyrr við að hafa stjóm á útgáfumálum sínum á ný. DV-mynd BG AuífioiopB manni glögglega ljós þegar safn eins og þetta sem hér er til umfjöllunar er skoöað. Allur sá fjöldi klassískra dægurlaga, sem Simon hefur samið í gegnum tíðina, er ótrúlega mikill. Fyrri platan samanstendur af lög um frá því Simon og Art Garfunkel félagi hans slógu fyrst I gegn 1966 og nær líka yflr sólóferil Simons fram til 1983 er platan Hearts and Bones kom út. Síðari platan inni heldur aðallega lög af plötunum Graceland og The Rythm of the Sa ints. Að auki er eitt lag sem ekki hefur áður komið út og tvö lög af tónleikaplötunni Paul Simon’s Concert in the Park. Fyrir mína parta heföi ég kosið að gera ferli Simons með Garfunkel betri skil í safni sem þessu. Til dæm is eru fimm lög af plötunni The Rythm of the Saints í þessu safiii og með allri virðingu fyrir þeirri plötu jafnast hún ekki á við það besta sem Simon gerði með Garf unkel. Hins vegar er fyllilega eðli legt að hafa sjö lög af Graceland í safiiinu því sú plata er ein merk- asta plata síðari ára og ein af bestu plöt um rokksögunnar. Sólóferli Simons eru annars gerð nokkuð eölileg skil, Simon var iðn astur við kolann fyrst eftir að hann og Garfunkel hættu samstarfi en eftir 1976 fór hann að róast og frá því ári fram til 1983 gaf hann aðeins út þrjár plötur. Nú eru komin þrjú ár síðan platan The Rythm of the Saints kom út svo það fer að koma tími á nýja plötu. A meðan geta menn yljað sér við þetta safn sem gefur allgott yfirlit yfir feril frábærs listamanns. Sigurður Þór Salvarsson Herbert Guðmundsson - Being Human: Góðir sprettir Herbert Guömundsson hitti í mark svo að um munaði þegar hann sendi frá sér plötuna Dawn Of The Human Revolution um miðjan síð asta áratug. Lagið Can’t Walk Away varð fimavinsælt og nokkur önnur lög af þlötunni heyrðust einnig oft í útvarpi. Áður var Herbert reyndar búinn að undirbúa jarðveginn með plötu sem hann sendi frá sér með hljómsveitinni Kan. Af henni varð lagið Megi sá draumur vinsælt. Ekkert lag á nýju plötunni, Being Human, stenst Can’t Walk Away snúning. Þar eru þó nokkur sem vinna vel á við hlustun, einna helst Our Love Is Real, Someone To Hold, I Need Love og jafhvel Life’s A Circle eftir að maður hefur vanist háum söng Herberts í því. Being Human ber þess merki að nostrað hefur verið við hana. Hún er fjölbreytt. Herbert býður jöfnum höndum upp á rokk, popp, fönk og róleg lög. Allir textar eru á ensku og fjalia flestir um ástina. Sumir eru þokkalegir en einstaka afar slakir og draga plötuná niður. Svo langt var liðið frá því að Her bert Guðmundsson sendi síðast frá sér plötu að maður bjóst ekki við því að heyra meira úr þeirri átt inni. Being Human sannar að Her bert er sprelllifandi. Hann mætti að skaðlausu láta líða færri ár þar til næsta plata kemur. Ásgeir Tómasson Bubbi Morthens - Lífið er Ijúft: r ★ ★ ★ Astarjátning Það er jafh víst að haustið færi landsmönnum plötu með Bubba Morthens og að laufin falli af tiján um. Þannig hefur það verið undan farin sjö ár að minnsta kosti og í flest skiptin hefur Bubbi sent frá sér metsöluplötur. Enn virðist Bubbi fmna nýja leið að hjörtum lands manna því platan Lífið er ljúft sýnir hann í hörkuformi. Bubbi er sem fyrr leitandi í list- sköpun sinni og í þetta skiptið er það ljúfsárt kántri og ólgandi bít kreólatónlistar sem er viðfangs- efnið. Hann er meðvitað ur um nauðsyn þess að róa á ný mið til að staðna ekki sem tónlistar maður. Það er hreint með ólikindum hvað maðurinn getur framleitt af skot heldum lögum og með Eyþór Gunn arsson við takkana er ekki við öðru að búast en frábæru verki sem þessi plata vissulega er. Þetta er hiö dína míska dúó sem líkt og knattspymu þjálfari og fyrirliði ná því besta út úr liði sínu. Þannig hefur t.d. Guð mundur Pétursson gítarleikari sjaldan átt jafh frábæra spretti. Lífið er ljúft tileinkar Bubbi konu sinni og bömum. Hann opnar sig á einlægan hátt og játar fjölskyldunni ást sína. Lög eins og Sem aldrei fyrr, Það er gott að elska, Leiðin til San Diego og Útsýnið er fallegt em allt ljúfar ástarballöður og skemmti- leg er líkingin um konuna og fjallið í síðastnefnda laginu. í raun er þessi plata trúarjátning Bubba Morthens. Hún sýnir trú hans á lífið, ástina og fegurðina í tilver- unni. Skilaboðin em hógvær en skýr. Ræktaðu garð inn þinn og það er gott að vera til. Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.