Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993 29 Rokk geg ruglinu r — tónleikar á Hótel Islandi 30. nóvember „Hugmyndin aö tónleikunum Rokk gegn ruglinu kom upp um svipað leyti og Fræöslumiðstöö í fíknivömum (FRÆ) var sett á stofn og það var á fundi með fulltrúum frá FRÆ, sem haldinn var með DV og Bylgjunni, sem kveikjan að þessum tónleikum kom fram,“ sagði Guðni Bjömsson, framkvæmdastjóri tón- leikanna, í samtali við DV. Tónleikamir verða haldnir á Hótel íslandi þann 30. nóvember og standa yfír frá klukkan 20-00.30. Þeir verða fyrir alla 16 ára og eldri. Hljómsveit- imar sem spila á tónleikunum eru SSSól, Pláhnetan, Pís of keik og Jet Black Joe. „FRÆ var tekin í notkun formlega þann 5. nóvember en hafði fram að þeim tíma verið starfandi í tvo mánuði. Strax í byrjun var ljóst að hennar biðu mörg verkefni. A sama tíma og hún tekur til starfa kemur upp mikil umræða um unglingana, áfengis- og flkniefnaneyslu, ofbeldi og utivist." Sjónarmiö unglinganna „FRÆ fór strax í samstarf við íþrótta- og tómstundaráð (ÍTR) sem lagði mikið upp úr því að bregðast strax við þessum vanda. Við fórum reyndar þá leið að hefja samstarf við lögreglu og Reykjavíkurborg þar sem útivistarreglur voru teknar fyrir. Okkur fannst alltaf gleymast í umræðunni varðandi unglingana sjálfa hvað þeir hefðu um málið að segja. Frá þeim heyrðist að ekkert væri fyrir þá gert, þeir væru í flækingi í bænum vegna þess að það væri ekkert annað í gangi. Okkur fannst strax koma þama mjög spennandi verkefni; að koma á tónleikum þar sem náð væri í margar af bestu hljómsveitunum í dag. Krakkarnir gætu því verið stoltir af því að hafa sótt þessa tón- leika og gætu tengt þá umræðunni um útivist og áfengisneyslu.“ Samstarfsverkefni „Yfirskrift tónleikanna, Rokk gegn ruglinu, kom til vegna þess að þeir eru tengdir þessari umræðu. Annar áróður tengdur þessum tón- leikum er ekki í gangi. Við gefum út boli og merki og dreifum þeim með miðunum. Þetta er einnig hugsað sem fjáröflun fyrir FRÆ enda gefa hljómsveitimar vinnuna við þessa hljómleika. Við erum í samstarfi við DV, Bylgjuna, Coka Cola, ÍTR og íslenska listann. Kynningin verður í félags- miðstöðvum og i sjónvarpsþættinum Popp og kók vikuna fram að tónleikunum. Það er okkar markmið að af viðlíka hljómleikum geti orðið vikunnar 1 Um fátt er meira rætt i poppkreósuni en lirun peirrai ímyndar sem Micliael Jackson var búinn að byggja kringum persónu sína. Þessivammlausi piltur, semekkertaumtmártí sjá,og rakaði inn milljöröum króna árlega, fer nú huldu höfði og fram- tiðarferíllinn er í rústum. Jackson, sem alla tið hefur hampað heilbrigðu líferni sínu og andstöðu við alls konar sukk, hefur vióurkennt aö vera háður verkjalyfjum og að hann þurfi á læknisaðstoðað halda vió aó yfirvinna fíknina. Þessisaga minnir um margt á annan kóng, Elvis Presley, sem alveg fram í andlátið héltþvístattogstöóugtframaðhannhataðistekkiviðneittmeira eneiturlyfjaneysluensemkunnugtereftirá bruddi Presley töflur og annað dóp eins og brjóstsykur. -SÞS Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar SSSól, er einn af þeim sem skemmta á tónleikunum Rokk gegn ruglinu. DV-mynd Brynjar Gauti það hvað er töff og hvað ekki,“ sagði Helgi Bjömsson söngvari. „Tónleikamir era fyrir 16 ára og eldri, framhaldsskólaaldurinn. Það er fólkið sem fer ekki lengur í félagsmiðstöðvamar en kemst samt ekki inn á skemmtistaðina. Sumir úr þeim hópi hafa tilhneigingu'til þess að hangsa. Þessir tónleikar eru viðleitni í þá átt að koma til móts við þeirra þarfir. Það er alvarlegt vandamál að það er alltaf að yngjast það fólk sem fer að fikta í áfengi eða öðrum vímugjöfum. Það er erfitt að horfa upp á það,“ sagði Helgi. -IS Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinnfer þannigfram að í hverri viku verða birtar þijár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisladisk- urinn Diskóbylgjan, safnplata með diskólögum, sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningarnar: 1. Á safhplötunni Diskóbylgjan er að finna lagið Can You Feel it með The Jacksons. H ver er fræg- asti meðlimur hljómsveitar- innar? 2. Á Diskóbylgjunni er lagið D.I.S.C.O. Hvaðahljómsveitflyt- ur lagið? 3. Hvaðheitir íslenska hljómsveit- in sem söng lagið Diskó Friskó sem er að finna á geisladisk- inum Diskóbylgjunni. Rétt svör sendist DV fyrir 2. desember merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Fyrirsætan Christie Brinkley er eiginkona Billys Joel. Dregið verður úr réttum lausnum 2. desember og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 9. desember. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 4. nóvember: 1. River of Dreams. 2. Christie Brinkley. '3. Seattle. tvisvar til þrisvar á hvetjum vetri. Þá era menn að vinna að samstarfl í alvöru með unglingunum, ekki bara að setja ofan í þá,“ sagði Guðni. Ná til unglinganna Það er alveg sjálfsagt mál af okkar hálfu í hljómsveitinni SSSól að gefa vinnu okkar til þessara tónleika ef það leggur eitthvað af mörkum. Það er nauðsynlegt að ná til unglinganna á réttan hátt. Þetta snýst mikið um VINIR DORA - Mér líður vel og af hverju ekki þegar þú hlustar á gæðablús Vina Dóra. ■ 1 I i M i II JÓNAS SEN Fyrsti geisladiskur eins af fremstu klassísku pianóleikurum landsins. Tímabær og vönduð útgáfa fyrir alla unnendur klassískrar tónlistar. HERBERT GUÐMUNDSSON Being Human Síðasta plata Herberts gerði storm- andi lukku og ekki að ástæðulausu. Og nú er ærin ástæða til að ætla það sama því þessi plata slær hvergi af í gæðum. PURRKUR PILLNIKK - Ekki enn JAPIS3 tónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Simar 625290 og 625200 Dreifing: Sími 625088 Meistarastykki Purrksins á geisladiski.. Enn í dag kemur hún fólki á óvart vegna frískleika og gæða. Plata sem er enn ung en ... SIGURÐUR BRAGASON Söngvar Ijóss og myrkurs BJARNI ARA OG SVERRIR STORMSKER - Ör-ævi Þegar öll sund virðast lokuð birtast þeir félagar með tímabært innlegg í poppsöguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.