Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1993, Blaðsíða 4
30
K.Í
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1993
DV
Lífið tekur nýja stefnu
- Stefán Hilmarsson sendir frá sér plötuna Líf
Stefán Hilmarsson segist eiga erfitt
með að skilgreina nýju plötuna sina,
Líf, sem kom út í síðustu viku. Hann
segist hins vegar hafa haft það að
leiðarljósi að búa til einlæga og heið-
arlega plötu - heiðarlega gagnvart
sjálfum sér - og honum fmnst það
hafa tekist.
„Mig hefur til dæmis oft langað til
að leyfa minni eigin persónu að koma
betur fram í textum en í þessum
popptextum sem ég hef samið hingað
til og að þessu sinni lét ég það eftir
mér,“ segir Stefán. „Mér finnst ég
geta kallað textana „sálríka". Já,
kannski er platan einmitt „sálrikari"
en þær sem ég hef átt þátt í að gera
hingað til. Það er sennilega meiri sál
í henni en hinum.“
Hingað til hefur Stefán Hilmarsson
birst hlustendum á plötum sem hluti
af heild - liðsmaður I hljómsveit -
einn af fimm eða sex manna hópi sem
tekur ákvarðanir i sameiningu um
hvemig platan skuli hljóma. A plöt-
unni Lífl er hann sjálfs sín herra og
getur gert það sem hann langar til.
„Þarna fannst mér þess vegna
tækifærið komið til að vera dálítið
persónulegri en hingað til,“ segir
hann. „Ýmsar breytingar í lífi minu
urðu til þess að ég fann mig nánast
knúinn til að tjá tilfinningar mínar í
textimum. Stærsta breytingin fylgdi
því að verða faðir. Maður sér lífið í
öðra ljósi en fyrr . . . fer að hugsa
öðruvísi. Þeir þekkja þetta sem reynt
hafa. Að mínu mati hef ég ekki gert
betri texta en nú og er sáttur við
útkomuna.“
Breiðari hópur?
Með hljómsveitinni Sálinni hans
Jóns míns höfðaði Stefán fyrst og
fremst til hlustenda á aldrinum tíu til
25 ára. Hann segist alls ekki vera að
Hörður Torfason - Gull:
Lifandi plata sem óhætt er að mæla
með, skemmtileg blanda af leiftrandi
lifsgleði og ljúfsárum trega. -SMS
Herbert Guðmundsson - Being
Human:
★ ★ ★
Being Human sannar að Herbert er
sprelllifandi. Hann mætti að skaðlausu
láta líða færri ár þar til næsta plata
kemur. -ÁT
Steve Vai - Sex and Religion:
★ ★ ★
Tónlistin á Sex and Religion er
kraftmikið rokk, hvergi gefið eftir frá
fyrsta lagi til hins síðasta. -ÁT
Boo Radleys - Giant Steps:
★ ★ ★ ★
Hér er komin ein af betri plötum ársins
1993 og ómögulegt að gera upp á milli
laganna 17 sem prýða Giant Steps. -SMS
Ýmsir- Diskóbylgjan:
★ ★★■*.
Diskóbylgjan er sennilega sú plata sem
gefur heillegasta mynd af því sem gekk
á diskótekum landsins á þessum um-
deilda tíma. -ÁT
Bubbi Morthens - Lífið er Ijúft:
★ ★ ★
Lífið er Ijúft er trúarjátning Bubba
Morthens. Hún sýnir trú hans á lífið,
ástina og fegurðina í tilverunni. -SMS
Dave Grusin
- The Firm:
★ ★ ★
Lög Grusin eru djass og blús. Það
kemur á óvart að tónlistin missir ekki
hirrn myndræna kraft þegar eingöngu er
hlusuyj á hana. -HK
Ham-Saga rokksins:
★ ★ ★
Sú blanda, sem hér er hrist saman, er
góð viðkynningar fyrir þá sem hafa vilja
og nennu til að kynnast Ham. -SÞS
yfirgefa sinn gamla aðdáendahóp
með nýju plötunni.
„Ég hef ekki trú á því að þótt ég sé
ekki á alveg sömu nótunum og með
Sálinni hætti það fólk að hlusta á mig
sem hafði gaman af mér áður. Fólk
er ekki svo einstefnulegt. Nei, ég
ætlaði alls ekki fyrirfram að gera
plötu til að breikka hlustendahóp
minn. Mig langaði bara til að gera
plötu sem ég yrði sjálfur ánægður
með.
Þama eru engar alvarlegar músík-
tilraunir á ferð,“ bætir hann við. „Ég
hef alltaf staðið og fallið með meló-
dískri tónlist og finn mig best í henni.
Ég er ekkert fyr ir torf og fmnst réttast
að láta öðrum það eftir í nafni
framsækinnar tónlistar."
Stefán semur sjálfur bróðurpart
laganna á Lífi í samvinnu við Friðrik
Karlsson og Friðrik Sturluson. Jón
Ólafsson er höfundur titillagsins,
Guðmimdur Jónsson á annað og loks
er á plötunni eitt erlent lag. Tals-
verðurfjöldi hljóðfæraleikara kemur
við sögu í undirleiknum og heil söng-
sveit syngur með Stefáni í nokkrum
lögum.
„Það þróaðist nokkuð í vinnslunni
hvaða tónlistarmenn ég fékk til að
spila með mér,“ segir Stefán. „Hins
vegar var ákveðið strax í byrjun að
Stefán Hilmarsson verður með bróðurpart þeirra rúmlega tuttugu listamanna sem
tóku þátt í gerð plötunnar Lífs með sér á útgáfutónleikunum í Borgarleikhúsinu.
hafa bakraddakór í nokkrum lögum.
Ég hef alltaf raddað sjálfur það sem
ég hef gert hingað til og langaði að
breyta til.
Yfirbragð plötunnar er nokkuð
svipað og ég hafði heyrt fyrir mér í
upphafi. Ég talaði þá um að gera
rólega plötu og meinti með því að ég
ætlaði að hafa hana afslappaðari en
það sem ég hef gert til þessa. Það
tókst. Þótt raddsvið mitt sé ekki mik-
ið niður á við þá er ég að syngja á
nokkuð öðru registri en venjulega.
Mér frnnst sjálfum að minnsta kosti
að ég sé mun afslappaðari í flestum
lögum plötunnar en oft hingað til.“
Stefán Hilmarsson ætlar að fylgja
útkomu plötunnar Lífs eftir með
stórtónleikum í Borgarleikhúsinu
fyrsta desember. Það verða hans einu
tónleikar að sinni. Kjaminn í hóp
undirleikaranna verður hlj ómsveitin
Pláhnetan sem hann hefur sungið
með síðan í vor. Einnig kemur við
sögu bróðurpartur þeirra listamanna
sem tóku þátt í gerð plötunnar.
„Það bíður félaga minna heilmikið
streð að æfa þessa tónlist. Hingað til
hefur það verið litið mál að taka lög
af nýrri plötu og æfa til að spila á
tónleikum en að þessu sinni er það
talsvert meira en að segja það,“ segir
Stefán Hilmarsson. -ÁT-
Prince -The Hits/The B-Sides:
Einstök snilli
Afkastameiri listamönnum en
Prince Roger Nelson, Symbol Man,
Victor eða hvað hann kallar sig nú-
orðið er leitun að. Þeir eru ekki marg-
ir tónlistarmennimir sem eftir 15 ára
feril geta gefið út tvær pakkaðar plöt-
ur með eintómum smellum og er þá
ekki allt meðtalið því alltaf verða ein-
hver lög útundan á svona safnplötum.
Samtals 36 lög, segi og skrifa. Og
þetta er ekkert rusl heldur mörg af
bestu popplögum undanfarinna ára.
Ekkert minna. Slík er stærð þessa
litla risa sem sífellt vekur á sér at-
hygli með alls kyns uppátækjum og
skringilegheitum.
Hér er hins vegar ekkert verið að
fiflast heldur spannar þessi pakki 15
ára samfellda sigurgöngu sem enn er
langt frá því lokið.
Til að gefa þessu frábæra lagasafni
enn aukið gildi er svo þriðja geisla-
platan látin fljóta með en hún inni-
heldur lög sem sett voru á B-hliðar
litlu platnanna sem höfðu að geyma
alla stórsmellina. Þetta eru lög sem
erfltt hefur verið að nálgast gegnum
árin en eru hér komin saman á eina
plötu Prince-aðdáendum til mikillar
ánægju. Og rúsínumar í pysluend-
anum eru svo fimm áður óútgefm lög,
þar á meðal lagið Nothing Compares
2 U sem Sinead O’Connor sló í gegn
með um árið en það er ekki síðra f
meðfórum höfundarins.
Eiginlega er ekkert mikið meira
hægt að segja um þetta samsafn af
bestu lögum Prince annað en að þetta
er stórkostleg heimild um stórkost-
legan listamann.
Sigurður Þór Salvarsson
Móeiður Júníusdóttir
- Lögin vió vinnuna:
★ ★ ★
Söngur
á heimsmæli
kvarða
Fáar íslenskar söngkonur hafa lagt
jasssöng fyrir sig í gegnum fíðina.
Þess vegna er það mikið gleðiefni
þegar skyndilega stekkur fram á
sjónarsviðið jafnfjölhæf söngkona og
Móeiður Júníusdóttir en henni virðist
falla einkar vel að syngja djass.
Móeiður hefur feiknamikla og
sjarmerandi rödd og raddsviðið er
mikið. Það leika til dæmis ekki marg-
ar söngkonur það eftir að taka á einni
og sömu plötunni lög sem konur eins
og Billy Holiday, Marlene Dietrich og
Edit Piaf hafa sungið. En fyrir utan
þessa miklu og fallegu rödd er tölu-
verður gáski í söng Móeiðar sem skil-
ar sér vel þar sem við á þó að á
stundum jaðri við ofleik.
Lagavalið á plötunni er afar breitt,
kannski of breitt til að góður heildar-
svipur náist. Þannig eru á plötunni
lög sem ekki passa alveg inn í plötu-
myndina þó þau kunni að gera sig á
tónleikum. Þar á ég við lög eins og
Mah-na-Mah-na, úr Prúðuleikaraþátt-
unum, Vögguvísuna hennar Hall-
bjargar Bjamadóttur og lagið Við
gengum tvö.
Eina islenska lagið sem mér finnst
gera sig vel á plötunni er gamla popp-
ballaðan hans Gunnars Þórðarsonar,
Bláu augun þín.
Þeir sem sjá um undirleik á plöt-
unni gera það af mikilli smekkvísi og
glæsibrag. Þeir eru Þórður Högnason
kontrabassaleikari, Kjartan Valdi-
marsson píanóleikari, Matthías
Hemstock trommuleikari og Jóel
Pálsson saxófónleikari en nafh hans
hefur fallið niður á plötuumslagi sem
þar fyrir utan er afskaplega fátæklegt.
Lögin við vinnuna er sérstaklega
þægileg og ljúf plata og rétt að óska
okkur öllum til hamingju með að hafa
eignast jáfh stórgóða söngkonu og
Móeiði Júníusdóttur.
Sigurður Þór Salvarsson
Andrew Strong - Strong:
Raddmikill íri
Andrew Strong var bara villuráf-
andi írskur unglingur sem hafði gam-
an af að syngja þegar honum var
kippt inn í hljómsveitina The
Commitments sem var uppistaða
hinnar ágætu kvikmyndar sem bar
sama nath. Þar var Strong aðalsöngv-
ari og gaf frá sér mikinn kraft og má
svo sannarlega segja að hann hafi
slegið í gegn með líflegum og kröft-
ugun söng sínum í klassískum soul-
lögum. Enginn var í vafa um að
þama væri kominn framtíðarsöngv-
ari sem ætti eftir að gera garðinn
frægan.
Eftir að hafa ferðast með The
Commitments um tima var kominn
tími á það sem allir biðu eftir, að
Strong færi i hljóðver og tæki upp
sólóplötu. Afraksturinn er Strong sem
inniheldur tíu lög sem í útsetningum
minna áð sumu leyti á lögin sem
gerðu Strong þekktan en eru ekki
jafngóð.
Strong heldur sig enn við soul og
blús en sú einlæga leikgleði sem
einkenndi The Commmitments er
ekki hér fyrir hendi. Platan er tekin
upp í New York þar sem boðið er upp
á það besta. Og ekki vantar að hljóð-
færaleikur er pottþéttur en einhveija
hráa tilfinningu vantar. Rödd Strongs
hefur batnað ef eitthvað er óg gerir
hann yfírleitt lögunum góð skil en
samt er það svo að ekkert laganna
stendur upp úr þegar upp er staðið,
það er helst að lengri útgáfan af Ain’t
Nothin’ You Can Do veki smáfíðring.
Hilmar Karlsson
Pís of keik- Doit:
Iðurtiífóta
Diskódanstónlist ársins 1993 minn-
ir um fátt á það hvemig diskóið
hljómaði upphaflega - fyrir nítján ár-
um. Og hún á svo sem ekki margt
sameiginlegt með þeirri danstónlist
sem vinsælust var þegar diskóæðið
reis sem hæst 1979.
Það var einmitt um það leyti sem
Máni Svavarsson, prímus mótor
tríósins Pís of keik, féll fyrir danstón-
listinni. Hann hefur fengist við hana
síðan. Á Doit býður hann upp á eitt
lag sem sver sig í ætt við þessa gömlu
tíma. Það er lagið Quere Me sem
hefði sómt sér vel innan um
diskótónlist með suður-amerískum
keim fyrir hálfum öðrum áratug. Að
öðru leyti er danstónhstin á Doitl
anda dagsins í dag: vélræn og
ópersónuleg og hentar fyrst og fremst
til að hljóma á háum sfyrk á troðfull-
um dansstað.
Máni virðist vera talsvert meló-
dískari en ýmsir aðrir danstónlist-
arhöfundar. Hann bryddar einnig upp
á einu og öðru óvæntu, svo sem
þrumuræðu Jimmys Swaggarts sjón-
varpsprédikara í einu lagi. Þá fer vel
að heyra í saxófóni Sigurðar Flosa-
sonar í tveimur lögum. Slíkt gefur
tónlistinni lit. Þá er hraður dánstakt-
urinn brotinn upp með lögunum
Quere Me sem fyrr var getið og Small
Song sem gefa plötunni íjölbreyttara
yfirbragð en ella og hækka á henni
standardinn.
Ásgeir Tómasson