Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 33 tónli0t frá stríðsárunum Tónleikar Borgardætra síðastliðið vor á Hótel Borg nutu svo mikilla vinsælda aö þær ákváðu að taka þráðinnmpp að nýju i haust og nú er komin frá þeim geislaplatan Svo sannarlega með gömlum slögurum frá stríðsárunum, eins og til dæmis lögum Andrews-systra. „Upphaflega ætíuðum við bara að hafa eina sýningu en það var uppselt og því urðu sýningamar fleiri í vor. Viö fórum svo að koma fram aftur í haust og vorum þá fimm, við þrjár og bassaleikari og píanóleikari. Helst myndum við vilja koma fram með Zetuliðinu öllu en vegna kreppu- ástandsins í landinu er það ekki alltaf hægt,“ segir Ellen Kristjáns- viKunnar dóttir, ein Borgardætra, en hinar tvær eru Andrea Gylfadóttir og Berg- lind Björk Jónasdóttir. Lögin á plötu í einum grænum Þar sem þær urðu varar við mikinn áhuga ákváðu þær að skella lögunum á plötu í einum grænum og var það gert á fjórum dögum. Allir textamir eru á íslensku. „Aðalvandinn vegna tímaskorts var að fá texta. Við vorum svo heppn- ar að fá frábæra menn til að vinna textaria fyrir okkur, þá Þórarin Eldjárn, Guðmund Andra, Þránd Thoroddsen og Einar Thoroddsen. Andrea Gylfadóttir á einnig einn texta á plötunni," segir Ellen. Hún tekur það fram að Eyþór Gunnarsson hafi stjórnaö Borgar- dætrum af mikilli fagmennsku. Kjartan Valdimarsson hafi svo hlaupið í skarðið þegar Eyþór þmfti að fara utan í haust. Ofboöslega gaman Borgardætur eru með mjög ólíkan tónlistarbakgmnn og hafa fengist við ýmiss konar tónlist um dagana. Sjálf hefur Ellen verið mikið í poppi og djassi. Andrea Gylfadóttir er löngu þekkt fyrir söng sinn með Todmobile. Berglind Björk Jónas- dóttir hafði verið minna í sviðs- ljósinu en hún hefur tekið þátt í ýmsum sýningum á Hótel íslandi, auk þess sem hún tók þátt í sýningunni Kötu á Akureyri. Gömlu stríðsáralögin falla þeim ágætlega, að sögn Ellenar. „Við höf- um ofboðslega gaman af þessu. Það er líka óvenjulegt að þrjár söngkonur með svona ólíkan bakgrunn komi saman.“ Það hversu Borgardætur hafa sjáifar gaman af að syngja saman hefur ekki farið fram hjá tónleika- gestum sem hafa hrifist með. Það er nóg að gera hjá Borgar- dætrum um þessar mundir og þær hyggjast halda áfram aðsyngja fyrir landannfyrstumsinn. „Á meðanþað er eftirspurn höldum viö áfram,“ segir Ellen. Hún segir þær ekki vera famar að skipuleggja aðra geislaplötu. „En það er til nóg af lögum svo það er aldrei að vita. Við sjáum bara til.“ Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geislaplötur að launum. Leikurinn fer þannigfram að í hverri viku verða birtar þrjár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geislaplötu í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það safnlaga- platan Ýkt stöfF sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Á plötunni Ykt stöíf er að finna lagið Ég veit þú kemur í Qutn- ingi Stjórnarinnar. Hvað hét hljómsveitin sem gerði lagið vinsælt á sínum tíma? 2. Dúóið Bong á lagið Heal Me á plötunni Ýkt stöff. Hvaða þjóð- kunnir listamenn skipa Bong? 3. Á plötunni Ýkt stöff er að fmna lagið Ótíndir þjófar eftir Birgi Jóhann Birgisson og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur. Hvað heit- ir hljómsveitin sem þetta lista- fólk leiðir? Rétt svör sendist DV fyrir 16. desember, merkt: Lagið Ótíndir þjófar er eftir Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Birgi Jóhann Birgisson. DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavik Dregið verður úr réttum lausnum 16. desember og rétt svör verða birt í tónlistarblaði DV 23. desember. Hér eru svo birt rétt svör við get- rauninni sem birtist 18. nóvember: 1. Svíþjóð 2. Þijár 3. Bandaríkjunum JAPISS tónlistardeild Brautarholti og Kringlunni Símar 625290 og 625200 Dreifing: Sími 625088 BARNABROS Stórskemmtileg plata sem laðar fram bros hjá börnum á öllum aldri. PÁLL ÓSKAR STUÐ Nú byrjar fjörið, stuðpartýplata ársins. YUKATAN Safnar guðum Sigurvegarar músiktilrauna færa okk- ur á gullfati grimmdarrokk eins og það gerist best. SMIÐUR JÓLASVEINANNA Heillandi nýtt íslenskt jóla-barnaleik- rit. SÚKKAT óúettinn Súkkat er nýgræðingur í [ónlistarheiminum en sló í gegn í fyrra Tieð lagi sínu „.í lauginni". Plata ;em kemur á óvart. Bjárni Ara og Stormsker OR-ÆVI BJARNI ARA OG STORMSKER ÖR-ÆVI Þegar öll sund virðast lokuð birtast þeir félagar með timaþært innlegg í poppsöguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.