Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1993, Blaðsíða 4
34 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1993 „Trúbadorinn er maður með vopn, þ.e. grtar. Hlutverk hans er að fjalla um umhverfi sitt," segir Hörður Torfason. DV-mynd ÞÖK Með gítar á sviði í Ijósdepli - þannig líður Herði Torfasyni trúbador best Hörður Torfason er nestor í hópi þeirra tónlistarmanna sem senda frá sér nýjar plötur fyrir jólin. Hörður er búinn að vera að í 23 ár og þekktastur sem trúbador þótt hann hafi stungið í samband af og til á þessum tíma og sent frá sér rafmagnaðar plötur. Nýjasta verk hans heitir Gull og sýn- ir Hörð eins og hann er bestur, einn með gítarinn. „Ég spilaði 20 lög hrá inn á snældu og fékk Magnús Eiríksson vin minn til að velja lögin fyrir mig,“ segir Hörður þegar hann er spurður um nýju plötuna. „Lögin hafa orðið til á löngum tima, þau elstu tíu til tólf árum, en nýjasta lagið, Strákar, varð til skömmu áður en platan var tekin upp. Flest lögin er ég búinn að vera að spila á tónleikum síðastliðið ár og þannig fengið viðbrögð við þeim. Ég byggi allt mitt starf upp á tónleikum og reyni þannig að hafa áhrif á fólk til góðs eða ills. Vonandi til góðs. Ég held að Gull sé týpískur útdráttur af einum tónleikum." - Það er áberandi hvað þú leggur mikla leikræna túlkun í sönginn: „Já, vissulega, en það verður þó að segjast að hún er með minna móti núna. Þegar ég er að æfa lögin vinn ég eins og leikari. Ég vinn út frá karakter og fólk hefur það oft á orði að ég sýni á mér mörg andlit á hverjum tónleikum. Ástæðan er að ólík lög bjóða upp á ólíkar túlkanir. Fyrir mig eru þetta eðlileg vinnu- brögð, enda á ég mörg ár að baki sem leikari og leikstjóri. Ég lit á trúba- dorinn sem anga af leikhúsinu. Tónleikamir mínir eru leiksýning." Fordómar - Hvaö er trúbador og hvert er hans hlutverk? „Trúbadorinn er maður með vopn, þ.e. gítar. Hlutverk hans er að fjalla um umhverfi sitt. Ég hef verið ásakaður fyrir það að vera ekki nógu árásargjam. Ég hef hins vegar þá trú að maður nái árangri með þvi að fara sér hægt. Ég er búinn að missa trú á byltinguna og geri út á tilfinningar forboðnar tilfmningar segja kannski sumir. Ég stend ekki upp og bendi á gallana hjá öðrum heldur geng ég út frá sjálfum mér. Ég sleppi árásar- forminu sem margir hafa tileinkað sér. Trúbadorinn er, líkt og leikarinn, með hundmð augna á sér þegar hann stendur á sviði og hann verður að hafa sögu að segja, hann verður að trúa á eitthvað. Það er það sem ég er að reyna að gera - segja sögur sem flestir geta fúndið sig í og fá fólk til að hugsa,“ segir Hörður. „Ég finn fyrir því úti á landsbyggðinni að fólk kemur til mín eftir tónleika til að ræða það sem ég var að segja í text- unum. Það er mjög ánægjulegt að fmna slik viðbrögð og færir manni heim sanninn um að það er hægt að hafa áhrif. Ég keyri töluvert á fordóma á þessari nýju plötu. Öll erum við með einhverja fordóma og mér finnst það ekkert óeðlilegt í sjálfu sér; þeir mega hins vegar ekki stjóma lífi okkar.“ - Hvar myndirðu staðsetja Gull í hópi þinna 10 platna? „Plötumar em jafn ólíkar og lögin sem ég hef gert í gegnum tíðina þannig að það er erfitt að benda á einhverja samsvörun við Gull í fyrri plötum mínum. Á þessari plötu reyni ég að hafa hlutina eins einfalda og ég mögulega get. Ég er einn með gítar- inn og munnhörpu í einstaka lögum og svo lita ég aðeins með bassa til að fá dýptina. Það era engar kúnstir eða stórar útsetningar. Þegar ég var að taka upp hafði einhver á orði að ég væri kominn í hring, aftur til upp- hafsins. Ég veit ekki hvort það er satt eða logið. Markmiðið hjá mér er að tjalda mér á plötu eins og á tónleikum - maður með gítar og sögur.“ - Plötunni fylgir þú væntanlega eftir með tónleikahaldi: „ Já, égheld mína tónleika sem fyrr og reyni að sleppa að mestu við brennivínskúltúrinn þó að ég fái mörg tilboð um kráarspilirí. Ég held því fram að þegar fólk er að drekka brennivín og skemmta sér þá hlusti það ekki. Það er frekar að reyna að tjá sig sjálft sem er auðvitað í góðu lagi. En ég er ekki að leggja alla mína vinnu í að semja, æfa og spila til að sitja úti í horni og búa til hávaða undir samræðum. Eg vil vera í leik- húsum og félagsheimilum í ljós- depli,“ segir Hörður Torfason Trúba- dor með stóru té-i. SMS Ýmsir- Barnabros: ★ ★ ★ Plata sem stendur undir nafni Jólin eru hátið bamanna og þess vegna er ekki óeðlilegt að plötuútgef- endur sinni þessum hlustendahópi eins og öðrum. Oft hafa þó þessar svokölluðu bamaplötur sem komið hafa út fyrir jól verið útþynnt sam- suða á gömlum sém nýrri jólalögum; grautm sem vart hefur lifað deginum lengur. Vegna þessa er fyllsta ástæða til að fagna plötu eins og Bamabrosi því þar faha menn ekki í fyrrgreinda gryfju. Bamabros er nefnilega plata sem á alla möguleika á að lifa jólin af þvi hún er ekki jólaplata í þeim skiln- ingi að hér séu sérstök jólalög á ferðinni. Þvert á móti er ekki eitt einasta jólalag að finna á plötunni heldur er hér safnað saman bama- lögum úr ýmsum áttum, lögum sem sungin hafa verið og eru sungin á leikskólum og í grunnskólum lands- ins allt árið um kring. Samtals eru þetta 18 lög og þó undirritaður kannist ekki við þau öll - er ekki alveg að marka það því hann er kominn af bamsaldri fyrir nokkm. En meðal laga sem hann og flestir kannast við era til dæmis Litla kvæð- ið um litlu hjónin, Ég skal mála allan heiminn, Guttavísur, Fimmeyring- urinn, Bjössi á mjólkurbílnum, Fyrr var oft í koti kátt, Vorvindar glaðir og Inga Dóra. Vert er að taka fram að öll þessi lög eru sungin eins og þjóðin þekkir þau; það er ekki verið að gera tilraunir á þessum þjóðargersemum. Þau eru vissulega útsett lítillega en öll af mikilli smekkvísi þannig að enginn ætti að móðgast. Það eru Pétur Hjaltested og kona hans, María Björk Sverrisdóttir, sem standa að baki þessari plötu og þau hafa fengið til liðs við sig ýmsá góða söngvara en það eykur mjög á fjöl- breytileikann á plötunni. Og þetta er allt fólk í fremstu röð: Sigríður Beinteinsdóttir, Egill Ólafsson, Helga Möller og Edda Heiðrún Backman. Að auki syngur María sjálf í nokkrum lögum og sýnir þar einu sinni enn að hún er mjög frambærileg söngkona. Og svo stígur dóttir Maríu og Péturs, Sara Dís, fyrstu söngspor sín í lagi sem hún syngur með mömmu sinni. Loks má svo nefna kór Öldutúnsskóla sem aðstoðar í einu lagi. Bamabros ætti fyllilega að geta staðið undir nafni og kallað fram bros á vör hjá einhverjum bömum um þessi jól og reyndar allan ársins hring. Sigurður Þór Salvarsson Gammar- 1 & 2: ★ ★ ★ Gamrnar Á þessari geislaplötu era lögin sautján af fyrstu tveimur plötum Gammanna sem komu út árin 1984 og 1986 og eru löngu ófáanlegar i sínu úrelta vinylformi. Saga þessarar rafdjasssveitar er orðin rösklega áratugargömul. Á þeim tíma hefur hún víða komið fram og sent frá sér eina plötu auk þeirra sem hér eru endurútgefnar. Það var Af Niðafjöllum sem kom út í fyrra og vakti allt of litla athygli. Og raunar virðist Gömmunum ganga furðu erfið- lega að ná eyrum almennings þrátt fyrir að mörg djass- og djassrokklög þeirra séu ómþýð og aðgengileg. Að því er mér skilst kunna Norðmenn mun betur að meta Gammana en þeirra eigin landar og ósjaldan hefur maður heyrt tónlist þeirra leikna í ríkisútvarpi frænda okkar í austri. Ekki þaif að fjölyrða um gæði liðsmanna Gammanna sem hljóðfæraleikara. Stefán S. Stefánsson, Þórir Baldursson og hljómsveitar- stjórinn Bjöm Thoroddsen skipta með sér forystuhlutverkinu og á bak við era Steingrímur Óli Sigurðsson og Skúli Sverrisson - öryggið uppmálað. Skúli er kannski einna minnst áberandi og er því hálfmótsagnakennt að hann hefur náð mestum frama fimmmenninganna síðan fyrstu tvær plötur Gammanna vora gefnar út. Þær vora og era engin tímamótaverk en hafa elst vel og eru jafn góðar og gildar og þegar þær komu út. Ásgeir Tómasson PS&CO - Erkitýpur, Streitarar & frík: ★ ★ ★ Hugsjóna rokk með hlutverk Pjetur Stefánsson er ekki einn af þessum metnaðarfullu rokkurum sem hamast við að gefa út plötu á hveiju ári ef ekki oftar. Hann virðist frekar vera hugsjónarokkari sem rokkar þegar andinn kemur yfir hann án tillits tO markaðslögmála. Þannig hefur Pjetur lítið látið frá sér fara síðustu fimm árin og hver veit nema að næsta plata hans komi út um aldamótin. Á Erkitýpur, streitarar & frík blanda Pjetur og félagar nýju og nýlegu efni saman við eldra efhi án þess að skil þar á milli séu greinileg. Það segir manni einfaldlega að mað- urinn er trúr sinni rokkköllun og tekur lítinn nótís af nýjum stefnum og straumum í tónlist. Þó virðist sveitarokkið vera að vinna talsvert á hjá Pjetri á meðan eldri lögin eru meira hrátt rokk. Sum nýrri laganna era ailt að því hreinræktuð sveita- tónlist. Minna ber hins vegar á blúsáhrifum í nýrri lögunum en gerir í þeim eldri. Lögin á plötunni, 15 talsins, eru öll eftir Pjetur en hann fær aðstoð frá Sigurði Bjólu i tveimur nýrri laganna og Dóra Braga í tveimur eldri laganna. Annað þeirra er hið umdeilda en vinsæla lag Ung gröð og rík, sem sló í gegn 1985, og er talsverður fengur að því að þetta lag er komið til varanlegrar varðveislu á geislaplötu. Það má hins vegar heyra á plötunni að Pjetri er stöðugt að fara fram í lagasmíðunum því gegnumsneitt eru þau lög sem tekin eru upp á síðustu tveimur árum mun betri en þau eldri. Lög Pjeturs era oftast nær frekar einföld að uppbyggingu, lftið um krúsídúllur og flækjur, hann heldur sig við þessa hefðbundnu svolítið hráu uppbygginp gamla gítarrokksins sem því miður alltof fáir rokkarar hér á landi hafa lagt fyrir sig. Hann er laginn við að finna góðar melódíur og það er margt góðra laga á þessari plötu. Textamir era allir eftir Pjetur og það er að heyra að þeir séu margir hveijir býsna skondnir en þvi miður er plötuumslagið með þvi aílra fátæklegasta sem gerist og enga texta þar að finna. Ekki má skilja við þessa plötu, PS&CO, án þess að minnast á COið en þar fer Sigurður Bjóla fremstur í fríðum flokki rokkara. Meðal þeirra má nefna Tryggva H”bner, Björgvin Gíslason, Guðmund Pétursson, Jón Ólafsson, Harald Þorsteinsson, Hjört Howser og Ásgeir Óskarsson. Erkitýpur, streitarar & frík era plata sem tvimælalaust mætti heyrast meira af opinberlega. Hún fyllir upp í ákveðið tómarúm í íslensku rokki. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.