Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1993, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Viðskipti
Landsvísitalan
402
Karf averð lækkar
Eftir að framboð af karfa hefur
snarminnkað á fiskmörkuðum
hefur verðið lækkað í takt, enda
karfinn yfirleitt smár. Síðan á
miðvikudag hefur meðalverðið
lækkað um 35 krónur kílóið.
Vegna lítilla hlutabréfavið-
skipta hefur Landsvísitala hluta-
bréfa hjá Landsbréfum lækkað.
Hráolíutunnan á Rotterdam-
markaði hækkaði í verði í síðustu
viku. Tunnan fór á 13,80 dollara
sl. föstudag.
Síðan á miðvikudag hefur gengi
dollars gagnvart íslensku krón-
unni verið að lækka. I gærmorg-
un var sölugengið skráð 71,68
krónur.
Hlutabréfavísitalan Dow Jones
í New York náði sögulegu há-
marki sl. fimmtudag en hefur
lækkað lítillega síðan.
-bjb
Ferðavakinn að breiðast út um N-Evrópu:
Skotar svara um áramót
og er farið að vekja mikla athygli erlendis, einkum í N-Evrópu og Banda-
ríkjunum. Á myndinni nýta tveir ferðamenn sér Ferðavakann á BSÍ.
DV-mynd GVA
Skoskir aðilar voru hér á landi
nýlega til viðræðna við forráðamenn
Fei’ðavakans, tölvuupplýsingarkerf-
isins fyrir ferðamenn, um uppsetn-
ingu þess á Bretlandseyjum. Að sögn
Ragnar S. Halldórssonar, stjómar-
formanns Ferðavakans hf., er niður-
stöðu viðræðna að vænta um ára-
mótin.
Heimildir DV herma að allar líkur
séu á að samningar takist við Skot-
ana en Ragnar vildi htið segja annaö
en að viöræður væra í gangi og þeim
ætti að Ijúka um áramótin. Ferða-
vakinn á einnig í viðræðum við
bandaríska aðila en Ragnar sagði það
mál vera styttra á veg komið.
„Bandaríkjamennimir hafa ekki enn
gefið til kynna hvort þeir vilji ganga
til samninga," sagði Ragnar.
Gangi samningar eftir við Skotana
um uppsetningu Ferðavakans á
Bretlandseyjum verður þetta upplýs-
ingakerfi orðið nokkuð útbreitt um
Norður-Evrópu. Eins og fram hefur
komið tókust samningar nýlega við
sænskt fyrirtæki um uppsetningu
Ferðavakans í Svíþjóð, Danmörk og
Noregi. Þá býður sá samningur upp
á að Ferðavakanum verði komið fyr-
ir í Þýskalandi síðar á næsta ári.
-bjb
Sparisjóðir
með lægstu
útlánsvexti
Eftir vaxtabreytingarnar í gær
bjóða sparisjóðirnir lægstu vexti út-
lána eins og víxla og skuldabréfa.
Sem kunnugt er breyttu Landsbanki
og íslandsbanki ekki sínum vöxtum
í gær. Á almennum vixillánum eru
vextir sparisjóðanna 10,3% en hæstir
eru þeir hjá íslandsbanka, 13,6%.
Sparisjóðir bjóða sömuleiðis lægstu
skuldabréfavexti, eða 11,4%, en ís-
landsbanki þá hæstu, eða 13,7%.
Innlánsvextir banka og sparisjóða
breyttust htið í gær nema hvað Bún-
aðarbanki og sparisjóðir lækkuðu
vexti gjaldeyrisreikninga og vísitölu-
bundinna reikninga htihega. -bj b
Verðhækkun á áli, mjöli og lýsi
Verð á loðnumjöh og loðnulýsi er
að glæðast á ný og það verulega.
Tonnið af mjöh hefur hækkað um 10
sterlingspund á einni viku og sama
magn af lýsi um eina 5 dollara.
Loðnuveiði hefur aðeins verið að
glæðast en eftir er að veiða um 500
þúsund tonn á þessari vertíð.
Forráðamenn ísal í Straumsvík
geta aðeins kæst því álverð hækkaði
nokkuð í síðustu viku, eða um 60
dollara tonnið. Þrátt fyrir minna
framboð af ódýru Rússaáli er reiknað
með að þessi verðhækkun sé skamm-
góður vermir.
Meðalverð algengustp fisktegunda
á fiskmörkuðum er svipað milh
vikna nema hvað karfaverðið hækk-
ar verulega. Tveir togarar, Skafti SK
og Breki VE, seldu afla sinn í Þýska-
landi í síðustu viku fyrir um 25 mihj-
ónir króna, meðalverð fyrir aflann
var um 133 krónur kílóið. Vegna
tölvubilana hefur Aflamiðlun ekki
fengið upplýsingar um gámasölur í
Bretlandi en vonast eftir lagfæring-
um í þessari viku.
Uppboð á íslenskum refa- og
minkaskinnum hefjast í Kaup-
mannahöfn á morgun og er búist við
enn hærra verði en í september sl.
-bjb
DV
Samkeppnis-
stofnun skoðar
debetkortin
ASÍ, BSRB og Neytendasamtök-
in sendu bréf til Samkeppnis-
stofnunar í gær þar sem farið er
fram á annars vegar að stofnumn
meti kpstnað við notktm debet-
korta og hins vegar athugi hvort
samstarf og samráð bankastofn-
ana í debetkortamálinu varðí viö
Þessir aðilar vilja fá að vita
raunkostnað af dehetkortum eftir
að núgildandi tilboð renna ÚL Að
auki vilja þeir að Samkeppnis-
stofnun athugi hvort kostnaðar-
auki verði að þvíTyrir notendur
ávísana að hætta notkun á
bankakortum og taka debetkort.
Bifreiðaskoðun
hættirviðlokun
Sigurður Svenisson, DV, Akxanesú
Stjórn Bifreiðaskoðunar Is-
lands ákvað á fundi sínum á laug-
ardag aö hætta við að loka skoð-
unarstöð sinni á Akranesi eins
og áður haföi verið ákveðið.
Ákvöröunin var tekin aðeins
degi eftir að DV birti frétt þess
efhis, að hópur manna á Akra-
nesi heföi ákveðið að stofna
hlutafélag um rekstur bífreiöa-
skoðunarstöðvar. Samkvæmt
heimildum DV var það fuhtrúi
FÍB í stjórninni sem lagði tillög-
una fram.
Karl Ragnars, forstjóri Bif-
reiðaskoðunar íslands, sagðí við
DV að fjárhagsaðstæður hefðu
vegið þungt í þessari ávörðun.
Eins og fram hefur komið í DV
hefði það kostað bifreiðaeigendur
á Akranesi 9 mihjónir króna að
færa bíla sína til skoðunar í Borg-
amesi, auk vinnutaps.
Hlutabréf hækk-
uðu í nóvember
um9,3 prósent
Samkvæmt hlutabréfavísítölu
Kaupþings hækkaði verð hluta-
bréfa í nóvember sl. um 9,3 pró-
sent frá októberlokum. AUs fóru
hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa-
þingi íslands fram í nóvember
fyrir rúmar 200 mihjónir króna.
Þaö eru þrefalt meiri viðskipti en
í október og sexfalt meiri en í
sama mánuöi í fyrra.
Lítil hlutabréfa-
viðskiptiísíð-
ustuviku
Hlutabréfaviðskipti á Verð-
bréfaþingi Islands voru heldur
daufleg í síðustu viku ef mið er
tekið af undanfömum vikum.
Ahs námu viðskiptin 25 milljón-
um króna, mest fyrir tæpar 6
mhljónir 1 íslenska hlutabréfa-
sjóönum. Talið er að þetta sé
lognið á undan storminum og
hlutabréfaviðskipti aukist aftur
eftir því sero hður að áramótum
vegna svokahaðra „skattakaupa"
á hlutabréfum.
meðtalhólf
Póstur og sími hefur boðið upp
á nýja þjónustu, svoköhuð tal-
hólf. Tahrólf er geymsla fyrir
töluð skhaboð og sérstaklega
sniðin að þörfum farsimanot-
enda. 'Þegar hi'ingt er t.d. í far-
síma og ekki er svarað, tekur tal-
hólfið við skilaboðum og lætur
síðan vita um að skhaboð hggi í
hólfinu.
Talhólfm hafa sama símanúm-
er og viðkomandi farsímanúmer
nema hvað 988 kemur fyrir fram-
anístað985. -bjb