Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1993, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NOMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Rússnesk lýðræðisskref
Rússar hafa stigiö tvö mikilvæg skref í átt til lýöræö-
is. Þeir hafa staðfest nýja stjómarskrá og kosiö til þings
á lýðræðislegan hátt. Áöur var forsetinn eina stjómvald-
ið, sem haföi lýðræðislegt umboð, en nú er einnig til þing
og lagalegur grundvöllur fyrir lýðræðislegar leikreglur.
Boris Jeltsín forseti getur ekki farið með nýja þingið
á sama hátt og hið gamla, sem var arfur frá Sovétríkjun-
um og átti lítið skylt við þjóðþing í vestrænum skiln-
ingi. Nýja þingið hefur umboð frá þjóðinni til að fara
með vald, sem skilgreint er 1 nýju stjómarskránni.
Til þessa hefur skort samkomulag um, hver réði
hverju í Rússlandi, af því að hin gömlu form frá Sovét-
ríkjunum gerðu ekki ráð fyrir ágreiningi milli forseta
og þings. Nú hafa valdsviðin verið skilgreind, svo að
ósamkomulag milli forseta og þings fær fastan farveg.
Rússar hafa samþykkt stjórnarskrá, sem veitir forset-
anum svipuð völd eða heldur meiri völd en forseti Frakk-
lands hefur í sínu landi, en til skemmri tíma í senn. Þetta
era óvenjulega mikil forsetavöld, en rúmast þó bærilega
innan ramma lýðræðislegrar hefðar Vesturlanda.
Um leið og Rússar gáfu Jeltsín umboð til þess forseta-
valds,.sem hann óskaði eftir, hafa þeir gefið honum skýra
aðvörun í þingkosningunum. Nýja og lýðræðislega þing-
ið verður honum þungt í skauti, því að umbótaöflin biðu
ósigur fyrir afturhaldsöflum gamla og nýja tímans.
Alvarlegasta og neikvæðasta niðurstaða kosninganna
er sigur Vladimírs Zhírínovskí, sem hefur lýst grófari
skoðunum en Hitler hafði á sínum tíma. Þær em bein
ógnun við heimsfriðinn, ef hann fær völd á þinginu, og
óbein ógnun, þótt hann verði bara í minnihlutanum.
Afskræmd þjóðemishyggja Zhírínovskís, afturhald
kommúnistaflokksins og landbúnaðarflokksins reyndust
samanlagt hafa meiri hljómgrunn meðal Rússa en vest-
rænn hugsunarháttur flokkanna, sem hafa staðið að eða
stutt efnhagslegar umbætur á vegum Jeltsíns forseta.
Þetta boðar ekki gott efnahagsástand í landinu og ekki
gott samkomulag landsins við umheiminn. Þótt forsetinn
sé valdamikill samkvæmt stjómarskránni, verður hann
að taka tilht til þingsins og ná málamiðlunum við það,
rétt eins og forseti Frakklands verður að gera.
Ef farið verður eftir leikreglum stjómarskrárinnar,
verður mynduð stjóm, sem gengur mun skemur fram í
efhahagslegum umbótum en verið hefur að undanfómu.
Þótt sú hemlum sé hið versta mál, er hún í fullu sam-
ræmi við vilja þjóðarinnar í kosningunum um helgina.
Jeltsín getur sjálfum sér um kennt, að svona fór. í
kosningabaráttunni kom í ljós, að lýðræðishyggja hans
er ekki vel þroskuð. Þjóðin hafði þvi ástæðu til að óttast
hann og til að efla mótvægi við hann með því að velja
sér þing, sem mun vafalítið reyna að binda hendur hans.
Mestu máli skiptir, að kosið var á lýðræðislegan hátt.
Rússar hafa því ekki bara forseta með umboð. Þeir hafa
líka þing með umboð og þeir hafa leikreglur um skipt-
ingu valdsins. Þetta era ekki síðri skref á lýðræðisvegi
Rússa en forsetakosningamar vom fyrir tveimur árum.
Vandséð er, að Jeltsín geti framvegis stjómað með til-
skipunum eins og hann hefur haft tilhneigingu til að
gera að undanfómu. Hann hefur fengið samþykktar leik-
reglur, sem hann verður að fara eftir eins og aðrir, jafn-
vel þótt ekki gangi allt í pólitíkinni eftir hans höfði.
Á leikreglum verður smám saman reist lýðræðishefð,
sem gerir Rússum kleift að skipta út stjómmálamönnum
og þjóðmálalínum á vestrænan og átakalítinn hátt.
Jónas Kristjánsson
—--
Greinarhöfundur segir þekkingarlegan, upplýsingalegan og skipulagslegan viðbúnað þjóðfélagsins gegn
samdrætti vera í skötuliki. - Frá stofnfundi Félags atvinnulausra á sl. ári.
Atvinnuleysi
og niðurlæging
Einn fylgikvilli þess atvinnuleys-
is og þess skipulags sem komið
hefur verið upp til að taka á því er
sá að fjöldi fólks þarf að þola þung-
bæra og oft illskiljanlega niðurlæg-
ingu af ýmsum toga.
Atvinnubótavinna
eða bótaleysi
Eitt af því sem verkar niðurlægj-
andi er það þegar fólki er misboðið
með því að skylda það til þýðingar-
lítillar vinnu sem það er óvant og
óþjálfað til að sinna. Vera bótalaus
ella.
Nú er það svo að undirritaður er
alfarið þeirrar skoðunar að það eigi
að vera nánast undantekningar-
laus regla að þeir sem missa hefð-
bundin störf vinni fyrir því fé sem
þjóðfélagið reiðir fram í formi at-
vinnuleysisbóta. Skapi þannig auk-
in verðmæti í stað þess að sitja í
iðjuleysi. Haldi því sambandi við
annað fólk sem vinna ein getur
veitt. Tryggi um leiö vissa og hugs-
anlega verulega vöm gegn því and-
lega áfalli sem missir hefðbundinn-
ar atvinnu er fyrir flesta.
Núverandi fyrirkomulag, þar sem
bætur eru greiddar til fólks án þess
að nokkurt framlag komi í staðinn,
er óeðlilegt og andstætt lögmálinu
um gagnkvæmni. Lögmáli sem er
ein meginstoð heilbrigðs samfélags.'
Krafan um vinnuframlag má þó
ekki að leiða til þess að fjölda fólks
sé misboðið stórlega með því að
neyða það til að vinna verk sem em
ekki samboðin þjálfun þess, reynslu
og menntun. Það er óafsakanlegt ef
Kjallariim
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur, Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
ekki er reynt allt sem fært er til aö
verkin, sem unnin era, nýti til hins
ýtrasta þann mannauð sem er á
lausu á samdráttartímum. Þegar
fólk með langvarandi reynslu úr
atvinnulífinu og mikla menntun er
sett í tilgangslitla jarðvinnu er rétt
aö huga að „uppskurði á kerfinu"
sem slíkt heimtar.
Lítill viðbúnaður-fábreyttar
hugmyndir
Fljótgert að benda á þaö hvar
meinið Uggur. Hinn þekkingarlegi,
upplýsingalegi og skipulagslegi
viðbúnaður þjóðfélagsins gegn
samdrætti er í skötulíki. Hugmynd-
irnar um það hvaða verk þarf að
vinna eru fáar og fábreyttar. Enn
færri eru áætlanirnar um fram-
kvæmd þessara hugmynda.
í gamla daga lærðu menn að lest-
ur af Biblíunni. Ekki sakir þess,
eins og einhverium gæti hug-
kvæmst, að hún hafi verið besta
lestrarbókin sem völ var á heldur
vegna þess að hún var eina bókin
sem var til á bænum.
Á sama hátt búa menn í dag við
það fráleita ástand aö fábrotnar og
fátæklegar hugmyndir manna um
nýtingu vinnuafls þeirra atvinnu-
lausu leiða til þess að fjölda fólks
er svo misboðið meö þeim verkefn-
um sem völ er á að það kýs frekar
að draga fram lífið án bóta en að
vinna þessi verk. Þessu ástandi er
auðvelt að breyta og það er allra
hagur að því verði breytt. Vilji og
fyrirhyggja er allt sem þarf.
Jón Erlendsson
„Núverandi fyrirkomulag þar sem bæt-
ur eru greiddar til fólks, án þess að
nokkurt framlag komi 1 staðinn, er
óeðlilegt og andstætt lögmálinu um
gagnkvæmni.“
Skoðanir annarra
Bankakerf ið tekur við sér
„Aðferð ríkisvaldsins til að hrinda vaxtabreyt-
ingunni í framkvæmd var einfaldlega sú að lækka
vexti á spariskírteinum ríkissjóðs í 5%. Þær afleið-
ingar er vænst var í kjölfar vaxtalækkunarinnar
hafa nú að nokkru leyti komið fram . Bankakerfið
hefur tekið við sér og vextir teknir að lækka til hags-
bóta fyrir atvmnulífið og einnig fólkið í landinu."
ÞI í forystugrein Dags 9. des.
Þrasið við skattyf irvöld
„Sjaldan er spurt um kostnað fyrirtækjanna sem
þurfa að eyða ómældri orku og miklum fjármunum
í að svara skattyfírvöldum. Útlagður kostnaöur
hleypur auðveldlega á bilinu 200 þúsund upp fyrir
eina milljón hjá hveriu fyrirtæki sem telst í hundrað-
um milljóna fyrir fyrirtækin í eftirlitsátakinu. En
dýrast er þó aö hafa bestu stjómendur landsins upp-
tekna við að þrasa viö skattyfirvöld í stað þess að
hagræða og auka verðmætasköpun í fyrirtækjum
sínum.“ Vilhjálmur Egilsson alþm. í Mbl. 11. des.
Nýr vettvangur breytti engu
Þegar minnst er á hugmyndir um valddreifingu
og hverfastjómir í borginni fellur minnihlutaflokk-
unum - nema Kvennalistanum - allur ketill í eld...
„Fólk hefur spurt hvað orðið hafi um sameiningar-
neistann sem kviknaði með Nýjum vettvangi. Svariö
er einfalt. Nýr vettvangur sameinaði enga og breytti
engu. Neistinn var kæfður í fæðingu. Framboð Nýs
vettvangs klauf reyndar Alþýðubandalagiö í Reykja-
vík og varð til þess að Alþýðuflokkurinn bauð ekki
fram í eigin nafni, en niðurstaðan varð hin sama og
fyrr.
Þórunn Davíðsdóttir
stjórnmálafræðingur í Pressunni 9. des.